Brýn þörf fyrir neyslurými í Reykjavík Þorbjörn Þórðarson skrifar 15. janúar 2018 19:15 Hjúkrunarfræðingar sem hafa unnið með vímuefnaneytendum sem sprauta sig segja brýnt að opnað verði neyslurými í Reykjavík til að þjónusta þennan jaðarsetta hóp. Mjög góð reynsla er af neyslurýmum erlendis og dauðsföll vegna ofnotkunar þekkjast ekki í slíkum rýmum. SÁÁ og Rauði krossinn á Íslandi áætla að það séu 450-500 einstaklingar sem neyta vímuefna í æð sem eru í virkri neyslu en langflestir þeirra eru á höfuðborgarsvæðinu. Neyð þessa jaðarsetta hóps er mikil en Frú Ragnheiður, skaðaminnkandi verkefni Rauða krossins, hefur lyft grettistaki í þjónustu við þessa einstaklinga.Neysla í öruggu umhverfi Hjúkrunarfræðingarnir Þórunn Hanna Ragnarsdóttir og Edda Rún Kjartansdóttir skrifuðu lokaritgerðina sína í hjúkrunarfræði um neyslurými en þær hafa unnið sem sjálfboðaliðar hjá Frú Ragnheiði „Neyslurými er lagalega verndað umhverfi þar sem einstaklingar sem neyta vímuefna um æð geta komið og neytt vímuefna við öruggar og hreinar aðstæður undir handleiðslu heilbrigðisstarfsfólks eða annars sérhæfðs starfsfólks,“ segir Edda Rún. Árið 2016 voru 74 virk neyslurými í evrópskum borgum. Þá hafa slík rými verið opnuð í Kanada og í Ástralíu. Edda og Þórunn skoðuðu tvö neyslurými í Kaupmannahöfn í tengslum við ritgerðarskrifin. „Reynsla Dana er mjög jákvæð og það er auðséð að samfélagið hefur aðlagast neyslurýmunum og öfugt. Það er gott samstarf við lögreglu sem er mjög mikilvægt en lögreglan er helsti tilvísunaraðilinn á neyslurýmin. Það er gott fyrir lögregluna að geta vísað einstaklingunum eitthvað áfram,“ segir Þórunn Hanna.Sprautunálar á víðavangi stöðugt vandamál Leit að sprautunálum í Google skilar 5.770 niðurstöðum. Í mörgum tilvikum er um að ræða fréttir um sprautunálar sem fundust á víðavangi hér á landi en það virðist vera nær stöðugt umfjöllunarefni íslenskra fjölmiðla. Ef opnuð yrðu neyslurými í Reykjavík hefðu einstaklingar sem neyta vímuefna í æð öruggt athvarf og nálum þeirra yrði fargað jafnóðum. Það myndi jafnframt draga úr nýgengi blóðborinna sjúkdóma eins og HIV meðal þeirra sem neyta vímuefna í æð. „Það þarf að opna neyslurými þar sem ofskömmtunarfaraldrar eru. Hér á landi deyja 12-13 í vímuefnaneyslu árlega. Í fyrra létust 25 einstaklingar vegna efnaeitrana eða vímuefnaneyslu. Þar af sautján vegna ópíóða. Það sýnir okkur hvað þörfin er mikil,“ segir Þórunn Hanna. Heilbrigðismál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Fleiri fréttir Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík Sjá meira
Hjúkrunarfræðingar sem hafa unnið með vímuefnaneytendum sem sprauta sig segja brýnt að opnað verði neyslurými í Reykjavík til að þjónusta þennan jaðarsetta hóp. Mjög góð reynsla er af neyslurýmum erlendis og dauðsföll vegna ofnotkunar þekkjast ekki í slíkum rýmum. SÁÁ og Rauði krossinn á Íslandi áætla að það séu 450-500 einstaklingar sem neyta vímuefna í æð sem eru í virkri neyslu en langflestir þeirra eru á höfuðborgarsvæðinu. Neyð þessa jaðarsetta hóps er mikil en Frú Ragnheiður, skaðaminnkandi verkefni Rauða krossins, hefur lyft grettistaki í þjónustu við þessa einstaklinga.Neysla í öruggu umhverfi Hjúkrunarfræðingarnir Þórunn Hanna Ragnarsdóttir og Edda Rún Kjartansdóttir skrifuðu lokaritgerðina sína í hjúkrunarfræði um neyslurými en þær hafa unnið sem sjálfboðaliðar hjá Frú Ragnheiði „Neyslurými er lagalega verndað umhverfi þar sem einstaklingar sem neyta vímuefna um æð geta komið og neytt vímuefna við öruggar og hreinar aðstæður undir handleiðslu heilbrigðisstarfsfólks eða annars sérhæfðs starfsfólks,“ segir Edda Rún. Árið 2016 voru 74 virk neyslurými í evrópskum borgum. Þá hafa slík rými verið opnuð í Kanada og í Ástralíu. Edda og Þórunn skoðuðu tvö neyslurými í Kaupmannahöfn í tengslum við ritgerðarskrifin. „Reynsla Dana er mjög jákvæð og það er auðséð að samfélagið hefur aðlagast neyslurýmunum og öfugt. Það er gott samstarf við lögreglu sem er mjög mikilvægt en lögreglan er helsti tilvísunaraðilinn á neyslurýmin. Það er gott fyrir lögregluna að geta vísað einstaklingunum eitthvað áfram,“ segir Þórunn Hanna.Sprautunálar á víðavangi stöðugt vandamál Leit að sprautunálum í Google skilar 5.770 niðurstöðum. Í mörgum tilvikum er um að ræða fréttir um sprautunálar sem fundust á víðavangi hér á landi en það virðist vera nær stöðugt umfjöllunarefni íslenskra fjölmiðla. Ef opnuð yrðu neyslurými í Reykjavík hefðu einstaklingar sem neyta vímuefna í æð öruggt athvarf og nálum þeirra yrði fargað jafnóðum. Það myndi jafnframt draga úr nýgengi blóðborinna sjúkdóma eins og HIV meðal þeirra sem neyta vímuefna í æð. „Það þarf að opna neyslurými þar sem ofskömmtunarfaraldrar eru. Hér á landi deyja 12-13 í vímuefnaneyslu árlega. Í fyrra létust 25 einstaklingar vegna efnaeitrana eða vímuefnaneyslu. Þar af sautján vegna ópíóða. Það sýnir okkur hvað þörfin er mikil,“ segir Þórunn Hanna.
Heilbrigðismál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Fleiri fréttir Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík Sjá meira