RÚV rannsakar leka sem tengist Söngvakeppninni Birgir Olgeirsson skrifar 19. janúar 2018 18:27 Svala Björgvinsdóttir og Ragnhildur Steinunn á sviði í Söngvakeppni Sjónvarpsins í fyrra. Svala hafði sigur í keppninni en Ragnhildur Steinunn var kynnir hennar. Vísir Listinn yfir lög og flytjendur sem keppa í Söngvakeppni Sjónvarpsins í ár hefur verið birtur á erlendum vefsíðum og er Ríkisútvarpið að rannsaka hvernig upplýsingunum var lekið. Einhverjir höfðu hlaðið nokkrum lögum sem verða í keppninni í ár inn á YouTube en forsvarsmenn keppninnar segjast hafa látið loka þeim síðum. Rekur RÚV lekann til rússneskrar síðu. Birna Ósk Hansdóttir, framleiðslustjóri RÚV, segir í samtali við Vísi að verið sé að skoða hvernig þetta gat gerst, en ekki átti að birta listann yfir flytjendur og lög fyrr en klukkan 19:40 í Sjónvarpinu í kvöld. „Það virðist vera að þetta sé eitthvað sem kom úr rafrænum sendingum milli framkvæmdaaðila. Að einhver hafi komist í Dropbox-tengla sem verið var að senda á milli,“ segir Birna. Hún segir þetta ekki tengjast vefkerfi Ríkisútvarpsins heldur að einhver hafi í raun komist inn í tölvupóst einhverra úr framkvæmdastjórn Söngvakeppninnar. „Þetta byrjar á rússneskri síðu en við vitum ekki nákvæmlega hvað gerðist. Við erum bara að reyna að komast að því,“ segir Birna og bætir við að lokum að auðvitað sé það á endanum gott að svo mikill áhugi sé á Söngvakeppninni erlendis frá að einhver sé tilbúinn til að reyna svona lagað til að komast yfir lögin í keppninni í ár. Fyrirkomulag keppninnar verður með svipuðu sniði og fyrri ár. Forkeppnin fer fram 10. og 17. febrúar í Háskólabíó þar sem þrjú lög komast áfram í úrslitin sem fara fram 3. mars í Laugardalshöll. Sigurvegarinn verður fulltrúi Íslands í Eurovision í Portúgal í maí. Eurovision Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira
Listinn yfir lög og flytjendur sem keppa í Söngvakeppni Sjónvarpsins í ár hefur verið birtur á erlendum vefsíðum og er Ríkisútvarpið að rannsaka hvernig upplýsingunum var lekið. Einhverjir höfðu hlaðið nokkrum lögum sem verða í keppninni í ár inn á YouTube en forsvarsmenn keppninnar segjast hafa látið loka þeim síðum. Rekur RÚV lekann til rússneskrar síðu. Birna Ósk Hansdóttir, framleiðslustjóri RÚV, segir í samtali við Vísi að verið sé að skoða hvernig þetta gat gerst, en ekki átti að birta listann yfir flytjendur og lög fyrr en klukkan 19:40 í Sjónvarpinu í kvöld. „Það virðist vera að þetta sé eitthvað sem kom úr rafrænum sendingum milli framkvæmdaaðila. Að einhver hafi komist í Dropbox-tengla sem verið var að senda á milli,“ segir Birna. Hún segir þetta ekki tengjast vefkerfi Ríkisútvarpsins heldur að einhver hafi í raun komist inn í tölvupóst einhverra úr framkvæmdastjórn Söngvakeppninnar. „Þetta byrjar á rússneskri síðu en við vitum ekki nákvæmlega hvað gerðist. Við erum bara að reyna að komast að því,“ segir Birna og bætir við að lokum að auðvitað sé það á endanum gott að svo mikill áhugi sé á Söngvakeppninni erlendis frá að einhver sé tilbúinn til að reyna svona lagað til að komast yfir lögin í keppninni í ár. Fyrirkomulag keppninnar verður með svipuðu sniði og fyrri ár. Forkeppnin fer fram 10. og 17. febrúar í Háskólabíó þar sem þrjú lög komast áfram í úrslitin sem fara fram 3. mars í Laugardalshöll. Sigurvegarinn verður fulltrúi Íslands í Eurovision í Portúgal í maí.
Eurovision Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira