KSÍ jafnar stigabónusana hjá karla- og kvennalandsliðinu Henry Birgir Gunnarsson skrifar 4. janúar 2018 13:20 Guðni Bergsson, formaður KSÍ. vísir/eyþór Guðni Bergsson, formaður KSÍ, tilkynnti á blaðamannafundi kvennalandsliðsins í dag að stjórn KSÍ hefði ákveðið að jafna stigabónusinn hjá A-landsliðum karla og kvenna. Bæði lið fá sama bónus. Þetta var samþykkt einróma á fundi stjórnar KSÍ. KSÍ fetar þar með í fótspor norska knattspyrnusambandsins sem ákvað að fara sömu leið í byrjun desember. Samkomulagið í Noregi var sagt vera einstakt og nú skömmu síðar fylgir Ísland í kjölfarið. Verður áhugavert að sjá hvort fleiri þjóðir feti í sömu fótspor.Hér að neðan má sjá frétt KSÍ:Stjórn KSÍ hefur endurskoðað fyrirkomulag á árangurstengdum greiðslum (stigabónus) til leikmanna A landsliðanna vegna leikja í undankeppnum stórmóta. Upphæðir sem greiddar eru til leikmanna fyrir áunnin stig í undankeppnum stórmóta verða þær sömu óháð því hvort lið sé um að ræða.Hingað til hefur fyrirkomulagið milli A landsliða karla og kvenna verið gerólíkt en eftir breytinguna er fyrirkomulagið orðið eins hjá báðum A landsliðum. Um er að ræða umtalsverða hækkun á stigabónus til leikmanna A landsliðs kvenna. Því má svo bæta við að dagpeningagreiðslur KSÍ til leikmanna vegna þátttöku í verkefnum A landsliða karla og kvenna hafa verið jafn háar í báðum liðum um árabil.Það er mikilvægt fyrir íslenska knattspyrnu að KSÍ sé framsækið og beri hag allrar knattspyrnufjölskyldunnar fyrir brjósti. Það er von KSÍ að þetta skref hvetji fleiri knattspyrnusambönd til að fylgja í kjölfarið og stærri skref verði stigin á næstu árum og misserum í átt til meira jafnréttis karla og kvenna í milli. Íslenski boltinn Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Tímabært að breyta til Handbolti Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 FH-ingar kynntu Birki og Braga Íslenski boltinn Fleiri fréttir Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Sjá meira
Guðni Bergsson, formaður KSÍ, tilkynnti á blaðamannafundi kvennalandsliðsins í dag að stjórn KSÍ hefði ákveðið að jafna stigabónusinn hjá A-landsliðum karla og kvenna. Bæði lið fá sama bónus. Þetta var samþykkt einróma á fundi stjórnar KSÍ. KSÍ fetar þar með í fótspor norska knattspyrnusambandsins sem ákvað að fara sömu leið í byrjun desember. Samkomulagið í Noregi var sagt vera einstakt og nú skömmu síðar fylgir Ísland í kjölfarið. Verður áhugavert að sjá hvort fleiri þjóðir feti í sömu fótspor.Hér að neðan má sjá frétt KSÍ:Stjórn KSÍ hefur endurskoðað fyrirkomulag á árangurstengdum greiðslum (stigabónus) til leikmanna A landsliðanna vegna leikja í undankeppnum stórmóta. Upphæðir sem greiddar eru til leikmanna fyrir áunnin stig í undankeppnum stórmóta verða þær sömu óháð því hvort lið sé um að ræða.Hingað til hefur fyrirkomulagið milli A landsliða karla og kvenna verið gerólíkt en eftir breytinguna er fyrirkomulagið orðið eins hjá báðum A landsliðum. Um er að ræða umtalsverða hækkun á stigabónus til leikmanna A landsliðs kvenna. Því má svo bæta við að dagpeningagreiðslur KSÍ til leikmanna vegna þátttöku í verkefnum A landsliða karla og kvenna hafa verið jafn háar í báðum liðum um árabil.Það er mikilvægt fyrir íslenska knattspyrnu að KSÍ sé framsækið og beri hag allrar knattspyrnufjölskyldunnar fyrir brjósti. Það er von KSÍ að þetta skref hvetji fleiri knattspyrnusambönd til að fylgja í kjölfarið og stærri skref verði stigin á næstu árum og misserum í átt til meira jafnréttis karla og kvenna í milli.
Íslenski boltinn Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Tímabært að breyta til Handbolti Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 FH-ingar kynntu Birki og Braga Íslenski boltinn Fleiri fréttir Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Sjá meira