Gáfust aftur upp á Akureyri og flugu til Keflavíkur Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 19. janúar 2018 14:43 Boeing vél Enter Air á Akureyrarflugvelli föstudaginn 19. janúar. Akureyri International Airport Boeing 737 vél Enter Air, sem átti að lenda á Akureyrarflugvelli um klukkan 13 í dag, þurfti frá að hverfa og halda til Keflavíkur vegna slæmra veðurskilyrða. Um er að ræða þriðja flug flugfélagsins en aðeins hið fyrsta, jómfrúarflugið, gekk samkvæmt áætlun. „Þetta er alveg ömurlegt,“ segir Hjördís Þórhallsdóttir flugvallarstjóri á Akureyrarflugvelli. Hún segir að byrjað hafi að snjóa hressilega upp úr hádegi og skyggnið orðið mjög slæmt. Flugmennirnir hafi gert nokkra tilraunir til að lenda og biðu svo í dágóða stund til að sjá hvort élið myndi ganga yfir. Svo var haldið til Keflavíkur, líkt og gert var á mánudaginn. Hjördís telur 189 manns hafa verið í vélinni, rétt tæplega full, en um erlenda ferðamenn er að ræða á vegum ferðaskrifstofunnar Super Break. Jómfrúarflugið var föstudaginn 12. janúar við mikil fagnaðarlæti á Akureyri.Flug Enter Air vélarinnar.FlightRadar24„Við vorum varla sofnuð eftir fagnaðarlætin á föstudag þegar við fréttum af flugvélinni okkar sveimandi yfir Akureyrarflugvelli í gær. Eitthvað sem hefði ekki gerst ef þessi búnaður hefði verið til staðar,“ sagði Arnheiður Jóhannsdóttir, framkvæmdastjóri Markaðsstofu Norðurlands á ráðstefnu ISAVIA um innanlandsflug á þriðjudag Kallað er eftir því að blindflugsbúnaði verði komið upp á norðurenda brautarinnar á Akureyri. Kostnaður við búnaðinn, sem er að finna á suðurenda brautarinnar og ætlaður minni flugvélum, er talin rúmlega 70 milljónir króna. Hjördís segir að slíkur búnaður myndi gera gæfumuninn. „Við erum búin að fá sérfræðinga frá Noregi til að skoða þetta en erum ekki með fjármagn frá ríkinu,“ segir Hjördís. Íslenskir flugmenn geti lent í veðri eins og í dag með radarflugi. Því séu erlendir flugmenn aftur á móti óvanir auk þess sem þeir þekki ekki völlinn. Farþegarnir 189 eru því í Keflavík og Hjördís segir ljóst að ekki verði flogið norður í dag. Farþegar sem áttu að fljúga heim til sín með Enter Air fara með áætlunarflugi til Keflavíkur síðar í dag. Fréttir af flugi Samgöngur Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Fleiri fréttir Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Sjá meira
Boeing 737 vél Enter Air, sem átti að lenda á Akureyrarflugvelli um klukkan 13 í dag, þurfti frá að hverfa og halda til Keflavíkur vegna slæmra veðurskilyrða. Um er að ræða þriðja flug flugfélagsins en aðeins hið fyrsta, jómfrúarflugið, gekk samkvæmt áætlun. „Þetta er alveg ömurlegt,“ segir Hjördís Þórhallsdóttir flugvallarstjóri á Akureyrarflugvelli. Hún segir að byrjað hafi að snjóa hressilega upp úr hádegi og skyggnið orðið mjög slæmt. Flugmennirnir hafi gert nokkra tilraunir til að lenda og biðu svo í dágóða stund til að sjá hvort élið myndi ganga yfir. Svo var haldið til Keflavíkur, líkt og gert var á mánudaginn. Hjördís telur 189 manns hafa verið í vélinni, rétt tæplega full, en um erlenda ferðamenn er að ræða á vegum ferðaskrifstofunnar Super Break. Jómfrúarflugið var föstudaginn 12. janúar við mikil fagnaðarlæti á Akureyri.Flug Enter Air vélarinnar.FlightRadar24„Við vorum varla sofnuð eftir fagnaðarlætin á föstudag þegar við fréttum af flugvélinni okkar sveimandi yfir Akureyrarflugvelli í gær. Eitthvað sem hefði ekki gerst ef þessi búnaður hefði verið til staðar,“ sagði Arnheiður Jóhannsdóttir, framkvæmdastjóri Markaðsstofu Norðurlands á ráðstefnu ISAVIA um innanlandsflug á þriðjudag Kallað er eftir því að blindflugsbúnaði verði komið upp á norðurenda brautarinnar á Akureyri. Kostnaður við búnaðinn, sem er að finna á suðurenda brautarinnar og ætlaður minni flugvélum, er talin rúmlega 70 milljónir króna. Hjördís segir að slíkur búnaður myndi gera gæfumuninn. „Við erum búin að fá sérfræðinga frá Noregi til að skoða þetta en erum ekki með fjármagn frá ríkinu,“ segir Hjördís. Íslenskir flugmenn geti lent í veðri eins og í dag með radarflugi. Því séu erlendir flugmenn aftur á móti óvanir auk þess sem þeir þekki ekki völlinn. Farþegarnir 189 eru því í Keflavík og Hjördís segir ljóst að ekki verði flogið norður í dag. Farþegar sem áttu að fljúga heim til sín með Enter Air fara með áætlunarflugi til Keflavíkur síðar í dag.
Fréttir af flugi Samgöngur Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Fleiri fréttir Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Sjá meira