CVS ætla að hætta að nota Photoshop Ritstjórn skrifar 15. janúar 2018 21:30 Skjáskot/cvs Myndvinnsluforritið Photoshop þekkja margir og er það mikið notað af ljósmyndrunum, fyrirtækjum og tímaritum en undanfarið hafa verið uppi háværar raddir um að notkun forritsins sé komin út í öfgar og þykir það ýta undir óheilbrigða fegurðarstaðla hjá neytendum og lesendum. Bandaríski lyfjarisinn CVS ætlar að bregðast við þessu og hefur gefið það út að á árinu 2018 séu þeir hættir að nota ofangreint forrit í auglýsingum fyrirtæksins sem snúa að snyrtivörum. Allar auglýsingar fyrirtækisins bera þar til gerðan stimpill þar sem sagt er frá því að ekkert sé búið að eiga við myndina, eða að henni hafi ekki verið breytt í tölvu (e. digitally altered). Það þýðir að ekkert sé búið að eiga við stærð, hlutföll, húð, augnlit, hrukkur eða önnur persónuleg einkenni myndefnisins. Þetta eru ansi stórar fréttir og þrátt fyrir að margir aðrir risar, eins og Asos og Target hafi einnig gefið út sömu yfirlýsingar þá er myndvinnsla mikið notuð í heimi snyrtivaranna og markaðsefni sem tengist þeim. Þetta á aðeins við um eigið efni CVs en samkvæmt tilkynningu frá fyrirtækinu þá vilja þeir fara í samstarf við önnur merki og reyna að breiða út boðskapinn. Spurning hvort snyrtivöruheimurinn sé tilbúinn í þessar breytingar? Náttúruleg fegurð 2018? Við fögnum því. Mest lesið The Devil Wears Prada fagnar áratugar afmæli Glamour Hvað stóð upp úr í New York? Glamour Vorlína Victoriu 2016 Glamour Fágað fyrir herrana frá Burberry Glamour Fyrsta forsíða Millie Bobby Brown Glamour Emma er uppáhald barnanna Glamour Stórir hattar og áberandi sólgleraugu í nýju myndbandi Marc Jacobs Glamour "Það stóð nú aldrei til að hafa þjóðina á brjósti“ Glamour Stjörnurnar á Hrekkjavöku Glamour Vinna best saman í liði Glamour
Myndvinnsluforritið Photoshop þekkja margir og er það mikið notað af ljósmyndrunum, fyrirtækjum og tímaritum en undanfarið hafa verið uppi háværar raddir um að notkun forritsins sé komin út í öfgar og þykir það ýta undir óheilbrigða fegurðarstaðla hjá neytendum og lesendum. Bandaríski lyfjarisinn CVS ætlar að bregðast við þessu og hefur gefið það út að á árinu 2018 séu þeir hættir að nota ofangreint forrit í auglýsingum fyrirtæksins sem snúa að snyrtivörum. Allar auglýsingar fyrirtækisins bera þar til gerðan stimpill þar sem sagt er frá því að ekkert sé búið að eiga við myndina, eða að henni hafi ekki verið breytt í tölvu (e. digitally altered). Það þýðir að ekkert sé búið að eiga við stærð, hlutföll, húð, augnlit, hrukkur eða önnur persónuleg einkenni myndefnisins. Þetta eru ansi stórar fréttir og þrátt fyrir að margir aðrir risar, eins og Asos og Target hafi einnig gefið út sömu yfirlýsingar þá er myndvinnsla mikið notuð í heimi snyrtivaranna og markaðsefni sem tengist þeim. Þetta á aðeins við um eigið efni CVs en samkvæmt tilkynningu frá fyrirtækinu þá vilja þeir fara í samstarf við önnur merki og reyna að breiða út boðskapinn. Spurning hvort snyrtivöruheimurinn sé tilbúinn í þessar breytingar? Náttúruleg fegurð 2018? Við fögnum því.
Mest lesið The Devil Wears Prada fagnar áratugar afmæli Glamour Hvað stóð upp úr í New York? Glamour Vorlína Victoriu 2016 Glamour Fágað fyrir herrana frá Burberry Glamour Fyrsta forsíða Millie Bobby Brown Glamour Emma er uppáhald barnanna Glamour Stórir hattar og áberandi sólgleraugu í nýju myndbandi Marc Jacobs Glamour "Það stóð nú aldrei til að hafa þjóðina á brjósti“ Glamour Stjörnurnar á Hrekkjavöku Glamour Vinna best saman í liði Glamour