Íslenski boltinn

Átta liða úrslit íslenska deildabikarsins heyra nú sögunni til

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Frá leik úr Egilshöllinni sem hýsir marga af leikjum deildabikarsins.
Frá leik úr Egilshöllinni sem hýsir marga af leikjum deildabikarsins. Vísir/Ernir
Stjórn Knattspyrnusambands Íslands hefur gert breytingar á reglugerð um deildabikarkeppni karla í fótbolta en þetta var ákveðið á síðasta fundi stjórnarinnar fyrir jól.

Breytingartillaga á reglugerðinni, sem samþykkt var af stjórn á fundi 18. desember síðastliðinn, var unnin af mótanefnd KSÍ en um er að ræða breytingar á grein 2.6.

Breytingar þessar gera ráð fyrir nýju fyrirkomulagi í úrslitakeppni A-deildar í deildarbikarkeppni karla.

Áður gerði reglugerðin ráð fyrir að átta lið tækju þátt í úrslitakeppni A-deildar. Eftir samþykktar breytingar munu aðeins fjögur lið taka þátt í úrslitakeppni A-deildar.

Þau fjögur lið sem enda í efsta sæti í hverjum riðli, R1, R2, R3 og R4, leika í undanúrslitum. Sigurvegarar í undanúrslitum A-deildar leika til úrslita. Sigurvegari í úrslitaleik A-deildar telst Deildabikarmeistari KSÍ.

Lengjubikarinn 2018 - Riðlaskipting

Riðill 1

Fram

ÍA

ÍBV

Njarðvík

Valur

Víkingur R.

Riðill 2

Breiðablik

ÍR

KA

KR

Magni

Þróttur R.

Riðill 3

Fjölnir

Haukar

Keflavík

Leiknir R.

Stjarnan

Víkingur Ó.

Riðill 4

FH

Fylkir

Grindavík

HK

Selfoss

Þór




Fleiri fréttir

Sjá meira


×