Prófessor telur auglýsingaherferð sauðfjárbænda hræðsluáróður Sveinn Arnarsson skrifar 4. janúar 2018 08:00 Sauðfjárframleiðendur keppa að því að gera framleiðslu sína eins vistvæna og mögulegt er. Bann við erfðabreyttu fóðri er liður í þeirri vegferð. Magnús Karl segir sauðfjárbændur gera góð vísindi tortryggileg. vísir/pjetur Magnús Karl Magnússon, prófessor í lyfja- og eiturefnafræði við Háskóla Íslands, gagnrýnir auglýsingaherferð sauðfjárbænda harðlega um bann við erfðabreyttu fóðri í sauðfjárframleiðslu. Telur hann auglýsingarnar ala á tortryggni í garð vísindalegrar aðferðar sem sé ekki slæm og megi nýta til góðs. Síðustu vikur hafa sauðfjárbændur auglýst að nú sé bannað að nota erfðabreytt fóður í greininni, byggt á reglugerð sem Gunnar Bragi Sveinsson undirritaði þremur dögum fyrir þingkosningar í október 2016. Engin viðurlög eru við því að nota erfðabreytt fóður í framleiðslu og eftirlit með því nokkuð erfitt.Magnús Karl Magnússon, prófessor„Baráttan gegn erfðabreytingu á matvælum er að mínu mati byggð á misskilningi um að þessar vísindalegu aðferðir séu í eðli sínu slæmar fyrir umhverfið eða heilsu manna,“ segir Magnús Karl. „Það er slæmt þegar svo stór samtök fara í auglýsingaherferð af þessu tagi sem augljóslega er með þeim tilgangi að draga úr trúverðugleika þessarar aðferðar.“ Svavar Halldórsson, framkvæmdastjóri markaðsráðs kindakjöts, segir skipta miklu máli að réttar upplýsingar berist íslenskum neytendum. „Íslenskir sauðfjárbændur vilja bæði undirstrika sérstöðu afurða sinna og taka samfélagslega ábyrgð með því að tryggja að íslenskt sauðfé sé ekki alið á fóðri sem ræktað er með óhóflegri eitur- eða efnanotkun,“ segir Svavar. „Tilgangurinn með því að auglýsa þá staðreynd að erfðabreytt fóður sé bannað í íslenskri sauðfjárrækt er fyrst og fremst sá að koma réttum upplýsingum til neytenda og í samræmi við neytendastefnu sauðfjárbænda.“ Magnús Karl segir fræðaheiminn sammála um gæði þessara aðferða. „Fræðaheimurinn er á einu máli um að þessi aðferð er örugg og við eigum ekki að berjast gegn henni,“ segir Magnús Karl. „Þetta virkar illa á mig. Ég vil ekki styðja samtök sem berjast gegn vísindalegri aðferðafærði. Við ættum að berjast gegn því þegar samtök eru með áróður gegn því að við notum tækni og vísindi til að finna lausnir á vandamálum sem við okkur blasa.“ Svavar bendir á að sauðfjárbændur vinni nú að því að gera sauðfjárframleiðslu eins vistvæna og mögulegt er. Bann við notkun á erfðabreyttu fóðri sé hluti af þeirri vegferð. „Alþjóðlegi efnarisinn Monsanto hefur verið í forystu í eiturefnalandbúnaði af þessu tagi og framleiðir bæði erfðabreytt útsæði og illgresiseyðinn Roundup sem inniheldur eiturefnið glýfósat sem getur borist í menn og dýr. Nú er svo komið að bróðurpartur allrar uppskeru í Bandaríkjunum, Kína og fleiri löndum fellur undir þennan hatt. Íslenskir sauðfjárbændur vilja tryggja að afurðir úr slíkum eiturefnalandbúnaði rati ekki inn í íslenska sauðfjárrækt,“ segir Svavar. Birtist í Fréttablaðinu Landbúnaður Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Magnús Karl Magnússon, prófessor í lyfja- og eiturefnafræði við Háskóla Íslands, gagnrýnir auglýsingaherferð sauðfjárbænda harðlega um bann við erfðabreyttu fóðri í sauðfjárframleiðslu. Telur hann auglýsingarnar ala á tortryggni í garð vísindalegrar aðferðar sem sé ekki slæm og megi nýta til góðs. Síðustu vikur hafa sauðfjárbændur auglýst að nú sé bannað að nota erfðabreytt fóður í greininni, byggt á reglugerð sem Gunnar Bragi Sveinsson undirritaði þremur dögum fyrir þingkosningar í október 2016. Engin viðurlög eru við því að nota erfðabreytt fóður í framleiðslu og eftirlit með því nokkuð erfitt.Magnús Karl Magnússon, prófessor„Baráttan gegn erfðabreytingu á matvælum er að mínu mati byggð á misskilningi um að þessar vísindalegu aðferðir séu í eðli sínu slæmar fyrir umhverfið eða heilsu manna,“ segir Magnús Karl. „Það er slæmt þegar svo stór samtök fara í auglýsingaherferð af þessu tagi sem augljóslega er með þeim tilgangi að draga úr trúverðugleika þessarar aðferðar.“ Svavar Halldórsson, framkvæmdastjóri markaðsráðs kindakjöts, segir skipta miklu máli að réttar upplýsingar berist íslenskum neytendum. „Íslenskir sauðfjárbændur vilja bæði undirstrika sérstöðu afurða sinna og taka samfélagslega ábyrgð með því að tryggja að íslenskt sauðfé sé ekki alið á fóðri sem ræktað er með óhóflegri eitur- eða efnanotkun,“ segir Svavar. „Tilgangurinn með því að auglýsa þá staðreynd að erfðabreytt fóður sé bannað í íslenskri sauðfjárrækt er fyrst og fremst sá að koma réttum upplýsingum til neytenda og í samræmi við neytendastefnu sauðfjárbænda.“ Magnús Karl segir fræðaheiminn sammála um gæði þessara aðferða. „Fræðaheimurinn er á einu máli um að þessi aðferð er örugg og við eigum ekki að berjast gegn henni,“ segir Magnús Karl. „Þetta virkar illa á mig. Ég vil ekki styðja samtök sem berjast gegn vísindalegri aðferðafærði. Við ættum að berjast gegn því þegar samtök eru með áróður gegn því að við notum tækni og vísindi til að finna lausnir á vandamálum sem við okkur blasa.“ Svavar bendir á að sauðfjárbændur vinni nú að því að gera sauðfjárframleiðslu eins vistvæna og mögulegt er. Bann við notkun á erfðabreyttu fóðri sé hluti af þeirri vegferð. „Alþjóðlegi efnarisinn Monsanto hefur verið í forystu í eiturefnalandbúnaði af þessu tagi og framleiðir bæði erfðabreytt útsæði og illgresiseyðinn Roundup sem inniheldur eiturefnið glýfósat sem getur borist í menn og dýr. Nú er svo komið að bróðurpartur allrar uppskeru í Bandaríkjunum, Kína og fleiri löndum fellur undir þennan hatt. Íslenskir sauðfjárbændur vilja tryggja að afurðir úr slíkum eiturefnalandbúnaði rati ekki inn í íslenska sauðfjárrækt,“ segir Svavar.
Birtist í Fréttablaðinu Landbúnaður Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira