Sport

Kraftaverkið í Minnesota frá einstöku sjónarhorni | Myndband

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Sumir leikmenn Minnesota Vikings trúðu hreinlega ekki því sem þeir höfðu séð. Everson Griffen var einn af þeim.
Sumir leikmenn Minnesota Vikings trúðu hreinlega ekki því sem þeir höfðu séð. Everson Griffen var einn af þeim. Vísir/Getty
Leikur Minnesota Vikings og New Orleans Saints í úrslitakeppni NFL-deildarinnar kláraðist í nótt en hann er strax kominn með nafn sem mun væntanlega lifa lengi í heimi ameríska fótboltans.

Sigur Minnesota Vikings á New Orleans Saints á  U.S. Bank leikvanginum í Minneapolis í gær er þegar komið með viðurnefnið „Minnesota Miracle“ eða kraftaverkið í Minnesota.  Minnesota Vikings vann leikinn 29-24

Leikurinn var búinn að mati langflestra þegar aðeins tíu sekúndur voru eftir, New Orleans Saints var 24-23 yfir og Vikings átti enn eftir að fara meira en sextíu jarda til að skora.

Það ótrúlega gerðist, leikstjórnandinn Case Keenum náði langri sendingu fram völlinn og Stefon Diggs tókst að grípa boltann, sleppa á ótrúlegan hátt við tæklingu og hlaupa síðan með boltann í markið og tryggja sínu liði sigurinn.

Hér fyrir neðan má sjá upptöku af lokasókninni sem var tekin upp fyrir aftan völlinn. Þar má heyra vel viðbrögð yfir 66 þúsund áhorfenda sem voru flestir, aðeins nokkrum sekúndum fyrr, búnir að afskrifa sigurinn.

Hávaðinn á vellinum er engum líkur og fögnuður liðsmanna Minnesota Vikings sést líka mjög vel í myndbandinu hér fyrir neðan.



NFL



Fleiri fréttir

Sjá meira


×