Ummælum Trump hefur verið mótmælt víða Sunna Sæmundsdóttir og Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifa 14. janúar 2018 20:40 Ummælum Bandaríkjaforseta um innflytjendur frá skítalöndum hefur verið mótmælt víða og hafa sendiráð Bandaríkjanna í nokkrum Afríkuríkum verið krafin formlegs rökstuðnings. Að sögn viðstaddra lét Donald Trump Bandaríkjaforseti ummælin falla á forsetaskrifstofunni á fundi um innflytjendamál með þingmönnum. Þar á hann að hafa sagt „Hvers vegna er allt þetta fólk frá þessum skítalöndum að koma hingað?“ og vísað til Haítí, El Salvador og ríkja Afríku. Ummælin hafa verið fordæmd víða en í yfirlýsingu sem utanríkisráðuneyti Suður-Ameríku sendi frá sér í dag sagði að sendiráð Bandaríkjanna yrði krafið um rökstuðning á morgun. Ríkisstjórn Botswana hefur einnig kallað bandaríska sendiherrann á sinn fund og fjöldi stjórnmála- og áhrifafólks hefur gagnrýnt forsetann. „Ég var alinn upp við að kalla ekki fólk rasista af því að það væri þá erfitt fyrir það að fá uppreisn æru þegar búið væri að segja það. En það er ekki spurning að það sem hann sagði var rasískt.“ sagði Michael Bennet öldungadeildarþingmaður demókrata á Bandaríkjaþingi um orðaval forsetans í viðtali. Þá hafa 55 sendiherrar Afríkuríkja hjá Sameinuðu þjóðunum farið fram á afsökunarbeiðni og að ummælin verði dregin til baka. Paul Ryan forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings segir ummælin óheppileg. „Það fyrsta sem kom mér í hug var: Mjög óheppilegt, hjálpar ekki.“ Hvíta húsið hefur ekki dregið ummælin til baka eða sagt þau ósönn en Trump hefur þó tekið til varna á Twitter. Hann segist hafa verið harðorður en að þarna sé haft rangt eftir honum. Vitni á fundinum hafa þó vísað vörn forsetans á bug. Botsvana Donald Trump El Salvador Mið-Ameríka Tengdar fréttir Trump virðist þræta fyrir að hafa talað um „skítaholur“ Í röð tísta fullyrði Bandaríkjaforseti að hann hafi aldrei sagt neitt niðrandi um íbúa Haítí. 12. janúar 2018 14:19 Nánast orðlausir vegna ummæla Trump um „skítaholur“ Ummæli Donald Trump, forseta Bandaríkjana, í umræðum um réttindi innflytjenda frá Haítí, El Salvador og ríkjum Afríku hafa vakið mikla athygli. 12. janúar 2018 11:15 Krefjast skýringa á ummælum Trump um "skítaholur“ Ummæli Bandaríkjaforseta um að Mið-Ameríku- og Afríkuríki séu skítaholur hafa verið harðlega gagnrýnd víða um heim. 12. janúar 2018 10:47 Mest lesið Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Erlent Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Innlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Innlent Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Innlent Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Innlent Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Innlent Fleiri fréttir Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Sjá meira
Ummælum Bandaríkjaforseta um innflytjendur frá skítalöndum hefur verið mótmælt víða og hafa sendiráð Bandaríkjanna í nokkrum Afríkuríkum verið krafin formlegs rökstuðnings. Að sögn viðstaddra lét Donald Trump Bandaríkjaforseti ummælin falla á forsetaskrifstofunni á fundi um innflytjendamál með þingmönnum. Þar á hann að hafa sagt „Hvers vegna er allt þetta fólk frá þessum skítalöndum að koma hingað?“ og vísað til Haítí, El Salvador og ríkja Afríku. Ummælin hafa verið fordæmd víða en í yfirlýsingu sem utanríkisráðuneyti Suður-Ameríku sendi frá sér í dag sagði að sendiráð Bandaríkjanna yrði krafið um rökstuðning á morgun. Ríkisstjórn Botswana hefur einnig kallað bandaríska sendiherrann á sinn fund og fjöldi stjórnmála- og áhrifafólks hefur gagnrýnt forsetann. „Ég var alinn upp við að kalla ekki fólk rasista af því að það væri þá erfitt fyrir það að fá uppreisn æru þegar búið væri að segja það. En það er ekki spurning að það sem hann sagði var rasískt.“ sagði Michael Bennet öldungadeildarþingmaður demókrata á Bandaríkjaþingi um orðaval forsetans í viðtali. Þá hafa 55 sendiherrar Afríkuríkja hjá Sameinuðu þjóðunum farið fram á afsökunarbeiðni og að ummælin verði dregin til baka. Paul Ryan forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings segir ummælin óheppileg. „Það fyrsta sem kom mér í hug var: Mjög óheppilegt, hjálpar ekki.“ Hvíta húsið hefur ekki dregið ummælin til baka eða sagt þau ósönn en Trump hefur þó tekið til varna á Twitter. Hann segist hafa verið harðorður en að þarna sé haft rangt eftir honum. Vitni á fundinum hafa þó vísað vörn forsetans á bug.
Botsvana Donald Trump El Salvador Mið-Ameríka Tengdar fréttir Trump virðist þræta fyrir að hafa talað um „skítaholur“ Í röð tísta fullyrði Bandaríkjaforseti að hann hafi aldrei sagt neitt niðrandi um íbúa Haítí. 12. janúar 2018 14:19 Nánast orðlausir vegna ummæla Trump um „skítaholur“ Ummæli Donald Trump, forseta Bandaríkjana, í umræðum um réttindi innflytjenda frá Haítí, El Salvador og ríkjum Afríku hafa vakið mikla athygli. 12. janúar 2018 11:15 Krefjast skýringa á ummælum Trump um "skítaholur“ Ummæli Bandaríkjaforseta um að Mið-Ameríku- og Afríkuríki séu skítaholur hafa verið harðlega gagnrýnd víða um heim. 12. janúar 2018 10:47 Mest lesið Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Erlent Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Innlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Innlent Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Innlent Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Innlent Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Innlent Fleiri fréttir Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Sjá meira
Trump virðist þræta fyrir að hafa talað um „skítaholur“ Í röð tísta fullyrði Bandaríkjaforseti að hann hafi aldrei sagt neitt niðrandi um íbúa Haítí. 12. janúar 2018 14:19
Nánast orðlausir vegna ummæla Trump um „skítaholur“ Ummæli Donald Trump, forseta Bandaríkjana, í umræðum um réttindi innflytjenda frá Haítí, El Salvador og ríkjum Afríku hafa vakið mikla athygli. 12. janúar 2018 11:15
Krefjast skýringa á ummælum Trump um "skítaholur“ Ummæli Bandaríkjaforseta um að Mið-Ameríku- og Afríkuríki séu skítaholur hafa verið harðlega gagnrýnd víða um heim. 12. janúar 2018 10:47