Aðsókn í Sundhöllina fjórfaldaðist eftir endurbætur Kjartan Kjartansson skrifar 4. janúar 2018 12:45 Rúmlega 1.400 manns heimsóttu Sundhöllina á dag í desember eftir að hún var opnuð á ný. Vísir/Kolbeinn Tumi Um fjörutíu þúsund manns lögðu leið sína í Sundhöllina eftir endurbætur fyrsta mánuðinn eftir að hún opnaði. Það eru fjórfalt fleiri en hafa sótt laugina að meðaltali í desember. Stefnt er að frekari endurbótum á upprunalegu byggingunni á þessu ári.Ný útilaug og viðbygging við Sundhöllina var tekin í notkun 3. desember. Steinþór Einarsson, skrifstofustjóri Íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkurborgar sem sér um rekstur sundlauganna, segir að aðsóknin þennan fyrsta mánuð hafi verið töluvert yfir væntingum. „Laugin var opin á nýársdag og það var nánast uppselt í hana allan daginn,“ nefnir hann til dæmis. Fyrir endurbæturnar höfðu aldrei fleiri en 11.000 gestir komið í Sundhöllina í desembermánuði. Steinþór segir að nú í desember hafi um 40.000 manns komið þangað. Rúmlega 1.400 manns komu því í Sundhöllina að meðaltali á dag í desember. Til samanburðar komu um 45.000 gestir í Laugardalslaugina í mánuðinum. Til frekari samanburðar jókst aðsókn í Vesturbæjarlaug um sjö þúsund manns í einum mánuði á milli ára þegar laugin opnaði eftir endurbætur.Gætu þurft að opna gamla kvennaklefann afturÚtlit er fyrir frekari framkvæmdir við Sundhöllina á þessu ári. Steinþór segir að miðað við aðsóknina nú þurfi líklega að opna aftur gömlu kvennaklefana sem var lokað þegar framkvæmdirnar hófust. Til þess þurfi að taka þá í gegn og endurnýja. „Það var erfitt aðgengi fyrir konur, niður og upp þröngan stiga til að komast í laugina. Það hentaði ekki öllum,“ segir hann. Aðstaða fyrir konur er nú í nýrri viðbyggingu. Vegna aðsóknarinnar hefur á stundum verið erfitt fyrir alla að komast að sem vilja þennan fyrsta mánuð. Steinþór segir að þó að mikil umferð hafi verið um laugina þá hafi allt gengið að mestu leyti upp. Ekki sé mikið pláss fyrir frekari stækkun á aðstöðunni. „Laugin er ný og þetta er nú kannski að einhverju leyti nýjabrumið þannig að það gæti komist jafnvægi á. Við erum allavegana ekki byrjuð að horfa til þess að stækka mikið eftir einn mánuð,“ segir Steinþór kíminn. Reykjavík Sundlaugar Tengdar fréttir Búa sig undir mikla aðsókn Sundhöll Reykjavíkur verður opnuð aftur þann 3. desember þegar glæsilegt útisvæði verður vígt. 17. nóvember 2017 16:00 Sundhöll Reykjavíkur opnaði aftur í dag Sundgestur sem sótti laugina í sjötíu og eitt ár segir Sundhöll Reykjavíkur mesta dásemdar- eða draumastað sem til er 3. desember 2017 20:00 Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Sjá meira
Um fjörutíu þúsund manns lögðu leið sína í Sundhöllina eftir endurbætur fyrsta mánuðinn eftir að hún opnaði. Það eru fjórfalt fleiri en hafa sótt laugina að meðaltali í desember. Stefnt er að frekari endurbótum á upprunalegu byggingunni á þessu ári.Ný útilaug og viðbygging við Sundhöllina var tekin í notkun 3. desember. Steinþór Einarsson, skrifstofustjóri Íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkurborgar sem sér um rekstur sundlauganna, segir að aðsóknin þennan fyrsta mánuð hafi verið töluvert yfir væntingum. „Laugin var opin á nýársdag og það var nánast uppselt í hana allan daginn,“ nefnir hann til dæmis. Fyrir endurbæturnar höfðu aldrei fleiri en 11.000 gestir komið í Sundhöllina í desembermánuði. Steinþór segir að nú í desember hafi um 40.000 manns komið þangað. Rúmlega 1.400 manns komu því í Sundhöllina að meðaltali á dag í desember. Til samanburðar komu um 45.000 gestir í Laugardalslaugina í mánuðinum. Til frekari samanburðar jókst aðsókn í Vesturbæjarlaug um sjö þúsund manns í einum mánuði á milli ára þegar laugin opnaði eftir endurbætur.Gætu þurft að opna gamla kvennaklefann afturÚtlit er fyrir frekari framkvæmdir við Sundhöllina á þessu ári. Steinþór segir að miðað við aðsóknina nú þurfi líklega að opna aftur gömlu kvennaklefana sem var lokað þegar framkvæmdirnar hófust. Til þess þurfi að taka þá í gegn og endurnýja. „Það var erfitt aðgengi fyrir konur, niður og upp þröngan stiga til að komast í laugina. Það hentaði ekki öllum,“ segir hann. Aðstaða fyrir konur er nú í nýrri viðbyggingu. Vegna aðsóknarinnar hefur á stundum verið erfitt fyrir alla að komast að sem vilja þennan fyrsta mánuð. Steinþór segir að þó að mikil umferð hafi verið um laugina þá hafi allt gengið að mestu leyti upp. Ekki sé mikið pláss fyrir frekari stækkun á aðstöðunni. „Laugin er ný og þetta er nú kannski að einhverju leyti nýjabrumið þannig að það gæti komist jafnvægi á. Við erum allavegana ekki byrjuð að horfa til þess að stækka mikið eftir einn mánuð,“ segir Steinþór kíminn.
Reykjavík Sundlaugar Tengdar fréttir Búa sig undir mikla aðsókn Sundhöll Reykjavíkur verður opnuð aftur þann 3. desember þegar glæsilegt útisvæði verður vígt. 17. nóvember 2017 16:00 Sundhöll Reykjavíkur opnaði aftur í dag Sundgestur sem sótti laugina í sjötíu og eitt ár segir Sundhöll Reykjavíkur mesta dásemdar- eða draumastað sem til er 3. desember 2017 20:00 Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Sjá meira
Búa sig undir mikla aðsókn Sundhöll Reykjavíkur verður opnuð aftur þann 3. desember þegar glæsilegt útisvæði verður vígt. 17. nóvember 2017 16:00
Sundhöll Reykjavíkur opnaði aftur í dag Sundgestur sem sótti laugina í sjötíu og eitt ár segir Sundhöll Reykjavíkur mesta dásemdar- eða draumastað sem til er 3. desember 2017 20:00