Tískuheimurinn titrar vegna ásakana á hendur stjörnuljósmyndara Ritstjórn skrifar 16. janúar 2018 20:00 Bruce Weber og Mario Testino. Glamour/Getty Tískuheimurinn er titrandi vegna nýjustu fregna af stjörnuljósmyndurunum Bruce Weber og Mario Testino en báðir hafa verið sakaðir um kynferðislega áreitni. The New York Times var með ítarlega umfjöllun um ljósmyndarana tvo þar sem 15 karlkyns fyrirsætur saka Weber um kynferðislega áreitni og 13 karlkynsfyrirsætur og aðstoðarmenn saka Testino um kynferðislega áreitni á tökustöðum. Það er óhætt að segja að þessar ásakanir sem koma fram í tengslum við #metoo byltinguna sé mikill skellur fyrir tískuheiminn þar sem þeir Weber og Testino eru áhrifamiklir. Báðir hafa þeir unnið fyrir alla helstu titla tískutímarita, meðal annars Vogue en Testino skaut meðal annars nýjustu forsíðu bandaríska Vogue með Serenu Williams. Þá hafa þeir unnið fyrir öll helstu tískuhúsin á borð við Calvin Klein, Burberry, Ralph Lauren, Abercrombie&Fitch, Versace, Esteé Lauder og Chanel. Útgáfurisinn Condé Nast, sem meðal annars gefur út Glamour, Vogue, GQ og Vanity Fair, hefur gefið út yfirlýsingu þar sem þau segjast finna til með fórnarlömbunum og ætla sér hvorki að vinna með Weber né Testino „í nánustu framtíð.“ Fyrirtækin Burberry, Michael Kors og Stuart Weitzman hafa einnig gefið út yfirlýsingar þess efnis að þau munu rifta samningum við ljósmyndarana enda sé "núll þolinmæði fyrir svona löguðu". Testino heilsar upp á Vilhjálm Bretaprins. Mario Testino hefur verið sérlegur hirðljósmyndari bresku konungsfjölskyldunnar og tekið fjölmargar frægar myndir af þeim í gegnum tíðina eins og trúlofunarmyndir af Vilhjálmi og Katrínu. Þá tók hann frægar myndir af Díönu prinsessu rétt áður en hún lést. Það var því búist við því að hann væri fyrstur á lista til að mynda brúðkaup þeirra Harry og Meghan Markle í vor. Sögusagnir eru nú um að búið sé að strika Testino alfarið af þeim lista. Ljósmyndararnir eru meðal annars sakaðir um kynferðislega tilburði á tökustöðum eins og káf og snertingar á ósæmilegum stöðum og sjálfsfróun fyrir framan samstarfsfólk. Margir hafa beðið eftir yfirlýsingum frá fólki sem starfar innan tískuheimsins í anda #metoo byltingarinnar. Stuttu eftir að upp komst um Harvey Weinstein var til dæmis ljósmyndarinn Terry Richardson, sem hefur verið sakaður um kynferðislega áreitni, komin á bannlista hjá Condé Nast. Mario Testino og Bruce Weber hafa báðir neitað þessum ásökunum og sá fyrrnefndi sendi út yfirlýsingu í gegnum lögfræðinginn sinn þar sem meðal annars kom fram að „meint fórnarlömb væru ekki áreiðanlegar heimildir“ og setti spurningarmerki við geðheilsu þeirra. Ljósmyndun MeToo Mest lesið Eru konur að fresta barneignum of lengi? Glamour Dekraðu við húðina í sumarfríinu Glamour Kraftgallinn er kominn aftur Glamour Fyrsti Íslendingurinn sem Cindy Crawford hittir Glamour Tískufyrirmynd fagnar afmæli Glamour Cartier fæst aftur á Íslandi Glamour Vorlína Victoriu 2016 Glamour Bleik lína Lindex styður baráttuna gegn brjóstakrabbameini Glamour Arket frá H&M lofar góðu Glamour Anna Wintour varð amma um helgina Glamour
Tískuheimurinn er titrandi vegna nýjustu fregna af stjörnuljósmyndurunum Bruce Weber og Mario Testino en báðir hafa verið sakaðir um kynferðislega áreitni. The New York Times var með ítarlega umfjöllun um ljósmyndarana tvo þar sem 15 karlkyns fyrirsætur saka Weber um kynferðislega áreitni og 13 karlkynsfyrirsætur og aðstoðarmenn saka Testino um kynferðislega áreitni á tökustöðum. Það er óhætt að segja að þessar ásakanir sem koma fram í tengslum við #metoo byltinguna sé mikill skellur fyrir tískuheiminn þar sem þeir Weber og Testino eru áhrifamiklir. Báðir hafa þeir unnið fyrir alla helstu titla tískutímarita, meðal annars Vogue en Testino skaut meðal annars nýjustu forsíðu bandaríska Vogue með Serenu Williams. Þá hafa þeir unnið fyrir öll helstu tískuhúsin á borð við Calvin Klein, Burberry, Ralph Lauren, Abercrombie&Fitch, Versace, Esteé Lauder og Chanel. Útgáfurisinn Condé Nast, sem meðal annars gefur út Glamour, Vogue, GQ og Vanity Fair, hefur gefið út yfirlýsingu þar sem þau segjast finna til með fórnarlömbunum og ætla sér hvorki að vinna með Weber né Testino „í nánustu framtíð.“ Fyrirtækin Burberry, Michael Kors og Stuart Weitzman hafa einnig gefið út yfirlýsingar þess efnis að þau munu rifta samningum við ljósmyndarana enda sé "núll þolinmæði fyrir svona löguðu". Testino heilsar upp á Vilhjálm Bretaprins. Mario Testino hefur verið sérlegur hirðljósmyndari bresku konungsfjölskyldunnar og tekið fjölmargar frægar myndir af þeim í gegnum tíðina eins og trúlofunarmyndir af Vilhjálmi og Katrínu. Þá tók hann frægar myndir af Díönu prinsessu rétt áður en hún lést. Það var því búist við því að hann væri fyrstur á lista til að mynda brúðkaup þeirra Harry og Meghan Markle í vor. Sögusagnir eru nú um að búið sé að strika Testino alfarið af þeim lista. Ljósmyndararnir eru meðal annars sakaðir um kynferðislega tilburði á tökustöðum eins og káf og snertingar á ósæmilegum stöðum og sjálfsfróun fyrir framan samstarfsfólk. Margir hafa beðið eftir yfirlýsingum frá fólki sem starfar innan tískuheimsins í anda #metoo byltingarinnar. Stuttu eftir að upp komst um Harvey Weinstein var til dæmis ljósmyndarinn Terry Richardson, sem hefur verið sakaður um kynferðislega áreitni, komin á bannlista hjá Condé Nast. Mario Testino og Bruce Weber hafa báðir neitað þessum ásökunum og sá fyrrnefndi sendi út yfirlýsingu í gegnum lögfræðinginn sinn þar sem meðal annars kom fram að „meint fórnarlömb væru ekki áreiðanlegar heimildir“ og setti spurningarmerki við geðheilsu þeirra.
Ljósmyndun MeToo Mest lesið Eru konur að fresta barneignum of lengi? Glamour Dekraðu við húðina í sumarfríinu Glamour Kraftgallinn er kominn aftur Glamour Fyrsti Íslendingurinn sem Cindy Crawford hittir Glamour Tískufyrirmynd fagnar afmæli Glamour Cartier fæst aftur á Íslandi Glamour Vorlína Victoriu 2016 Glamour Bleik lína Lindex styður baráttuna gegn brjóstakrabbameini Glamour Arket frá H&M lofar góðu Glamour Anna Wintour varð amma um helgina Glamour