"Parisian Chic" fyrir karla heitir nýjasta lína Balenciaga Ritstjórn skrifar 19. janúar 2018 10:45 Glamour/Skjáskot, Vogue Treystum á Demna Gvasalia, listrænan stjórnanda Balenciaga, til að koma með eitthvað nýtt. Nýjasta línan hans fyrir franska tískuhúsið er einhverskonar millilína fyrir næsta haust, þar sem margt kemur á óvart. Orðið óþægilegt er mögulega rétta orðið til að lýsa línunni þegar maður sér hana fyrst, en frábær stílisering, flott mynstur og ýmsir gullmolar gera það að verkum að línan verður flottari og flottari eftir því sem maður rýnir betur í hana. Demna kallar línuna "Parisian Chic", þar sem hann reynir að sýna frá hinum alvöru franska karlmanni í París. Demna gróf djúpt ofan í sögu og fyrri kvenfatalínur Balenciaga, alveg frá tímum Cristóbal Balenciaga. Frakkasniðið er komið frá kvenmannskápu og köflótta efnið einnig. Mynstrið setur skemmtilegan svip á línuna, og þá sérstaklega í flíspeysunum og jökkunum þegar mörgu er blandað saman. Það kemur einnig á óvart að það eru nánast engir strigaskór sjáanlegir, en Demna hefur verið duglegur að kynna nýjar týpur síðustu ár. Nú er hann með alvöru stígvél og fínni skó, sem munu þá jafnvel taka við af strigaskónum í haust. Stór fylgihlutur í þessari línu er taskan, karlmannstaskan. Sá fylgihlutur hefur verið umdeildur, en einnig kynnir Demna til leiks stóra leðurpoka en einnig fínni og minni töskur með gullkeðjum. Demna er mikill frumkvöðull í heimi tískunnar um þessar mundir. Hann er mikill húmoristi, og reynir mikið að gera grín og gera það ljóta að flottu. Fólk bíður gjarnan í röðum eftir fatnaði frá honum og á það við bæði um karla og konur. Stíliseringin og myndatakan er að sjálfsögðu snilld. Demna notaði ekki hefðbunda tískusýningu til að sýna línuna, heldur tók myndirnar á götum Parísar. Sýning Vetements verður síðan haldin á morgun, en það er fatamerki sem Demna byrjaði með áður en hann tók við Balenciaga. Það verður fróðlegt að sjá hverju hann tekur upp á þar. Hér fyrir neðan eru fleiri myndir frá línunni. Mest lesið Nýjasta undirfatafyrirsæta Calvin Klein er 73 ára Glamour Fjölbreytileikinn allsráðandi hjá H&M Glamour Best klæddu stjörnurnar á MTV EMA hátíðinni Glamour Airwaves: götutíska og gleði í Hörpu Glamour Elísabet Bretadrottning sendir leynileg merki með handtösku sinni Glamour 6 regnkápur fyrir helgina Glamour Gamli góði rykfrakkinn Glamour Ísland í aðalhlutverki í jólalínu Ikea Glamour Raunveruleikaþættirnir „My Super Sweet 16“ endurlífgaðir Glamour Natalie Portman fékk þrefalt lægri laun en Ashton Kutcher Glamour
Treystum á Demna Gvasalia, listrænan stjórnanda Balenciaga, til að koma með eitthvað nýtt. Nýjasta línan hans fyrir franska tískuhúsið er einhverskonar millilína fyrir næsta haust, þar sem margt kemur á óvart. Orðið óþægilegt er mögulega rétta orðið til að lýsa línunni þegar maður sér hana fyrst, en frábær stílisering, flott mynstur og ýmsir gullmolar gera það að verkum að línan verður flottari og flottari eftir því sem maður rýnir betur í hana. Demna kallar línuna "Parisian Chic", þar sem hann reynir að sýna frá hinum alvöru franska karlmanni í París. Demna gróf djúpt ofan í sögu og fyrri kvenfatalínur Balenciaga, alveg frá tímum Cristóbal Balenciaga. Frakkasniðið er komið frá kvenmannskápu og köflótta efnið einnig. Mynstrið setur skemmtilegan svip á línuna, og þá sérstaklega í flíspeysunum og jökkunum þegar mörgu er blandað saman. Það kemur einnig á óvart að það eru nánast engir strigaskór sjáanlegir, en Demna hefur verið duglegur að kynna nýjar týpur síðustu ár. Nú er hann með alvöru stígvél og fínni skó, sem munu þá jafnvel taka við af strigaskónum í haust. Stór fylgihlutur í þessari línu er taskan, karlmannstaskan. Sá fylgihlutur hefur verið umdeildur, en einnig kynnir Demna til leiks stóra leðurpoka en einnig fínni og minni töskur með gullkeðjum. Demna er mikill frumkvöðull í heimi tískunnar um þessar mundir. Hann er mikill húmoristi, og reynir mikið að gera grín og gera það ljóta að flottu. Fólk bíður gjarnan í röðum eftir fatnaði frá honum og á það við bæði um karla og konur. Stíliseringin og myndatakan er að sjálfsögðu snilld. Demna notaði ekki hefðbunda tískusýningu til að sýna línuna, heldur tók myndirnar á götum Parísar. Sýning Vetements verður síðan haldin á morgun, en það er fatamerki sem Demna byrjaði með áður en hann tók við Balenciaga. Það verður fróðlegt að sjá hverju hann tekur upp á þar. Hér fyrir neðan eru fleiri myndir frá línunni.
Mest lesið Nýjasta undirfatafyrirsæta Calvin Klein er 73 ára Glamour Fjölbreytileikinn allsráðandi hjá H&M Glamour Best klæddu stjörnurnar á MTV EMA hátíðinni Glamour Airwaves: götutíska og gleði í Hörpu Glamour Elísabet Bretadrottning sendir leynileg merki með handtösku sinni Glamour 6 regnkápur fyrir helgina Glamour Gamli góði rykfrakkinn Glamour Ísland í aðalhlutverki í jólalínu Ikea Glamour Raunveruleikaþættirnir „My Super Sweet 16“ endurlífgaðir Glamour Natalie Portman fékk þrefalt lægri laun en Ashton Kutcher Glamour