Gruna að glæpasamtök stundi innbrot á höfuðborgarsvæðinu Samúel Karl Ólason skrifar 19. janúar 2018 14:55 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu segir að töluvert hafi verið um innbrot í heimahús að undanförnu. Vísir/Getty Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu segir að töluvert hafi verið um innbrot í heimahús að undanförnu. Leikur grunur á að um skipulagða brotastarfsemi sé að ræða. Lögreglan segir flest innbrotanna eiga það sameiginlegt að vera framin á daginn og að skartgripum og peningum sé stolið á meðan önnur verðmæti séu látin ósnert. „Oftar en ekki virðast skartgripir og peningar á heimilum vera geymdir í svefnherbergjum og þangað hafa þjófarnir leitað. Þótt þjófavarnarkerfi séu á mörgum heimilum virðist sem hreyfiskynjarar séu ekki staðsettir í eða við svefnherbergi og er það umhugsunarefni. Allt kapp er lagt á að reyna að upplýsa þessi mál og því viljum við rifja upp nokkur atriði, bæði í þeirri von hafa hendur í hári innbrotsþjófanna og ekki síður að koma í veg fyrir innbrot,“ segir í tilkynningu frá lögreglunni. Enn fremur segir að ekki sé ósennilegt að sést hafi til þjófanna í einhverjum tilvikum. Því ítrekar lögreglan að fólk láti lögreglu vita um grunsamlegar mannaferðir og taki ljósmyndir ef slíkt sé mögulegt. Þar að auki geti fólk skrifað hjá sér bílnúmer eða lýsingar á fólki ef eitthvað óvenjulegt á sér stað í nánast umhverfi þess. „Innbrotsþjófar fylgjast gjarnan með húsum áður en þeir láta til skarar skríða, hringja jafnvel dyrabjöllunni og þykjast vera að spyrja eftir einhverjum, og því er mikilvægt að hafa þessi atriði í huga. Munið að það er betra að hringja einu sinni of oft í lögregluna með upplýsingar af þessu tagi en einu sinni of sjaldan.“ Þá vill lögreglan minna á mikilvægi þess að ganga tryggilega frá heimilum. Loka gluggum og jafnvel tilkynna nágrönnum þegar farið er að heiman. Sömuleiðis geti nágrannavarsla skipt sköpum þegar komi að því að upplýsa innbrot eða koma í veg fyrir þau. Þar að auki sé gott að kveikja útiljós þar sem þau séu til staðar. Slíkt einfaldi nágrönnum að sjá mannaferðir við hús. Upplýsingum má koma á framfæri í síma 444 1000, með einkaskilaboðum á facebooksíðu Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu eða í tölvupósti á netfangið abending@lrh.is Ef óskað er eftir skjótri aðstoð lögreglu vegna yfirstandandi innbrots skal undantekningarlaust hringja í 112. Mest lesið Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Fleiri fréttir „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Sjá meira
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu segir að töluvert hafi verið um innbrot í heimahús að undanförnu. Leikur grunur á að um skipulagða brotastarfsemi sé að ræða. Lögreglan segir flest innbrotanna eiga það sameiginlegt að vera framin á daginn og að skartgripum og peningum sé stolið á meðan önnur verðmæti séu látin ósnert. „Oftar en ekki virðast skartgripir og peningar á heimilum vera geymdir í svefnherbergjum og þangað hafa þjófarnir leitað. Þótt þjófavarnarkerfi séu á mörgum heimilum virðist sem hreyfiskynjarar séu ekki staðsettir í eða við svefnherbergi og er það umhugsunarefni. Allt kapp er lagt á að reyna að upplýsa þessi mál og því viljum við rifja upp nokkur atriði, bæði í þeirri von hafa hendur í hári innbrotsþjófanna og ekki síður að koma í veg fyrir innbrot,“ segir í tilkynningu frá lögreglunni. Enn fremur segir að ekki sé ósennilegt að sést hafi til þjófanna í einhverjum tilvikum. Því ítrekar lögreglan að fólk láti lögreglu vita um grunsamlegar mannaferðir og taki ljósmyndir ef slíkt sé mögulegt. Þar að auki geti fólk skrifað hjá sér bílnúmer eða lýsingar á fólki ef eitthvað óvenjulegt á sér stað í nánast umhverfi þess. „Innbrotsþjófar fylgjast gjarnan með húsum áður en þeir láta til skarar skríða, hringja jafnvel dyrabjöllunni og þykjast vera að spyrja eftir einhverjum, og því er mikilvægt að hafa þessi atriði í huga. Munið að það er betra að hringja einu sinni of oft í lögregluna með upplýsingar af þessu tagi en einu sinni of sjaldan.“ Þá vill lögreglan minna á mikilvægi þess að ganga tryggilega frá heimilum. Loka gluggum og jafnvel tilkynna nágrönnum þegar farið er að heiman. Sömuleiðis geti nágrannavarsla skipt sköpum þegar komi að því að upplýsa innbrot eða koma í veg fyrir þau. Þar að auki sé gott að kveikja útiljós þar sem þau séu til staðar. Slíkt einfaldi nágrönnum að sjá mannaferðir við hús. Upplýsingum má koma á framfæri í síma 444 1000, með einkaskilaboðum á facebooksíðu Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu eða í tölvupósti á netfangið abending@lrh.is Ef óskað er eftir skjótri aðstoð lögreglu vegna yfirstandandi innbrots skal undantekningarlaust hringja í 112.
Mest lesið Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Fleiri fréttir „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Sjá meira