Andstæðingar stóriðju í Helguvík eru að kanna réttarstöðu sína gagnvart kísilveri United Silicon í Helguvík. Eftir fundi sína með lögmönnum telja Andstæðingarnar að „sterkar vísbendingar“ séu um að starfsleyfi verksmiðjunnar hafi verið gefið út á „röngum og mögulega fölskum forsendum.“
Þannig komi til skoðunar af þeirra hálfu að höfða mál til ógildingar á starfsleyfi verksmiðjunnar. Fram kemur í tilkynningu frá samtökunum að verið sé að fara yfir margvísleg gögn sem þeim hafa borist frá yfirvöldum, eins og Umhverfisstofnun, Skipulagsstofnun, Reykjanesbæ og fleirum, tengd uppbyggingu og starfssemi fyrirtækisins
Ætla má að boðað verði til fundar með íbúum Reykjanesbæjar og öllum þeim „sem hafa áhuga og lögvarða hagsmuni af málinu,“ eins og það er orðað í tilkynningunni.
