Kvenprestar lýsa kynbundnu ofbeldi, áreitni og mismunun Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 15. janúar 2018 11:34 Frá prestastefnu fyrir nokkrum árum. Vísir/GVA „Konur í prestastétt búa, líkt og aðrar konur, við kynbundið ofbeldi, áreitni og mismunun á vinnustöðum sínum. Gerendur eru yfirmenn, samstarfsfólk, sjálfboðaliðar og þau sem nýta sér þjónustu kirkjunnar.“ Þetta segja vígðar konur í stétt presta í yfirlýsingu í dag. 65 kvenprestar skrifa undir áskorunina og fylgja henni á sjöunda tug frásagna sem sjá má hér að neðan. „Allar konur eiga rétt á að starfa í öruggu umhverfi, vera lausar við kynbundið ofbeldi, áreitni og mismunun af öllu tagi í sínum störfum. Frásagnir prestvígðra kvenna sem starfa í þjóðkirkjunni sýna svart á hvítu að breytinga er þörf. Þjóðkirkjan hefur líkt og mörg önnur félagasamtök og stofnanir markað stefnu og búið til úrræði í þessum málum en sögur kvenna í kirkjunni sýna að mikið verk er óunnið þar sem annars staðar í samfélaginu. Við undirritaðar skorum á biskup Íslands, kirkjuráð, kirkjuþing, presta og sóknarnefndir að beita sér fyrir siðbót hvað varðar vinnuumhverfi kvenna, prestvígðra og annarra, í kirkjunni. Undir þessa yfirlýsingu skrifa konur í prestastétt. Ekki er víst að náðst hafi í allar prestvígðar konur við gerð þessarar áskorunar.“ Jóhanna Gísladóttir Sigríður Munda Jónsdóttir Þuríður Björg Wiium Árnadóttir Bára Friðriksdóttir Halla Rut Stefánsdóttir Arna Ýrr Sigurðardóttir Guðbjörg Arnardóttir Erla Björk Jónsdóttir Ninna Sif Svavarsdóttir Guðrún Karls Helgudóttir Ólöf Margrét Snorradóttir Ragnheiður Karítas Pétursdóttir Jóna Hrönn Bolladóttir Guðbjörg Jóhannesdóttir Íris Kristjánsdóttir María Rut Baldursdóttir Sigríður Gunnarsdóttir Kristín Þórunn Tómasdóttir Hildur Inga Rúnarsdóttir Ása Laufey Sæmundsdóttir Elínborg Gísladóttir Arna Grétarsdóttir Brynja Vigdís Þorsteinsdóttir Lena Rós Matthíasdóttir Sunna Dóra Möller Úrsúla Árnadóttir Stefanía Guðlaug Steinsdóttir Lilja Kristín Þorsteinsdóttir María Ágústsdóttir Sigrún Óskarsdóttir Dís Gylfadóttir Hildur Björk Hörpudóttir Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir Auður Eir Vilhjálmsdóttir Bryndís Malla Elídóttir Helga Soffía Konráðsdóttir Jóhanna Magnúsdóttir María G. Gunnlaugsdóttir Sigríður Guðmarsdóttir Auður Inga Einarsdóttir Elín Salóme Guðmundsdóttir Arnfríður Guðmundsdóttir Guðný Hallgrímsdóttir Steinunn Arnþrúður Björnsdóttir Svanhildur Blöndal Elína Hrund Kristjánsdóttir Bryndís Valbjarnardóttir Arndís G. Bernhardsdóttir Linn Sjöfn Muller Thor Irma Sjöfn Óskarsdóttir Ragnheiður Jónsdóttir Solveig Lára Guðmundsdóttir Jóna Lovísa Jóns- Ólafsdóttir Eva Björk Valdimarsdóttir Elínborg Sturludóttir Anna Eiríksdóttir Erla Guðmundsdóttir Þórey Guðmundsdóttir Karen Lind Ólafsdóttir Sigríður Rún Tryggvadóttir Hildur Eir Bolladóttir Jóna Kristín Þorvaldsdóttir Ásta Ingibjörg Pétursdóttir Ása Björk Ólafsdóttir O’Hanlon Ingileif Malmberg Hér á eftir fara nokkrar af þeim ótal sögum sem prestvígðar konur í þjóðkirkjunni hafa deilt hver með annarri á undanförnum vikum : 1. Eitt sinn var ég að vinna stórt verkefni með öðru kirkjufólki. Yfirmaður okkar kom þar að og fylgdist með störfunum en ég stjórnaði hópastarfinu. Þá hrósaði hann okkur fyrir vinnuna enda væri ekki annað hægt þar sem ég væri með svo góða brjóstaskoru. 2. Áður en ég hlaut vígslu vann ég á stað þar sem mörg vígð áttu erindi. Flest þeirra þekkti ég vel og einn þeirra hafði verið sóknarpresturinn minn til margra ára og ég unnið ýmis störf í kirkjunni okkar. Eitt sinn þegar hann kemur til að vinna embættisverk á vinnustað mínum víkur hann sér að mér, tekur fast utan um mig og kyssir mig beint á munninn. Ég ýtti honum frá mér og sagði honum að þetta skildi hann láta vera, ég kærði mig ekki um slíkt. Ég hafði aldrei verið ,,vöruð” við þessum manni eins og margar í okkar stétt höfðu verið. Ég kom alveg af fjöllum og taldi að um einangrað tilvik hefði verið að ræða. 3. Eitt um reynsluna að koma inn í prestastétt. Margir, alls ekki allir, en margir karlprestanna láta sem við konurnar séum að koma inn í þeirra klúbb og séum þar á þeirra forsendum. Þeim leyfist endalaust að segja okkur til um framkomu og klæðnað jafnvel og hvernig við ættum nú frekar að tala og ekki vera svona ,,alþýðleg” eins og einn karlkollegi sagði við mig. 4. Karlmaður skrifaði yfirmanni mínum og allri sóknarnefndinni bréf þar sem hann kvartaði yfir því að áður auglýstur prestur (karlmaður nefndur með fullu nafni og titli) hefði ekki messað tiltekinn dag heldur hefði kvenprestur gengið inn kirkjuna. Kvenpresturinn fór ekki í predikunarstól þegar hún predikaði heldur notaði apparat sem lýsti upp ofanverða hempuna og svo talaði hún um jafnrétti. Þegar hann nefndi mig í bréfinu þá var það ávallt sem kvenprestur og svo fornafnið mitt en þegar karlpresturinn, sem auglýstur hafði verið, var nefndur var það ávallt með fullu nafni og titli. 5. Hrútskýringar öðluðust nýja merkingu fyrir mér þegar ég byrjaði að starfa fyrir kirkjuna. Við konur erum jú vanar að eldri karlmenn finni hjá sér þörf að leiðrétta okkur og kenna, en í starfi mínu fyrir kirkjuna eru það ungu mennirnir sem sjá sig sífellt knúna til að aðstoða mig, leiðrétta og kenna, algerlega óumbeðnir. Menn sem vígðust á eftir mér og hafa ekki sömu starfsreynslu. Í fyrstu fannst mér það bara pirrandi en nú æ oftar niðurlægjandi. Enda gjarnan gert fyrir framan samstarfsfólk á fundum. Aldrei nokkurn tímann gera þeir þetta við aðra karlmenn sem eru eldri eða reynslumeiri en þeir. 6. Ég var nýlega tekin við sem prestur þegar mér er tilkynnt um andlát á öldruðum manni. Ég hafði þá jarðsungið fjóra aðra áður. Aðstandendur hringdu fyrst í kirkjuvörðinn áður en þau hringdu í mig prestinn, því þau vildu spyrja hann hvort ég treysti mér í að jarðsyngja viðkomandi og hvort þetta væri í fyrsta sinn sem ég væri að jarðsyngja því þau vissu að ég væri nývígð og að ég væri ung kona. Kirkjuvörðurinn sem er karlmaður hváði. Hann var svo hissa á þessum spurningum og svaraði svo reiðilega að hann gæti sko sannarlega sagt það að nýi presturinn væri búin að jarðsyngja marga og hún væri ekki í þessu starfi ef hún treysti sér ekki til að jarðsyngja. Hann sagði mér síðan frá þessu seinna að útför lokinni. 7. Þar sem við sátum saman í kaffinu spurði kollegi mig hvort hann ætti ekki að nudda á mér fæturna. Ég væri eitthvað svo þreytuleg og hann taldi að það gæti gert mér gott. Ég hélt að hann væri að grínast og sagði bara nei takk en þá tók hann um annan fótlegg minn, lyfti honum upp í kjöltu sína, færði mig úr skónum og nuddaði á mér tær og fót. Ég bara fraus. 8. Í störfum mínum innan Þjóðkirkjunnar hef ég oftar en einu sinni upplifað að talað sé niður til mín vegna kynferðis. Það er jafnvel tekið fram að viðkomandi eigi erfitt með að þiggja þjónustu prestsins vegna þess að ég er kona. Í trúnaðarstörfum innan kirkjunnar hef ég upplifað að kollegar taka minna mark á konum, vilja síður hlusta á þær eða afgreiða skoðanir þeirra sem eina og hina sömu. Á meðan ég starfaði sem æskulýðsleiðtogi fékk ég iðulega eftir sunnudagaskólann faðmlag og koss frá sóknarpresti sem kom til mín sveittur efir messuna, hann þakkaði mér fyrir góða þjónustu og tók fram hversu vel ég hefði staðið mig en kossinn var óvelkomin og faðmlagið stóð allt of lengi. Ég hef upplifað það að faðmlag frá kollega af gagnstæðu kyni hefur staðið of lengi og ekki hætt fyrr en ég hef ýtt viðkomandi frá eða þurft að labba töluvert frá. 9. Eitt sinn var ég að fara úr heimsókn hjá sóknarnefndarformanninum og stóð við útidyrnar. Örsnöggt fann ég að hönd hans fór inn fyrir jakkann minn og strauk niður eftir mér hliðina frá brjóststað og niður fyrir rass. Þetta gerðist eldsnöggt og ég fraus á staðnum. Svo varð þögn og ég flýtti mér út og hugsaði: Hvert er ég eiginlega komin? Þegar ég kvartaði undan þessu við yfirmann sagði hann eitthvað á þá leið að það vissu nú allir í bænum hvernig þessi karl væri og konurnar pössuðu sig bara á honum. 10. Ég var að kveðja hóp eldri borgara fyrir sumarfrí. Einn maðurinn í hópnum greip tækifærið þegar ég hallaði mér að honum til þess að faðma hann, kyssti mig beint á munninn blautum kossi sem hætti ekki fyrr en ég beitti öllu mínu valdi til að ýta honum frá mér. Þá glotti hann. Engin í hópnum virtist taka eftir þessu og ég sagði ekkert. 11. Ég sótti um embætti en fékk ekki en augljóst var að jafnréttislög voru brotin við ráðninguna. Ég var mjög tvístígandi hvort að ég ætti að kæra ráðninguna til kærunefndar jafnréttismála eða ekki, enda óttaðist ég að það hefði áhrif á möguleika mína til að fá vinnu. Þá hringir í mig karl úr yfirstjórn kirkjunnar og segir mér að ef að ég sé til í að kæra ekki, því að hann viti vel að lögin hafi verið brotin með ráðningunni, þá muni hann beita sér fyrir því að ég fái ákveðið starf hjá kirkjunni sem hann hafði yfir að segja og bað mig um að senda sér ferilsskrána mína. Því er skemmst frá að segja að þetta hjálpaði mjög til við að taka ákvörðun, ég kærði ráðninguna og fékk niðustöðu mér í hag, en það fylgir mér alltaf að hafa kært. 12. Eftir messu kom sóknarnefndarmaður til mín til að þakka mér með faðmlagi fyrir messu – eins og við gerum svo oft í kirkjunni. Nema í þetta skipti fannst honum við hæfi í miðju faðmlagi að reka snöggt fram miðju sína, já kynfærin og nudda þeim upp við mig. Og um leið og faðmlaginu lauk horfði hann á mig glottandi og gekk í burtu. Hvað gerir kona? Frýs, fyllist óhug og verður algerlega miður sín… og þegir. 13. Ég var að sækja um prestsembætti, guðfræðingurinn. Spurning frá sóknarnefndarkonu særði mig. Hún var á þá leið að prestsstarfið væri erfitt starf og ég þyrfti að mæta fólki við dauðann hvort ég treysti mér til þess? Hljómurinn í rödd hennar sagði: Hvað þykist þú stelpan vera að vilja upp á dekk? Mér fannst það óþolandi. 14. Ég minnist mannsins sem sagði að hann hefði farið inn á klósettið í kirkjunni eftir að ég var þar. Hann vildi vita hvernig prestur gæti blesssð söfnuðinn þegar hún væri á túr. Fyrstu mánuðina og árin eftir að þetta gerðist hugsaði ég um þetta í hvert skipti sem mér blæddi. Ég sá andlitið á honum fyrir mér og fannst ég skítug. 15. Ég var ný tekin við sem prestur úti á landi þegar það er bankað upp á um miðja nótt. Ég fer til dyra og fyrir utan stendur maður sem sagði við mig að hann vildi sjá nýja prestinn. Ég segi við hann að ég geti talað við hann að degi til þar sem ég væri í náttfötum og á leiðinni að sofa. Hann býður sér þá sjálfur inn, tekur utan um mig, kyssir mig á kinnina og segir mikið erum við heppin að fá svona fallegan prest. Ég ýti honum frá mér og við það kemur maðurinn minn og biður hann að fara. 16. Þegar ég var prestur út á landi var ég eitt sinn í erindum í Reykjavík. Þar sá ég sóknarbarn mitt sem ég þekkti vel. Ég hafði oft verið gestur hans og konu hans. Við tókum tal saman og hann vildi endilega sýna mér nýju íbúðina sem þau hjón voru að kaupa í bænum en ég rakst á hann þar við húsgaflinn. Inn fór ég, þegar ég vildi fara eftir stutta stund tók hann utan um mig og var eitthvað að þreifa á mér og segja óviðeigandi hluti sem ég er búin að loka út úr minninu. Ég reif mig lausa og þaut út. Óhugurinn og ónotin voru eftir og ég var alveg ringluð yfir samhenginu við fjölskyldu hans. 17. Eitt sinn sat ég kringum borð ásamt fjölda fólks. Maðurinn sem sat við hliðina á mér byrjaði að nudda lærinu á sér upp að mínu og setti svo fótinn ofan á minn. Ég algerlega fraus, rauk frá borðinu og titraði lengi á eftir. 18. Miðaldra karlpresturinn sem benti á mig á prestastefnu þegar ég var nývígð og sagði: “Hvað heitir þetta?” 19. Svo var það maðurinn sem að með glotti lýsti í sálgæslusamtali kynlífi sínu og konu sinnar í smáatriðum og vildi mjög að ég segði mína skoðun á hvað væri best og hvernig ég vildi hafa það. Þetta hef ég upplifað oftar en einu sinni og oftar en tvisvar með mismunandi hætti, mínus glottið. 20. Ég sat á prestastefnu í kaffitímanum og við hlið mér sat prófasturinn minn (kona), hjá okkur settist kollegi sem nýtti kaffitímann í að lýsa fyrir mér og prófastinum hvað hann hefði nú haft gaman af því að fylgjast með mér á samveru presta þar sem að ég hefði verið í flegnum kjól og sjá hvernig karlarnir, sérstaklega þeir gömlu lifnuðu við. Svo lýsti hann í löngu máli á mjög klámfenginn hátt hvernig ákveðinn eldri kollegi hefði sótt í að tala við mig og horfa niður brjóstaskoruna á meðan. Prófasturinn tók þátt í samtalinu án þess að finna að nokkru og mér fannst ég algerlega niðurlægð. 21. Ég hef reynt að verja mig gagnvart áreitni kollega, föstum faðmlögum, óvæntum kossum og eyrnanarti, með því að ljúga því til að ég sé með ofnæmi fyrir rakspíra. 22. Ákveðinn karlprestur vill alltaf kyssa mig á munninn sem mér finnst mjög óþægilegt. Núna í haust þegar mér hefur vaxið hugrekki, þakkað sé #metoo sagði ég við hann að ég vildi ekki að hann kyssti mig á munninn. Þá sagði hann mjög niðurlægjandi: hvaða, hvaða má nú ekkert lengur? Mér fannst hann gera mjög lítið úr tilfinningum mínum og réttinum til að skapa mér mín mörk. 23. Þegar ég var í starfsþjálfun hjá karlkyns sóknarpresti var eitt sinn sérstaklega mikið um að vera í kirkjunni. Presturinn hringdi í mig og bað mig um að þrífa skrifstofuna sína hátt og lágt þar sem vígslubiskup væri væntanlegur í heimsókn þann sama dag og hann sjálfur hefði ekki tíma til þess. Að sjálfsögðu var hinn starfsþjálfunarneminn, sem var karlmaður, ekki settur í þetta verkefni. 24. Ég lendi reglulega í því að vera kölluð ,,stelpan”. Aldrei eru karlkyns kollegar mínir kallaðir ,,strákurinn”. Það er talað öðruvísi um okkur konurnar og við okkur. Eins eru sóknarbörnin mín mjög upptekin af þyngdinni minni, ræða reglulega við mig í messukaffinu um hvort ég hafi þyngst eða lést undanfarið og hvernig ég líti almennt út þann daginn. Hvernig ég er klædd og greidd. Útlit mitt virðist skipta mörg þeirra meira máli en hvernig ég er að standa mig í starfi. 25. Fyrsta aðfangadagskvöldið í starfi og messan hafði gengið betur en ég þorði að vona. Það varpaði óneitanlega skugga á gleðina að eitt sóknarbarna minna, kona, sem hafði ekki legið á þeirri skoðun sinni að hún væri algerlega á móti kvenprestum, lagði mikið á sig að sýna mér fyrirlitningu sína á leið út úr kirkjunni og heilsaði hvorki né óskaði gleðilegra jóla. 26. Yfirmaður minn heilsaði mér ekki í tvö ár af því við vorum ekki sammála um ákveðið ágreiningsmál innan kirkjunnar. Hann heilsaði samt manninum mínum sem stóð við hliðina á mér. 27. Í nokkur skipti á starfsferli mínum hefur það komið fyrir að fólk hafi ákveðið að þiggja ekki þjónustu mína við útför vegna þess að ég er kona. Útskýringar eins og: ,,mamma hefði ekki viljað að kona jarðaði sig”, ,,bróðir minn er svo mikið á móti kvenprestum að hann getur ekki hugsað sér að þú jarðir fyrir fjölskylduna” og ,,systir mín heyrir ekkert í kvenprestum svo það gengur ekki að þú jarðir”. 28. Ég man kjörnefnd sóknarnefndanna þar sem ég sótti um prestsembætti og manninn sem spurði: “nú ert þú margra barna móðir. Hver hugsar um börnin? Og hvað á maðurinn þinn að vinna við?” 29. Kollegi hótaði mér að skrifa níðgrein um mig á vefsíðu kirkjunnar og í Morgunblaðið ef ég myndi ekki draga umsókn mína um starf til baka. 30. Nýlega fékk ég athugasemdir frá eldri kvenpresti sem snertir útlit mitt og ég flokka tvímælalaust sem kynbundna áreitni. Hún spurði mig í tvígang hvort ég, margra barna móðir og sannarlega komin úr barneign, væri „bomm“ eins og hún orðaði það og benti glottandi á framstæðan heldrikonu magann minn. Í annað skiptið vorum við tvær á skrifstofunni minni en í hitt skiptið urðu tveir kirkjuverðir vitni að þessari ósvífnu og dónalegu spurningu. 31. Orðatiltækið að vera ,,sett í frost” lærði ég ekki hvað merkti í raun fyrr en ég fór að vinna hjá kirkjunni. En það merkti að yfirmaður okkar lagði sig fram um að sýna ákveðnum kvenkollega vanþóknun sína, útilokaði, heilsaði ekki og svo framvegis, allt vegna þess að hún hafði leyft sér að kvarta yfir ákvörðun hans. Seinna var ég svo sjálf sett í frost og fann þá í alvöru hvað það merkti. 32. Þetta minnir mig á þegar ég fyrir mörgum árum sótti um prestsembætti í borginni og kom í kirkjuna til að ræða við sóknarnefndarformanninn. Hann mældi mig út og staðnæmdist sérstaklega við magann á mér og sagði eitthvað á þá leið að söfnuðurinn myndi ekki þola að sóknarpresturinn færi í leyfi á næstunni. Ég var þá ung tveggja barna móðir og alls ekki á leiðinni að eiga fleiri börn en þótti athugasemdin mjög óviðeigandi. 33. Eitt sinn sat ég fund presta að kvöldi til. Við sátum öll í hring. Ég var í frekar stuttu pilsi og karlprófasturinn sem sat við hliðina á mér gat ekki tekið augun af hnjákollunum á mér. Eftir nokkra stund þóttist hann reka sig í mig og lagði höndina á lærið á mér. Ég var viðbúin, greip lúkuna á honum og skellti henni á hans eigin læri með miklum tilþrifum. Allir í hópnum tóku eftir þessu og ráku upp skellihlátur sem varð til þess að guðsmaðurinn rauk á dyr. Aldrei baðst hann afsökunar og ég átti ekki von á því. Hitt þótti mér verra og særði mig mikið að margir úr hópnum komu að máli við mig eftir þetta atvik, sumir rifjuðu það upp nokkrum árum síðar. Öllum bar þeim saman um að ég hefði niðurlægt gamlan kollega. Engum þeim sem ég ræddi við fannst að hann hefði niðurlægt mig með því að káfa á mér. 34. Móðurbróðir minn hringdi í mig þegar hann frétti að ég væri byrjuð í guðfræðinámi til að tilkynna mér að ef ég lyki námi og yrði prestur þá væri það á hreinu að ég mætti ekki jarðsyngja hann þegar sá dagur kæmi. Konur ættu ekkert erindi í þetta starf og bara tilhugsunin um konu í hempu ylli honum óþægindum. 35. Við heilsuðumst með faðmlagi, ég og kollegi minn, í sameiginlegu rými þeirra er koma að kirkjulegum athöfnum líkt og algengt er. Hann snýr andliti sínu að mínu setur varir sínar að mínum og stingur tungunni upp í mig. Ég fraus. Einhverjum vikum síðar hittumst við aftur í sama rými og það sama gerist aftur, við föðmumst hann hélt mér þéttingsfast og stingur tungunni upp í mig. Ég brást illa við og bað hann um að ræða við mig undir fjögur augu. Ég sagði honum að þessi framkoma væri fyrir neðan allar hellur og mér væri gjörsamlega misboðið. Hann baðst afsökunar og lofaði að gera þetta ekki aftur. Í næstu skipti er við hittumst hafði hann á orði að hann þyrði ekki að faðma mig, ég svaraði því til að það væri gott að hann gerði ekki tilraun til þess. 36. Sóknarnefndarkona sagði einu sinni á sóknarnefndarfundi þar sem ég var sóknarprestur að það vantaði alla föðurlega staðfestu í sóknarprestinn. 37. Þegar ég hóf störf í kirkjunni var ég komin með nokkuð þykkan skráp gagnvart atvikum og athugasemdum sem vörðuðu útlit mitt og kynferði. Ég gleymi samt aldrei þegar eldri karlprestur sagði við mig að ég ætti ekki að vera með svona áberandi varalit, þá myndu sóknarbörnin ekki heyra hvað ég segði. Svo var stundum sagt á fyrstu prestskaparárum mínum að ég puntaði svo mikið upp á þar sem ég var oft eina konan í hópi karlpresta. Þetta var líklega meint sem hrós en ég hafði nú ekki vígst til prestsþjónustu til að vera upp á punt. 38. Þegar ég eftir nokkurra ára þjónustu, gift kona og móðir tveggja ungra barna, fékk ósiðlegt tilboð sem viðkomandi karlprestur taldi í sjálfumgleði sinni að ég gæti ekki hafnað, var mér mjög brugðið. Þetta atvik sem gerðist á fundi úti á landi hafði djúpstæð áhrif á líf mitt enda þótt neitun mín hafi verið tekin gild. Á öðrum fundi síðar, sömuleiðis úti á landi, taldi vinur hans, annar karlprestur, hins vegar í lagi að spyrja mig nærgöngulla og klámfenginna spurninga sem tengdust þessu atviki. Hann varð þó að viðurkenna, hálf skömmustulegur, að hann vissi að ekkert hafði orðið úr ætlunarverki vinar síns. 39. Dæmi um ,,Er pabbi þinn heima” spurningu. Ég er sóknarprestur í borginni og er endalaust spurð að því hvort að ég sé nokkuð ein að starfa í þessari kirkju, er ekki annar með þér? Eða á mannamáli: er ekki örugglega karlmaður sóknarpresturinn og þú presturinn? 40. Einu sinni svaraði ég í símann á skrifstofunni minni og þegar ég spurði um erindið segir rödd karlprests á hinum enda línunnar: „Ég ætlaði bara að segja þér að ég elska þig.“ Síðan sló hann orðum sínum upp í grín og fór að ræða eitthvað mál sem þurfti að leysa. Ég get ekki gleymt þessu þó mörg ár séu liðin þar sem mér fannst þetta mjög óviðeigandi enda bæði prestar og harðgift, ekki hvort öðru. Sami maður gaf mér seinna súkkulaðikossa og súkkulaðihjörtu sem þakklæti fyrir eitthvað sem ég gerði fyrir hann sem var hluti af mínu starfi og lét það eftir sér að kyssa mig á munninn þegar ég kom til hans á skrifstofuna í einhverjum erindum. Þessi röð atvika sem varði yfir langan tíma truflaði mig mikið og ég var farin að kvíða því að koma á fundi sem ég vissi að hann myndi sækja. 41. Ég hef orðið fyrir áreitni skjólstæðings, eldri ekkils, sem mér þó tókst að vísa á bug án þess að úr yrði meiri skaði. Óþægindin sem fylgja því að vera beðin um koss á munn hverfa þó ekki svo glatt. Atvikið minnti mig á að það er ekki ráðlegt að veita fólki sem býr einsamalt sálgæslu á heimili þess. 42. Um árabil vann ég með sóknarpresti sem beitti mig miklu ofríki þann tíma sem við unnum saman. Við tókumst mikið á innbyrðis og vorum ósanngjörn á báða bóga. Prófasturinn kom inn í málið til að reyna að leysa úr ágreiningnum. Þegar sóknarpresturinn var að lýsa hvernig hann sæi stöðu okkar í samstarfi notaði hann þá líkingu að ég væri eins og skúringakona hjá honum og vildi ekki sinna mínum hluta. Prófasturinn stoppaði hann af í þessum samanburði. Að endingu hrökklaðist ég úr starfinu. Á uppsagnartímanum sem voru þrír mánuðir kom upp sú staða að ég þurfti að fara í minniháttar móðurlífsaðgerð, það var komið grænt ljós hjá lækninum á aðgerðina. Þegar ég sagði sóknarprestinum frá að ég þyrfti að fara í þessa aðgerð og yrði frá í 3-5 daga þá sagði hann að ég gæti ekki farið í veikindaleyfi. Þar sem ég var orðin svo niðurbrotin á þessum tíma eftir samskipti okkar þá frestaði ég að fara í aðgerðina þangað til eftir að ég var hætt. Mér finnst erfitt að skrifa þetta en um leið okkuð frelsandi. 43. Fólk virðist halda að það hafi takmarkalaust leyfi til að hafa skoðun á útliti kvenna. Eldri karlprestur sagði til dæmis við mig þegar ég var nýbúin að ala barn og var venju fremur væn eftir barnsburðinn hvað það klæddi mig vel að vera svolítið búttuð. Annar mændi á mig þegar ég gekk upp stiga í veislu í heimahúsi og lét í ljósi aðdáun sína á líkama mínum. 44. Ég starfaði sem prestur í sókn þar sem fyrir var karlkyns sóknarprestur. Eftir stuttan tíma í starfi var ljóst að mér var ætlað annað starf en það sem auglýst var og fram hafði komið í viðtölum. Sóknarpresturinn umræddi ætlaði mér að vera sérleg aðstoðarkona hans. Mitt hlutverk taldi hann vera að hlaupa í skarðið fyrir sig þegar hann mætti ekki eða afboðaði sig með litlum og stundum engum fyrirvara, sem var óteljandi sinnum. Sæta því að hann breytti vinnutíma mínum í sífellu eftir eigin geðþótta. Láta mér lynda fjármálaóreiðu, að misfarið var með fé úr sameiginlegum sjóði, ósvífna innheimtu fermingarfræðslugjalda og fleira. Ekki síst að taka á mig sök af mörgum þeirra ótal mistaka sem hann gerði í starfi sínu. Lygar af hans hálfu til að koma mér illa eða fegra sitt framferði voru nær daglegt brauð, niðurlægjandi framkoma, fýla, skapsveiflur og óþægilegar athugasemdir. Ástandið varði þar til ég hætti og sótti um annað starf. Ég ræddi málið við ótal kollega og með formlegum hætti við öll þau sem gegndu yfirmannsstöðum eða höfðu með málið að gera, bæði á meðan ástandið varði og eftir að ég hafði verið flæmd burt af vinnustaðnum. Sum tóku þetta mjög alvarlega en gerðu ekkert, önnur sögðu að svona væri viðkomandi bara, mörg höfðu fleiri sögur að segja af viðkomandi, enn annar taldi ekkert annað til ráða en að við ynnum bara saman eins og góð hjón enda væri samstarf okkar karls og konu svona eins og hjónaband bara í vinnunni, annar minnti mig föðurlega á að hver karlmaður þyrfti á því að halda að hafa konu sem passar uppá sig. Annar sem ég ræddi við tiltók að ég sem væri svo skipulögð hefði það hlutverk að bæta upp hið augljósa óskipulag og óreiðu samstarfsmannsins, önnur sagðist hafa lent í því sama og svona væri lífið bara, ekki síst var mér gerð grein fyrir því af yfirmanni að það yrði verst fyrir mig sjálfa ef ég setti málið í formlegt kæruferli. Því er ekki að neita að það hvernig yfirmenn mínir og samstarfsfólk þá og nú brugðust mér, í þessum aðstæðum og þeim eftirköstum sem urðu af þessari reynslu svo sem að þurfa að skipta um starf, hefur haft mikil áhrif á mig og starfsferil minn. Núna þessum árum seinna hefur það mikil áhrif á mig, bara að setja þetta á blað og vekur með mér ótta um neikvæðar afleiðingar. Hið góða var að það kom bersýnilega í ljós hvað ég á góða vini og vinkonur. 45. Ég veit ekki hversu oft ég hef komið grátandi heim og spurt: hvenær í ósköpunum hefði svona nokkuð verið sagt við karlmann? 46. Karlkyns kollegi hvatti mig að sækja um stöðu við hlið hans. Hann vildi konu en ekki karlmann til að starfa með sér, einhverja sem segði honum hvenær bindið hans væri skakkt og sokkarnir í mismunandi lit, einhverja sem gæti lesið yfir predikanirnar hans og annað slíkt. Við konurnar værum svo natnar við slíkt. Svona ,,eiginkona í vinnunni” eins og hann orðaði það. Ég sótti ekki um starfið. 47. Þrátt fyrir mörg ár í starfi og mikla reynslu er það síendurtekin upplifun að vera leiðbeint af karlkyns kollegum. Talað föðurlega og vandað um fyrir eins og smákrakka. Jafnvel mun yngri og reynsluminni karlar finna sig í að leiðbeina mér óumbeðið. 48. Á minni fyrstu prestastefnu fyrir áratugum bað ég um orðið til að vekja athygli á efni sem var ný komið út hjá kirkjunni og lá á borði í salnum. Þegar ég hafði talað bað karlkyns prestur um orðið. Hann vildi koma þeim skilaboðum á framfæri að ekki ætti að nýta tíma stefnunnar í óþarfa málatilbúnað. Sá tími sem fór í þessa ábendingu hans var álíka langur og ég notaði í máli mínu. Það hafði þau áhrif á mig að ég bað nánast aldrei um orðið á prestastefnu næstu árin og oft eftir það með hnút í maganum. Þessir þöggunartilburðir svínvirkuðu. Þessi sami prestur hefur margoft gert lítið út orðum mínum, hártogað, vísvitandi rangtúlkað og snúið út úr því sem ég segi. Áratugum síðar lét ég í ljós skoðun mína á fundi. Enginn tók undir orð mín. En þegar karlmaður sagði nákvæmlega það sama nokkru síðar tóku margir undir þessa góðu tillögu hans. Ég hef líka verið minnt á það af karlmanni að ég eigi að vanda mig í samskiptum við fólk og vera kurteis og tillitssöm þegar ég tala. Þetta hefur verið sagt eftir að ég nefndi eitthvað á fundum sem viðkomandi hefur ekki líkað eða haft sömu skoðun á. Ófá eru skiptin og fleiri en fingur handanna þar sem ég hef spurt sjálfa mig að því í lok funda hvort svona væri talað við mig ef ég væri karl. Samstarfsfólk mitt notar orðið kvenfyrirlitning um framkomu við mig á fundum. 49. Ég var á balli í sókninni og sat ég við hlið sóknarnefndarmanns hluta úr kvöldi. Hann var orðinn drukkinn og káfaði á lærinu á mér eins og hann ætti mig. 50. Ég var prestur úti á landi og var gert ljóst frá fyrsta degi af karli í sóknarnefndinni að hann teldi það mikla niðurlægingu fyrir plássið að þangað hefði valist kona sem prestur. Fyrstu tvö árin í þessum söfnuði voru mér gerð ótrúlega erfið af hálfu þessa manns og skilaboð yfirmanna minna var að ég þyrfti bara að standa þetta af mér, ekkert væri hægt að gera. Á endanum varð þessi karl svo mikill vinur minn og sá að sér. 51. Á einni af mínum fyrstu prestastefnum man ég eftir að hafa verið vöruð við ákveðnum kollegum mínum þar sem þeir voru þekktir fyrir að verða fjölþreifnir þegar þeir væru búnir að fá sér aðeins neðan í því. Upplifunin var eins og þetta þætti bara fyndið og ég ætti bara að vera upp með mér að þeir skyldu líta við mér. Fjölþreifnin var hrós. 52. Það var fyrst fyndið hvernig ótrúlega margir karlarnir í stéttinni hlusta af athygli hver á annan og taka upp í umræðum orð hver annars og taka mark á því sem karl kollegar segja. En um leið hundsa, sneiða hjá eða gera lítið úr því sem konurnar hafa til málanna að leggja. Seinna varð þetta leiðinlegt, núna eftir öll þessi ár er þetta óþolandi. 53. Á leið minni í sorgarhús kom ég við í nærstaddri kirkju til að fá lánaða sálmabók. Kollegi minn tók á móti mér og náði í bókina fyrir mig. Áður en hann rétti mér hana tók hann utan um mig og bað Guð um að styrkja mig í þessu erfiða verkefni. Ég þakkaði fyrir og ætlaði að drífa mig áfram en þá þétti hann faðmlagið, kyssti mig á kinnina og sleikti á mér eyrnarsnepilinn. Mér brá, en sagði ekki neitt og með óþægindatilfinningu fór ég í sorgarhús til að styðja aðstandendur í sorg sinni. 54. Eitt sinn sat ég í sálgæsluviðtali með karlmanni og eftir smá tíma varð mér ljóst að hann var undir áhrifum vímuefna. Hann grínaðist mikið með það hvað kvenprestar væru orðnar þokkafullar og hvað það væri góð lykt af mér. Nokkrum mínútum fyrr hafði kirkjuvörðurinn skellt á eftir sér hurðinni og varð mér skyndilega hugsað til þess að ég var alein í byggingunni fyrir utan skjólstæðing minn. Engin myndi heyra í mér þótt ég myndi æpa, engin aðstoða mig ef ég þarfnaðist þess. Ég var varnarlaus með öllu. Þótt skjólstæðingur minn sýndi enga tilburði til þess að meiða mig varð ég ekki róleg fyrr en hann fór. 55. Ég veitti öldruðum ekkjumanni sálgæslu. Á meðan sorgarvinnunni stóð reyndi hann ítrekað að kyssa mig og bjóða mér ást sína. Hann hringdi heim til mín jafnt daga sem nætur í marga mánuði og hótaði að fyrirfara sér ef ég þýddist hann ekki. Á endanum varð ég að ræða við aðstandendur hans um þetta atferli og þá fyrst fékk ég frið. 56. Í umsóknarferli um embætti var ég spurð að því hver myndi sjá um þrif heima hjá mér og umönnun barnanna þegar að ég væri að störfum. Hvort ég fengi nokkurn frið fyrir börnunum í vinnunni. Ég hef líka verið spurð að því hvernig ég sé vön að klæða mig þegar ég er ekki að messa, hvort ég noti naglalakk og þá hvernig á litinn og hvort ég máli mig mikið. 57. Það var á fyrstu árum mínum í þjónustu að ég var stödd í hópi kollega, sem aðallega voru eldri karlmenn, að einn þeirra gefur sig á tal við mig og spyr hvar ég sé í þjónustu. Þá var ég starfandi á svæði sem er erfitt yfirferðar, sérstaklega á vetrum. Þá spurði hann mig hvort ég hefði góðan bílstjóra. Ég neitaði því og þá spurði hann hvort ég væri ekki hrædd að vera ein á ferðinni svona ung konan. Ég svaraði því eitthvað á þá leið að það væri engin hjálp í því að vera hrædd þegar maður þyrfti að einbeita sér að akstrinum. Sennilega hefur eitthvað hnussað í mér enda þótti mér spurningin fáránleg. Þá strauk hann mér um vangann eins og ég væri barn og sagði (með rómi eins og hann hefði gleypt smjörklípu): ,,Þú ert svo dugleg vinan”. 58. Að sumri til kom ég til vinnu berfætt í bandaskóm. Ég settist til vinnu inn á skrifstofu minni og skömmu síðar kom kollegi minn inn til mín og settist í annan viðtalsstólinn minn. Hann dásamaði skóna mína og spurði svo hvort ég vildi ekki fótanudd. Ég neitaði því. Áður en ég vissi af, steig hann upp úr stólnum, kraup fyrir framan mig, tók upp annan fót minn og sleikti á mér tærnar. Ég man að ég spurði hann hvort það væri ekki allt í lagi með hann og hjartslátturinn dundi fyrir eyrum mér. Ég hef örugglega orðið mjög vandræðaleg en hann lét eins og þetta væri ekkert mál og gekk að svo búnu inn á skrifstofu sína. Ég þarf varla að taka það fram að ég fór aldrei aftur berfætt í bandaskóm til vinnu á skrifstofu minni. 59. Hef endurtekið verið gerð að skotmarki af karl kollega á opinberum vettvangi með alvarlegum ásökunum, dylgjum og lygum og þar sem staðreyndum hefur verið hagrætt og rangt með farið. Þessum málatilbúnaði hefur ekki linnt þótt hann eigi sér engan grundvöll. Tilgangurinn hjá karl kollega mínum hefur verið að gera lítið úr mér en upphefja sjálfan sig og breiða yfir eigin veikleika. 60. Ég var að fræða fermingarbörn í stórri sókn ásamt öðrum presti. Sá var sóknarpresturinn og hann sagði mér að þriðjungur fermingarfræðslugjaldsins félli í minn hlut en hann tæki rest þar sem hann væri með meiri ábyrgð en ég. Vinna okkar var samt alveg jafn mikil. Eins fékk ég sjaldan að blessa söfnuðinn í messum. Þegar ég minntist á þessi atriði við hann sagði hann að ég væri svo ung en ég gæti þó alltaf sett upp varalitinn. Það gæti hann ekki. 61. Eitt sinn vann ég tímabundið með karlkyns presti. Tók hann upp á að strjúka alltaf magann á mér þegar hann heilsaði mér, en ég var ólétt á þeim tíma. Fyrst fannst mér þetta einungis mjög dónalegt en þegar hann gerði þetta aftur og aftur vissi ég að þetta snérist um annað og meira en að snerta óléttukúlu. Sérstaklega því hann hætti þessu alltaf þegar önnur manneskja gekk inn í herbergið. Ég reyndi þess vegna að vera aldrei ein með honum í rými með misgóðum árangri. Nokkrum mánuðum síðar fór hann á annan vinnustað. En ég hugsa alltaf um þetta þegar ég sé hann þótt liðinn sé langur tími síðan við unnum saman og ég sé svo eftir því að hafa ekki sagt eitthvað við hann til að stöðva þetta. 62. Eftir nokkur ár í starfi sótti ég um stöðu sóknarprests í Reykjavík. Kollegi einn hringdi til mín og sagði mér í föðurlegum tón að ég skyldi nú ekki gera mér miklar vonir um slíkt embætti, þar sem ég væri svo ung og óreynd. Hann var þá sjálfur sóknarprestur í stóru prestakalli á sama svæði og hafði útskrifast tveimur árum á undan mér. 63. Ég hafði sótt um stöðu sóknarprests á SV horninu. Einn kollegi minn, karlmaður hringdi í mig og hvatti mig til að draga mig til baka þar sem annar kollegi okkar, karlmaður, væri nú sennilega hæfari í stöðuna. Ég fylgdi ekki þeirri hvatningu. 64. Á meðan ég var í guðfræðináminu vann ég sem kirkjuvörður. Nokkrum mánuðum eftir að ég hóf störf, var ég beðin að koma ekki aftur í buxum í kirkjuvörsluna. Sóknarpresturinn daðraði mikið við konur, og ein samstarfskona mín var barmmikil. Hann gerði sér far um að faðma hana og nudda sér upp við barm hennar – sem var mjög óþægilegt fyrir okkur samstarfsfólkið, en ekkert okkar sagði neitt.Yfirlýsing frá Agnesi biskup vegna málsins. Fulltrúar prestvígðra kvenna afhentu í morgun yfirstjórn þjóðkirkjunnar áskorun, þar sem krafist er breytinga á vinnuumhverfi og -aðstæðum kvenna í kirkjunni. Líkt og konur í öðrum starfsstéttum hafa þær orðið fyrir kynbundinni áreitni, mismunun og jafnvel kynferðisofbeldi í starfi. Ásamt undirritaðri tóku forseti kirkjuþings og framkvæmdastjóri kirkjuráðs við áskoruninni, en henni fylgdu 64 frásagnir í anda #MeToo. Ég er afar þakklát öllum þeim sem stigið hafa fram, sagt frá sinni reynslu og haldið á lofti kröfunni um heilbrigt og öruggt vinnuumhverfi, sanngirni og virðingu í samskiptum milli fólks. Það er mikilvægt að enginn loki augunum gagnvart þeirri samfélagslegu meinsemd sem kynbundið áreiti og ofbeldi sannarlega er, að því er virðist í öllum kimum samfélagsins. Frásagnir prestvígðra kvenna komu mér ekki á óvart. Ég hef sjálf starfað innan kirkjunnar í nær 40 ár og bæði upplifað og séð ýmislegt á þeim tíma. Hitt er svo öllum ljóst, að kirkjan hefur um langa hríð reynt að vinna úr áreitnis- og ofbeldismálum þar sem sumt hefur tekist vel en annað síður. Fyrir 20 árum setti kirkjan sér fyrst vinnureglur um meðferð áreitnismála sem upp kynnu að koma. Í tengslum við þær er nú verið að taka upp verklag í viðkvæmum aðstæðum, þar sem m.a. er gert ráð fyrir því að starfsfólk sæki sérstakt námskeið og fái þekkingu sína vottaða hjá utanaðkomandi sérfræðingum. Þá fer þjóðkirkjan fram á það við starfsfólk og umsækjendur um starf, að þeir heimili kirkjunni að afla upplýsinga úr sakaskrá og þar sem kannað verði hvort þeir hafi gerst brotlegir við barnaverndarlög, nokkra flokka almennra hegningarlaga og lög um ávana- og fíkniefni. Starfsreglur kirkjunnar fela í sér heildstæða nálgun á málaflokkinn, þar sem mál eru sett í skýran fyrirfram skilgreindan farveg. Markmiðið er að tryggja rétta málsmeðferð hverju sinni og styðja við þolendur, t.d. hvetja þá til að kæra mál til lögreglu séu þau þess eðlis og veita hverjum og einum faglegan stuðning, og eftir atvikum einnig gerendum. Í sumum málum er kveðið á um skilyrðislausa tilkynningarskyldu til yfirvalda, frávísun úr starfi – ýmist tímabundna á meðan rannsókn stendur yfir eða varanlega – svo dæmi séu nefnd. Reglurnar hafa reynst vel en þarfnast stöðugrar rýni, ekki síst hvað varðar forvarnir og fræðslu. Ég tek hjartanlega undir þá sanngjörnu og eðlilegu kröfu sem prestvígðar konur hafa sett fram. Ég mun leggja mig alla fram við að bæta starfsumhverfi kvenna og samskiptin milli fólks í kirkjusamfélaginu. Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands. MeToo Mest lesið Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Stöðugt gos og engir skjálftar Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Fleiri fréttir Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Sjá meira
„Konur í prestastétt búa, líkt og aðrar konur, við kynbundið ofbeldi, áreitni og mismunun á vinnustöðum sínum. Gerendur eru yfirmenn, samstarfsfólk, sjálfboðaliðar og þau sem nýta sér þjónustu kirkjunnar.“ Þetta segja vígðar konur í stétt presta í yfirlýsingu í dag. 65 kvenprestar skrifa undir áskorunina og fylgja henni á sjöunda tug frásagna sem sjá má hér að neðan. „Allar konur eiga rétt á að starfa í öruggu umhverfi, vera lausar við kynbundið ofbeldi, áreitni og mismunun af öllu tagi í sínum störfum. Frásagnir prestvígðra kvenna sem starfa í þjóðkirkjunni sýna svart á hvítu að breytinga er þörf. Þjóðkirkjan hefur líkt og mörg önnur félagasamtök og stofnanir markað stefnu og búið til úrræði í þessum málum en sögur kvenna í kirkjunni sýna að mikið verk er óunnið þar sem annars staðar í samfélaginu. Við undirritaðar skorum á biskup Íslands, kirkjuráð, kirkjuþing, presta og sóknarnefndir að beita sér fyrir siðbót hvað varðar vinnuumhverfi kvenna, prestvígðra og annarra, í kirkjunni. Undir þessa yfirlýsingu skrifa konur í prestastétt. Ekki er víst að náðst hafi í allar prestvígðar konur við gerð þessarar áskorunar.“ Jóhanna Gísladóttir Sigríður Munda Jónsdóttir Þuríður Björg Wiium Árnadóttir Bára Friðriksdóttir Halla Rut Stefánsdóttir Arna Ýrr Sigurðardóttir Guðbjörg Arnardóttir Erla Björk Jónsdóttir Ninna Sif Svavarsdóttir Guðrún Karls Helgudóttir Ólöf Margrét Snorradóttir Ragnheiður Karítas Pétursdóttir Jóna Hrönn Bolladóttir Guðbjörg Jóhannesdóttir Íris Kristjánsdóttir María Rut Baldursdóttir Sigríður Gunnarsdóttir Kristín Þórunn Tómasdóttir Hildur Inga Rúnarsdóttir Ása Laufey Sæmundsdóttir Elínborg Gísladóttir Arna Grétarsdóttir Brynja Vigdís Þorsteinsdóttir Lena Rós Matthíasdóttir Sunna Dóra Möller Úrsúla Árnadóttir Stefanía Guðlaug Steinsdóttir Lilja Kristín Þorsteinsdóttir María Ágústsdóttir Sigrún Óskarsdóttir Dís Gylfadóttir Hildur Björk Hörpudóttir Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir Auður Eir Vilhjálmsdóttir Bryndís Malla Elídóttir Helga Soffía Konráðsdóttir Jóhanna Magnúsdóttir María G. Gunnlaugsdóttir Sigríður Guðmarsdóttir Auður Inga Einarsdóttir Elín Salóme Guðmundsdóttir Arnfríður Guðmundsdóttir Guðný Hallgrímsdóttir Steinunn Arnþrúður Björnsdóttir Svanhildur Blöndal Elína Hrund Kristjánsdóttir Bryndís Valbjarnardóttir Arndís G. Bernhardsdóttir Linn Sjöfn Muller Thor Irma Sjöfn Óskarsdóttir Ragnheiður Jónsdóttir Solveig Lára Guðmundsdóttir Jóna Lovísa Jóns- Ólafsdóttir Eva Björk Valdimarsdóttir Elínborg Sturludóttir Anna Eiríksdóttir Erla Guðmundsdóttir Þórey Guðmundsdóttir Karen Lind Ólafsdóttir Sigríður Rún Tryggvadóttir Hildur Eir Bolladóttir Jóna Kristín Þorvaldsdóttir Ásta Ingibjörg Pétursdóttir Ása Björk Ólafsdóttir O’Hanlon Ingileif Malmberg Hér á eftir fara nokkrar af þeim ótal sögum sem prestvígðar konur í þjóðkirkjunni hafa deilt hver með annarri á undanförnum vikum : 1. Eitt sinn var ég að vinna stórt verkefni með öðru kirkjufólki. Yfirmaður okkar kom þar að og fylgdist með störfunum en ég stjórnaði hópastarfinu. Þá hrósaði hann okkur fyrir vinnuna enda væri ekki annað hægt þar sem ég væri með svo góða brjóstaskoru. 2. Áður en ég hlaut vígslu vann ég á stað þar sem mörg vígð áttu erindi. Flest þeirra þekkti ég vel og einn þeirra hafði verið sóknarpresturinn minn til margra ára og ég unnið ýmis störf í kirkjunni okkar. Eitt sinn þegar hann kemur til að vinna embættisverk á vinnustað mínum víkur hann sér að mér, tekur fast utan um mig og kyssir mig beint á munninn. Ég ýtti honum frá mér og sagði honum að þetta skildi hann láta vera, ég kærði mig ekki um slíkt. Ég hafði aldrei verið ,,vöruð” við þessum manni eins og margar í okkar stétt höfðu verið. Ég kom alveg af fjöllum og taldi að um einangrað tilvik hefði verið að ræða. 3. Eitt um reynsluna að koma inn í prestastétt. Margir, alls ekki allir, en margir karlprestanna láta sem við konurnar séum að koma inn í þeirra klúbb og séum þar á þeirra forsendum. Þeim leyfist endalaust að segja okkur til um framkomu og klæðnað jafnvel og hvernig við ættum nú frekar að tala og ekki vera svona ,,alþýðleg” eins og einn karlkollegi sagði við mig. 4. Karlmaður skrifaði yfirmanni mínum og allri sóknarnefndinni bréf þar sem hann kvartaði yfir því að áður auglýstur prestur (karlmaður nefndur með fullu nafni og titli) hefði ekki messað tiltekinn dag heldur hefði kvenprestur gengið inn kirkjuna. Kvenpresturinn fór ekki í predikunarstól þegar hún predikaði heldur notaði apparat sem lýsti upp ofanverða hempuna og svo talaði hún um jafnrétti. Þegar hann nefndi mig í bréfinu þá var það ávallt sem kvenprestur og svo fornafnið mitt en þegar karlpresturinn, sem auglýstur hafði verið, var nefndur var það ávallt með fullu nafni og titli. 5. Hrútskýringar öðluðust nýja merkingu fyrir mér þegar ég byrjaði að starfa fyrir kirkjuna. Við konur erum jú vanar að eldri karlmenn finni hjá sér þörf að leiðrétta okkur og kenna, en í starfi mínu fyrir kirkjuna eru það ungu mennirnir sem sjá sig sífellt knúna til að aðstoða mig, leiðrétta og kenna, algerlega óumbeðnir. Menn sem vígðust á eftir mér og hafa ekki sömu starfsreynslu. Í fyrstu fannst mér það bara pirrandi en nú æ oftar niðurlægjandi. Enda gjarnan gert fyrir framan samstarfsfólk á fundum. Aldrei nokkurn tímann gera þeir þetta við aðra karlmenn sem eru eldri eða reynslumeiri en þeir. 6. Ég var nýlega tekin við sem prestur þegar mér er tilkynnt um andlát á öldruðum manni. Ég hafði þá jarðsungið fjóra aðra áður. Aðstandendur hringdu fyrst í kirkjuvörðinn áður en þau hringdu í mig prestinn, því þau vildu spyrja hann hvort ég treysti mér í að jarðsyngja viðkomandi og hvort þetta væri í fyrsta sinn sem ég væri að jarðsyngja því þau vissu að ég væri nývígð og að ég væri ung kona. Kirkjuvörðurinn sem er karlmaður hváði. Hann var svo hissa á þessum spurningum og svaraði svo reiðilega að hann gæti sko sannarlega sagt það að nýi presturinn væri búin að jarðsyngja marga og hún væri ekki í þessu starfi ef hún treysti sér ekki til að jarðsyngja. Hann sagði mér síðan frá þessu seinna að útför lokinni. 7. Þar sem við sátum saman í kaffinu spurði kollegi mig hvort hann ætti ekki að nudda á mér fæturna. Ég væri eitthvað svo þreytuleg og hann taldi að það gæti gert mér gott. Ég hélt að hann væri að grínast og sagði bara nei takk en þá tók hann um annan fótlegg minn, lyfti honum upp í kjöltu sína, færði mig úr skónum og nuddaði á mér tær og fót. Ég bara fraus. 8. Í störfum mínum innan Þjóðkirkjunnar hef ég oftar en einu sinni upplifað að talað sé niður til mín vegna kynferðis. Það er jafnvel tekið fram að viðkomandi eigi erfitt með að þiggja þjónustu prestsins vegna þess að ég er kona. Í trúnaðarstörfum innan kirkjunnar hef ég upplifað að kollegar taka minna mark á konum, vilja síður hlusta á þær eða afgreiða skoðanir þeirra sem eina og hina sömu. Á meðan ég starfaði sem æskulýðsleiðtogi fékk ég iðulega eftir sunnudagaskólann faðmlag og koss frá sóknarpresti sem kom til mín sveittur efir messuna, hann þakkaði mér fyrir góða þjónustu og tók fram hversu vel ég hefði staðið mig en kossinn var óvelkomin og faðmlagið stóð allt of lengi. Ég hef upplifað það að faðmlag frá kollega af gagnstæðu kyni hefur staðið of lengi og ekki hætt fyrr en ég hef ýtt viðkomandi frá eða þurft að labba töluvert frá. 9. Eitt sinn var ég að fara úr heimsókn hjá sóknarnefndarformanninum og stóð við útidyrnar. Örsnöggt fann ég að hönd hans fór inn fyrir jakkann minn og strauk niður eftir mér hliðina frá brjóststað og niður fyrir rass. Þetta gerðist eldsnöggt og ég fraus á staðnum. Svo varð þögn og ég flýtti mér út og hugsaði: Hvert er ég eiginlega komin? Þegar ég kvartaði undan þessu við yfirmann sagði hann eitthvað á þá leið að það vissu nú allir í bænum hvernig þessi karl væri og konurnar pössuðu sig bara á honum. 10. Ég var að kveðja hóp eldri borgara fyrir sumarfrí. Einn maðurinn í hópnum greip tækifærið þegar ég hallaði mér að honum til þess að faðma hann, kyssti mig beint á munninn blautum kossi sem hætti ekki fyrr en ég beitti öllu mínu valdi til að ýta honum frá mér. Þá glotti hann. Engin í hópnum virtist taka eftir þessu og ég sagði ekkert. 11. Ég sótti um embætti en fékk ekki en augljóst var að jafnréttislög voru brotin við ráðninguna. Ég var mjög tvístígandi hvort að ég ætti að kæra ráðninguna til kærunefndar jafnréttismála eða ekki, enda óttaðist ég að það hefði áhrif á möguleika mína til að fá vinnu. Þá hringir í mig karl úr yfirstjórn kirkjunnar og segir mér að ef að ég sé til í að kæra ekki, því að hann viti vel að lögin hafi verið brotin með ráðningunni, þá muni hann beita sér fyrir því að ég fái ákveðið starf hjá kirkjunni sem hann hafði yfir að segja og bað mig um að senda sér ferilsskrána mína. Því er skemmst frá að segja að þetta hjálpaði mjög til við að taka ákvörðun, ég kærði ráðninguna og fékk niðustöðu mér í hag, en það fylgir mér alltaf að hafa kært. 12. Eftir messu kom sóknarnefndarmaður til mín til að þakka mér með faðmlagi fyrir messu – eins og við gerum svo oft í kirkjunni. Nema í þetta skipti fannst honum við hæfi í miðju faðmlagi að reka snöggt fram miðju sína, já kynfærin og nudda þeim upp við mig. Og um leið og faðmlaginu lauk horfði hann á mig glottandi og gekk í burtu. Hvað gerir kona? Frýs, fyllist óhug og verður algerlega miður sín… og þegir. 13. Ég var að sækja um prestsembætti, guðfræðingurinn. Spurning frá sóknarnefndarkonu særði mig. Hún var á þá leið að prestsstarfið væri erfitt starf og ég þyrfti að mæta fólki við dauðann hvort ég treysti mér til þess? Hljómurinn í rödd hennar sagði: Hvað þykist þú stelpan vera að vilja upp á dekk? Mér fannst það óþolandi. 14. Ég minnist mannsins sem sagði að hann hefði farið inn á klósettið í kirkjunni eftir að ég var þar. Hann vildi vita hvernig prestur gæti blesssð söfnuðinn þegar hún væri á túr. Fyrstu mánuðina og árin eftir að þetta gerðist hugsaði ég um þetta í hvert skipti sem mér blæddi. Ég sá andlitið á honum fyrir mér og fannst ég skítug. 15. Ég var ný tekin við sem prestur úti á landi þegar það er bankað upp á um miðja nótt. Ég fer til dyra og fyrir utan stendur maður sem sagði við mig að hann vildi sjá nýja prestinn. Ég segi við hann að ég geti talað við hann að degi til þar sem ég væri í náttfötum og á leiðinni að sofa. Hann býður sér þá sjálfur inn, tekur utan um mig, kyssir mig á kinnina og segir mikið erum við heppin að fá svona fallegan prest. Ég ýti honum frá mér og við það kemur maðurinn minn og biður hann að fara. 16. Þegar ég var prestur út á landi var ég eitt sinn í erindum í Reykjavík. Þar sá ég sóknarbarn mitt sem ég þekkti vel. Ég hafði oft verið gestur hans og konu hans. Við tókum tal saman og hann vildi endilega sýna mér nýju íbúðina sem þau hjón voru að kaupa í bænum en ég rakst á hann þar við húsgaflinn. Inn fór ég, þegar ég vildi fara eftir stutta stund tók hann utan um mig og var eitthvað að þreifa á mér og segja óviðeigandi hluti sem ég er búin að loka út úr minninu. Ég reif mig lausa og þaut út. Óhugurinn og ónotin voru eftir og ég var alveg ringluð yfir samhenginu við fjölskyldu hans. 17. Eitt sinn sat ég kringum borð ásamt fjölda fólks. Maðurinn sem sat við hliðina á mér byrjaði að nudda lærinu á sér upp að mínu og setti svo fótinn ofan á minn. Ég algerlega fraus, rauk frá borðinu og titraði lengi á eftir. 18. Miðaldra karlpresturinn sem benti á mig á prestastefnu þegar ég var nývígð og sagði: “Hvað heitir þetta?” 19. Svo var það maðurinn sem að með glotti lýsti í sálgæslusamtali kynlífi sínu og konu sinnar í smáatriðum og vildi mjög að ég segði mína skoðun á hvað væri best og hvernig ég vildi hafa það. Þetta hef ég upplifað oftar en einu sinni og oftar en tvisvar með mismunandi hætti, mínus glottið. 20. Ég sat á prestastefnu í kaffitímanum og við hlið mér sat prófasturinn minn (kona), hjá okkur settist kollegi sem nýtti kaffitímann í að lýsa fyrir mér og prófastinum hvað hann hefði nú haft gaman af því að fylgjast með mér á samveru presta þar sem að ég hefði verið í flegnum kjól og sjá hvernig karlarnir, sérstaklega þeir gömlu lifnuðu við. Svo lýsti hann í löngu máli á mjög klámfenginn hátt hvernig ákveðinn eldri kollegi hefði sótt í að tala við mig og horfa niður brjóstaskoruna á meðan. Prófasturinn tók þátt í samtalinu án þess að finna að nokkru og mér fannst ég algerlega niðurlægð. 21. Ég hef reynt að verja mig gagnvart áreitni kollega, föstum faðmlögum, óvæntum kossum og eyrnanarti, með því að ljúga því til að ég sé með ofnæmi fyrir rakspíra. 22. Ákveðinn karlprestur vill alltaf kyssa mig á munninn sem mér finnst mjög óþægilegt. Núna í haust þegar mér hefur vaxið hugrekki, þakkað sé #metoo sagði ég við hann að ég vildi ekki að hann kyssti mig á munninn. Þá sagði hann mjög niðurlægjandi: hvaða, hvaða má nú ekkert lengur? Mér fannst hann gera mjög lítið úr tilfinningum mínum og réttinum til að skapa mér mín mörk. 23. Þegar ég var í starfsþjálfun hjá karlkyns sóknarpresti var eitt sinn sérstaklega mikið um að vera í kirkjunni. Presturinn hringdi í mig og bað mig um að þrífa skrifstofuna sína hátt og lágt þar sem vígslubiskup væri væntanlegur í heimsókn þann sama dag og hann sjálfur hefði ekki tíma til þess. Að sjálfsögðu var hinn starfsþjálfunarneminn, sem var karlmaður, ekki settur í þetta verkefni. 24. Ég lendi reglulega í því að vera kölluð ,,stelpan”. Aldrei eru karlkyns kollegar mínir kallaðir ,,strákurinn”. Það er talað öðruvísi um okkur konurnar og við okkur. Eins eru sóknarbörnin mín mjög upptekin af þyngdinni minni, ræða reglulega við mig í messukaffinu um hvort ég hafi þyngst eða lést undanfarið og hvernig ég líti almennt út þann daginn. Hvernig ég er klædd og greidd. Útlit mitt virðist skipta mörg þeirra meira máli en hvernig ég er að standa mig í starfi. 25. Fyrsta aðfangadagskvöldið í starfi og messan hafði gengið betur en ég þorði að vona. Það varpaði óneitanlega skugga á gleðina að eitt sóknarbarna minna, kona, sem hafði ekki legið á þeirri skoðun sinni að hún væri algerlega á móti kvenprestum, lagði mikið á sig að sýna mér fyrirlitningu sína á leið út úr kirkjunni og heilsaði hvorki né óskaði gleðilegra jóla. 26. Yfirmaður minn heilsaði mér ekki í tvö ár af því við vorum ekki sammála um ákveðið ágreiningsmál innan kirkjunnar. Hann heilsaði samt manninum mínum sem stóð við hliðina á mér. 27. Í nokkur skipti á starfsferli mínum hefur það komið fyrir að fólk hafi ákveðið að þiggja ekki þjónustu mína við útför vegna þess að ég er kona. Útskýringar eins og: ,,mamma hefði ekki viljað að kona jarðaði sig”, ,,bróðir minn er svo mikið á móti kvenprestum að hann getur ekki hugsað sér að þú jarðir fyrir fjölskylduna” og ,,systir mín heyrir ekkert í kvenprestum svo það gengur ekki að þú jarðir”. 28. Ég man kjörnefnd sóknarnefndanna þar sem ég sótti um prestsembætti og manninn sem spurði: “nú ert þú margra barna móðir. Hver hugsar um börnin? Og hvað á maðurinn þinn að vinna við?” 29. Kollegi hótaði mér að skrifa níðgrein um mig á vefsíðu kirkjunnar og í Morgunblaðið ef ég myndi ekki draga umsókn mína um starf til baka. 30. Nýlega fékk ég athugasemdir frá eldri kvenpresti sem snertir útlit mitt og ég flokka tvímælalaust sem kynbundna áreitni. Hún spurði mig í tvígang hvort ég, margra barna móðir og sannarlega komin úr barneign, væri „bomm“ eins og hún orðaði það og benti glottandi á framstæðan heldrikonu magann minn. Í annað skiptið vorum við tvær á skrifstofunni minni en í hitt skiptið urðu tveir kirkjuverðir vitni að þessari ósvífnu og dónalegu spurningu. 31. Orðatiltækið að vera ,,sett í frost” lærði ég ekki hvað merkti í raun fyrr en ég fór að vinna hjá kirkjunni. En það merkti að yfirmaður okkar lagði sig fram um að sýna ákveðnum kvenkollega vanþóknun sína, útilokaði, heilsaði ekki og svo framvegis, allt vegna þess að hún hafði leyft sér að kvarta yfir ákvörðun hans. Seinna var ég svo sjálf sett í frost og fann þá í alvöru hvað það merkti. 32. Þetta minnir mig á þegar ég fyrir mörgum árum sótti um prestsembætti í borginni og kom í kirkjuna til að ræða við sóknarnefndarformanninn. Hann mældi mig út og staðnæmdist sérstaklega við magann á mér og sagði eitthvað á þá leið að söfnuðurinn myndi ekki þola að sóknarpresturinn færi í leyfi á næstunni. Ég var þá ung tveggja barna móðir og alls ekki á leiðinni að eiga fleiri börn en þótti athugasemdin mjög óviðeigandi. 33. Eitt sinn sat ég fund presta að kvöldi til. Við sátum öll í hring. Ég var í frekar stuttu pilsi og karlprófasturinn sem sat við hliðina á mér gat ekki tekið augun af hnjákollunum á mér. Eftir nokkra stund þóttist hann reka sig í mig og lagði höndina á lærið á mér. Ég var viðbúin, greip lúkuna á honum og skellti henni á hans eigin læri með miklum tilþrifum. Allir í hópnum tóku eftir þessu og ráku upp skellihlátur sem varð til þess að guðsmaðurinn rauk á dyr. Aldrei baðst hann afsökunar og ég átti ekki von á því. Hitt þótti mér verra og særði mig mikið að margir úr hópnum komu að máli við mig eftir þetta atvik, sumir rifjuðu það upp nokkrum árum síðar. Öllum bar þeim saman um að ég hefði niðurlægt gamlan kollega. Engum þeim sem ég ræddi við fannst að hann hefði niðurlægt mig með því að káfa á mér. 34. Móðurbróðir minn hringdi í mig þegar hann frétti að ég væri byrjuð í guðfræðinámi til að tilkynna mér að ef ég lyki námi og yrði prestur þá væri það á hreinu að ég mætti ekki jarðsyngja hann þegar sá dagur kæmi. Konur ættu ekkert erindi í þetta starf og bara tilhugsunin um konu í hempu ylli honum óþægindum. 35. Við heilsuðumst með faðmlagi, ég og kollegi minn, í sameiginlegu rými þeirra er koma að kirkjulegum athöfnum líkt og algengt er. Hann snýr andliti sínu að mínu setur varir sínar að mínum og stingur tungunni upp í mig. Ég fraus. Einhverjum vikum síðar hittumst við aftur í sama rými og það sama gerist aftur, við föðmumst hann hélt mér þéttingsfast og stingur tungunni upp í mig. Ég brást illa við og bað hann um að ræða við mig undir fjögur augu. Ég sagði honum að þessi framkoma væri fyrir neðan allar hellur og mér væri gjörsamlega misboðið. Hann baðst afsökunar og lofaði að gera þetta ekki aftur. Í næstu skipti er við hittumst hafði hann á orði að hann þyrði ekki að faðma mig, ég svaraði því til að það væri gott að hann gerði ekki tilraun til þess. 36. Sóknarnefndarkona sagði einu sinni á sóknarnefndarfundi þar sem ég var sóknarprestur að það vantaði alla föðurlega staðfestu í sóknarprestinn. 37. Þegar ég hóf störf í kirkjunni var ég komin með nokkuð þykkan skráp gagnvart atvikum og athugasemdum sem vörðuðu útlit mitt og kynferði. Ég gleymi samt aldrei þegar eldri karlprestur sagði við mig að ég ætti ekki að vera með svona áberandi varalit, þá myndu sóknarbörnin ekki heyra hvað ég segði. Svo var stundum sagt á fyrstu prestskaparárum mínum að ég puntaði svo mikið upp á þar sem ég var oft eina konan í hópi karlpresta. Þetta var líklega meint sem hrós en ég hafði nú ekki vígst til prestsþjónustu til að vera upp á punt. 38. Þegar ég eftir nokkurra ára þjónustu, gift kona og móðir tveggja ungra barna, fékk ósiðlegt tilboð sem viðkomandi karlprestur taldi í sjálfumgleði sinni að ég gæti ekki hafnað, var mér mjög brugðið. Þetta atvik sem gerðist á fundi úti á landi hafði djúpstæð áhrif á líf mitt enda þótt neitun mín hafi verið tekin gild. Á öðrum fundi síðar, sömuleiðis úti á landi, taldi vinur hans, annar karlprestur, hins vegar í lagi að spyrja mig nærgöngulla og klámfenginna spurninga sem tengdust þessu atviki. Hann varð þó að viðurkenna, hálf skömmustulegur, að hann vissi að ekkert hafði orðið úr ætlunarverki vinar síns. 39. Dæmi um ,,Er pabbi þinn heima” spurningu. Ég er sóknarprestur í borginni og er endalaust spurð að því hvort að ég sé nokkuð ein að starfa í þessari kirkju, er ekki annar með þér? Eða á mannamáli: er ekki örugglega karlmaður sóknarpresturinn og þú presturinn? 40. Einu sinni svaraði ég í símann á skrifstofunni minni og þegar ég spurði um erindið segir rödd karlprests á hinum enda línunnar: „Ég ætlaði bara að segja þér að ég elska þig.“ Síðan sló hann orðum sínum upp í grín og fór að ræða eitthvað mál sem þurfti að leysa. Ég get ekki gleymt þessu þó mörg ár séu liðin þar sem mér fannst þetta mjög óviðeigandi enda bæði prestar og harðgift, ekki hvort öðru. Sami maður gaf mér seinna súkkulaðikossa og súkkulaðihjörtu sem þakklæti fyrir eitthvað sem ég gerði fyrir hann sem var hluti af mínu starfi og lét það eftir sér að kyssa mig á munninn þegar ég kom til hans á skrifstofuna í einhverjum erindum. Þessi röð atvika sem varði yfir langan tíma truflaði mig mikið og ég var farin að kvíða því að koma á fundi sem ég vissi að hann myndi sækja. 41. Ég hef orðið fyrir áreitni skjólstæðings, eldri ekkils, sem mér þó tókst að vísa á bug án þess að úr yrði meiri skaði. Óþægindin sem fylgja því að vera beðin um koss á munn hverfa þó ekki svo glatt. Atvikið minnti mig á að það er ekki ráðlegt að veita fólki sem býr einsamalt sálgæslu á heimili þess. 42. Um árabil vann ég með sóknarpresti sem beitti mig miklu ofríki þann tíma sem við unnum saman. Við tókumst mikið á innbyrðis og vorum ósanngjörn á báða bóga. Prófasturinn kom inn í málið til að reyna að leysa úr ágreiningnum. Þegar sóknarpresturinn var að lýsa hvernig hann sæi stöðu okkar í samstarfi notaði hann þá líkingu að ég væri eins og skúringakona hjá honum og vildi ekki sinna mínum hluta. Prófasturinn stoppaði hann af í þessum samanburði. Að endingu hrökklaðist ég úr starfinu. Á uppsagnartímanum sem voru þrír mánuðir kom upp sú staða að ég þurfti að fara í minniháttar móðurlífsaðgerð, það var komið grænt ljós hjá lækninum á aðgerðina. Þegar ég sagði sóknarprestinum frá að ég þyrfti að fara í þessa aðgerð og yrði frá í 3-5 daga þá sagði hann að ég gæti ekki farið í veikindaleyfi. Þar sem ég var orðin svo niðurbrotin á þessum tíma eftir samskipti okkar þá frestaði ég að fara í aðgerðina þangað til eftir að ég var hætt. Mér finnst erfitt að skrifa þetta en um leið okkuð frelsandi. 43. Fólk virðist halda að það hafi takmarkalaust leyfi til að hafa skoðun á útliti kvenna. Eldri karlprestur sagði til dæmis við mig þegar ég var nýbúin að ala barn og var venju fremur væn eftir barnsburðinn hvað það klæddi mig vel að vera svolítið búttuð. Annar mændi á mig þegar ég gekk upp stiga í veislu í heimahúsi og lét í ljósi aðdáun sína á líkama mínum. 44. Ég starfaði sem prestur í sókn þar sem fyrir var karlkyns sóknarprestur. Eftir stuttan tíma í starfi var ljóst að mér var ætlað annað starf en það sem auglýst var og fram hafði komið í viðtölum. Sóknarpresturinn umræddi ætlaði mér að vera sérleg aðstoðarkona hans. Mitt hlutverk taldi hann vera að hlaupa í skarðið fyrir sig þegar hann mætti ekki eða afboðaði sig með litlum og stundum engum fyrirvara, sem var óteljandi sinnum. Sæta því að hann breytti vinnutíma mínum í sífellu eftir eigin geðþótta. Láta mér lynda fjármálaóreiðu, að misfarið var með fé úr sameiginlegum sjóði, ósvífna innheimtu fermingarfræðslugjalda og fleira. Ekki síst að taka á mig sök af mörgum þeirra ótal mistaka sem hann gerði í starfi sínu. Lygar af hans hálfu til að koma mér illa eða fegra sitt framferði voru nær daglegt brauð, niðurlægjandi framkoma, fýla, skapsveiflur og óþægilegar athugasemdir. Ástandið varði þar til ég hætti og sótti um annað starf. Ég ræddi málið við ótal kollega og með formlegum hætti við öll þau sem gegndu yfirmannsstöðum eða höfðu með málið að gera, bæði á meðan ástandið varði og eftir að ég hafði verið flæmd burt af vinnustaðnum. Sum tóku þetta mjög alvarlega en gerðu ekkert, önnur sögðu að svona væri viðkomandi bara, mörg höfðu fleiri sögur að segja af viðkomandi, enn annar taldi ekkert annað til ráða en að við ynnum bara saman eins og góð hjón enda væri samstarf okkar karls og konu svona eins og hjónaband bara í vinnunni, annar minnti mig föðurlega á að hver karlmaður þyrfti á því að halda að hafa konu sem passar uppá sig. Annar sem ég ræddi við tiltók að ég sem væri svo skipulögð hefði það hlutverk að bæta upp hið augljósa óskipulag og óreiðu samstarfsmannsins, önnur sagðist hafa lent í því sama og svona væri lífið bara, ekki síst var mér gerð grein fyrir því af yfirmanni að það yrði verst fyrir mig sjálfa ef ég setti málið í formlegt kæruferli. Því er ekki að neita að það hvernig yfirmenn mínir og samstarfsfólk þá og nú brugðust mér, í þessum aðstæðum og þeim eftirköstum sem urðu af þessari reynslu svo sem að þurfa að skipta um starf, hefur haft mikil áhrif á mig og starfsferil minn. Núna þessum árum seinna hefur það mikil áhrif á mig, bara að setja þetta á blað og vekur með mér ótta um neikvæðar afleiðingar. Hið góða var að það kom bersýnilega í ljós hvað ég á góða vini og vinkonur. 45. Ég veit ekki hversu oft ég hef komið grátandi heim og spurt: hvenær í ósköpunum hefði svona nokkuð verið sagt við karlmann? 46. Karlkyns kollegi hvatti mig að sækja um stöðu við hlið hans. Hann vildi konu en ekki karlmann til að starfa með sér, einhverja sem segði honum hvenær bindið hans væri skakkt og sokkarnir í mismunandi lit, einhverja sem gæti lesið yfir predikanirnar hans og annað slíkt. Við konurnar værum svo natnar við slíkt. Svona ,,eiginkona í vinnunni” eins og hann orðaði það. Ég sótti ekki um starfið. 47. Þrátt fyrir mörg ár í starfi og mikla reynslu er það síendurtekin upplifun að vera leiðbeint af karlkyns kollegum. Talað föðurlega og vandað um fyrir eins og smákrakka. Jafnvel mun yngri og reynsluminni karlar finna sig í að leiðbeina mér óumbeðið. 48. Á minni fyrstu prestastefnu fyrir áratugum bað ég um orðið til að vekja athygli á efni sem var ný komið út hjá kirkjunni og lá á borði í salnum. Þegar ég hafði talað bað karlkyns prestur um orðið. Hann vildi koma þeim skilaboðum á framfæri að ekki ætti að nýta tíma stefnunnar í óþarfa málatilbúnað. Sá tími sem fór í þessa ábendingu hans var álíka langur og ég notaði í máli mínu. Það hafði þau áhrif á mig að ég bað nánast aldrei um orðið á prestastefnu næstu árin og oft eftir það með hnút í maganum. Þessir þöggunartilburðir svínvirkuðu. Þessi sami prestur hefur margoft gert lítið út orðum mínum, hártogað, vísvitandi rangtúlkað og snúið út úr því sem ég segi. Áratugum síðar lét ég í ljós skoðun mína á fundi. Enginn tók undir orð mín. En þegar karlmaður sagði nákvæmlega það sama nokkru síðar tóku margir undir þessa góðu tillögu hans. Ég hef líka verið minnt á það af karlmanni að ég eigi að vanda mig í samskiptum við fólk og vera kurteis og tillitssöm þegar ég tala. Þetta hefur verið sagt eftir að ég nefndi eitthvað á fundum sem viðkomandi hefur ekki líkað eða haft sömu skoðun á. Ófá eru skiptin og fleiri en fingur handanna þar sem ég hef spurt sjálfa mig að því í lok funda hvort svona væri talað við mig ef ég væri karl. Samstarfsfólk mitt notar orðið kvenfyrirlitning um framkomu við mig á fundum. 49. Ég var á balli í sókninni og sat ég við hlið sóknarnefndarmanns hluta úr kvöldi. Hann var orðinn drukkinn og káfaði á lærinu á mér eins og hann ætti mig. 50. Ég var prestur úti á landi og var gert ljóst frá fyrsta degi af karli í sóknarnefndinni að hann teldi það mikla niðurlægingu fyrir plássið að þangað hefði valist kona sem prestur. Fyrstu tvö árin í þessum söfnuði voru mér gerð ótrúlega erfið af hálfu þessa manns og skilaboð yfirmanna minna var að ég þyrfti bara að standa þetta af mér, ekkert væri hægt að gera. Á endanum varð þessi karl svo mikill vinur minn og sá að sér. 51. Á einni af mínum fyrstu prestastefnum man ég eftir að hafa verið vöruð við ákveðnum kollegum mínum þar sem þeir voru þekktir fyrir að verða fjölþreifnir þegar þeir væru búnir að fá sér aðeins neðan í því. Upplifunin var eins og þetta þætti bara fyndið og ég ætti bara að vera upp með mér að þeir skyldu líta við mér. Fjölþreifnin var hrós. 52. Það var fyrst fyndið hvernig ótrúlega margir karlarnir í stéttinni hlusta af athygli hver á annan og taka upp í umræðum orð hver annars og taka mark á því sem karl kollegar segja. En um leið hundsa, sneiða hjá eða gera lítið úr því sem konurnar hafa til málanna að leggja. Seinna varð þetta leiðinlegt, núna eftir öll þessi ár er þetta óþolandi. 53. Á leið minni í sorgarhús kom ég við í nærstaddri kirkju til að fá lánaða sálmabók. Kollegi minn tók á móti mér og náði í bókina fyrir mig. Áður en hann rétti mér hana tók hann utan um mig og bað Guð um að styrkja mig í þessu erfiða verkefni. Ég þakkaði fyrir og ætlaði að drífa mig áfram en þá þétti hann faðmlagið, kyssti mig á kinnina og sleikti á mér eyrnarsnepilinn. Mér brá, en sagði ekki neitt og með óþægindatilfinningu fór ég í sorgarhús til að styðja aðstandendur í sorg sinni. 54. Eitt sinn sat ég í sálgæsluviðtali með karlmanni og eftir smá tíma varð mér ljóst að hann var undir áhrifum vímuefna. Hann grínaðist mikið með það hvað kvenprestar væru orðnar þokkafullar og hvað það væri góð lykt af mér. Nokkrum mínútum fyrr hafði kirkjuvörðurinn skellt á eftir sér hurðinni og varð mér skyndilega hugsað til þess að ég var alein í byggingunni fyrir utan skjólstæðing minn. Engin myndi heyra í mér þótt ég myndi æpa, engin aðstoða mig ef ég þarfnaðist þess. Ég var varnarlaus með öllu. Þótt skjólstæðingur minn sýndi enga tilburði til þess að meiða mig varð ég ekki róleg fyrr en hann fór. 55. Ég veitti öldruðum ekkjumanni sálgæslu. Á meðan sorgarvinnunni stóð reyndi hann ítrekað að kyssa mig og bjóða mér ást sína. Hann hringdi heim til mín jafnt daga sem nætur í marga mánuði og hótaði að fyrirfara sér ef ég þýddist hann ekki. Á endanum varð ég að ræða við aðstandendur hans um þetta atferli og þá fyrst fékk ég frið. 56. Í umsóknarferli um embætti var ég spurð að því hver myndi sjá um þrif heima hjá mér og umönnun barnanna þegar að ég væri að störfum. Hvort ég fengi nokkurn frið fyrir börnunum í vinnunni. Ég hef líka verið spurð að því hvernig ég sé vön að klæða mig þegar ég er ekki að messa, hvort ég noti naglalakk og þá hvernig á litinn og hvort ég máli mig mikið. 57. Það var á fyrstu árum mínum í þjónustu að ég var stödd í hópi kollega, sem aðallega voru eldri karlmenn, að einn þeirra gefur sig á tal við mig og spyr hvar ég sé í þjónustu. Þá var ég starfandi á svæði sem er erfitt yfirferðar, sérstaklega á vetrum. Þá spurði hann mig hvort ég hefði góðan bílstjóra. Ég neitaði því og þá spurði hann hvort ég væri ekki hrædd að vera ein á ferðinni svona ung konan. Ég svaraði því eitthvað á þá leið að það væri engin hjálp í því að vera hrædd þegar maður þyrfti að einbeita sér að akstrinum. Sennilega hefur eitthvað hnussað í mér enda þótti mér spurningin fáránleg. Þá strauk hann mér um vangann eins og ég væri barn og sagði (með rómi eins og hann hefði gleypt smjörklípu): ,,Þú ert svo dugleg vinan”. 58. Að sumri til kom ég til vinnu berfætt í bandaskóm. Ég settist til vinnu inn á skrifstofu minni og skömmu síðar kom kollegi minn inn til mín og settist í annan viðtalsstólinn minn. Hann dásamaði skóna mína og spurði svo hvort ég vildi ekki fótanudd. Ég neitaði því. Áður en ég vissi af, steig hann upp úr stólnum, kraup fyrir framan mig, tók upp annan fót minn og sleikti á mér tærnar. Ég man að ég spurði hann hvort það væri ekki allt í lagi með hann og hjartslátturinn dundi fyrir eyrum mér. Ég hef örugglega orðið mjög vandræðaleg en hann lét eins og þetta væri ekkert mál og gekk að svo búnu inn á skrifstofu sína. Ég þarf varla að taka það fram að ég fór aldrei aftur berfætt í bandaskóm til vinnu á skrifstofu minni. 59. Hef endurtekið verið gerð að skotmarki af karl kollega á opinberum vettvangi með alvarlegum ásökunum, dylgjum og lygum og þar sem staðreyndum hefur verið hagrætt og rangt með farið. Þessum málatilbúnaði hefur ekki linnt þótt hann eigi sér engan grundvöll. Tilgangurinn hjá karl kollega mínum hefur verið að gera lítið úr mér en upphefja sjálfan sig og breiða yfir eigin veikleika. 60. Ég var að fræða fermingarbörn í stórri sókn ásamt öðrum presti. Sá var sóknarpresturinn og hann sagði mér að þriðjungur fermingarfræðslugjaldsins félli í minn hlut en hann tæki rest þar sem hann væri með meiri ábyrgð en ég. Vinna okkar var samt alveg jafn mikil. Eins fékk ég sjaldan að blessa söfnuðinn í messum. Þegar ég minntist á þessi atriði við hann sagði hann að ég væri svo ung en ég gæti þó alltaf sett upp varalitinn. Það gæti hann ekki. 61. Eitt sinn vann ég tímabundið með karlkyns presti. Tók hann upp á að strjúka alltaf magann á mér þegar hann heilsaði mér, en ég var ólétt á þeim tíma. Fyrst fannst mér þetta einungis mjög dónalegt en þegar hann gerði þetta aftur og aftur vissi ég að þetta snérist um annað og meira en að snerta óléttukúlu. Sérstaklega því hann hætti þessu alltaf þegar önnur manneskja gekk inn í herbergið. Ég reyndi þess vegna að vera aldrei ein með honum í rými með misgóðum árangri. Nokkrum mánuðum síðar fór hann á annan vinnustað. En ég hugsa alltaf um þetta þegar ég sé hann þótt liðinn sé langur tími síðan við unnum saman og ég sé svo eftir því að hafa ekki sagt eitthvað við hann til að stöðva þetta. 62. Eftir nokkur ár í starfi sótti ég um stöðu sóknarprests í Reykjavík. Kollegi einn hringdi til mín og sagði mér í föðurlegum tón að ég skyldi nú ekki gera mér miklar vonir um slíkt embætti, þar sem ég væri svo ung og óreynd. Hann var þá sjálfur sóknarprestur í stóru prestakalli á sama svæði og hafði útskrifast tveimur árum á undan mér. 63. Ég hafði sótt um stöðu sóknarprests á SV horninu. Einn kollegi minn, karlmaður hringdi í mig og hvatti mig til að draga mig til baka þar sem annar kollegi okkar, karlmaður, væri nú sennilega hæfari í stöðuna. Ég fylgdi ekki þeirri hvatningu. 64. Á meðan ég var í guðfræðináminu vann ég sem kirkjuvörður. Nokkrum mánuðum eftir að ég hóf störf, var ég beðin að koma ekki aftur í buxum í kirkjuvörsluna. Sóknarpresturinn daðraði mikið við konur, og ein samstarfskona mín var barmmikil. Hann gerði sér far um að faðma hana og nudda sér upp við barm hennar – sem var mjög óþægilegt fyrir okkur samstarfsfólkið, en ekkert okkar sagði neitt.Yfirlýsing frá Agnesi biskup vegna málsins. Fulltrúar prestvígðra kvenna afhentu í morgun yfirstjórn þjóðkirkjunnar áskorun, þar sem krafist er breytinga á vinnuumhverfi og -aðstæðum kvenna í kirkjunni. Líkt og konur í öðrum starfsstéttum hafa þær orðið fyrir kynbundinni áreitni, mismunun og jafnvel kynferðisofbeldi í starfi. Ásamt undirritaðri tóku forseti kirkjuþings og framkvæmdastjóri kirkjuráðs við áskoruninni, en henni fylgdu 64 frásagnir í anda #MeToo. Ég er afar þakklát öllum þeim sem stigið hafa fram, sagt frá sinni reynslu og haldið á lofti kröfunni um heilbrigt og öruggt vinnuumhverfi, sanngirni og virðingu í samskiptum milli fólks. Það er mikilvægt að enginn loki augunum gagnvart þeirri samfélagslegu meinsemd sem kynbundið áreiti og ofbeldi sannarlega er, að því er virðist í öllum kimum samfélagsins. Frásagnir prestvígðra kvenna komu mér ekki á óvart. Ég hef sjálf starfað innan kirkjunnar í nær 40 ár og bæði upplifað og séð ýmislegt á þeim tíma. Hitt er svo öllum ljóst, að kirkjan hefur um langa hríð reynt að vinna úr áreitnis- og ofbeldismálum þar sem sumt hefur tekist vel en annað síður. Fyrir 20 árum setti kirkjan sér fyrst vinnureglur um meðferð áreitnismála sem upp kynnu að koma. Í tengslum við þær er nú verið að taka upp verklag í viðkvæmum aðstæðum, þar sem m.a. er gert ráð fyrir því að starfsfólk sæki sérstakt námskeið og fái þekkingu sína vottaða hjá utanaðkomandi sérfræðingum. Þá fer þjóðkirkjan fram á það við starfsfólk og umsækjendur um starf, að þeir heimili kirkjunni að afla upplýsinga úr sakaskrá og þar sem kannað verði hvort þeir hafi gerst brotlegir við barnaverndarlög, nokkra flokka almennra hegningarlaga og lög um ávana- og fíkniefni. Starfsreglur kirkjunnar fela í sér heildstæða nálgun á málaflokkinn, þar sem mál eru sett í skýran fyrirfram skilgreindan farveg. Markmiðið er að tryggja rétta málsmeðferð hverju sinni og styðja við þolendur, t.d. hvetja þá til að kæra mál til lögreglu séu þau þess eðlis og veita hverjum og einum faglegan stuðning, og eftir atvikum einnig gerendum. Í sumum málum er kveðið á um skilyrðislausa tilkynningarskyldu til yfirvalda, frávísun úr starfi – ýmist tímabundna á meðan rannsókn stendur yfir eða varanlega – svo dæmi séu nefnd. Reglurnar hafa reynst vel en þarfnast stöðugrar rýni, ekki síst hvað varðar forvarnir og fræðslu. Ég tek hjartanlega undir þá sanngjörnu og eðlilegu kröfu sem prestvígðar konur hafa sett fram. Ég mun leggja mig alla fram við að bæta starfsumhverfi kvenna og samskiptin milli fólks í kirkjusamfélaginu. Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands.
MeToo Mest lesið Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Stöðugt gos og engir skjálftar Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Fleiri fréttir Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Sjá meira