Komnir með titlauppskriftina Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 15. janúar 2018 06:30 Helgi Rafn Viggósson, fyrirliði Tindastóls, lyftir bikarnum hátt á loft eftir sigurinn stóra á KR í úrslitaleik Maltbikarsins á laugardaginn. vísir/hanna Ef það er hægt að spila hinn fullkomna leik þá gerði Tindastóll það gegn KR í úrslitaleik Maltbikars karla á laugardaginn. Stólarnir voru yfir allan leikinn, komust í 0-14 og 2-19 og unnu á endanum 27 stiga sigur, 69-96, og fögnuðu vel og innilega fyrsta stóra titlinum í sögu félagsins. Hungrið var mikið hjá leikmönnum Tindastóls sem voru miklu sterkari í úrslitaleiknum og léku við hvern sinn fingur. „Þetta er magnað. Ég er ánægður með að við höfum loksins stigið yfir þennan þröskuld. Við erum búnir að reka stóru tána ansi oft í hann,“ sagði Helgi Freyr Margeirsson, aldursforsetinn í liði Tindastóls.Byrjaði 14 ára Helgi hefur verið lengi að en hann spilaði sinn fyrsta leik með meistaraflokki Tindastóls aðeins 14 ára gamall. Hann hefur gengið í gegnum ýmislegt með félaginu, spilað í næstefstu deild og verið í liðum sem hafa verið nálægt því að vinna titla, m.a. árið 2012 þegar Tindastóll tapaði fyrir Keflavík í bikarúrslitum. „Við erum búnir að bíða lengi eftir þessu. Við höfum farið einu sinni áður í bikarúrslit og verið með lið til þess að fara alla leið en aldrei náð að setja saman heilsteypta leiki eins og núna,“ sagði Helgi en síðustu þrír leikir Tindastóls í Maltbikarnum voru gegn þremur efstu liðum Domino’s-deildarinnar; ÍR, Haukum og KR. Helgi segir að leikáætlun Stólanna í úrslitaleiknum á laugardaginn hafi ekki verið mjög flókin. „Við einsettum okkur að einfalda hluti hvað taktína varðar. Við vorum með einfalda taktík, bæði í vörn og sókn, en gáfum frekar meira í. Það var ekkert hik á mönnum og við fórum á fullum krafti í allt,“ sagði Helgi sem var eini leikmaður Tindastóls sem skoraði ekki í leiknum sem sýnir breiddina í liðinu. Israel Martin, þjálfari Tindastóls, notaði 11 leikmenn meðan leikurinn var jafn og aðeins einn leikmaður lék meira en 30 mínútur. Það var Pétur Rúnar Birgisson sem var valinn maður leiksins. Hann, líkt og flestir í liði Tindastóls, eru heimamenn. Aðeins Bandaríkjamennirnir tveir, Antonio Hester og Brandon Garrett, og Björgvin Hafþór Ríkharðsson eru aðkomumenn. Sá síðastnefndi er þó tengdasonur Skagafjarðar eins og Helgi segir. Þessi fjöldi heimamanna í liði Tindastóls er til vitnis um það góða starf sem er unnið í körfuboltanum á Sauðárkróki.Lögreglufylgd og flugeldasýning Helgi hrósaði stuðningnum sem Tindastóll fékk á bikarhelginni. Skagfirðingar fjölmenntu í Höllina og studdu vel við bakið á sínum mönnum. „Við unnum stórsigur í stúkunni í báðum leikjunum. Þegar við komum heim í gærkvöldi fengum við lögreglufylgd inn í bæinn, það var flugeldasýning og 1.500 manns sem biðu eftir okkur í íþróttahúsinu,“ sagði Helgi. Hann segir að Stólunum séu allir vegir færir eftir að hafa brotið þennan þykka ís, að vinna fyrsta stóra titilinn. Stefnan er sett á að vinna Íslandsmeistaratitilinn. „Fyrir tímabilið var markmiðið ekkert leyndarmál; að vinna það sem er í boði. Við erum komnir með uppskriftina. Nú er bara að fylgja þessu eftir. Það er enginn saddur, langt því frá,“ sagði Helgi sem segir liðsheildina hjá Tindastóli einstaka.Mikið bræðralag „Maður er búinn að vera í mörgum liðum í gegnum ævina en þú finnur ekki þessa liðsheild sem við erum með hérna,“ sagði Helgi. „Við erum rosalega heppnir með baklandið og það er hvergi eins öflugt og hérna. En liðið, þessi kjarni leikmanna, er svo ofboðslega mikið bræðralag. Það er svo mikið traust í hópnum. Það hafa alls konar hlutir komið upp en það koma aldrei brestir í þennan kjarna. Það er svo mikilvægt.“ Dominos-deild karla Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Handbolti Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Fótbolti Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Fótbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ Fótbolti Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Handbolti Fleiri fréttir Liðsfélagar Guðbjargar ekki fæddir þegar hún spilaði fyrsta leikinn Þola þeir ekki gott umtal? „Helmingur minna leikmanna skilur ekki íslensku“ „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Tryggvi og Sara best á árinu New York Knicks vann titil í nótt Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út „Auðvitað var þetta sjokk“ Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Sjá meira
Ef það er hægt að spila hinn fullkomna leik þá gerði Tindastóll það gegn KR í úrslitaleik Maltbikars karla á laugardaginn. Stólarnir voru yfir allan leikinn, komust í 0-14 og 2-19 og unnu á endanum 27 stiga sigur, 69-96, og fögnuðu vel og innilega fyrsta stóra titlinum í sögu félagsins. Hungrið var mikið hjá leikmönnum Tindastóls sem voru miklu sterkari í úrslitaleiknum og léku við hvern sinn fingur. „Þetta er magnað. Ég er ánægður með að við höfum loksins stigið yfir þennan þröskuld. Við erum búnir að reka stóru tána ansi oft í hann,“ sagði Helgi Freyr Margeirsson, aldursforsetinn í liði Tindastóls.Byrjaði 14 ára Helgi hefur verið lengi að en hann spilaði sinn fyrsta leik með meistaraflokki Tindastóls aðeins 14 ára gamall. Hann hefur gengið í gegnum ýmislegt með félaginu, spilað í næstefstu deild og verið í liðum sem hafa verið nálægt því að vinna titla, m.a. árið 2012 þegar Tindastóll tapaði fyrir Keflavík í bikarúrslitum. „Við erum búnir að bíða lengi eftir þessu. Við höfum farið einu sinni áður í bikarúrslit og verið með lið til þess að fara alla leið en aldrei náð að setja saman heilsteypta leiki eins og núna,“ sagði Helgi en síðustu þrír leikir Tindastóls í Maltbikarnum voru gegn þremur efstu liðum Domino’s-deildarinnar; ÍR, Haukum og KR. Helgi segir að leikáætlun Stólanna í úrslitaleiknum á laugardaginn hafi ekki verið mjög flókin. „Við einsettum okkur að einfalda hluti hvað taktína varðar. Við vorum með einfalda taktík, bæði í vörn og sókn, en gáfum frekar meira í. Það var ekkert hik á mönnum og við fórum á fullum krafti í allt,“ sagði Helgi sem var eini leikmaður Tindastóls sem skoraði ekki í leiknum sem sýnir breiddina í liðinu. Israel Martin, þjálfari Tindastóls, notaði 11 leikmenn meðan leikurinn var jafn og aðeins einn leikmaður lék meira en 30 mínútur. Það var Pétur Rúnar Birgisson sem var valinn maður leiksins. Hann, líkt og flestir í liði Tindastóls, eru heimamenn. Aðeins Bandaríkjamennirnir tveir, Antonio Hester og Brandon Garrett, og Björgvin Hafþór Ríkharðsson eru aðkomumenn. Sá síðastnefndi er þó tengdasonur Skagafjarðar eins og Helgi segir. Þessi fjöldi heimamanna í liði Tindastóls er til vitnis um það góða starf sem er unnið í körfuboltanum á Sauðárkróki.Lögreglufylgd og flugeldasýning Helgi hrósaði stuðningnum sem Tindastóll fékk á bikarhelginni. Skagfirðingar fjölmenntu í Höllina og studdu vel við bakið á sínum mönnum. „Við unnum stórsigur í stúkunni í báðum leikjunum. Þegar við komum heim í gærkvöldi fengum við lögreglufylgd inn í bæinn, það var flugeldasýning og 1.500 manns sem biðu eftir okkur í íþróttahúsinu,“ sagði Helgi. Hann segir að Stólunum séu allir vegir færir eftir að hafa brotið þennan þykka ís, að vinna fyrsta stóra titilinn. Stefnan er sett á að vinna Íslandsmeistaratitilinn. „Fyrir tímabilið var markmiðið ekkert leyndarmál; að vinna það sem er í boði. Við erum komnir með uppskriftina. Nú er bara að fylgja þessu eftir. Það er enginn saddur, langt því frá,“ sagði Helgi sem segir liðsheildina hjá Tindastóli einstaka.Mikið bræðralag „Maður er búinn að vera í mörgum liðum í gegnum ævina en þú finnur ekki þessa liðsheild sem við erum með hérna,“ sagði Helgi. „Við erum rosalega heppnir með baklandið og það er hvergi eins öflugt og hérna. En liðið, þessi kjarni leikmanna, er svo ofboðslega mikið bræðralag. Það er svo mikið traust í hópnum. Það hafa alls konar hlutir komið upp en það koma aldrei brestir í þennan kjarna. Það er svo mikilvægt.“
Dominos-deild karla Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Handbolti Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Fótbolti Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Fótbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ Fótbolti Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Handbolti Fleiri fréttir Liðsfélagar Guðbjargar ekki fæddir þegar hún spilaði fyrsta leikinn Þola þeir ekki gott umtal? „Helmingur minna leikmanna skilur ekki íslensku“ „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Tryggvi og Sara best á árinu New York Knicks vann titil í nótt Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út „Auðvitað var þetta sjokk“ Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Sjá meira