„Það verður áfram leiðindaveður í nótt“ Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 14. janúar 2018 22:30 "Það verður áfram leiðindaveður í nótt,“ segir Veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands. Samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni eru vegirnir um Hellisheiði og Þrengsli enn lokaðir. Vegagerðin er með fylgdarakstur yfir Þrengslaveg frá Rauðavatni að sunnan og við Þorlákshafnargatnamót að austan og er stefnt að halda honum áfram með kvöldinu ef að aðstæður leyfa. Búið er að loka aftur veginum um Öxnadalsheiði og verður hann skoðaður aftur í fyrramálið. Fært er út fyrir Tröllaskaga en þar er þó ansi hvasst og byljótt og á líklegast eftir að versna til muna þegar að líður á. Eins er lokað um Mosfellsheiði og Lyngdalsheiði. Á Vestfjörðum er orðið ófært um Hjallaháls og Klettsháls. Gul viðvörun fram eftir kvöldi„Sunnan- og vestantil verður veðrið bara eins, þessi hvassa vestanátt og éljagangur. Það dregur úr því hinsvegar seint í nótt og í fyrramálið ásamt því að það snýst í norðvestan. Það er í þessum töluðu eiginlega að hvessa á norðanverðu landinu. Þar sem lægðin er að nálgast landið aftur og kemur inn á það norðanvert, norðaustanvert landið svona um miðjan dag á morgun. Þannig að af þeim völdum þá hvessir aftur á Norðurlandi núna og sýnir versta veðrið, sérstaklega vestantil á Norðurlandi í nótt,“ segir Óli Þór Árnason veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands í samtali við Vísi. Enn er gul viðvörun frá Veðurstofunni fyrir höfuðborgarsvæðið, Suðurland, Faxaflóa, Breiðafjörð og Vestfirði og verður til hálf tólf í kvöld. „Það verður áfram leiðindaveður í nótt.“ Óli Þór segir að út vikuna verði norðlæg átt á landinu og frost meira og minna og éljagangur og snjókoma á köflum fyrir norðan. Fyrir sunnan verður minniháttar úrkoma og langir þurrir kaflar.“Vegir eru lokaðir víða um landið og er ferðalöngum bent á að fylgjast vel með veðurspá og upplýsingum frá Vegagerðinni.Vísir/VilhelmVeðurhorfur á landinu næsta sólarhringinn:Suðvestan 13-23 m/s og éljagangur á V-verðu landinu, en hægara og léttskýjað eystra. Snýst í norðvestan 13-23 V-til í nótt, hvassast á Vestfjörðum og Ströndum, en hægari SV-læg átt fyrir austan fram eftir morgundegi. Dregur heldur úr vindi annað kvöld. Éljagangur á N-verðu landinu, en léttir víða til syðra. Frost yfirleitt 0 til 5 stig. Suðvestanhvassviðri og éljagangur á vestanverðu landinu. Gæti slegið í storm af og til með mjög takmörkuðu skyggni.Vísir/VilhelmFærð og aðstæður:Samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni í kvöld er hálka eða snjóþekja á velflestum vegum á Suður- og Suðvesturlandi, víðast hvar ofankoma og sums staðar strekkingsvindur. Versnandi veður er á Reykjanesbraut. Lokað er á Mosfellsheði og Lyngdalsheiði. Snjóþekja er á flestum vegum á Vesturlandi og skafrenningur og mjög hvasst og oft á tíðum ansi blint. Þæfingsfærð er á fjallvegum. Á Vestfjörðum er víðast hvar þæfingsfærð á fjallvegum. Hjallaháls er orðinn ófær og einnig Klettsháls. Þungfært er á Steingrímsfjarðarheiði og Kleifaheiði. Hálka og snjóþekja er á Norðurlandi. Búið er að loka veginum um Öxnadalsheiði. Þæfingsfærð er út fyrir Tröllaskaga og ansi hvasst og byljótt og á eftir að versna er líður á. Það er hálka yfir Mývatns- og Möðrudalsöræfi og á Austurlandi er hálka meðal annars á Fjarðarheiði, Fagradal, Öxi og Breiðdalsheiði. Með suðausturströndinni er autt frá Djúpavogi suður að Jökulsárlóni en hálkublettir eða hálka þar fyrir vestan. Samgöngur Veður Tengdar fréttir „Hörkuvetrarveður“ gengur yfir landið Vonskuveður hefur verið á Norðan- og vestanverðu landinu framan af degi. Björgunarsveitir hafa sinnt útköllum á Norðurlandi og lokað er fyrir alla umferð um Þröskulda og Öxnadalsheiði. 14. janúar 2018 12:27 Suðurlandsvegur opnaður á ný eftir bílveltu Suðurlandsvegi var lokað skammt austan við Hnappavelli við Stígá vegna umferðaróhapps. 14. janúar 2018 15:47 Vegirnir um Hellisheiði og Þrengsli eru lokaðir Hálka eða snjóþekja á velflestum vegum á Suður- og Suðvesturlandi. 14. janúar 2018 17:21 Mest lesið Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Innlent Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Erlent Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Innlent Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Innlent Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Innlent Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Innlent Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Innlent Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Innlent Fleiri fréttir Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Norrænir bankar skoði hvort breyta þurfi skilmálum vegna dómsins Fimmtíu ný störf í Bláskógabyggð vegna nýs baðlóns Lífeyrissjóðs-, bíla- og neytendalán gætu líka reynst ólögleg Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Áhrif vaxtamálsins, útlit Sundabrautar og þingmenn á hlaupum Vill að Þórunn tilnefni Trump til friðarverðlauna Nóbels Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Biðtíminn sé dauðans alvara sem auki álag ofan í áfallið Álag á bráðamóttöku og fólk beðið um að leita annað Sigríður Andersen nýr þingflokksformaður Miðflokksins Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Mál leiðbeinandans á Múlaborg á leið til héraðssaksóknara „Það er allt svart þarna inni“ Ekki láglaunakvenna að axla ábyrgð á innleiðingu kynjajafnréttis Íslandsbanki ætlar að hafa frumkvæði að endurgreiðslu til kúnna Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Vilja þjóðfund um menntamál og framtíð landsins „Þessi málaflokkur er bara í drasli“ Þurrt og bjart suðaustan til og stinningskaldi í kortunum Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Endurkaupaáætlun fyrir Grindvíkinga kynnt eftir áramót Sjá meira
Samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni eru vegirnir um Hellisheiði og Þrengsli enn lokaðir. Vegagerðin er með fylgdarakstur yfir Þrengslaveg frá Rauðavatni að sunnan og við Þorlákshafnargatnamót að austan og er stefnt að halda honum áfram með kvöldinu ef að aðstæður leyfa. Búið er að loka aftur veginum um Öxnadalsheiði og verður hann skoðaður aftur í fyrramálið. Fært er út fyrir Tröllaskaga en þar er þó ansi hvasst og byljótt og á líklegast eftir að versna til muna þegar að líður á. Eins er lokað um Mosfellsheiði og Lyngdalsheiði. Á Vestfjörðum er orðið ófært um Hjallaháls og Klettsháls. Gul viðvörun fram eftir kvöldi„Sunnan- og vestantil verður veðrið bara eins, þessi hvassa vestanátt og éljagangur. Það dregur úr því hinsvegar seint í nótt og í fyrramálið ásamt því að það snýst í norðvestan. Það er í þessum töluðu eiginlega að hvessa á norðanverðu landinu. Þar sem lægðin er að nálgast landið aftur og kemur inn á það norðanvert, norðaustanvert landið svona um miðjan dag á morgun. Þannig að af þeim völdum þá hvessir aftur á Norðurlandi núna og sýnir versta veðrið, sérstaklega vestantil á Norðurlandi í nótt,“ segir Óli Þór Árnason veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands í samtali við Vísi. Enn er gul viðvörun frá Veðurstofunni fyrir höfuðborgarsvæðið, Suðurland, Faxaflóa, Breiðafjörð og Vestfirði og verður til hálf tólf í kvöld. „Það verður áfram leiðindaveður í nótt.“ Óli Þór segir að út vikuna verði norðlæg átt á landinu og frost meira og minna og éljagangur og snjókoma á köflum fyrir norðan. Fyrir sunnan verður minniháttar úrkoma og langir þurrir kaflar.“Vegir eru lokaðir víða um landið og er ferðalöngum bent á að fylgjast vel með veðurspá og upplýsingum frá Vegagerðinni.Vísir/VilhelmVeðurhorfur á landinu næsta sólarhringinn:Suðvestan 13-23 m/s og éljagangur á V-verðu landinu, en hægara og léttskýjað eystra. Snýst í norðvestan 13-23 V-til í nótt, hvassast á Vestfjörðum og Ströndum, en hægari SV-læg átt fyrir austan fram eftir morgundegi. Dregur heldur úr vindi annað kvöld. Éljagangur á N-verðu landinu, en léttir víða til syðra. Frost yfirleitt 0 til 5 stig. Suðvestanhvassviðri og éljagangur á vestanverðu landinu. Gæti slegið í storm af og til með mjög takmörkuðu skyggni.Vísir/VilhelmFærð og aðstæður:Samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni í kvöld er hálka eða snjóþekja á velflestum vegum á Suður- og Suðvesturlandi, víðast hvar ofankoma og sums staðar strekkingsvindur. Versnandi veður er á Reykjanesbraut. Lokað er á Mosfellsheði og Lyngdalsheiði. Snjóþekja er á flestum vegum á Vesturlandi og skafrenningur og mjög hvasst og oft á tíðum ansi blint. Þæfingsfærð er á fjallvegum. Á Vestfjörðum er víðast hvar þæfingsfærð á fjallvegum. Hjallaháls er orðinn ófær og einnig Klettsháls. Þungfært er á Steingrímsfjarðarheiði og Kleifaheiði. Hálka og snjóþekja er á Norðurlandi. Búið er að loka veginum um Öxnadalsheiði. Þæfingsfærð er út fyrir Tröllaskaga og ansi hvasst og byljótt og á eftir að versna er líður á. Það er hálka yfir Mývatns- og Möðrudalsöræfi og á Austurlandi er hálka meðal annars á Fjarðarheiði, Fagradal, Öxi og Breiðdalsheiði. Með suðausturströndinni er autt frá Djúpavogi suður að Jökulsárlóni en hálkublettir eða hálka þar fyrir vestan.
Samgöngur Veður Tengdar fréttir „Hörkuvetrarveður“ gengur yfir landið Vonskuveður hefur verið á Norðan- og vestanverðu landinu framan af degi. Björgunarsveitir hafa sinnt útköllum á Norðurlandi og lokað er fyrir alla umferð um Þröskulda og Öxnadalsheiði. 14. janúar 2018 12:27 Suðurlandsvegur opnaður á ný eftir bílveltu Suðurlandsvegi var lokað skammt austan við Hnappavelli við Stígá vegna umferðaróhapps. 14. janúar 2018 15:47 Vegirnir um Hellisheiði og Þrengsli eru lokaðir Hálka eða snjóþekja á velflestum vegum á Suður- og Suðvesturlandi. 14. janúar 2018 17:21 Mest lesið Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Innlent Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Erlent Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Innlent Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Innlent Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Innlent Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Innlent Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Innlent Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Innlent Fleiri fréttir Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Norrænir bankar skoði hvort breyta þurfi skilmálum vegna dómsins Fimmtíu ný störf í Bláskógabyggð vegna nýs baðlóns Lífeyrissjóðs-, bíla- og neytendalán gætu líka reynst ólögleg Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Áhrif vaxtamálsins, útlit Sundabrautar og þingmenn á hlaupum Vill að Þórunn tilnefni Trump til friðarverðlauna Nóbels Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Biðtíminn sé dauðans alvara sem auki álag ofan í áfallið Álag á bráðamóttöku og fólk beðið um að leita annað Sigríður Andersen nýr þingflokksformaður Miðflokksins Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Mál leiðbeinandans á Múlaborg á leið til héraðssaksóknara „Það er allt svart þarna inni“ Ekki láglaunakvenna að axla ábyrgð á innleiðingu kynjajafnréttis Íslandsbanki ætlar að hafa frumkvæði að endurgreiðslu til kúnna Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Vilja þjóðfund um menntamál og framtíð landsins „Þessi málaflokkur er bara í drasli“ Þurrt og bjart suðaustan til og stinningskaldi í kortunum Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Endurkaupaáætlun fyrir Grindvíkinga kynnt eftir áramót Sjá meira
„Hörkuvetrarveður“ gengur yfir landið Vonskuveður hefur verið á Norðan- og vestanverðu landinu framan af degi. Björgunarsveitir hafa sinnt útköllum á Norðurlandi og lokað er fyrir alla umferð um Þröskulda og Öxnadalsheiði. 14. janúar 2018 12:27
Suðurlandsvegur opnaður á ný eftir bílveltu Suðurlandsvegi var lokað skammt austan við Hnappavelli við Stígá vegna umferðaróhapps. 14. janúar 2018 15:47
Vegirnir um Hellisheiði og Þrengsli eru lokaðir Hálka eða snjóþekja á velflestum vegum á Suður- og Suðvesturlandi. 14. janúar 2018 17:21