Viktor Karl Einarsson, miðjumaður AZ Alkmaar, er nú á reynslu hjá norska úrvalsdeildarliðinu, Tromsø. Þessu greinir bæjarvefurinn í Tromsø frá.
Eins og Vísir greindi frá í nóvember hugsar Viktor sér til hreyfings frá AZ Alkmaar þar sem hann hefur ekki náð að brjóta sér inn í aðalliðið þrátt fyrir góða frammistöðu í varaliðinu.
„Hann er íslenskur U21-árs landsliðsmaður og er miðjumaður. Hann er leikmaður AZ og hefur verið síðan hann var 16 ára,” sagði yfirmaður knattspyrnumála hjá Tromsø, Svein-Morten Johansen.
Sjá einnig:Viktor Karl yfirgefur AZ Alkmaar
„Viktor er með sama umboðsmann og Aron (Sigurðarson, leikmaður Tromsø). Við höfum reynt að fylgjast með honum, en það hefur verið erfitt þar sem hann hefur ekki spilað marga leiki.”
„Við höfum séð hann með U21 og á myndbandi, en þessi vika snýst fyrst og fremst um það að sjá hvernig hann virkar í okkar umhverfi.”
Aðspurður um hvernig samningastaða Tromsø gagnvart AZ Alkmaar væri ef Viktor stæði sig hjá félaginu svaraði Svein-Morten:
„Hann er með samning við AZ, en við gætum fundið lausn á því og fengið hann frítt,” sagði Svein-Morten.
Viktor Karl æfir með Tromsø
Anton Ingi Leifsson skrifar

Mest lesið

Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa
Íslenski boltinn


Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika
Körfubolti

Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“
Íslenski boltinn

Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir
Íslenski boltinn



Haaland flúði Manchester borg
Enski boltinn

