Davíð vill auglýsa eftir borgarstjóra Jakob Bjarnar skrifar 4. janúar 2018 14:42 Davíð er þungavigtarmaður í Sjálfstæðisflokknum og honum líst ekki á blikuna. Davíð Þorláksson, gegnheill Sjálfstæðismaður, fyrrum formaður SUS en nú forstöðumaður samkeppnishæfnisviðs SA, virðist hafa gefið upp alla von um að innan flokksins finnist leiðtogi sem geti leitt Sjálfstæðisflokkinn til vegs og valda í borginni. Þetta kemur fram í pistli sem Davíð skrifar og birtist í Viðskiptablaðinu í dag. Vísir birti í gær fréttaskýringu Fréttablaðsins um störukeppni innan Sjálfstæðisflokksins en frestur til að skila framboði til leiðtogakjörs Sjálfstæðismanna í Reykjavík fyrir komandi borgarstjórnarkosningar rennur út 10. janúar. Helstu leiðtogaefni sem nefnd hafa verið eru ekki með lögheimili í Reykjavík. „Það dylst engum að það er kreppa hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík og hefur verið í 24 ár. Í kosningunum 1962–1990 var meðalfylgi flokksins 51%. Á því tímabili var hann alltaf nema einu sinni með hreinan meirihluta en hefur aldrei verið síðan. Í kosningunum 1994–2006 var meðalfylgið 44% en eftir hrun, í kosningunum 2010 og 2014, var meðalfylgið 30%,“ segir Davíð í upphafi pistils síns. Ekki er fagurt um að litast innanbúðar að mati Davíðs. Hann segir grasrótina sundurtætta af innanflokksátökum og stjórnir í innra starfi ekki mannaðar út frá hæfni og áhuga heldur kosnar í smölunum. „Eða valdar af fótgönguliðum kjörinna fulltrúa til að standa vörð um hagsmuni þeirra.“ Davíð virðist hafa gefið frá sér alla von um að leiðtogaefni finnist innan flokks sem fari fram í prófkjöri. Enginn hafi stigið fram sem líklegur er til að breyta stöðunni. Hann segir að sveitarstjórnarmenn í Reykjavík séu með 630 þúsund krónur í grunnlaun og það sé ekki nokkuð sem freistandi sé fyrir vinnandi fólk að leggja sig eftir. Davíð leggur til að flokkurinn boði í komandi sveitarstjórnarkosningum að komist flokkurinn í meirihluta þá verði auglýst sérstaklega eftir borgarstjóra; að hann verði ekki sjálfkrafa úr flokksranninum. „Sú aðferð væri betur til þess fallin að ráða hæfan borgarstjóra.“ Sveitarstjórnarkosningar Tengdar fréttir Störukeppni Sjálfstæðismanna fyrir leiðtogakjörið Eyþór Arnalds, Ásdís Halla Bragadóttir og Jón Karl Ólafsson orðuð við framboð í leiðtogakjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Framboðsfrestur rennur út eftir viku. Enginn hefur enn skilað inn framboði til Varðar. 3. janúar 2018 06:00 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Segir Grænland ekki falt Erlent Fleiri fréttir Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Sjá meira
Davíð Þorláksson, gegnheill Sjálfstæðismaður, fyrrum formaður SUS en nú forstöðumaður samkeppnishæfnisviðs SA, virðist hafa gefið upp alla von um að innan flokksins finnist leiðtogi sem geti leitt Sjálfstæðisflokkinn til vegs og valda í borginni. Þetta kemur fram í pistli sem Davíð skrifar og birtist í Viðskiptablaðinu í dag. Vísir birti í gær fréttaskýringu Fréttablaðsins um störukeppni innan Sjálfstæðisflokksins en frestur til að skila framboði til leiðtogakjörs Sjálfstæðismanna í Reykjavík fyrir komandi borgarstjórnarkosningar rennur út 10. janúar. Helstu leiðtogaefni sem nefnd hafa verið eru ekki með lögheimili í Reykjavík. „Það dylst engum að það er kreppa hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík og hefur verið í 24 ár. Í kosningunum 1962–1990 var meðalfylgi flokksins 51%. Á því tímabili var hann alltaf nema einu sinni með hreinan meirihluta en hefur aldrei verið síðan. Í kosningunum 1994–2006 var meðalfylgið 44% en eftir hrun, í kosningunum 2010 og 2014, var meðalfylgið 30%,“ segir Davíð í upphafi pistils síns. Ekki er fagurt um að litast innanbúðar að mati Davíðs. Hann segir grasrótina sundurtætta af innanflokksátökum og stjórnir í innra starfi ekki mannaðar út frá hæfni og áhuga heldur kosnar í smölunum. „Eða valdar af fótgönguliðum kjörinna fulltrúa til að standa vörð um hagsmuni þeirra.“ Davíð virðist hafa gefið frá sér alla von um að leiðtogaefni finnist innan flokks sem fari fram í prófkjöri. Enginn hafi stigið fram sem líklegur er til að breyta stöðunni. Hann segir að sveitarstjórnarmenn í Reykjavík séu með 630 þúsund krónur í grunnlaun og það sé ekki nokkuð sem freistandi sé fyrir vinnandi fólk að leggja sig eftir. Davíð leggur til að flokkurinn boði í komandi sveitarstjórnarkosningum að komist flokkurinn í meirihluta þá verði auglýst sérstaklega eftir borgarstjóra; að hann verði ekki sjálfkrafa úr flokksranninum. „Sú aðferð væri betur til þess fallin að ráða hæfan borgarstjóra.“
Sveitarstjórnarkosningar Tengdar fréttir Störukeppni Sjálfstæðismanna fyrir leiðtogakjörið Eyþór Arnalds, Ásdís Halla Bragadóttir og Jón Karl Ólafsson orðuð við framboð í leiðtogakjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Framboðsfrestur rennur út eftir viku. Enginn hefur enn skilað inn framboði til Varðar. 3. janúar 2018 06:00 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Segir Grænland ekki falt Erlent Fleiri fréttir Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Sjá meira
Störukeppni Sjálfstæðismanna fyrir leiðtogakjörið Eyþór Arnalds, Ásdís Halla Bragadóttir og Jón Karl Ólafsson orðuð við framboð í leiðtogakjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Framboðsfrestur rennur út eftir viku. Enginn hefur enn skilað inn framboði til Varðar. 3. janúar 2018 06:00