Byrjar nýja árið á því að saka Pakistan um „lygar og svik“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 1. janúar 2018 18:48 Donald Trump Bandaríkjaforseti. Vísir/afp Donald Trump Bandaríkjaforseti er harðorður í garð pakistanskra yfirvalda í tísti sem hann birti á Twitter-reikningi sínum í dag. Tístið var það fyrsta úr smiðju forsetans á nýju ári en hann segir heimskulegt að Bandaríkjamenn skuli hafa veitt 33 milljarða dala í þróunaraðstoð í Pakistan. New York Times greindi frá því á föstudag að Trump íhugi nú alvarlega að skera niður þróunaraðstoð til Pakistan um 225 milljónir Bandaríkjadala eða rúma 23 milljarða íslenskra króna. Ástæðan að baki þeim vangaveltum er talin vangeta stjórnvalda í Islamabad, höfuðborg Pakistan, til að taka á hryðjuverkastarfsemi í landinu.The United States has foolishly given Pakistan more than 33 billion dollars in aid over the last 15 years, and they have given us nothing but lies & deceit, thinking of our leaders as fools. They give safe haven to the terrorists we hunt in Afghanistan, with little help. No more!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) January 1, 2018 Trump gefur fréttaflutningi NYT byr undir báða vængi með tísti sínu í dag. Hann segir það heimskulegt að Bandaríkjamenn skuli hafa veitt umræddar fjárhæðir til þróunaraðstoðar í Pakistan og hafi ekkert fengið fyrir sinn snúð nema „lygar og svik“. „Þeir skjóta skjólhúsi yfir hryðjuverkamennina sem við eltumst við í Afganistan, með lítilli aðstoð. Ekki meira!“ ritar Trump. Af þessu má því ráða að Pakistan fái ekki frekari aðstoð, eða að minnsta kosti verulega skerta, frá Bandaríkjunum. Samskipti milli yfirvalda ríkjanna tveggja hafa verið stirð undanfarna mánuði. Í sumar kallaði Trump eftir því að stjórnvöld í Islamabad hættu öllum stuðningi við skæruliða sem leita skjóls við afgönsku landamærin. Yfirvöld í Pakistan hafa hafnað þessum ásökunum forsetans en fundað verður um málið í pakistanska þinginu á morgun, að því er fram kemur í frétt breska dagblaðsins The Guardian. Donald Trump Tengdar fréttir Ætla að berjast til sigurs í Afganistan Donald Trump ávarpaði samkomu í Fort Meyer-herstöðinni í Texas í gær og ræddi þar hernaðarstefnu ríkisstjórnarinnar í Afganistan. 22. ágúst 2017 06:57 Ætla að fjölga hermönnum í Afganistan Ekki liggur fyrir hve marga hermenn Bandaríkin ætla að senda. 31. ágúst 2017 18:34 Þetta eru hryðjuverkin sem Bandaríkjastjórn segir fjölmiðla ekki hafa fjallað mikið um Bandaríkjastjórn hefur nú gefið út lista yfir hryðjuverkaárásir sem Donald Trump forseti og félagar hans vilja meina að fjölmiðlar hafi lítið fjallað um. 7. febrúar 2017 10:15 Mest lesið Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Erlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Erlent „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Innlent Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Erlent Titringur á Alþingi Innlent Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti Innlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Fleiri fréttir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Hætta staðreyndavöktun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti er harðorður í garð pakistanskra yfirvalda í tísti sem hann birti á Twitter-reikningi sínum í dag. Tístið var það fyrsta úr smiðju forsetans á nýju ári en hann segir heimskulegt að Bandaríkjamenn skuli hafa veitt 33 milljarða dala í þróunaraðstoð í Pakistan. New York Times greindi frá því á föstudag að Trump íhugi nú alvarlega að skera niður þróunaraðstoð til Pakistan um 225 milljónir Bandaríkjadala eða rúma 23 milljarða íslenskra króna. Ástæðan að baki þeim vangaveltum er talin vangeta stjórnvalda í Islamabad, höfuðborg Pakistan, til að taka á hryðjuverkastarfsemi í landinu.The United States has foolishly given Pakistan more than 33 billion dollars in aid over the last 15 years, and they have given us nothing but lies & deceit, thinking of our leaders as fools. They give safe haven to the terrorists we hunt in Afghanistan, with little help. No more!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) January 1, 2018 Trump gefur fréttaflutningi NYT byr undir báða vængi með tísti sínu í dag. Hann segir það heimskulegt að Bandaríkjamenn skuli hafa veitt umræddar fjárhæðir til þróunaraðstoðar í Pakistan og hafi ekkert fengið fyrir sinn snúð nema „lygar og svik“. „Þeir skjóta skjólhúsi yfir hryðjuverkamennina sem við eltumst við í Afganistan, með lítilli aðstoð. Ekki meira!“ ritar Trump. Af þessu má því ráða að Pakistan fái ekki frekari aðstoð, eða að minnsta kosti verulega skerta, frá Bandaríkjunum. Samskipti milli yfirvalda ríkjanna tveggja hafa verið stirð undanfarna mánuði. Í sumar kallaði Trump eftir því að stjórnvöld í Islamabad hættu öllum stuðningi við skæruliða sem leita skjóls við afgönsku landamærin. Yfirvöld í Pakistan hafa hafnað þessum ásökunum forsetans en fundað verður um málið í pakistanska þinginu á morgun, að því er fram kemur í frétt breska dagblaðsins The Guardian.
Donald Trump Tengdar fréttir Ætla að berjast til sigurs í Afganistan Donald Trump ávarpaði samkomu í Fort Meyer-herstöðinni í Texas í gær og ræddi þar hernaðarstefnu ríkisstjórnarinnar í Afganistan. 22. ágúst 2017 06:57 Ætla að fjölga hermönnum í Afganistan Ekki liggur fyrir hve marga hermenn Bandaríkin ætla að senda. 31. ágúst 2017 18:34 Þetta eru hryðjuverkin sem Bandaríkjastjórn segir fjölmiðla ekki hafa fjallað mikið um Bandaríkjastjórn hefur nú gefið út lista yfir hryðjuverkaárásir sem Donald Trump forseti og félagar hans vilja meina að fjölmiðlar hafi lítið fjallað um. 7. febrúar 2017 10:15 Mest lesið Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Erlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Erlent „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Innlent Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Erlent Titringur á Alþingi Innlent Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti Innlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Fleiri fréttir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Hætta staðreyndavöktun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Sjá meira
Ætla að berjast til sigurs í Afganistan Donald Trump ávarpaði samkomu í Fort Meyer-herstöðinni í Texas í gær og ræddi þar hernaðarstefnu ríkisstjórnarinnar í Afganistan. 22. ágúst 2017 06:57
Ætla að fjölga hermönnum í Afganistan Ekki liggur fyrir hve marga hermenn Bandaríkin ætla að senda. 31. ágúst 2017 18:34
Þetta eru hryðjuverkin sem Bandaríkjastjórn segir fjölmiðla ekki hafa fjallað mikið um Bandaríkjastjórn hefur nú gefið út lista yfir hryðjuverkaárásir sem Donald Trump forseti og félagar hans vilja meina að fjölmiðlar hafi lítið fjallað um. 7. febrúar 2017 10:15