Tók tvær milljónir löngu eftir starfslok Sveinn Arnarsson skrifar 15. janúar 2018 06:00 Magnús Garðarsson er borinn þungum sökum í skýrslu KPMG sem fer ítarlega yfir fjármálaóreiðu United Silicon í stjórnendatíð hans. Vísir/eyþór Magnús Garðarsson, fyrrverandi forstjóri United Silicon í Helguvík, millifærði tvær milljónir króna út úr dótturfélagi kísilversins og inn á reikning félags í eigu hans um fimm mánuðum eftir að hann lét af störfum fyrir fyrirtækið. Þetta kemur fram í skýrslu sem KPMG vann fyrir stjórn United Silicon í nóvember og Fréttablaðið hefur undir höndum. Þar segir að Magnús hafi millifært upphæðina þann 25. ágúst án þess að hafa til þess réttindi frá stjórn dótturfélagsins Geysis Capital eða United. Í skýrslunni segir að Magnúsi hafi áður en hann lét af störfum að öllum líkindum verið ljóst að verulega vantaði upp á fjármögnun fyrirtækisins og hann hafi því reynt að fresta greiðslum, fegra bókhaldið og villa um fyrir stjórn þess. Um tíma var íhugað að færa bókhald United Silicon alfarið upp á nýtt fyrir árið 2016 vegna fjölda rangfærslna. Magnús á einnig að hafa talið stjórn kísilversins trú um að mál sem verktakafyrirtækið ÍAV höfðaði gegn fyrirtækinu væri vegna vangoldinna reikninga upp á 400 milljónir króna. Það hafi því komið stjórnarmönnum í opna skjöldu þegar niðurstaðan varð rúmur milljarður króna. Einnig á hann að hafa leynt því að félagið ætti bankareikninga í Danmörku. Segir í skýrslunni að ágallar hafi verið miklir í aðgreiningu starfa því Magnús hafi í raun stjórnað United Silicon og samþykkt reikninga. „Þannig má segja að Magnús hafi verið í ákjósanlegri stöðu til að draga sér fé og villa um fyrir stjórn og stjórnendum,“ segir í skýrslunni. Stjórn kísilversins, sem nú er í greiðslustöðvun, kærði Magnús til héraðssaksóknara í september í fyrra og Arion banki, stærsti hluthafi og lánveitandi kísilversins, um mánuði síðar. Þær byggjast á grun um stórfelld auðgunarbrot og skjalafals. Magnús hefur mótmælt þeim sem „röngum og tilhæfulausum“ og sagt þær hluta af slag um eignarhald. Birtist í Fréttablaðinu United Silicon Tengdar fréttir Erfitt að sanna hraðaksturinn á Teslu Magnúsar "Þetta er alveg nýtt af nálinni. Fólk hefur ekki verið sakfellt hér á landi á grundvelli gagna af þessu tagi heldur hafa þurft að koma til miklu staðfastari gögn eins og til dæmis radarmælingar lögreglu. Þær liggja ekki fyrir í þessu máli,“ segir verjandi Magnúsar. 8. desember 2017 06:00 Svipmynd af Magnúsi Garðarssyni: Dýfingameistari, ökufantur og ævintýramaður Ævintýralegur ferill fyrrverandi forstjóra United Silicon. 13. september 2017 09:48 Mest lesið 40 prósent dýrara að leigja á almennum húsnæðismarkaði Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Fleiri fréttir 40 prósent dýrara að leigja á almennum húsnæðismarkaði Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Icelandair hefur flug til Miami Verðbólga mjakast niður á við Ráðin fræðslustjóri Samkaupa Láta af óheimilli ríkisaðstoð við Sorpu Markaðurinn væntir vaxtalækkana Spá þriggja prósenta verðbólgu á næsta ári Breytingar hjá Arctic Adventures með nýju skipuriti Kolefnisförgunarstöð metin með hagsmuni íbúa að leiðarljósi Hæstiréttur tekur deilur Vinnslustöðvarinnar og ríkisins fyrir Nýir forstöðumenn hjá Motus Landsbankinn sé „svo sannarlega“ enn banki allra landsmanna Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Sjá meira
Magnús Garðarsson, fyrrverandi forstjóri United Silicon í Helguvík, millifærði tvær milljónir króna út úr dótturfélagi kísilversins og inn á reikning félags í eigu hans um fimm mánuðum eftir að hann lét af störfum fyrir fyrirtækið. Þetta kemur fram í skýrslu sem KPMG vann fyrir stjórn United Silicon í nóvember og Fréttablaðið hefur undir höndum. Þar segir að Magnús hafi millifært upphæðina þann 25. ágúst án þess að hafa til þess réttindi frá stjórn dótturfélagsins Geysis Capital eða United. Í skýrslunni segir að Magnúsi hafi áður en hann lét af störfum að öllum líkindum verið ljóst að verulega vantaði upp á fjármögnun fyrirtækisins og hann hafi því reynt að fresta greiðslum, fegra bókhaldið og villa um fyrir stjórn þess. Um tíma var íhugað að færa bókhald United Silicon alfarið upp á nýtt fyrir árið 2016 vegna fjölda rangfærslna. Magnús á einnig að hafa talið stjórn kísilversins trú um að mál sem verktakafyrirtækið ÍAV höfðaði gegn fyrirtækinu væri vegna vangoldinna reikninga upp á 400 milljónir króna. Það hafi því komið stjórnarmönnum í opna skjöldu þegar niðurstaðan varð rúmur milljarður króna. Einnig á hann að hafa leynt því að félagið ætti bankareikninga í Danmörku. Segir í skýrslunni að ágallar hafi verið miklir í aðgreiningu starfa því Magnús hafi í raun stjórnað United Silicon og samþykkt reikninga. „Þannig má segja að Magnús hafi verið í ákjósanlegri stöðu til að draga sér fé og villa um fyrir stjórn og stjórnendum,“ segir í skýrslunni. Stjórn kísilversins, sem nú er í greiðslustöðvun, kærði Magnús til héraðssaksóknara í september í fyrra og Arion banki, stærsti hluthafi og lánveitandi kísilversins, um mánuði síðar. Þær byggjast á grun um stórfelld auðgunarbrot og skjalafals. Magnús hefur mótmælt þeim sem „röngum og tilhæfulausum“ og sagt þær hluta af slag um eignarhald.
Birtist í Fréttablaðinu United Silicon Tengdar fréttir Erfitt að sanna hraðaksturinn á Teslu Magnúsar "Þetta er alveg nýtt af nálinni. Fólk hefur ekki verið sakfellt hér á landi á grundvelli gagna af þessu tagi heldur hafa þurft að koma til miklu staðfastari gögn eins og til dæmis radarmælingar lögreglu. Þær liggja ekki fyrir í þessu máli,“ segir verjandi Magnúsar. 8. desember 2017 06:00 Svipmynd af Magnúsi Garðarssyni: Dýfingameistari, ökufantur og ævintýramaður Ævintýralegur ferill fyrrverandi forstjóra United Silicon. 13. september 2017 09:48 Mest lesið 40 prósent dýrara að leigja á almennum húsnæðismarkaði Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Fleiri fréttir 40 prósent dýrara að leigja á almennum húsnæðismarkaði Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Icelandair hefur flug til Miami Verðbólga mjakast niður á við Ráðin fræðslustjóri Samkaupa Láta af óheimilli ríkisaðstoð við Sorpu Markaðurinn væntir vaxtalækkana Spá þriggja prósenta verðbólgu á næsta ári Breytingar hjá Arctic Adventures með nýju skipuriti Kolefnisförgunarstöð metin með hagsmuni íbúa að leiðarljósi Hæstiréttur tekur deilur Vinnslustöðvarinnar og ríkisins fyrir Nýir forstöðumenn hjá Motus Landsbankinn sé „svo sannarlega“ enn banki allra landsmanna Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Sjá meira
Erfitt að sanna hraðaksturinn á Teslu Magnúsar "Þetta er alveg nýtt af nálinni. Fólk hefur ekki verið sakfellt hér á landi á grundvelli gagna af þessu tagi heldur hafa þurft að koma til miklu staðfastari gögn eins og til dæmis radarmælingar lögreglu. Þær liggja ekki fyrir í þessu máli,“ segir verjandi Magnúsar. 8. desember 2017 06:00
Svipmynd af Magnúsi Garðarssyni: Dýfingameistari, ökufantur og ævintýramaður Ævintýralegur ferill fyrrverandi forstjóra United Silicon. 13. september 2017 09:48