Hildur Lilliendahl á orð ársins 2017 Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 4. janúar 2018 17:48 Hildur Lilliendahl. Vísir/Stefán Stofnun Árna Magnússonar, RÚV og Mímir, félag stúdenta í íslensku og almennum málvísindum við Háskóla Íslands, stóðu fyrir kosningu á orði ársins 2017 á dögunum. Kosningu lauk í gær og var það orðið epalhommi sem hlaut flest atkvæði. Orðin leyndarhyggja, þyrilsnælda, falsfrétt, uppreist, örplast, hægvarp, líkamsvirðing, áreitni og innviðauppbygging komu einnig til greina. Hildur Lilliendahl notaði orðið fyrst þann 7. mars á þessu ári, þegar skrifaði um Sindra Sindrason fréttamann á Stöð 2. Segir í tilkynningu um valið: „Sindri Sindrason fréttamaður á Stöð 2 ræddi við Töru Margréti Vilhjálmsdóttur, formann Samtaka um líkamsvirðingu, í tengslum við grasrótarhátíðina Truflandi tilvist 6. mars 2017. Tara Margrét sagði að maður í forréttindastöðu, eins og Sindri, gæti ekki sett sig í spor fólks í jaðarhópum sem verður fyrir fordómum annarra. Sindri taldi þá upp nokkra minnihlutahópa sem hann tilheyrði. Svar Sindra vakti harkaleg viðbrögð á samfélagsmiðlum og meðal annars talaði Hildur Lilliendahl Viggósdóttir um kúgaða, hvíta, ófatlaða epalhommann og þar birtist orðið fyrst. Daginn eftir, 7. mars, birtist opnuauglýsing frá versluninni Epal í dagblöðum. Auglýsingin er einfaldlega mynd af sex þekktum hommum í verslun Epals og er hún án orða. Hér á vel við orðtakið þeir skilja sem vilja því að með þessari orðlausu auglýsingu var merkingu orðsins epalhommi snúið við. Það var sett fram í niðrandi merkingu en snúið upp í jákvæða. Í íslenskri nútímamálsorðabók á gáttinni málið.is er epalhommi sagt merkja samkynhneigður karlmaður sem hefur áhuga á vandaðri hönnun.“ Þess má geta að fyrr á árinu minnti Hildur á það á Twitter að hún hafi verið fyrst til að nota orðið epalhommi. Minni mildilega á þegar orð ársins verður valið að ég á bæði epalhommi og KÞBAVD — Hildur ♀ (@hillldur) May 25, 2017 Sindri óskaði Hildi til hamingju með orð ársins á Facebook í dag og óskaði hún honum til hamingju sömuleiðis. Íslenska á tækniöld Tengdar fréttir Upphlaup ársins: Tíu þúsund kall, ísréttur eða vaffla og stóra kjólamálið Íslendingar verða kannski seint þekktir fyrir það að vera blóðheitir. Engu að síður verðum við stundum mörg hver dálítið æst yfir fréttamálum líðandi stundar. 30. desember 2017 11:30 Epal með snilldarlega auglýsingu eftir umræðu vikunnar Viðtal Sindra Sindrasonar við Töru Margréti Vilhjálmsdóttur í vikunni hefur verið á milli tannanna á fólki. 10. mars 2017 16:00 Mest lesið „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Innlent Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Erlent Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Innlent Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Innlent Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Erlent Fleiri fréttir Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Sjá meira
Stofnun Árna Magnússonar, RÚV og Mímir, félag stúdenta í íslensku og almennum málvísindum við Háskóla Íslands, stóðu fyrir kosningu á orði ársins 2017 á dögunum. Kosningu lauk í gær og var það orðið epalhommi sem hlaut flest atkvæði. Orðin leyndarhyggja, þyrilsnælda, falsfrétt, uppreist, örplast, hægvarp, líkamsvirðing, áreitni og innviðauppbygging komu einnig til greina. Hildur Lilliendahl notaði orðið fyrst þann 7. mars á þessu ári, þegar skrifaði um Sindra Sindrason fréttamann á Stöð 2. Segir í tilkynningu um valið: „Sindri Sindrason fréttamaður á Stöð 2 ræddi við Töru Margréti Vilhjálmsdóttur, formann Samtaka um líkamsvirðingu, í tengslum við grasrótarhátíðina Truflandi tilvist 6. mars 2017. Tara Margrét sagði að maður í forréttindastöðu, eins og Sindri, gæti ekki sett sig í spor fólks í jaðarhópum sem verður fyrir fordómum annarra. Sindri taldi þá upp nokkra minnihlutahópa sem hann tilheyrði. Svar Sindra vakti harkaleg viðbrögð á samfélagsmiðlum og meðal annars talaði Hildur Lilliendahl Viggósdóttir um kúgaða, hvíta, ófatlaða epalhommann og þar birtist orðið fyrst. Daginn eftir, 7. mars, birtist opnuauglýsing frá versluninni Epal í dagblöðum. Auglýsingin er einfaldlega mynd af sex þekktum hommum í verslun Epals og er hún án orða. Hér á vel við orðtakið þeir skilja sem vilja því að með þessari orðlausu auglýsingu var merkingu orðsins epalhommi snúið við. Það var sett fram í niðrandi merkingu en snúið upp í jákvæða. Í íslenskri nútímamálsorðabók á gáttinni málið.is er epalhommi sagt merkja samkynhneigður karlmaður sem hefur áhuga á vandaðri hönnun.“ Þess má geta að fyrr á árinu minnti Hildur á það á Twitter að hún hafi verið fyrst til að nota orðið epalhommi. Minni mildilega á þegar orð ársins verður valið að ég á bæði epalhommi og KÞBAVD — Hildur ♀ (@hillldur) May 25, 2017 Sindri óskaði Hildi til hamingju með orð ársins á Facebook í dag og óskaði hún honum til hamingju sömuleiðis.
Íslenska á tækniöld Tengdar fréttir Upphlaup ársins: Tíu þúsund kall, ísréttur eða vaffla og stóra kjólamálið Íslendingar verða kannski seint þekktir fyrir það að vera blóðheitir. Engu að síður verðum við stundum mörg hver dálítið æst yfir fréttamálum líðandi stundar. 30. desember 2017 11:30 Epal með snilldarlega auglýsingu eftir umræðu vikunnar Viðtal Sindra Sindrasonar við Töru Margréti Vilhjálmsdóttur í vikunni hefur verið á milli tannanna á fólki. 10. mars 2017 16:00 Mest lesið „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Innlent Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Erlent Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Innlent Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Innlent Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Erlent Fleiri fréttir Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Sjá meira
Upphlaup ársins: Tíu þúsund kall, ísréttur eða vaffla og stóra kjólamálið Íslendingar verða kannski seint þekktir fyrir það að vera blóðheitir. Engu að síður verðum við stundum mörg hver dálítið æst yfir fréttamálum líðandi stundar. 30. desember 2017 11:30
Epal með snilldarlega auglýsingu eftir umræðu vikunnar Viðtal Sindra Sindrasonar við Töru Margréti Vilhjálmsdóttur í vikunni hefur verið á milli tannanna á fólki. 10. mars 2017 16:00