Mögulega um saknæmt athæfi að ræða varðandi horfin sönnunargögn Heimir Már Pétursson skrifar 17. janúar 2018 19:26 Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu segir alvarlegt að munir og sönnunargögn í tveimur sakamálum hafi glatast í vörslu lögreglunnar. Verið sé að endurskoða verkferla og hugsanlega sé um saknæmt athæfi að ræða. Þingflokksformaður Pírata segir mikilvægt að lögregla ætli að endurskoða vinnubrögð sín og birta reglur opinberlega. Dómsmálaráðherra, ríkissaksóknari, ríkislögreglustjóri og lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu sátu fyrir svörum hjá allsherjar og menntamálanefnd Alþingis í dag um vörslu muna og sönnunargagna í sakamálum. Tilefnið er tvö sakamál, annars vegar mál Robert Downey og hins vegar Strawbery's málið svokallaða þar sem munir í vörslu lögreglunnar hurfu. Í ljós kom þegar ung kona hugðist leggja fram nýja kæru á hendur Róberti Downey um kynferðislega misnotkun að vasabók hans með um 335 nöfnum ungra kvenna og stúlkna fannst ekki. Upplýst var á fundinum í dag að afrit af vasabókinni hefði síðan komið í leitirnar. Sigríður Björk Guðjónsdóttir lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu segir hins vegar að hvorki tangur né tetur af poka með skartgripum sem haldlagður var við húsleit í máli næturklúbbsins Strawberry's í október 2013 hafi komið í leitirnar. „Þessir munir hafa ekki komið í leitirnar þrátt fyrir ítarlega leit. Þetta hefur verið skoðað innan lögreglustjóra embættisins með eins ítarlegum hætti og mögulegt er,“ segir Sigríður Björk. Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu segir þetta litið mjög alvarlegum augum innan embættisins. Hlutirnir séu nefndir í skýrslu en skili sér ekki í munageymslu og því ljóst að verklagsferlum hafi ekki verið fylgt. „Það gerast mistök eins og í því máli sem við erum að skoða núna. Eða hugsanleg refsiverð háttsemi. Það er verið að rannsaka það af fullum þunga og af mikilli alvöru,“ segir Sigríður Björk. Því sé verið að endurskoða allar verklagsreglur og ferla. Píratar höfðu frumkvæði að opnum fundi allsherjar- og menntamálanefndar í dag og er Þórhildur Sunnar Ævarsdóttir þingflokksformaður ánægð með fundinn. „Mér fannst mjög jákvætt að heyra hjá lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu að Strawberry's málið sé enn tekið föstum tökum og það standi til að rannsaka það til hlítar. Þar að auki fannst mér mjög gott að fá fram að sönnunargögnin sem virtust týnd í máli Önnu Katrínar Snorradóttur gegn Roberti Downey eins og hann heitir núna, sé að einhverju leyti fundin,“ segir Þórhildur Sunnar. Þá sé jákvætt að lögreglan og ríkissaksóknari vinni í að bæta ferla innan embættanna. „Það sem mér finnst mikilvægast alla vega núna gagnvart okkur þingmönnum og almenningi er að birta þessar reglur sem gilda. Þær hafa ekki verið auðveldlega aðgengilegar. Ég hef tekið það út úr þessum fundi að það standi nú til að bæta þar úr,“ segir Þórhildur Sunna Ævarsdóttir. Lögreglumál Mest lesið „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Innlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Erlent Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Innlent Fleiri fréttir Komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sjá meira
Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu segir alvarlegt að munir og sönnunargögn í tveimur sakamálum hafi glatast í vörslu lögreglunnar. Verið sé að endurskoða verkferla og hugsanlega sé um saknæmt athæfi að ræða. Þingflokksformaður Pírata segir mikilvægt að lögregla ætli að endurskoða vinnubrögð sín og birta reglur opinberlega. Dómsmálaráðherra, ríkissaksóknari, ríkislögreglustjóri og lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu sátu fyrir svörum hjá allsherjar og menntamálanefnd Alþingis í dag um vörslu muna og sönnunargagna í sakamálum. Tilefnið er tvö sakamál, annars vegar mál Robert Downey og hins vegar Strawbery's málið svokallaða þar sem munir í vörslu lögreglunnar hurfu. Í ljós kom þegar ung kona hugðist leggja fram nýja kæru á hendur Róberti Downey um kynferðislega misnotkun að vasabók hans með um 335 nöfnum ungra kvenna og stúlkna fannst ekki. Upplýst var á fundinum í dag að afrit af vasabókinni hefði síðan komið í leitirnar. Sigríður Björk Guðjónsdóttir lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu segir hins vegar að hvorki tangur né tetur af poka með skartgripum sem haldlagður var við húsleit í máli næturklúbbsins Strawberry's í október 2013 hafi komið í leitirnar. „Þessir munir hafa ekki komið í leitirnar þrátt fyrir ítarlega leit. Þetta hefur verið skoðað innan lögreglustjóra embættisins með eins ítarlegum hætti og mögulegt er,“ segir Sigríður Björk. Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu segir þetta litið mjög alvarlegum augum innan embættisins. Hlutirnir séu nefndir í skýrslu en skili sér ekki í munageymslu og því ljóst að verklagsferlum hafi ekki verið fylgt. „Það gerast mistök eins og í því máli sem við erum að skoða núna. Eða hugsanleg refsiverð háttsemi. Það er verið að rannsaka það af fullum þunga og af mikilli alvöru,“ segir Sigríður Björk. Því sé verið að endurskoða allar verklagsreglur og ferla. Píratar höfðu frumkvæði að opnum fundi allsherjar- og menntamálanefndar í dag og er Þórhildur Sunnar Ævarsdóttir þingflokksformaður ánægð með fundinn. „Mér fannst mjög jákvætt að heyra hjá lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu að Strawberry's málið sé enn tekið föstum tökum og það standi til að rannsaka það til hlítar. Þar að auki fannst mér mjög gott að fá fram að sönnunargögnin sem virtust týnd í máli Önnu Katrínar Snorradóttur gegn Roberti Downey eins og hann heitir núna, sé að einhverju leyti fundin,“ segir Þórhildur Sunnar. Þá sé jákvætt að lögreglan og ríkissaksóknari vinni í að bæta ferla innan embættanna. „Það sem mér finnst mikilvægast alla vega núna gagnvart okkur þingmönnum og almenningi er að birta þessar reglur sem gilda. Þær hafa ekki verið auðveldlega aðgengilegar. Ég hef tekið það út úr þessum fundi að það standi nú til að bæta þar úr,“ segir Þórhildur Sunna Ævarsdóttir.
Lögreglumál Mest lesið „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Innlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Erlent Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Innlent Fleiri fréttir Komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sjá meira