Hvíta húsið reynir að þagga niður í fyrrverandi ráðgjafa Trump Kjartan Kjartansson skrifar 4. janúar 2018 10:34 Steve Bannon var aðalráðgjafi Trump en yfirgaf Hvíta húsið í ágúst. Hann hefur síðan einbeitt sér að því að reyna að færa Repúblikanaflokkinn út á þjóðernispopúlískar brautir. Vísir/AFP Lögmaður Hvíta hússins hefur sent Steve Bannon, fyrrverandi aðalráðgjafa Donalds Trump Bandaríkjaforseta, bréf þar sem honum er hótað málsókn fyrir að brjóta ákvæði um þagmælsku sem hann skrifaði undir þegar hann yfirgaf Hvíta húsið. Tilefnið er ummæli sem höfð eru eftir Bannon í nýrri bók. Bók Michaels Wolff um vendingar í innsta hring Trump frá kjördegi árið 2016 hefur valdið miklu fjaðrafoki í Washington-borg. Hún byggir á viðtölum við Trump, nánustu bandamenn hans og fjölda viðmælenda þeirra. Ekki síst eru það ummæli sem höfð eru eftir Bannon um að Donald Trump yngri, elsti sonur forsetans, hafi gerst sekur um landráð þegar hann fundaði með rússneskum lögfræðingi sem hafði lofað skaðlegum upplýsingum um Hillary Clinton í júní 2016 sem hafa farið fyrir brjóstið á Trump. Forsetinn brást ævareiður við ummælunum og sakaði Bannon um að hafa „misst vitið“ þegar hann yfirgaf Hvíta húsið. Lögmaður Hvíta hússins sakar Bannon nú um að hafa brotið gegn samningi sínum með því að ræða Trump og fjölskyldu hans við Wolff. Þá sakar hann Bannon um að deila trúnaðarupplýsingum og um ærumeiðingar í garð Trump, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Wolff fullyrðir meðal annars í bók sinni að Trump hafi ekki ætlað sér að verða forseti heldur nýta framboðið til að koma sér á framfæri og efnast á því. Það hafi verið honum áfall í fyrstu að vera kjörinn. Þá er forsetanum lýst sem aðeins „hálflæsum“ þar sem hann sé ekki fær um að lesa eða skilja kynningar ráðgjafa sinna á mikilvægum málefnum. Donald Trump Tengdar fréttir Bannon segir umdeildan fund Trump yngri vera landráð "Þremur æðstu mönnum framboðsins fannst það góð hugmynd að funda með fulltrúum erlendrar ríkisstjórnar í Trump-turni, í fundarherberginu á 25 hæð og án þess að vera með lögmenn viðstadda.“ 3. janúar 2018 15:27 Trump segir Bannon hafa misst vitið Donald Trump, Bandaríkjaforseti, segir að fyrrverandi ráðgjafi sinn, Steve Bannon, hafi misst vitið þegar hann missti vinnuna í Hvíta húsinu. 3. janúar 2018 19:45 Tíu bombur úr nýrri bók um Trump Ný bók blaðamannsins Michael Wolff um það sem gengur á innan veggja Hvíta hússins inniheldur fjöldann allan af afjhúpunum um forseta Bandaríkjanna. 4. janúar 2018 06:52 Mest lesið Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Erlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Rjómablíða hætt að teljast til tíðinda fyrir austan Veður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Innlent Fleiri fréttir Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Sjá meira
Lögmaður Hvíta hússins hefur sent Steve Bannon, fyrrverandi aðalráðgjafa Donalds Trump Bandaríkjaforseta, bréf þar sem honum er hótað málsókn fyrir að brjóta ákvæði um þagmælsku sem hann skrifaði undir þegar hann yfirgaf Hvíta húsið. Tilefnið er ummæli sem höfð eru eftir Bannon í nýrri bók. Bók Michaels Wolff um vendingar í innsta hring Trump frá kjördegi árið 2016 hefur valdið miklu fjaðrafoki í Washington-borg. Hún byggir á viðtölum við Trump, nánustu bandamenn hans og fjölda viðmælenda þeirra. Ekki síst eru það ummæli sem höfð eru eftir Bannon um að Donald Trump yngri, elsti sonur forsetans, hafi gerst sekur um landráð þegar hann fundaði með rússneskum lögfræðingi sem hafði lofað skaðlegum upplýsingum um Hillary Clinton í júní 2016 sem hafa farið fyrir brjóstið á Trump. Forsetinn brást ævareiður við ummælunum og sakaði Bannon um að hafa „misst vitið“ þegar hann yfirgaf Hvíta húsið. Lögmaður Hvíta hússins sakar Bannon nú um að hafa brotið gegn samningi sínum með því að ræða Trump og fjölskyldu hans við Wolff. Þá sakar hann Bannon um að deila trúnaðarupplýsingum og um ærumeiðingar í garð Trump, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Wolff fullyrðir meðal annars í bók sinni að Trump hafi ekki ætlað sér að verða forseti heldur nýta framboðið til að koma sér á framfæri og efnast á því. Það hafi verið honum áfall í fyrstu að vera kjörinn. Þá er forsetanum lýst sem aðeins „hálflæsum“ þar sem hann sé ekki fær um að lesa eða skilja kynningar ráðgjafa sinna á mikilvægum málefnum.
Donald Trump Tengdar fréttir Bannon segir umdeildan fund Trump yngri vera landráð "Þremur æðstu mönnum framboðsins fannst það góð hugmynd að funda með fulltrúum erlendrar ríkisstjórnar í Trump-turni, í fundarherberginu á 25 hæð og án þess að vera með lögmenn viðstadda.“ 3. janúar 2018 15:27 Trump segir Bannon hafa misst vitið Donald Trump, Bandaríkjaforseti, segir að fyrrverandi ráðgjafi sinn, Steve Bannon, hafi misst vitið þegar hann missti vinnuna í Hvíta húsinu. 3. janúar 2018 19:45 Tíu bombur úr nýrri bók um Trump Ný bók blaðamannsins Michael Wolff um það sem gengur á innan veggja Hvíta hússins inniheldur fjöldann allan af afjhúpunum um forseta Bandaríkjanna. 4. janúar 2018 06:52 Mest lesið Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Erlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Rjómablíða hætt að teljast til tíðinda fyrir austan Veður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Innlent Fleiri fréttir Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Sjá meira
Bannon segir umdeildan fund Trump yngri vera landráð "Þremur æðstu mönnum framboðsins fannst það góð hugmynd að funda með fulltrúum erlendrar ríkisstjórnar í Trump-turni, í fundarherberginu á 25 hæð og án þess að vera með lögmenn viðstadda.“ 3. janúar 2018 15:27
Trump segir Bannon hafa misst vitið Donald Trump, Bandaríkjaforseti, segir að fyrrverandi ráðgjafi sinn, Steve Bannon, hafi misst vitið þegar hann missti vinnuna í Hvíta húsinu. 3. janúar 2018 19:45
Tíu bombur úr nýrri bók um Trump Ný bók blaðamannsins Michael Wolff um það sem gengur á innan veggja Hvíta hússins inniheldur fjöldann allan af afjhúpunum um forseta Bandaríkjanna. 4. janúar 2018 06:52