Lækkuðu verðið um 40 prósent eftir símtal frá blaðamanni Ingvar Þór Björnsson og Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifa 14. janúar 2018 23:38 Matvara til sölu í kjörbúð Þrastarlundar. vísir/sveinn Vakin var athygli á því á Twitter í dag að 750 millilítra vatnsflaska í Þrastarlundi í Grímsnesi kostaði 750 krónur. Ein króna millilítrinn. Netverjar vitnuðu í Lion King og annar lét lögregluna vita. Greinilegt að margir voru á því að verðið væri alltof hátt.Blaðamaður hjá Mbl.is heyrði í Sverri Einar Eiríkssyni, eiganda Þrastarlundar sem komist hefur í fréttirnar fyrir viðskipti með íbúðir, gull og dögurð í Þrastarlundi undanfarin misseri. Sverrir sagði að verð á vörum staðarins tæki mið af verðlagi annars staðar og ef verð á vatninu væri miklu hærra en á öðrum stöðum þyrfti að skoða það. Sverrir Einar Eiríksson hefur vakið athygli fyrir ýmis viðskipti undanfarin ár.Vísir„Stundum verðleggjum við of lágt og auðvitað getur komið fyrir að við verðleggjum of hátt, en ég vona að svo sé ekki,“ sagði Sverrir sem kannaði betur málið varðandi verðið á vatninu. Í ljós kom að verðið hefði verið alltof hátt undanfarna sex mánuði, fyrir mistök að sögn Sverris. Sagðist Sverrir hafa lækkað verðið í 450 krónur fyrir 750 millilítra flösku. Eins lítra flaska kosti aftur á móti 500 krónur. Eitt símtal blaðamanns virðist því hafa lækkað verðið á Icelandic Glacial vatni um 40-50 prósent. Þrastarlundur er vinsæll veitingastaður hjá ferðamönnum og versla margir í kjörbúðinni þar á leið sinni um landið. Einnig heimsækja margir Íslendingar Þrastarlund og eru áhrifavaldar á samfélagsmiðlum duglegir að auglýsa staðinn.Að neðan má sjá tístið hennar Marsibil sem vakti upphaflega athygli á verðinu. Ekki í lagi - @þrastalundur pic.twitter.com/BdjIv3T8Up — Marsibil (@libisram) January 14, 2018 Neytendur Tengdar fréttir Bjór og léttvín seld í kjörbúð Þrastalundar Áfengi er selt innan um matvöru í Þrastalundi við Sogið. Eigandi fyrirtækisins þvertekur fyrir að hægt sé að ganga út með bjór eða léttvín en dæmi eru um slíkt. 23. október 2017 06:00 Brönsinn í Þrastalundi á milli tannanna á fólki Auglýsingaherferð Þrastalundar hefur verið umtöluð að undanförnu. 2. apríl 2017 09:00 Mest lesið Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni Viðskipti innlent Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna Viðskipti innlent „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Viðskipti innlent Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf Kalla inn silung og bleikju vegna listeríu Neytendur Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Fordæmalaus skortur á skötu Neytendur Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Viðskipti innlent Kristján lætur af störfum hjá Samherja Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin Sjá meira
Vakin var athygli á því á Twitter í dag að 750 millilítra vatnsflaska í Þrastarlundi í Grímsnesi kostaði 750 krónur. Ein króna millilítrinn. Netverjar vitnuðu í Lion King og annar lét lögregluna vita. Greinilegt að margir voru á því að verðið væri alltof hátt.Blaðamaður hjá Mbl.is heyrði í Sverri Einar Eiríkssyni, eiganda Þrastarlundar sem komist hefur í fréttirnar fyrir viðskipti með íbúðir, gull og dögurð í Þrastarlundi undanfarin misseri. Sverrir sagði að verð á vörum staðarins tæki mið af verðlagi annars staðar og ef verð á vatninu væri miklu hærra en á öðrum stöðum þyrfti að skoða það. Sverrir Einar Eiríksson hefur vakið athygli fyrir ýmis viðskipti undanfarin ár.Vísir„Stundum verðleggjum við of lágt og auðvitað getur komið fyrir að við verðleggjum of hátt, en ég vona að svo sé ekki,“ sagði Sverrir sem kannaði betur málið varðandi verðið á vatninu. Í ljós kom að verðið hefði verið alltof hátt undanfarna sex mánuði, fyrir mistök að sögn Sverris. Sagðist Sverrir hafa lækkað verðið í 450 krónur fyrir 750 millilítra flösku. Eins lítra flaska kosti aftur á móti 500 krónur. Eitt símtal blaðamanns virðist því hafa lækkað verðið á Icelandic Glacial vatni um 40-50 prósent. Þrastarlundur er vinsæll veitingastaður hjá ferðamönnum og versla margir í kjörbúðinni þar á leið sinni um landið. Einnig heimsækja margir Íslendingar Þrastarlund og eru áhrifavaldar á samfélagsmiðlum duglegir að auglýsa staðinn.Að neðan má sjá tístið hennar Marsibil sem vakti upphaflega athygli á verðinu. Ekki í lagi - @þrastalundur pic.twitter.com/BdjIv3T8Up — Marsibil (@libisram) January 14, 2018
Neytendur Tengdar fréttir Bjór og léttvín seld í kjörbúð Þrastalundar Áfengi er selt innan um matvöru í Þrastalundi við Sogið. Eigandi fyrirtækisins þvertekur fyrir að hægt sé að ganga út með bjór eða léttvín en dæmi eru um slíkt. 23. október 2017 06:00 Brönsinn í Þrastalundi á milli tannanna á fólki Auglýsingaherferð Þrastalundar hefur verið umtöluð að undanförnu. 2. apríl 2017 09:00 Mest lesið Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni Viðskipti innlent Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna Viðskipti innlent „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Viðskipti innlent Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf Kalla inn silung og bleikju vegna listeríu Neytendur Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Fordæmalaus skortur á skötu Neytendur Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Viðskipti innlent Kristján lætur af störfum hjá Samherja Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin Sjá meira
Bjór og léttvín seld í kjörbúð Þrastalundar Áfengi er selt innan um matvöru í Þrastalundi við Sogið. Eigandi fyrirtækisins þvertekur fyrir að hægt sé að ganga út með bjór eða léttvín en dæmi eru um slíkt. 23. október 2017 06:00
Brönsinn í Þrastalundi á milli tannanna á fólki Auglýsingaherferð Þrastalundar hefur verið umtöluð að undanförnu. 2. apríl 2017 09:00