Yfir 250 ferðalangar leituðu í fjöldahjálparmiðstöðina í Vík Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 2. janúar 2018 23:30 Rauði krossinn opnaði fjöldahjálparmiðstöð í íþróttahúsinu í Vík í kvöld. Vísir Þjóðvegur 1 hefur verið opnaður á ný en lokað var frá Markarfljóti að Vík í Mýrdal vegna veðurs. Meira en 250 ferðalangar leituðu í fjöldahjálparmiðstöð Rauða krossins sem opnuð var í íþróttahúsinu í Vík klukkan 19:30 í dag. Stanslaus straumur var inn í hjálparmiðstöðina í kvöld og mikill fjöldi bíla fyrir utan. Vegurinn undir Eyjafjöllum var opnaður að nýju eftir að snjóruðningstæki fóru um hann og ruddu burtu sköflum sem þar höfðu myndast. Enn er þó hálka og hálkublettir á svæðinu samkvæmt vef Vegagerðarinnar. Rauði krossinn var með búnað til að taka á móti 30 manns á staðnum og því gátu ekki allir fengið teppi eða bedda til að liggja á, þar sem fjöldinn var svo gríðarlega mikill. „Við höfum getað boðið upp á kaffi og kex,“ segir Ragnheiður Högnadóttir sjálfboðaliði hjá Rauða krossinum sem stödd er í fjöldahjálparstöðinni í íþróttahúsinu í Vík. Hún segir að allt hafi gengið vel og ferðalangarnir allir fegnir að fá húsaskjól í storminum.Frá íþróttahúsinu í Vík í kvöld þar sem meira en 250 ferðalangar biðu þess að veðrið yrði betra.VísirBjörgunarsveit flutti seint í kvöld 50 einstaklinga frá hjálparmiðstöðinni á gistiheimili fyrir utan Vík. „Við vorum svo heppin að eigendur opnuðu gistiheimili sem er ekki opið núna svo við gátum komið barnafjölskyldum þangað, sem var dásamlegt. Yndislegt að fólk bregðist svona vel við,“ segir Ragnheiður. Fólkið var bara að bíða af sér veðrið og voru allir mjög afslappaðir samkvæmt Ragnheiði. Enginn kom slasaður í hjálparmiðstöðina og þurfti ekki að veita fólkinu aðhlynningu. Fjöldi bíla var fyrir utan íþróttahúsið í Vík í kvöld, þar af margir bílaleigubílar.VísirFlestir héldu áfram ferðalagi sínu eftir að Þjóðvegur 1 var opnaður á ný eða eru að koma sér af stað núna en einhverjir ætla að bíða þangað til á morgun. „Það eru flestir farnir en það eru nokkrir sem leggja ekki í að keyra í nóttinni og veðrinu. Það eru um tuttugu sem ætla að gista hérna hjá okkur í nótt.“ Barnafjölskyldurnar ætla allar að gista á gistiheimilinu í nótt. Ragnheiður er ótrúlega ánægð með kvöldið og segir að „Það gekk mjög vel, þetta var alveg ótrúlegur fjöldi af fólki. Þetta endaði allt vel.“ Fréttin hefur verið uppfærð. Samgöngur Veður Tengdar fréttir Fjöldahjálparstöð opnuð í Vík í Mýrdal Öll gistiúrræði eru full á svæðinu svo íþróttahúsið hefur verið opnað fyrir ferðalanga. 2. janúar 2018 19:36 „Við höfum ekki teppi og bedda fyrir alla en það fá allir húsaskjól“ Yfir hundrað ferðalangar eru nú í fjöldahjálparstöðinni í Vík. 2. janúar 2018 20:21 Veginum undir Eyjafjöllum lokað vegna óveðurs Samkvæmt ábendingu frá veðurfræðingi Vegagerðarinnar blæst talsvert syðst á landinu og í Öræfum. 2. janúar 2018 15:18 Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Erlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Erlent Fullir í flugi Innlent „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Innlent Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Fleiri fréttir Kúgaðist og missti matarlystina við að finna pappír í súpunni Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Telja enn að um stakt brot starfsmanns Múlaborgar sé að ræða Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Sjá meira
Þjóðvegur 1 hefur verið opnaður á ný en lokað var frá Markarfljóti að Vík í Mýrdal vegna veðurs. Meira en 250 ferðalangar leituðu í fjöldahjálparmiðstöð Rauða krossins sem opnuð var í íþróttahúsinu í Vík klukkan 19:30 í dag. Stanslaus straumur var inn í hjálparmiðstöðina í kvöld og mikill fjöldi bíla fyrir utan. Vegurinn undir Eyjafjöllum var opnaður að nýju eftir að snjóruðningstæki fóru um hann og ruddu burtu sköflum sem þar höfðu myndast. Enn er þó hálka og hálkublettir á svæðinu samkvæmt vef Vegagerðarinnar. Rauði krossinn var með búnað til að taka á móti 30 manns á staðnum og því gátu ekki allir fengið teppi eða bedda til að liggja á, þar sem fjöldinn var svo gríðarlega mikill. „Við höfum getað boðið upp á kaffi og kex,“ segir Ragnheiður Högnadóttir sjálfboðaliði hjá Rauða krossinum sem stödd er í fjöldahjálparstöðinni í íþróttahúsinu í Vík. Hún segir að allt hafi gengið vel og ferðalangarnir allir fegnir að fá húsaskjól í storminum.Frá íþróttahúsinu í Vík í kvöld þar sem meira en 250 ferðalangar biðu þess að veðrið yrði betra.VísirBjörgunarsveit flutti seint í kvöld 50 einstaklinga frá hjálparmiðstöðinni á gistiheimili fyrir utan Vík. „Við vorum svo heppin að eigendur opnuðu gistiheimili sem er ekki opið núna svo við gátum komið barnafjölskyldum þangað, sem var dásamlegt. Yndislegt að fólk bregðist svona vel við,“ segir Ragnheiður. Fólkið var bara að bíða af sér veðrið og voru allir mjög afslappaðir samkvæmt Ragnheiði. Enginn kom slasaður í hjálparmiðstöðina og þurfti ekki að veita fólkinu aðhlynningu. Fjöldi bíla var fyrir utan íþróttahúsið í Vík í kvöld, þar af margir bílaleigubílar.VísirFlestir héldu áfram ferðalagi sínu eftir að Þjóðvegur 1 var opnaður á ný eða eru að koma sér af stað núna en einhverjir ætla að bíða þangað til á morgun. „Það eru flestir farnir en það eru nokkrir sem leggja ekki í að keyra í nóttinni og veðrinu. Það eru um tuttugu sem ætla að gista hérna hjá okkur í nótt.“ Barnafjölskyldurnar ætla allar að gista á gistiheimilinu í nótt. Ragnheiður er ótrúlega ánægð með kvöldið og segir að „Það gekk mjög vel, þetta var alveg ótrúlegur fjöldi af fólki. Þetta endaði allt vel.“ Fréttin hefur verið uppfærð.
Samgöngur Veður Tengdar fréttir Fjöldahjálparstöð opnuð í Vík í Mýrdal Öll gistiúrræði eru full á svæðinu svo íþróttahúsið hefur verið opnað fyrir ferðalanga. 2. janúar 2018 19:36 „Við höfum ekki teppi og bedda fyrir alla en það fá allir húsaskjól“ Yfir hundrað ferðalangar eru nú í fjöldahjálparstöðinni í Vík. 2. janúar 2018 20:21 Veginum undir Eyjafjöllum lokað vegna óveðurs Samkvæmt ábendingu frá veðurfræðingi Vegagerðarinnar blæst talsvert syðst á landinu og í Öræfum. 2. janúar 2018 15:18 Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Erlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Erlent Fullir í flugi Innlent „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Innlent Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Fleiri fréttir Kúgaðist og missti matarlystina við að finna pappír í súpunni Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Telja enn að um stakt brot starfsmanns Múlaborgar sé að ræða Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Sjá meira
Fjöldahjálparstöð opnuð í Vík í Mýrdal Öll gistiúrræði eru full á svæðinu svo íþróttahúsið hefur verið opnað fyrir ferðalanga. 2. janúar 2018 19:36
„Við höfum ekki teppi og bedda fyrir alla en það fá allir húsaskjól“ Yfir hundrað ferðalangar eru nú í fjöldahjálparstöðinni í Vík. 2. janúar 2018 20:21
Veginum undir Eyjafjöllum lokað vegna óveðurs Samkvæmt ábendingu frá veðurfræðingi Vegagerðarinnar blæst talsvert syðst á landinu og í Öræfum. 2. janúar 2018 15:18