Nær ekki endum saman í krabbameinsmeðferð: „Það er mjög dýrt að veikjast á Íslandi“ Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 15. janúar 2018 20:00 Söfnun hefur verið sett af stað fyrir Ölmu Geirdal, 38 ára einstæða móður, sem greindist með brjóstakrabbamein á síðasta ári. Alma Geirdal greindist með brjóstakrabbamein í október á síðasta ári og er nú í lyfjameðferð. Hún er einstæð þriggja barna móðir á lágmarkstekjum og segir að það sé ekki mögulegt fyrir hana að ná endum saman eins og staðan er í dag. Sett hefur verið af stað söfnun fyrir Ölmu, til þess að létta undir fjölskyldunni fjárhagslega í veikindum hennar.Ætlar að sigrast á meininu „Ég var búin að finna fyrir verk í brjóstinu frá því í júlí árið sem ég greinist en engan hnút,“ segir Alma um veikindi sín. Alma var 38 ára þegar hún fékk greininguna í október og var á þeim tíma starfsmaður á sambýli auk þess að starfa sem ljósmyndari og uppistandari. Hún segir að greiningin hafi verið óvænt og mikið áfall fyrir fjölskylduna. „Þetta var rosalegt sjokk en ég fann strax kraft, ætlaði að berjast og sigra þetta. Ég ætlaði að standa uppi sem sigurvegari svo það fór meiri kraftur um mig en hræðsla, en ég var samt sár og leið yfir þessu.“ Alma fór í aðgerð þann 15. nóvember þar sem vinstra brjóstið var tekið. „Ég byrjaði síðan í lyfjameðferð mánuði síðar og er búin með tvö skipti af sextán. Þeir tala um að ég klári þetta næsta sumar.“Alma segir erfitt að þurfa að hafa fjárhagsáhyggjur í veikindunum.AðsentÁnægð með meðferðina Börn Ölmu eru 18, 14 og 9 ára og búa þau fjögur á heimilinu. Hún hefur ekki náð að vinna síðan hún fékk greininguna og hafa því fjárhagsvandamál fylgt í kjölfarið. „Ég er á lágmarkslaunum hjá vinnuveitandanum sem duga ekki fyrir neinu. Ég fæ engar aðrar bætur eða neitt svoleiðis og því var söfnunin sett af stað. „Það er erfitt að greinast ungur með krabbamein og það það er ekki auðvelt að veikjast á Íslandi, það er ekki ódýrt. Það er mjög dýrt að veikjast á Íslandi og lítið í boði. Allan lyfjakostnað greiðir maður sjálfur.“ Alma er þó mjög ánægð með þá læknisþjónustu sem hún hefur fengið á Landspítalanum.„Meðferðin er mjög góð hérna á Íslandi.“ Hægt er að leggja söfnuninni lið með því að leggja inn á söfnunarreikninginn 0140-26-064210, kennitala 060979-3759.Uppfært: Alma segir að þegar lyfjakosnaðurinn fari yfir ákveðinn þröskuld þá aðstoði sjúkratryggingar með kostnaðinn, hún sé þó ekki komin upp að því þaki og hafi því ekki enn fengið slíka niðurgreiðslu. Heilbrigðismál Mest lesið Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Innlent Dóra Björt stefnir á formanninn Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Sjá meira
Alma Geirdal greindist með brjóstakrabbamein í október á síðasta ári og er nú í lyfjameðferð. Hún er einstæð þriggja barna móðir á lágmarkstekjum og segir að það sé ekki mögulegt fyrir hana að ná endum saman eins og staðan er í dag. Sett hefur verið af stað söfnun fyrir Ölmu, til þess að létta undir fjölskyldunni fjárhagslega í veikindum hennar.Ætlar að sigrast á meininu „Ég var búin að finna fyrir verk í brjóstinu frá því í júlí árið sem ég greinist en engan hnút,“ segir Alma um veikindi sín. Alma var 38 ára þegar hún fékk greininguna í október og var á þeim tíma starfsmaður á sambýli auk þess að starfa sem ljósmyndari og uppistandari. Hún segir að greiningin hafi verið óvænt og mikið áfall fyrir fjölskylduna. „Þetta var rosalegt sjokk en ég fann strax kraft, ætlaði að berjast og sigra þetta. Ég ætlaði að standa uppi sem sigurvegari svo það fór meiri kraftur um mig en hræðsla, en ég var samt sár og leið yfir þessu.“ Alma fór í aðgerð þann 15. nóvember þar sem vinstra brjóstið var tekið. „Ég byrjaði síðan í lyfjameðferð mánuði síðar og er búin með tvö skipti af sextán. Þeir tala um að ég klári þetta næsta sumar.“Alma segir erfitt að þurfa að hafa fjárhagsáhyggjur í veikindunum.AðsentÁnægð með meðferðina Börn Ölmu eru 18, 14 og 9 ára og búa þau fjögur á heimilinu. Hún hefur ekki náð að vinna síðan hún fékk greininguna og hafa því fjárhagsvandamál fylgt í kjölfarið. „Ég er á lágmarkslaunum hjá vinnuveitandanum sem duga ekki fyrir neinu. Ég fæ engar aðrar bætur eða neitt svoleiðis og því var söfnunin sett af stað. „Það er erfitt að greinast ungur með krabbamein og það það er ekki auðvelt að veikjast á Íslandi, það er ekki ódýrt. Það er mjög dýrt að veikjast á Íslandi og lítið í boði. Allan lyfjakostnað greiðir maður sjálfur.“ Alma er þó mjög ánægð með þá læknisþjónustu sem hún hefur fengið á Landspítalanum.„Meðferðin er mjög góð hérna á Íslandi.“ Hægt er að leggja söfnuninni lið með því að leggja inn á söfnunarreikninginn 0140-26-064210, kennitala 060979-3759.Uppfært: Alma segir að þegar lyfjakosnaðurinn fari yfir ákveðinn þröskuld þá aðstoði sjúkratryggingar með kostnaðinn, hún sé þó ekki komin upp að því þaki og hafi því ekki enn fengið slíka niðurgreiðslu.
Heilbrigðismál Mest lesið Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Innlent Dóra Björt stefnir á formanninn Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Sjá meira
Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda
Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent