Íslenski boltinn

Fyrsta Íslandsmót ársins í Laugardalshöllinni um helgina

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Richard Sæþór Sigurðsson tók við bikarnum í fyrra.
Richard Sæþór Sigurðsson tók við bikarnum í fyrra. Vísir/Stefán
Fyrstu Íslandsmeistarar ársins 2018 verða krýndir í Laugardalshöllinni um komandi helgi en þá fer fram úrslitakeppni Íslandsmótsins í innanhúsfótbolta.

Úrslitakeppnin hefst á föstudaginn með átta liða úrslitum hjá körlunum en á laugardaginn eru undanúrslitin í bæði karla- og kvennaflokki og síðan er leikið til úrslita um titilinn á sunnudaginn.

Ríkjandi meistarar í báðum flokkum, karlalið Selfoss og kvennalið Álftanes, taka þátt um helgina og geta því varið titil sinn.

Selfoss vann 3-2 sigur á Víkingi frá Ólafsvík í úrslitaleik karla fyrir ári síðan en Álftanes vann aftur á móti 4-3 sigur á Selfossi í úrslitaleik kvenna í byrjun janúar 2017.



Leikjadagskráin á úrslitahelginni er eftirfarandi:

Föstudagur

Átta liða úrslit karla

Iða – Selfoss: Selfoss – Snæfell/UDN klukkan 19.00

Laugardalshöll: Leiknir/KB – Augnablik klukkan 19.00

Varmá: Afturelding/Hvíti Riddarinn – Víkingur Ó. klukkan 19.00

Laugardalshöll: Vængir Júpíters – Stál-úlfur klukkan 20.30



Laugardagur

Undanúrslit kvenna:

Laugardalshöll: Breiðablik/Augnablik – Sindri klukkan 11.00

Laugardalshöll: Selfoss – Álftanes klukkan 12.30

Undanúrslit karla:

Laugardalshöll: Selfoss/Snæfell – LeiknirKB/Augnablik klukkan 14.00

Laugardalshöll: Afturelding/Víkingur Ó. – Vængir Júpíters/Stál-úlfur klukkan 15.30



Sunnudagur

Laugardalshöll: Úrslitaleikur kvenna klukkan 12.15

Laugardalshöll: Úrslitaleikur karla klukkan 14.00




Fleiri fréttir

Sjá meira


×