Myndir af tökustað hafa lekið í fjölmiðla og má þar sjá Lively skarta stuttum svörtum drengjakoll í bland við eldrauða lokka og rúllaðan topp. Bæði fer henni að sjálfsögðu vel.
Það er gaman að sjá leikkonuna í nýju hlutverki en í myndinni leikur hún á móti Jude Law og fer með hlutverk konu sem hefnir sín gegn aðilum sem skipulögðu flugslys sem drap fjölskyldu hennar.

