Páfi hvetur ríki heimsins til að skella ekki í lás Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 19. janúar 2018 07:00 Fjölmenni sótti messu Frans páfa í Iquique í Chile í gær. Nordicphotos/AFP Það sæmir ekki kristnum mönnum að loka landamærunum fyrir innflytjendum og ríki heims ættu að bjóða innflytjendur, sem margir hafa þurft að þola fátækt, óréttlæti og kúgun, velkomna. Þetta sagði Frans páfi í chilesku borginni Iquique í gær á sínum síðasta degi í Chile áður en hann hélt til Perú. „Það er engin kristin gleði fólgin í því að skella í lás. Það ríkir engin kristin hamingja þegar öðrum líður eins og þeir séu óvelkomnir, þegar þeim er ekki gefið pláss,“ sagði páfi og bætti við: „Grátur hinna fátæku er eins konar bæn. Hann opnar hjörtu okkur og fær okkur til að hlusta.“ Frá því Frans varð páfi fyrir nærri fimm árum hefur hann ítrekað beitt sér í þágu fátækra innflytjenda, flóttamanna og hælisleitenda. Með vaxandi straumi flóttamanna hefur páfi styrkst í afstöðu sinni á meðan þjóðernishyggjuflokkar, sem flestir berjast fyrir hertri landamæragæslu, spretta upp víða um heim. Til að mynda vann Valkostur fyrir Þýskaland (AfD) stóran kosningasigur í þingkosningum síðasta árs, svo ekki sé minnst á afstöðu Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna. Um 50.000 manns voru viðstaddir messu páfa í Iquique og hvatti hann alla sem hlustuðu til þess að vera vel á verði og fylgjast með þegar upp kæmist um óréttlæti og kúgun sem flóttamenn og fátækir sæta í heiminum. Til að mynda þegar einhver hagnast á flóttamönnum með óeðlilegum hætti. Mun færri innflytjendur búa í Chile en í öðrum stórum ríkjum Suður-Ameríku. Hins vegar virðist fjöldi innflytjenda vera að aukast en stöðugleiki í efnahagsmálum og stjórnmálum frá því einræði Pinochet-stjórnarinnar lauk 1990 þykir gera landið að aðlaðandi áfangastað. Nýleg bylgja innflytjenda frá til að mynda Haítí og Venesúela hefur kynt undir þjóðernishyggju í Chile, að því er Reuters greinir frá. Hvergi býr hærra hlutfall innflytjenda í landinu en í borginni Iquique. Þangað hafa innflytjendur frá Perú, Argentínu, Ekvador og Bólivíu flykkst vegna tækifæra í byggingariðnaði, þjónustu og námagreftri í borginni. Argentína Birtist í Fréttablaðinu Chile Venesúela Mest lesið „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent Rýmt verður í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Landið mest allt gult í dag Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Fleiri fréttir Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku TikTok bann í Bandaríkjunum Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Sjá meira
Það sæmir ekki kristnum mönnum að loka landamærunum fyrir innflytjendum og ríki heims ættu að bjóða innflytjendur, sem margir hafa þurft að þola fátækt, óréttlæti og kúgun, velkomna. Þetta sagði Frans páfi í chilesku borginni Iquique í gær á sínum síðasta degi í Chile áður en hann hélt til Perú. „Það er engin kristin gleði fólgin í því að skella í lás. Það ríkir engin kristin hamingja þegar öðrum líður eins og þeir séu óvelkomnir, þegar þeim er ekki gefið pláss,“ sagði páfi og bætti við: „Grátur hinna fátæku er eins konar bæn. Hann opnar hjörtu okkur og fær okkur til að hlusta.“ Frá því Frans varð páfi fyrir nærri fimm árum hefur hann ítrekað beitt sér í þágu fátækra innflytjenda, flóttamanna og hælisleitenda. Með vaxandi straumi flóttamanna hefur páfi styrkst í afstöðu sinni á meðan þjóðernishyggjuflokkar, sem flestir berjast fyrir hertri landamæragæslu, spretta upp víða um heim. Til að mynda vann Valkostur fyrir Þýskaland (AfD) stóran kosningasigur í þingkosningum síðasta árs, svo ekki sé minnst á afstöðu Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna. Um 50.000 manns voru viðstaddir messu páfa í Iquique og hvatti hann alla sem hlustuðu til þess að vera vel á verði og fylgjast með þegar upp kæmist um óréttlæti og kúgun sem flóttamenn og fátækir sæta í heiminum. Til að mynda þegar einhver hagnast á flóttamönnum með óeðlilegum hætti. Mun færri innflytjendur búa í Chile en í öðrum stórum ríkjum Suður-Ameríku. Hins vegar virðist fjöldi innflytjenda vera að aukast en stöðugleiki í efnahagsmálum og stjórnmálum frá því einræði Pinochet-stjórnarinnar lauk 1990 þykir gera landið að aðlaðandi áfangastað. Nýleg bylgja innflytjenda frá til að mynda Haítí og Venesúela hefur kynt undir þjóðernishyggju í Chile, að því er Reuters greinir frá. Hvergi býr hærra hlutfall innflytjenda í landinu en í borginni Iquique. Þangað hafa innflytjendur frá Perú, Argentínu, Ekvador og Bólivíu flykkst vegna tækifæra í byggingariðnaði, þjónustu og námagreftri í borginni.
Argentína Birtist í Fréttablaðinu Chile Venesúela Mest lesið „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent Rýmt verður í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Landið mest allt gult í dag Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Fleiri fréttir Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku TikTok bann í Bandaríkjunum Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Sjá meira