Stefna að því að hætta gjaldtöku síðsumars Birgir Olgeirsson skrifar 4. janúar 2018 13:48 Hvalfjarðargöng voru opnuð árið 1998 en nú tuttugu árum síðar lítur út fyrir að gjaldtöku verði hætt. Vísir/Pjetur Stefnt er að hætta gjaldtöku í Hvalfjarðargöngum síðsumars. Gísli Gíslason, stjórnarformaður Spalar, greindi fyrst frá þessu í samtali við Ríkisútvarpið. Í samtali við Vísi segir hann nákvæma dagsetningu ekki liggja fyrir en það muni skýrast þegar lengra líður á árið. Mun það ráðast á ýmsum þáttum.Liggur fyrir hvað þarf að borga „Það liggur nokkurn veginn fyrir hvað við þurfum að klára að borga áður en við hættum. Það er síðasta afborgun af fjármögnunarláni, svo þarf að borga út veglyklana, viðskiptakröfur og af rekstrinum. Svo endum við á að borga út hlutaféð.“Gísli Gíslason, stjórnarformaður Spalar.Vísir/EyþórHlutafélagið Spölur rekur Hvalfjarðargöng en Gísli segir félagið ekki hafa haldið nákvæmu yfirliti yfir heildarkostnaðinum við þessi göng. Í ár verða tuttugu ár frá því göngin voru opnuð en á þeim tíma sem þau voru gerð kostuðu þau um fimm milljarða króna, sem eru um 10 til 12 milljarðar í dag. Ríkið taki við göngunum Hann segir Spöl eiga eftir að leggja það til að ríkið taki við hlutafélaginu sem er eigandi ganganna og síðan muni ríkið ráðstafa göngunum með þeim hætti sem það vill. „Við gerum þá voðalega lítið annað en að skila þessu af okkur. Spölur sem slíkur hefur bara heimildir til gjaldtöku þangað til ákveðnir kostnaðarliðir eru greiddir og þá þrýtur erindið.“Leit út fyrir að afborgun yrði lokið árið 2015 Árið 2005 leit út fyrir að félagið Spölur gæti verið búið að borga göngin upp í kringum árið 2015. Ákveðið var hins vegar að endurfjármagna lánin með lægri vöxtum, lækka gjaldskrána og festa hana við árið 2018 og hefur sú áætlun gengið eftir að sögn Gísla. „Umferðin hefur vaxið verulega miðað við það sem við vorum að áætla en á móti hefur verðið lækkað bæði á raungildi og svo höfum við verið með lækkanir á gjaldskránni þannig að afsláttarkjörin eru bara brot af því sem við vorum með í upphafi,“ segir Gísli.Hér má sjá graf yfir hvernig umferð hefur aukist í gegnum göngin frá því þau voru opnuð.SpölurVegurinn um Kjalarnesi í ruslflokki Hann segir engan efa í sínum þegar hann er spurður hvort tvöfalda eigi Hvalfjarðargöngin. „Það blasir við að það eru gríðarlega stór verkefni sem bíða úrlausnar ríkisins. Vegurinn á Kjalarnesi er kominn í ruslflokk. Umferðin þar hefur aukist verulega á einbreiðum vegi sem er með mörgum afleggjurum og slitlagið er orðið verulega dapurt. Þess vegna er alveg ljóst að ríkið þarf að taka verulega til hendinni bæði með Kjalarnesið og augljóslega út frá reglugerðum með Hvalfjarðargöng ef umferðaraukningin verður eins og hún hefur verið undanfarin ár.“ Spurður hvort að gjaldtaka sé góð leið til að fjármagna vegabætur segir Gísli aðferðina vera einfalda en pólitíkina á bak við ákvörðunina um að hefja gjaldtöku flókna. Gjaldtakan sé þekkt um allan heim og sú sem hefur átt sér stað í Hvalfjarðargöngum hafi gengið upp. „Í síðustu kosningum voru menn áfram um að styrkja innviðina. Síðasti samgönguráðherra hafði hug á samræmdri gjaldtöku á suðvesturhorninu en sá sem tekur við er ekki þeirrar skoðunar. Ég og fleiri bíðum eftir hvaða ákvörðun verði tekin því verkefnin leysa sig ekki sjálf.“Spölur Hvalfjarðargöng Samgöngur Tengdar fréttir Hver einasta framkvæmd myndi gleypa allt vegaféð Stærðargráða aðkallandi samgöngubóta út frá höfuðborgarsvæðinu sést best á því að allt vegafé til nýframkvæmda á fjárlögum næði ekki að dekka kostnað við eina framkvæmd. Ráðherra telur gagnrýni á fjármögnun með veggjö 18. maí 2017 07:00 Yfir 300 þúsund bílar fóru um Hvalfjarðargöng á einum mánuði Slysa- og óhappatíðni fer ört vaxandi í göngunum. 10. ágúst 2017 13:34 Samgönguráðherra: Uppbygging í pattstöðu næstu áratugi án gjaldtöku Nauðsynlegar samgöngubætur út frá höfuðborgarsvæðinu eru svo dýrar að án gjaldtöku gætu liðið áratugir þangað til þær verða að veruleika, er mat samgönguráðherra. Hann nefnir 100 milljarða eða nífalt vegafé á fjárlögum. 16. maí 2017 05:00 Vilja innheimta veggjald um helstu þjóðvegi Með gjaldtöku af umferð ökutækja, þ.e. veggjöldum, gæti framkvæmdum verið lokið eftir 8 ár, árið 2026. 28. september 2017 21:47 Forsendur fyrir gjaldtöku í Hvalfjarðargöng verði ekki lengur fyrir hendi Hins vegar kemur til greina að hefja gjaldtöku annars staðar. 12. júlí 2017 11:03 Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar Innlent Fleiri fréttir Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Sjá meira
Stefnt er að hætta gjaldtöku í Hvalfjarðargöngum síðsumars. Gísli Gíslason, stjórnarformaður Spalar, greindi fyrst frá þessu í samtali við Ríkisútvarpið. Í samtali við Vísi segir hann nákvæma dagsetningu ekki liggja fyrir en það muni skýrast þegar lengra líður á árið. Mun það ráðast á ýmsum þáttum.Liggur fyrir hvað þarf að borga „Það liggur nokkurn veginn fyrir hvað við þurfum að klára að borga áður en við hættum. Það er síðasta afborgun af fjármögnunarláni, svo þarf að borga út veglyklana, viðskiptakröfur og af rekstrinum. Svo endum við á að borga út hlutaféð.“Gísli Gíslason, stjórnarformaður Spalar.Vísir/EyþórHlutafélagið Spölur rekur Hvalfjarðargöng en Gísli segir félagið ekki hafa haldið nákvæmu yfirliti yfir heildarkostnaðinum við þessi göng. Í ár verða tuttugu ár frá því göngin voru opnuð en á þeim tíma sem þau voru gerð kostuðu þau um fimm milljarða króna, sem eru um 10 til 12 milljarðar í dag. Ríkið taki við göngunum Hann segir Spöl eiga eftir að leggja það til að ríkið taki við hlutafélaginu sem er eigandi ganganna og síðan muni ríkið ráðstafa göngunum með þeim hætti sem það vill. „Við gerum þá voðalega lítið annað en að skila þessu af okkur. Spölur sem slíkur hefur bara heimildir til gjaldtöku þangað til ákveðnir kostnaðarliðir eru greiddir og þá þrýtur erindið.“Leit út fyrir að afborgun yrði lokið árið 2015 Árið 2005 leit út fyrir að félagið Spölur gæti verið búið að borga göngin upp í kringum árið 2015. Ákveðið var hins vegar að endurfjármagna lánin með lægri vöxtum, lækka gjaldskrána og festa hana við árið 2018 og hefur sú áætlun gengið eftir að sögn Gísla. „Umferðin hefur vaxið verulega miðað við það sem við vorum að áætla en á móti hefur verðið lækkað bæði á raungildi og svo höfum við verið með lækkanir á gjaldskránni þannig að afsláttarkjörin eru bara brot af því sem við vorum með í upphafi,“ segir Gísli.Hér má sjá graf yfir hvernig umferð hefur aukist í gegnum göngin frá því þau voru opnuð.SpölurVegurinn um Kjalarnesi í ruslflokki Hann segir engan efa í sínum þegar hann er spurður hvort tvöfalda eigi Hvalfjarðargöngin. „Það blasir við að það eru gríðarlega stór verkefni sem bíða úrlausnar ríkisins. Vegurinn á Kjalarnesi er kominn í ruslflokk. Umferðin þar hefur aukist verulega á einbreiðum vegi sem er með mörgum afleggjurum og slitlagið er orðið verulega dapurt. Þess vegna er alveg ljóst að ríkið þarf að taka verulega til hendinni bæði með Kjalarnesið og augljóslega út frá reglugerðum með Hvalfjarðargöng ef umferðaraukningin verður eins og hún hefur verið undanfarin ár.“ Spurður hvort að gjaldtaka sé góð leið til að fjármagna vegabætur segir Gísli aðferðina vera einfalda en pólitíkina á bak við ákvörðunina um að hefja gjaldtöku flókna. Gjaldtakan sé þekkt um allan heim og sú sem hefur átt sér stað í Hvalfjarðargöngum hafi gengið upp. „Í síðustu kosningum voru menn áfram um að styrkja innviðina. Síðasti samgönguráðherra hafði hug á samræmdri gjaldtöku á suðvesturhorninu en sá sem tekur við er ekki þeirrar skoðunar. Ég og fleiri bíðum eftir hvaða ákvörðun verði tekin því verkefnin leysa sig ekki sjálf.“Spölur
Hvalfjarðargöng Samgöngur Tengdar fréttir Hver einasta framkvæmd myndi gleypa allt vegaféð Stærðargráða aðkallandi samgöngubóta út frá höfuðborgarsvæðinu sést best á því að allt vegafé til nýframkvæmda á fjárlögum næði ekki að dekka kostnað við eina framkvæmd. Ráðherra telur gagnrýni á fjármögnun með veggjö 18. maí 2017 07:00 Yfir 300 þúsund bílar fóru um Hvalfjarðargöng á einum mánuði Slysa- og óhappatíðni fer ört vaxandi í göngunum. 10. ágúst 2017 13:34 Samgönguráðherra: Uppbygging í pattstöðu næstu áratugi án gjaldtöku Nauðsynlegar samgöngubætur út frá höfuðborgarsvæðinu eru svo dýrar að án gjaldtöku gætu liðið áratugir þangað til þær verða að veruleika, er mat samgönguráðherra. Hann nefnir 100 milljarða eða nífalt vegafé á fjárlögum. 16. maí 2017 05:00 Vilja innheimta veggjald um helstu þjóðvegi Með gjaldtöku af umferð ökutækja, þ.e. veggjöldum, gæti framkvæmdum verið lokið eftir 8 ár, árið 2026. 28. september 2017 21:47 Forsendur fyrir gjaldtöku í Hvalfjarðargöng verði ekki lengur fyrir hendi Hins vegar kemur til greina að hefja gjaldtöku annars staðar. 12. júlí 2017 11:03 Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar Innlent Fleiri fréttir Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Sjá meira
Hver einasta framkvæmd myndi gleypa allt vegaféð Stærðargráða aðkallandi samgöngubóta út frá höfuðborgarsvæðinu sést best á því að allt vegafé til nýframkvæmda á fjárlögum næði ekki að dekka kostnað við eina framkvæmd. Ráðherra telur gagnrýni á fjármögnun með veggjö 18. maí 2017 07:00
Yfir 300 þúsund bílar fóru um Hvalfjarðargöng á einum mánuði Slysa- og óhappatíðni fer ört vaxandi í göngunum. 10. ágúst 2017 13:34
Samgönguráðherra: Uppbygging í pattstöðu næstu áratugi án gjaldtöku Nauðsynlegar samgöngubætur út frá höfuðborgarsvæðinu eru svo dýrar að án gjaldtöku gætu liðið áratugir þangað til þær verða að veruleika, er mat samgönguráðherra. Hann nefnir 100 milljarða eða nífalt vegafé á fjárlögum. 16. maí 2017 05:00
Vilja innheimta veggjald um helstu þjóðvegi Með gjaldtöku af umferð ökutækja, þ.e. veggjöldum, gæti framkvæmdum verið lokið eftir 8 ár, árið 2026. 28. september 2017 21:47
Forsendur fyrir gjaldtöku í Hvalfjarðargöng verði ekki lengur fyrir hendi Hins vegar kemur til greina að hefja gjaldtöku annars staðar. 12. júlí 2017 11:03