Hætt að synda erlendis en fer samt fyrir hönd Íslands til Buenos Aires Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. janúar 2018 16:00 Ingibjörg Kristín Jónsdóttir. Mynd/Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands Ísland mun eiga fulltrúa í hópi ungra áhrifavalda á Ólympíuleikum ungmenna sem fara fram í október í ár. Ísland er ein af 120 löndum sem fá að tilnefna slíkan aðila. Fulltrúi Íslands í ár verður sundkonan Ingibjörg Kristín Jónsdóttir sem á dögunum tilkynnti það ásamt Hrafnhildur Lúthersdóttur, kollega sínum úr Sundfélagi Hafnarfjarðar, að hún væri hætt keppni á stórmótum erlendis. Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands segir frá þessu á heimasíðu sinni í dag. Ingibjörg Kristín er margreynd keppniskona í sundi og á meðal annars ríkjandi Íslandsmet í 50 metra baksundi. Ingibjörg Kristín hefur keppt á fjölmörgum stórmótum, meðal annars keppti hún á fyrstu Ólympíuleikum Ungmenna sem fram fóru í Singapore árið 2010. Ungu áhrifavaldarnir þurfa að vera á aldrinum 18 til 25 ára og þeirra hlutverk á leikunum verður m.a. að halda utan um fræðslu og félagslega þætti í kringum keppendur. Eiga þeir að miðla af reynslu sinni og skila jákvæðum áhrifum áfram til næstu kynslóðar íþróttamanna. Ungu áhrifavaldarnir tilheyra þátttakendahóp síns lands og búa í Ólympíuþorpinu. Þeir sem sinna hlutverkinu taka þátt í störfum fararstjórnar og aðstoða hópinn eftir föngum. Ólympíuleikar ungmenna eru ætlaðir fyrir ungt afreksfólk í íþróttum á aldrinum 14 til 18 ára. Keppt er í mörgum greinum og skiptast leikarnir í sumarleika og vetrarleika eins og Ólympíuleikar fullorðinna. Hugmyndina á Jacues Rogge forseti Alþjóðaólympíunefndarinnar og var hún kynnt til sögunnar árið 2001. Árið 2007 var ákveðið að koma á fót Ólympíuleikum ungmenna og fóru fyrstu sumarleikarnir fram árið 2010 í Singapore og 2014 fóru sumarleikarnir fram í Nanjing í Kína. Ólympíuleikar Sund Mest lesið Olga ætlar ekki í slag við Willum Sport „Hugur minn er bara hjá henni“ Íslenski boltinn Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Fótbolti Neymar fór grátandi af velli Fótbolti Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Íslenski boltinn Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Enski boltinn Rekinn út af eftir 36 sekúndur Handbolti Aubameyang syrgir fallinn félaga Fótbolti Dagskráin í dag: Hvað gerir Man United? Sport Veltu fyrir sér hvort það hafi verið rétt að taka Rashford af velli Fótbolti Fleiri fréttir Eygló Fanndal Evrópumeistari Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Rekinn út af eftir 36 sekúndur Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn „Ég er alltaf stressuð“ Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Vonast til að gera íslensku þjóðina stolta Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Olga ætlar ekki í slag við Willum Veltu fyrir sér hvort það hafi verið rétt að taka Rashford af velli Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ Dagskráin í dag: Hvað gerir Man United? Aubameyang syrgir fallinn félaga „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ „Þetta var skrýtinn leikur“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ Newcastle upp í þriðja sætið „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Sjá meira
Ísland mun eiga fulltrúa í hópi ungra áhrifavalda á Ólympíuleikum ungmenna sem fara fram í október í ár. Ísland er ein af 120 löndum sem fá að tilnefna slíkan aðila. Fulltrúi Íslands í ár verður sundkonan Ingibjörg Kristín Jónsdóttir sem á dögunum tilkynnti það ásamt Hrafnhildur Lúthersdóttur, kollega sínum úr Sundfélagi Hafnarfjarðar, að hún væri hætt keppni á stórmótum erlendis. Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands segir frá þessu á heimasíðu sinni í dag. Ingibjörg Kristín er margreynd keppniskona í sundi og á meðal annars ríkjandi Íslandsmet í 50 metra baksundi. Ingibjörg Kristín hefur keppt á fjölmörgum stórmótum, meðal annars keppti hún á fyrstu Ólympíuleikum Ungmenna sem fram fóru í Singapore árið 2010. Ungu áhrifavaldarnir þurfa að vera á aldrinum 18 til 25 ára og þeirra hlutverk á leikunum verður m.a. að halda utan um fræðslu og félagslega þætti í kringum keppendur. Eiga þeir að miðla af reynslu sinni og skila jákvæðum áhrifum áfram til næstu kynslóðar íþróttamanna. Ungu áhrifavaldarnir tilheyra þátttakendahóp síns lands og búa í Ólympíuþorpinu. Þeir sem sinna hlutverkinu taka þátt í störfum fararstjórnar og aðstoða hópinn eftir föngum. Ólympíuleikar ungmenna eru ætlaðir fyrir ungt afreksfólk í íþróttum á aldrinum 14 til 18 ára. Keppt er í mörgum greinum og skiptast leikarnir í sumarleika og vetrarleika eins og Ólympíuleikar fullorðinna. Hugmyndina á Jacues Rogge forseti Alþjóðaólympíunefndarinnar og var hún kynnt til sögunnar árið 2001. Árið 2007 var ákveðið að koma á fót Ólympíuleikum ungmenna og fóru fyrstu sumarleikarnir fram árið 2010 í Singapore og 2014 fóru sumarleikarnir fram í Nanjing í Kína.
Ólympíuleikar Sund Mest lesið Olga ætlar ekki í slag við Willum Sport „Hugur minn er bara hjá henni“ Íslenski boltinn Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Fótbolti Neymar fór grátandi af velli Fótbolti Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Íslenski boltinn Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Enski boltinn Rekinn út af eftir 36 sekúndur Handbolti Aubameyang syrgir fallinn félaga Fótbolti Dagskráin í dag: Hvað gerir Man United? Sport Veltu fyrir sér hvort það hafi verið rétt að taka Rashford af velli Fótbolti Fleiri fréttir Eygló Fanndal Evrópumeistari Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Rekinn út af eftir 36 sekúndur Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn „Ég er alltaf stressuð“ Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Vonast til að gera íslensku þjóðina stolta Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Olga ætlar ekki í slag við Willum Veltu fyrir sér hvort það hafi verið rétt að taka Rashford af velli Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ Dagskráin í dag: Hvað gerir Man United? Aubameyang syrgir fallinn félaga „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ „Þetta var skrýtinn leikur“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ Newcastle upp í þriðja sætið „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Sjá meira