Höfuðhögg frekar en heilahristingur sem valda heilakvilla Kjartan Kjartansson skrifar 19. janúar 2018 11:33 Ítrekuð höfuðhögg geta leitt til heilahrörnunarsjúkdómsins CTE. Hann hefur dregið ruðningsmenn í Bandaríkjunum til dauða. Vísir/Getty Bandarískir vísindamenn hafa komist að þeirri niðurstöðu að það séu höfuðhögg frekar en heilahristingur sem orsaka svonefndan heilakvilla sem hrjáir suma ruðningsleikmenn, knattspyrnumenn og aðrir íþróttamenn sem verða fyrir ítrekuðum höggum á ferlinum. Mikið hefur verið rætt um svonefndan CTE-heilakvilla í tengslum við bandarísku ruðningsíþróttina. Ruðningsmenn hafa látist fyrir aldur fram vegna taugahrörnunar sem tengd hefur verið við höfuðhögg. Í fyrstu var talið líklegt að heilahristingur ylli kvillanum. Einkenni CTE geta verið minnistap, kvíði, þunglyndi, aukin árásarhneigð og erfiðleikar með að stjórna hvötum, sjálfsvígshugsanir og vitglöp. NFL-ruðningsdeildin í Bandaríkjunum hefur verið sökuð um að fela áhrif höfuðhögga á leikmenn og neyddist til að greiða þúsundum þeirra milljarða dollara. Ný rannsókn vísindamanna læknaskóla Boston-háskóla leiðir hins vegar annað í ljós. Höfuðhöggin séu orsakavaldurinn. „Heilahristingurinn skiptir í raun engu til að kveikja CTE. Það er raunverulega höggið sem telur,“ segir Lee Goldstein, aðstoðarprófessor við skólann og einn höfunda rannsóknarinnar, við Washington Post.Halda áfram eftir vægari höfuðhöggGoldstein telur niðurstöðurnar skýra hvers vegna fimmtungur íþróttamanna sem þjást af CTE hefur aldrei verið greindur með heilahristing. Áherslan á heilahristing verði til þess að litið sé fram hjá skaðanum sem þeir sem fá ítrekuð vægari höfuðhögg verði fyrir. „Það eru margir leikmenn sem verða fyrir höggi, slasast og fá ekki hjálp vegna þess að það er ljóst að höggin hafi ekki náð alvarleika heilahristings. Heilinn á þeim er ekki í góðu ástandi og þeir halda áfram og fá annað högg og enn annað,“ segir Goldstein. Það eru ekki aðeins íþróttamenn og hermenn sem eru í hættu af þessum sökum að mati Goldstein heldur fólk almennt, ekki síst fórnarlömb heimilisofbeldis, fangar og heimilislausir. NFL Tengdar fréttir UEFA rannsakar tengsl á milli fótbolta og heilabilunar Eins og Vísir greindi frá í gær þá hafa fundist vísbendingar um að knattspyrnumenn sem skalla boltann mikið geti glímt við heilabilun síðar um ævina. 16. febrúar 2017 15:45 Heilaskaði algengur meðal NFL-leikmanna Ný rannsókn gefur til kynna að fjölmargir NFL-leikmenn verði fyrir heilaskaða. 26. júlí 2017 23:30 Yfirvöld staðfesta sjálfsvíg | Heili Hernandez gefinn til rannsóknar Yfirvöld í Massachusettes-fylki hafa staðfest að ekki sé vafi á því að Aaron Hernandez hafi svipt sig lífi. Lögfræðingar hans höfðu lýst yfir efasemdum um að það væri satt. 21. apríl 2017 15:45 NFL-leikmaður glímir við minnistap Leikmenn í NFL-deildinni eiga það á hættu að glíma við margskonar vandamál er ferli þeirra lýkur þar sem íþróttin er það hörð og fáir labba óskaddaðir út um dyrnar hjá deildinni. 27. apríl 2017 16:30 Ætlar að gefa heilann til rannsókna Fyrrum NFL-leikmaðurinn Warren Sapp tilkynnti í gær að hann myndi gefa heilann sinn til rannsókna er hann deyr. Hann óttast að vera með CTE. 21. júní 2017 20:15 Heili Hernandez var illa skaddaður Rannsóknir á heila morðingjans Aaron Hernandez, fyrrum leikmanni New England Patriots, hafa leitt í ljós miklar skemmdir á heilanum. Hann var með CTE eins og svo margir aðrir leikmenn deildarinnar. 21. september 2017 21:30 Knattspyrnumenn geta orðið fyrir sama heilaskaða og leikmenn í NFL Í fyrsta sinn er búið að gera rannsókn á því hvort að knattspyrnumenn geti orðið fyrir heilaskaða af því að skalla boltann í áratugi. 15. febrúar 2017 10:45 Mest lesið Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Sjá meira
Bandarískir vísindamenn hafa komist að þeirri niðurstöðu að það séu höfuðhögg frekar en heilahristingur sem orsaka svonefndan heilakvilla sem hrjáir suma ruðningsleikmenn, knattspyrnumenn og aðrir íþróttamenn sem verða fyrir ítrekuðum höggum á ferlinum. Mikið hefur verið rætt um svonefndan CTE-heilakvilla í tengslum við bandarísku ruðningsíþróttina. Ruðningsmenn hafa látist fyrir aldur fram vegna taugahrörnunar sem tengd hefur verið við höfuðhögg. Í fyrstu var talið líklegt að heilahristingur ylli kvillanum. Einkenni CTE geta verið minnistap, kvíði, þunglyndi, aukin árásarhneigð og erfiðleikar með að stjórna hvötum, sjálfsvígshugsanir og vitglöp. NFL-ruðningsdeildin í Bandaríkjunum hefur verið sökuð um að fela áhrif höfuðhögga á leikmenn og neyddist til að greiða þúsundum þeirra milljarða dollara. Ný rannsókn vísindamanna læknaskóla Boston-háskóla leiðir hins vegar annað í ljós. Höfuðhöggin séu orsakavaldurinn. „Heilahristingurinn skiptir í raun engu til að kveikja CTE. Það er raunverulega höggið sem telur,“ segir Lee Goldstein, aðstoðarprófessor við skólann og einn höfunda rannsóknarinnar, við Washington Post.Halda áfram eftir vægari höfuðhöggGoldstein telur niðurstöðurnar skýra hvers vegna fimmtungur íþróttamanna sem þjást af CTE hefur aldrei verið greindur með heilahristing. Áherslan á heilahristing verði til þess að litið sé fram hjá skaðanum sem þeir sem fá ítrekuð vægari höfuðhögg verði fyrir. „Það eru margir leikmenn sem verða fyrir höggi, slasast og fá ekki hjálp vegna þess að það er ljóst að höggin hafi ekki náð alvarleika heilahristings. Heilinn á þeim er ekki í góðu ástandi og þeir halda áfram og fá annað högg og enn annað,“ segir Goldstein. Það eru ekki aðeins íþróttamenn og hermenn sem eru í hættu af þessum sökum að mati Goldstein heldur fólk almennt, ekki síst fórnarlömb heimilisofbeldis, fangar og heimilislausir.
NFL Tengdar fréttir UEFA rannsakar tengsl á milli fótbolta og heilabilunar Eins og Vísir greindi frá í gær þá hafa fundist vísbendingar um að knattspyrnumenn sem skalla boltann mikið geti glímt við heilabilun síðar um ævina. 16. febrúar 2017 15:45 Heilaskaði algengur meðal NFL-leikmanna Ný rannsókn gefur til kynna að fjölmargir NFL-leikmenn verði fyrir heilaskaða. 26. júlí 2017 23:30 Yfirvöld staðfesta sjálfsvíg | Heili Hernandez gefinn til rannsóknar Yfirvöld í Massachusettes-fylki hafa staðfest að ekki sé vafi á því að Aaron Hernandez hafi svipt sig lífi. Lögfræðingar hans höfðu lýst yfir efasemdum um að það væri satt. 21. apríl 2017 15:45 NFL-leikmaður glímir við minnistap Leikmenn í NFL-deildinni eiga það á hættu að glíma við margskonar vandamál er ferli þeirra lýkur þar sem íþróttin er það hörð og fáir labba óskaddaðir út um dyrnar hjá deildinni. 27. apríl 2017 16:30 Ætlar að gefa heilann til rannsókna Fyrrum NFL-leikmaðurinn Warren Sapp tilkynnti í gær að hann myndi gefa heilann sinn til rannsókna er hann deyr. Hann óttast að vera með CTE. 21. júní 2017 20:15 Heili Hernandez var illa skaddaður Rannsóknir á heila morðingjans Aaron Hernandez, fyrrum leikmanni New England Patriots, hafa leitt í ljós miklar skemmdir á heilanum. Hann var með CTE eins og svo margir aðrir leikmenn deildarinnar. 21. september 2017 21:30 Knattspyrnumenn geta orðið fyrir sama heilaskaða og leikmenn í NFL Í fyrsta sinn er búið að gera rannsókn á því hvort að knattspyrnumenn geti orðið fyrir heilaskaða af því að skalla boltann í áratugi. 15. febrúar 2017 10:45 Mest lesið Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Sjá meira
UEFA rannsakar tengsl á milli fótbolta og heilabilunar Eins og Vísir greindi frá í gær þá hafa fundist vísbendingar um að knattspyrnumenn sem skalla boltann mikið geti glímt við heilabilun síðar um ævina. 16. febrúar 2017 15:45
Heilaskaði algengur meðal NFL-leikmanna Ný rannsókn gefur til kynna að fjölmargir NFL-leikmenn verði fyrir heilaskaða. 26. júlí 2017 23:30
Yfirvöld staðfesta sjálfsvíg | Heili Hernandez gefinn til rannsóknar Yfirvöld í Massachusettes-fylki hafa staðfest að ekki sé vafi á því að Aaron Hernandez hafi svipt sig lífi. Lögfræðingar hans höfðu lýst yfir efasemdum um að það væri satt. 21. apríl 2017 15:45
NFL-leikmaður glímir við minnistap Leikmenn í NFL-deildinni eiga það á hættu að glíma við margskonar vandamál er ferli þeirra lýkur þar sem íþróttin er það hörð og fáir labba óskaddaðir út um dyrnar hjá deildinni. 27. apríl 2017 16:30
Ætlar að gefa heilann til rannsókna Fyrrum NFL-leikmaðurinn Warren Sapp tilkynnti í gær að hann myndi gefa heilann sinn til rannsókna er hann deyr. Hann óttast að vera með CTE. 21. júní 2017 20:15
Heili Hernandez var illa skaddaður Rannsóknir á heila morðingjans Aaron Hernandez, fyrrum leikmanni New England Patriots, hafa leitt í ljós miklar skemmdir á heilanum. Hann var með CTE eins og svo margir aðrir leikmenn deildarinnar. 21. september 2017 21:30
Knattspyrnumenn geta orðið fyrir sama heilaskaða og leikmenn í NFL Í fyrsta sinn er búið að gera rannsókn á því hvort að knattspyrnumenn geti orðið fyrir heilaskaða af því að skalla boltann í áratugi. 15. febrúar 2017 10:45