Matthías Orri: Borce getur ekki kvartað neitt Magnús Ellert Bjarnason skrifar 4. janúar 2018 22:50 Matthías Orri Sigurðarson. Vísir/Anton ÍR vann mikilvægan sigur í 12. umferð Domino’s deildar karla í körfuknattleik í kvöld þegar að liðið tók á móti Tindastól í Hertz hellinum í Seljaskóla. Lokatölur 85-73. ÍR byrjar því nýtt ár vel og gefur ekkert eftir í toppbaráttunni. Liðið er með 18 stig, jafn mörg og KR sem tróna á toppi deildarinnar. Leikstjórnandi ÍR, Matthías Orri Sigurðarson, var að öðrum ólastaður besti maður leiksins. Var hann að vonum sáttur í leikslok. „Ég er mjög sáttur. Fyrir utan smá kafla í öðrum leikhluta stjórnuðum við leiknum allan tímann. Við keyrðum síðan á þá í þriðja leikhluta og spiluðum frábæran körfubolta. Það er mjög sætt að vinna sterkt lið eins og Tindastól í fyrsta leik ársins,“ sagði Matthías. Matthías er bjartsýnn fyrir komandi leiki og vanmetur hann ekki botnlið Hattar. „Mér líst vel á næstu leiki og leikinn gegn Hetti á Egilstöðum næsta sunnudag. Það er samt alls ekki auðvelt að spila þar. Stjarnan er að ég held eina liðið sem hefur unnið stóran sigur þar,“ sagði Matthías. Að lokum var Matthías spurður af hverju Borce Ilievski, þjálfari ÍR, sagðist hafa verið óanægður með sitt lið í jólafríinu. „Hann var eitthvað pirraður með það hvernig við vorum að æfa, þú veist hvernig þessir austur evrópumenn eru. Það er bara harkan sex og ekkert gefið eftir,“ sagði Matthías og glotti. „Við ákváðum fyrir leikinn sem lið að sýna að við eigum skilið að vera við topp deildarinnar. Komum vel gíraðir í leikinn og í hörku formi, þannig að Borce getur ekki kvartað neitt,“ sagði Matthías. Dominos-deild karla Mest lesið Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Fram einum sigri frá úrslitum Handbolti „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Selfoss jafnaði metin Handbolti Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Enski boltinn KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Körfubolti „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” Íslenski boltinn „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ Körfubolti Fleiri fréttir Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Sjá meira
ÍR vann mikilvægan sigur í 12. umferð Domino’s deildar karla í körfuknattleik í kvöld þegar að liðið tók á móti Tindastól í Hertz hellinum í Seljaskóla. Lokatölur 85-73. ÍR byrjar því nýtt ár vel og gefur ekkert eftir í toppbaráttunni. Liðið er með 18 stig, jafn mörg og KR sem tróna á toppi deildarinnar. Leikstjórnandi ÍR, Matthías Orri Sigurðarson, var að öðrum ólastaður besti maður leiksins. Var hann að vonum sáttur í leikslok. „Ég er mjög sáttur. Fyrir utan smá kafla í öðrum leikhluta stjórnuðum við leiknum allan tímann. Við keyrðum síðan á þá í þriðja leikhluta og spiluðum frábæran körfubolta. Það er mjög sætt að vinna sterkt lið eins og Tindastól í fyrsta leik ársins,“ sagði Matthías. Matthías er bjartsýnn fyrir komandi leiki og vanmetur hann ekki botnlið Hattar. „Mér líst vel á næstu leiki og leikinn gegn Hetti á Egilstöðum næsta sunnudag. Það er samt alls ekki auðvelt að spila þar. Stjarnan er að ég held eina liðið sem hefur unnið stóran sigur þar,“ sagði Matthías. Að lokum var Matthías spurður af hverju Borce Ilievski, þjálfari ÍR, sagðist hafa verið óanægður með sitt lið í jólafríinu. „Hann var eitthvað pirraður með það hvernig við vorum að æfa, þú veist hvernig þessir austur evrópumenn eru. Það er bara harkan sex og ekkert gefið eftir,“ sagði Matthías og glotti. „Við ákváðum fyrir leikinn sem lið að sýna að við eigum skilið að vera við topp deildarinnar. Komum vel gíraðir í leikinn og í hörku formi, þannig að Borce getur ekki kvartað neitt,“ sagði Matthías.
Dominos-deild karla Mest lesið Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Fram einum sigri frá úrslitum Handbolti „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Selfoss jafnaði metin Handbolti Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Enski boltinn KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Körfubolti „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” Íslenski boltinn „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ Körfubolti Fleiri fréttir Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Sjá meira