Andstaða sjálfstæðismanna í Reykjavík við borgarlínu er á skjön við stefnu flokksins í nágrannasveitarfélögum Heimir Már Pétursson skrifar 19. janúar 2018 19:39 Andstaða við borgarlínuna innan Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík er á skjön við stefnu flokksins í öðrum sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu og stefnu ríkisstjórnarinnar varðandi almenningssamgöngur á svæðinu. Áherslur Sjálfstæðismanna í nágrannasvitarfélögum borgarinnar í samgöngumálum almennt eru þó aðrar en hjá meirihlutanum í Reykjavík. Borgarlínan er langtímaverkefni til næstu tuttugu ára sem miðar að því að koma upp hröðum og tíðum almenningssamgöngum frá útjöðrum sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu inn að miðju þess. Sveitarfélögin hafa öll sameinast um verkefnið sem í heild sinni mun kosta tugi milljarða króna. Hugmyndafræðileg sátt hefur verið um borgarlínu hjá sveitarfélögunum á höfuðborgarsvæðinu, einnig innan Sjálfstæðisflokksins í þessum sveitarfélögum. En Eyþór Arnalds sem býður sig fram til forystu í Reykjavík hefur sett fram miklar efasemdir um borgarlínuna. Ríkisstjórnin er hins vegar með í stjórnarsáttmála sínum að styðja borgarlínuna. Eyþór Arnalds sem býður sig fram í leiðtogakjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík segir að fyrst og fremst sé hægt að bæta almenningssamgöngur með því að bæta gatnakerfið.Eyþór Arnalds segir að borgarlínan muni ekki koma til með að leysa umferðarvandann í Reykjavík.„Borgarlínan getur hentað fyrir Kópavog og Mosfellsbæ til að tengjast Reykjavík en hún leysir ekki umferðarvanda Reykvíkinga. Þannig að ef við tökum bara hluta af þessum 75 milljörðum sem eiga að fara í borgarlínuna og setjum þáí að leysa umferðarvandan hér í borginni, bæði fyrir fólksbílana og strætó, held ég að við séum að gera miklu betri hluti,“ segir Eyþór. Sjálfstæðismenn í meirihlutasamstarfi í öðrum sveitarfélögum styðja hins vegar borgarlínuna og það gerir Áslaug María Friðriksdóttir, frambjóðandi í leiðtogakjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, einnig. Rósa Guðbjartsdóttir oddviti Sjálfstæðismanna í Hafnarfirði segir borgarlínuna mikilvægt langtímaverkefni sem flokkarnir í bæjarstjórn séu einhuga um. En mikilvægt sé að greina fjárhagslegar forsendur verkefnisins. „Við þurfum frekara samtal við íbúana. Við eigum eftir að ákveða með þeim hvernig legan verður hér í Hafnarfirði. Ég legg áherslu á að þetta er langtímaverkefni sem við þurfum að fá íbúana með okkur í,“ segir Rósa.Rósa Guðbjartsdóttir segir mikilvægt að samgöngumálin séu skoðuð með heildstæðum hætti. Einnig þurfi að taka sem fyrst um viðræður við stjórnvöld um aðkomu þeirra að málinu og brýnt sé að huga að öðrum samgöngubótum samhliða þessum hugmyndum. Til að mynda þurfi að ljúka tvöföldun Reykjanesbrautar. „Því miður er enn ekki gert ráð fyrir fjármagni í það. En við erum að berjast fyrir því að það verði gert. Það er okkar helsta baráttumál. En þetta er ekki annað hvort eða. Þetta er ekki annað hvort samgöngubætur fyrir einkabílinn versus almennings samgöngur. Við þurfum að skoða þetta heildstætt og hvoru tveggja í fullkominni sátt og taka þannig ákvarðanir inn í framtíðina,“ segir Rósa Guðbjartsdóttir. Borgarlína Samgöngur Mest lesið Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Innlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Innlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Fleiri fréttir Verðlaunabændur vilja norskar kýr til landsins Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Sjá meira
Andstaða við borgarlínuna innan Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík er á skjön við stefnu flokksins í öðrum sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu og stefnu ríkisstjórnarinnar varðandi almenningssamgöngur á svæðinu. Áherslur Sjálfstæðismanna í nágrannasvitarfélögum borgarinnar í samgöngumálum almennt eru þó aðrar en hjá meirihlutanum í Reykjavík. Borgarlínan er langtímaverkefni til næstu tuttugu ára sem miðar að því að koma upp hröðum og tíðum almenningssamgöngum frá útjöðrum sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu inn að miðju þess. Sveitarfélögin hafa öll sameinast um verkefnið sem í heild sinni mun kosta tugi milljarða króna. Hugmyndafræðileg sátt hefur verið um borgarlínu hjá sveitarfélögunum á höfuðborgarsvæðinu, einnig innan Sjálfstæðisflokksins í þessum sveitarfélögum. En Eyþór Arnalds sem býður sig fram til forystu í Reykjavík hefur sett fram miklar efasemdir um borgarlínuna. Ríkisstjórnin er hins vegar með í stjórnarsáttmála sínum að styðja borgarlínuna. Eyþór Arnalds sem býður sig fram í leiðtogakjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík segir að fyrst og fremst sé hægt að bæta almenningssamgöngur með því að bæta gatnakerfið.Eyþór Arnalds segir að borgarlínan muni ekki koma til með að leysa umferðarvandann í Reykjavík.„Borgarlínan getur hentað fyrir Kópavog og Mosfellsbæ til að tengjast Reykjavík en hún leysir ekki umferðarvanda Reykvíkinga. Þannig að ef við tökum bara hluta af þessum 75 milljörðum sem eiga að fara í borgarlínuna og setjum þáí að leysa umferðarvandan hér í borginni, bæði fyrir fólksbílana og strætó, held ég að við séum að gera miklu betri hluti,“ segir Eyþór. Sjálfstæðismenn í meirihlutasamstarfi í öðrum sveitarfélögum styðja hins vegar borgarlínuna og það gerir Áslaug María Friðriksdóttir, frambjóðandi í leiðtogakjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, einnig. Rósa Guðbjartsdóttir oddviti Sjálfstæðismanna í Hafnarfirði segir borgarlínuna mikilvægt langtímaverkefni sem flokkarnir í bæjarstjórn séu einhuga um. En mikilvægt sé að greina fjárhagslegar forsendur verkefnisins. „Við þurfum frekara samtal við íbúana. Við eigum eftir að ákveða með þeim hvernig legan verður hér í Hafnarfirði. Ég legg áherslu á að þetta er langtímaverkefni sem við þurfum að fá íbúana með okkur í,“ segir Rósa.Rósa Guðbjartsdóttir segir mikilvægt að samgöngumálin séu skoðuð með heildstæðum hætti. Einnig þurfi að taka sem fyrst um viðræður við stjórnvöld um aðkomu þeirra að málinu og brýnt sé að huga að öðrum samgöngubótum samhliða þessum hugmyndum. Til að mynda þurfi að ljúka tvöföldun Reykjanesbrautar. „Því miður er enn ekki gert ráð fyrir fjármagni í það. En við erum að berjast fyrir því að það verði gert. Það er okkar helsta baráttumál. En þetta er ekki annað hvort eða. Þetta er ekki annað hvort samgöngubætur fyrir einkabílinn versus almennings samgöngur. Við þurfum að skoða þetta heildstætt og hvoru tveggja í fullkominni sátt og taka þannig ákvarðanir inn í framtíðina,“ segir Rósa Guðbjartsdóttir.
Borgarlína Samgöngur Mest lesið Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Innlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Innlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Fleiri fréttir Verðlaunabændur vilja norskar kýr til landsins Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Sjá meira