Subway greiði þrotabúi fimmtán milljónir Daníel Freyr Birkisson skrifar 2. janúar 2018 14:18 Félagið Stjarnan rekur Subway-matsölustaðina hér á landi. Vísir/GVA Stjarnan, félag sem á og rekur matsölustaði Subway hér á landi, hefur verið dæmt til þess að greiða þrotabúi EK1923, áður Eggert Kristjánsson hf., tæpar fimmtán milljónir kr. en dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur á milli jóla og nýárs. Um leið rifti héraðsdómur framsali á kröfu á hendur íslenska ríkinu vegna ofgreiðslu gjalda til ríkissjóðs í tengslum við úthlutun á tollkvótum með útboði árin 2014-2015 til Stjörnunnar. Meginstarfsemi EK1923, sem áður hét Eggert Kristjánsson hf., fólst í innflutningi matar- og hreinlætisvara. Árið 2014 keypti fyrirtækið lager Sólstjörnunnar sem sá um innkaup, lagerhald og dreifingu fyrir Stjörnuna, rekstrarfélag Subway, sem er í eigu Skúla Gunnars Sigfússonar. Með því komst á viðvarandi viðskiptasamband milli EK1923 og Stjörnunnar og voru í framhaldi þess gerð drög að þjónustusamningi haustið 2015. Samkvæmt drögunum átti Stjarnan að greiða EK1923 10 prósent álag á þær vörur sem keyptar voru inn og síðar 12,5 prósent. Innflutningskvótarnir sem Eggert Kristjánsson fór eftir reyndust ólöglegir og var íslenska ríkinu því send rukkun af hálfu fyrirtækisins en beðið var að upphæðin yrði lögð á reikning Stjörnunnar. Segir í dómnum að það hafi verið gert samkvæmt samkomulagi sem komist var að nokkrum mánuðum áður en Eggert Kristjánsson var tekið til gjaldþrotaskipta.Dæmi um óvenjulegan greiðslueyriVar fyrir dómi farið fram á riftun þessa framsals á endurkröfu búsins til Stjörnunnar vegna ofgreiðslu gjalda til ríkissjóðs sem námu tæpum 25 milljónum króna. Fól aðalkrafa þrotabúsins í sér að Stjörnunni yrði gert að greiða þessar tæplega 25 milljónir auk fimmtán milljóna til vara. Krafðist Stjarnan sýknu af öllum kröfum og að þrotabúið greiddi málskostnað félagsins. Þrotabú EK1923 byggði riftunarkröfu sína á því að framsal kröfunnar á hendur Stjörnunnar hafi verið gjafagerningur til hagsbóta fyrir Stjörnuna í skilningi laga um gjaldþrotaskipti. Á þetta var ekki fallist fyrir dómi. Dómurinn féllst hins vegar á kröfu búsins um að það að láta þriðja aðila greiða einu félagi fyrir hönd annars væri dæmi um óvenjulegan greiðslueyri og að greiðslan hafi ekki virst venjuleg eftir atvikum. Því var fallist á riftunarkröfu stefnanda. Héraðsdómur féllst á varakröfu stefnanda og er Stjörnunni því gert að greiða 14.670.838 kr. í þeirra hendur auk einnar milljónar í málskostnað. Dómsmál Gjaldþrot Mest lesið Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Viðskipti innlent Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Viðskipti innlent Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Viðskipti innlent Jensens Bøfhus lokað Viðskipti erlent Grafalvarleg staða Viðskipti innlent Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Viðskipti innlent „Íslenski neytandinn er allavega ekki að sýna merki um samdrátt“ Neytendur Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Viðskipti innlent Græða á tá og fingri á svikum og prettum Viðskipti erlent Telja viðgerð geta tekið allt að ár Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Sjá meira
Stjarnan, félag sem á og rekur matsölustaði Subway hér á landi, hefur verið dæmt til þess að greiða þrotabúi EK1923, áður Eggert Kristjánsson hf., tæpar fimmtán milljónir kr. en dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur á milli jóla og nýárs. Um leið rifti héraðsdómur framsali á kröfu á hendur íslenska ríkinu vegna ofgreiðslu gjalda til ríkissjóðs í tengslum við úthlutun á tollkvótum með útboði árin 2014-2015 til Stjörnunnar. Meginstarfsemi EK1923, sem áður hét Eggert Kristjánsson hf., fólst í innflutningi matar- og hreinlætisvara. Árið 2014 keypti fyrirtækið lager Sólstjörnunnar sem sá um innkaup, lagerhald og dreifingu fyrir Stjörnuna, rekstrarfélag Subway, sem er í eigu Skúla Gunnars Sigfússonar. Með því komst á viðvarandi viðskiptasamband milli EK1923 og Stjörnunnar og voru í framhaldi þess gerð drög að þjónustusamningi haustið 2015. Samkvæmt drögunum átti Stjarnan að greiða EK1923 10 prósent álag á þær vörur sem keyptar voru inn og síðar 12,5 prósent. Innflutningskvótarnir sem Eggert Kristjánsson fór eftir reyndust ólöglegir og var íslenska ríkinu því send rukkun af hálfu fyrirtækisins en beðið var að upphæðin yrði lögð á reikning Stjörnunnar. Segir í dómnum að það hafi verið gert samkvæmt samkomulagi sem komist var að nokkrum mánuðum áður en Eggert Kristjánsson var tekið til gjaldþrotaskipta.Dæmi um óvenjulegan greiðslueyriVar fyrir dómi farið fram á riftun þessa framsals á endurkröfu búsins til Stjörnunnar vegna ofgreiðslu gjalda til ríkissjóðs sem námu tæpum 25 milljónum króna. Fól aðalkrafa þrotabúsins í sér að Stjörnunni yrði gert að greiða þessar tæplega 25 milljónir auk fimmtán milljóna til vara. Krafðist Stjarnan sýknu af öllum kröfum og að þrotabúið greiddi málskostnað félagsins. Þrotabú EK1923 byggði riftunarkröfu sína á því að framsal kröfunnar á hendur Stjörnunnar hafi verið gjafagerningur til hagsbóta fyrir Stjörnuna í skilningi laga um gjaldþrotaskipti. Á þetta var ekki fallist fyrir dómi. Dómurinn féllst hins vegar á kröfu búsins um að það að láta þriðja aðila greiða einu félagi fyrir hönd annars væri dæmi um óvenjulegan greiðslueyri og að greiðslan hafi ekki virst venjuleg eftir atvikum. Því var fallist á riftunarkröfu stefnanda. Héraðsdómur féllst á varakröfu stefnanda og er Stjörnunni því gert að greiða 14.670.838 kr. í þeirra hendur auk einnar milljónar í málskostnað.
Dómsmál Gjaldþrot Mest lesið Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Viðskipti innlent Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Viðskipti innlent Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Viðskipti innlent Jensens Bøfhus lokað Viðskipti erlent Grafalvarleg staða Viðskipti innlent Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Viðskipti innlent „Íslenski neytandinn er allavega ekki að sýna merki um samdrátt“ Neytendur Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Viðskipti innlent Græða á tá og fingri á svikum og prettum Viðskipti erlent Telja viðgerð geta tekið allt að ár Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Sjá meira