Íranar harðorðir vegna „viðurstyggilegra“ afskipta Trump af mótmælum Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 5. janúar 2018 07:00 Stúdentar í átökum við lögreglumenn fyrir utan háskóla í Teheran en þar kom til átaka um áramótin. vísir/epa Stjórnvöld í Íran sökuðu í gær Bandaríkjastjórn, einkum Donald Trump forseta, um „viðurstyggileg“ afskipti af innanríkismálum sínum. Þetta mátti lesa í bréfi sem Íranar sendu Sameinuðu þjóðunum. Í bréfinu segir að Bandaríkjaforseti hafi „með því að skrifa fjölda stórundarlegra tísta hvatt Írana til þess að taka þátt í óeirðum“. Það sé brot á alþjóðalögum. Óeirðirnar sem vísað er til eru mótmæli sem hafa farið fram undanfarið í nokkrum borgum ríkisins og eru jafnframt þau mestu frá árinu 2009 þegar mótmælt var vegna ósættis við forsetakosningar.Gholamali Khoshroo, sendiherra Írans hjá SÞ.Nordicphotos/AFPUpphaflega var það óánægja með verðlag og spillingu sem vakti einna helst reiði mótmælenda en með vaxandi fjölda þátttakenda var einblínt í meiri mæli á leiðtoga ríkisins, til að mynda æðstaklerkinn Ali Khamenei. Stjórnvöld hafa tekið á mótmælunum af hörku en alls beið 21 bana og að minnsta kosti 450 voru handtekin. Í gær lýsti leiðtogi byltingarvarðliðsins, Mohammad Ali Jafari, að tekist hefði að slökkva bálið. „Í dag getum við með sanni sagt að komið sé að lokum uppreisnar ársins 1396. Megi Guð vera okkur hliðhollur og megi ósigur þeirra verða algjör,“ sagði Jafari og vísaði til íranska tímatalsins. Gholamali Khoshroo, sendiherra Írans hjá SÞ, undirritaði bréfið og í því segir enn fremur að Bandaríkjamenn hafi lengi og ítrekað skipt sér af innanríkismálum Írana. „Núverandi stjórnvöld í Bandaríkjunum hafa farið yfir öll strik og brotið allar reglur og grundvallaratriði alþjóðalaga um milliríkjasamskipti.“Donald Trump, forseti Bandaríkjanna.Nordicphotos/AFPEins og í bréfinu segir tísti Trump um mótmælin. „Ég ber mikla virðingu fyrir írönsku þjóðinni sem reynir að endurheimta ríki sitt af spilltum ráðamönnum. Bandaríkin munu styðja ykkur þegar það er viðeigandi,“ tísti forsetinn. Khoshroo gaf hins vegar lítið fyrir þennan stuðning Trumps. Benti hann á að með ferðabanni sínu, sem Trump hefur ítrekað reynt að fá í gegn, hafi hann meinað venjulegum írönskum ríkisborgurum að ferðast til Bandaríkjanna. Þá hafi Trump jafnframt neitað að lögfesta fjölþjóðlegan samning um kjarnorkuáætlun Írana. Stjórnvöld og fjölmiðlar í Íran hafa þó ekki einungis beint sjónum að Bandaríkjunum. Hafa Ísraelar einnig verið sakaðir um óeðlileg afskipti sem og Sádi-Arabar, en við þá eiga Íranar í köldu stríði. Rússneska utanríkisráðuneytið tók undir með Írönum í gær. Sagði fréttastofa Itar-Tass frá því að ráðuneytið hvetti Bandaríkjamenn til þess að láta af afskiptunum. Nikki Haley, sendiherra Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum, sagði á þriðjudag að fráleitt væri að önnur ríki væru að hafa áhrif á mótmælendur. „Íranska þjóðin er að krefjast frelsis. Öllum frelsisunnendum er skylt að standa með henni í þeirri baráttu,“ sagði Haley. Donald Trump Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Erlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Erlent „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Innlent Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Erlent Titringur á Alþingi Innlent Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti Innlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Fleiri fréttir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Hætta staðreyndavöktun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Sjá meira
Stjórnvöld í Íran sökuðu í gær Bandaríkjastjórn, einkum Donald Trump forseta, um „viðurstyggileg“ afskipti af innanríkismálum sínum. Þetta mátti lesa í bréfi sem Íranar sendu Sameinuðu þjóðunum. Í bréfinu segir að Bandaríkjaforseti hafi „með því að skrifa fjölda stórundarlegra tísta hvatt Írana til þess að taka þátt í óeirðum“. Það sé brot á alþjóðalögum. Óeirðirnar sem vísað er til eru mótmæli sem hafa farið fram undanfarið í nokkrum borgum ríkisins og eru jafnframt þau mestu frá árinu 2009 þegar mótmælt var vegna ósættis við forsetakosningar.Gholamali Khoshroo, sendiherra Írans hjá SÞ.Nordicphotos/AFPUpphaflega var það óánægja með verðlag og spillingu sem vakti einna helst reiði mótmælenda en með vaxandi fjölda þátttakenda var einblínt í meiri mæli á leiðtoga ríkisins, til að mynda æðstaklerkinn Ali Khamenei. Stjórnvöld hafa tekið á mótmælunum af hörku en alls beið 21 bana og að minnsta kosti 450 voru handtekin. Í gær lýsti leiðtogi byltingarvarðliðsins, Mohammad Ali Jafari, að tekist hefði að slökkva bálið. „Í dag getum við með sanni sagt að komið sé að lokum uppreisnar ársins 1396. Megi Guð vera okkur hliðhollur og megi ósigur þeirra verða algjör,“ sagði Jafari og vísaði til íranska tímatalsins. Gholamali Khoshroo, sendiherra Írans hjá SÞ, undirritaði bréfið og í því segir enn fremur að Bandaríkjamenn hafi lengi og ítrekað skipt sér af innanríkismálum Írana. „Núverandi stjórnvöld í Bandaríkjunum hafa farið yfir öll strik og brotið allar reglur og grundvallaratriði alþjóðalaga um milliríkjasamskipti.“Donald Trump, forseti Bandaríkjanna.Nordicphotos/AFPEins og í bréfinu segir tísti Trump um mótmælin. „Ég ber mikla virðingu fyrir írönsku þjóðinni sem reynir að endurheimta ríki sitt af spilltum ráðamönnum. Bandaríkin munu styðja ykkur þegar það er viðeigandi,“ tísti forsetinn. Khoshroo gaf hins vegar lítið fyrir þennan stuðning Trumps. Benti hann á að með ferðabanni sínu, sem Trump hefur ítrekað reynt að fá í gegn, hafi hann meinað venjulegum írönskum ríkisborgurum að ferðast til Bandaríkjanna. Þá hafi Trump jafnframt neitað að lögfesta fjölþjóðlegan samning um kjarnorkuáætlun Írana. Stjórnvöld og fjölmiðlar í Íran hafa þó ekki einungis beint sjónum að Bandaríkjunum. Hafa Ísraelar einnig verið sakaðir um óeðlileg afskipti sem og Sádi-Arabar, en við þá eiga Íranar í köldu stríði. Rússneska utanríkisráðuneytið tók undir með Írönum í gær. Sagði fréttastofa Itar-Tass frá því að ráðuneytið hvetti Bandaríkjamenn til þess að láta af afskiptunum. Nikki Haley, sendiherra Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum, sagði á þriðjudag að fráleitt væri að önnur ríki væru að hafa áhrif á mótmælendur. „Íranska þjóðin er að krefjast frelsis. Öllum frelsisunnendum er skylt að standa með henni í þeirri baráttu,“ sagði Haley.
Donald Trump Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Erlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Erlent „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Innlent Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Erlent Titringur á Alþingi Innlent Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti Innlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Fleiri fréttir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Hætta staðreyndavöktun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Sjá meira