Vegirnir um Hellisheiði og Þrengsli eru lokaðir Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 14. janúar 2018 17:21 Veður hefur verið slæmt í dag. Vísir/Vilhelm Vegirnir um Hellisheiði og Þrengsli eru lokaðir. Eins er lokað um Mosfellsheiði og Lyngdalsheiði. Búið er að opna veginn um Öxnadalsheiði en þar er hvasst, skafrenningur og gengur á með dimmun éljum. Búast má við að vegurin loki aftur um kl.20:00 í kvöld samkvæmt frétt á vef Vegagerðarinnar. Lögreglan á Selfossi varar við því að núna sé ekkert ferðaveður á suðurlandi og í uppsveitum þess vegna mjög lélegs skyggnis og gengur á með talsverðum éljum. Það eigi einnig við þá vegi sem eru ekki skráðir lokaðir hjá vegagerð. Sjá má myndarlegar éljagarð vestur af landinu sem stefnir á Snæfellsnes, Dali og yfir Holtavörðuheiði með kvöldinu. Hríð samfellt í tvær til þrjár klst og lítið skyggni. Suðvestanlands heldur áfram að ganga á með mjög dimmum éljum þar til í nótt. Á Vestfjörðum versnar snemma í nótt um leið og lægðarmiðjan kemur til baka. NV allt að 20-25 m/s og kafaldsbylur fylgir. Einnig á Ströndum og við Húnaflóa snemma í fyrramálið. Versnandi veður á Reykjanesbraut Það er hálka eða snjóþekja á velflestum vegum á Suður- og Suðvesturlandi, víðast hvar ofankoma og sums staðar strekkingsvindur. Versnandi veður er á Reykjanesbraut. Lokað er á Mosfellsheði og Lyngdalsheiði. Ófært er á Kjósarskarði og eins á Krýsuvíkurvegi. Snjóþekja er á flestum vegum á Vesturlandi og skafrenningur og mjög hvasst og oft á tíðum ansi blint. Á Vestfjörðum er búið að opna flesta vegi en sums staðar er þó þæfingsfærð þar sem aðeins er búið að opna einbreitt. Klettsháls er enn ófær en moksturstæki á næsta leiti. Hálka og snjóþekja er á Norðurlandi. Búið er að opna veginn um Öxnadalsheiði en þar er hvasst, skafrenningur og gengur á með dimmun éljum. Búast má við að vegurin loki aftur um kl.20:00 í kvöld. Fært er út fyrir Tröllaskaga en þar er þó ansi hvasst og byljótt. Það er hálka yfir Mývatns- og Möðrudalsöræfi og á Austurlandi er hálka meðal annars á Fjarðarheiði, Fagradal, Öxi og Breiðdalsheiði. Með suðausturströndinni er autt frá Djúpavogi suður í Öræfi en hálkublettir eða hálka þar fyrir vestan. Samgöngur Veður Tengdar fréttir „Hörkuvetrarveður“ gengur yfir landið Vonskuveður hefur verið á Norðan- og vestanverðu landinu framan af degi. Björgunarsveitir hafa sinnt útköllum á Norðurlandi og lokað er fyrir alla umferð um Þröskulda og Öxnadalsheiði. 14. janúar 2018 12:27 Suðurlandsvegur opnaður á ný eftir bílveltu Suðurlandsvegi var lokað skammt austan við Hnappavelli við Stígá vegna umferðaróhapps. 14. janúar 2018 15:47 Víða ófært vegna veðurs Vonskuveður er víða um land í dag og hefur þjóðvegi 1 um Öxnadalsheiði verið lokað vegna veðurs. 14. janúar 2018 10:18 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Innlent FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Fleiri fréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Sjá meira
Vegirnir um Hellisheiði og Þrengsli eru lokaðir. Eins er lokað um Mosfellsheiði og Lyngdalsheiði. Búið er að opna veginn um Öxnadalsheiði en þar er hvasst, skafrenningur og gengur á með dimmun éljum. Búast má við að vegurin loki aftur um kl.20:00 í kvöld samkvæmt frétt á vef Vegagerðarinnar. Lögreglan á Selfossi varar við því að núna sé ekkert ferðaveður á suðurlandi og í uppsveitum þess vegna mjög lélegs skyggnis og gengur á með talsverðum éljum. Það eigi einnig við þá vegi sem eru ekki skráðir lokaðir hjá vegagerð. Sjá má myndarlegar éljagarð vestur af landinu sem stefnir á Snæfellsnes, Dali og yfir Holtavörðuheiði með kvöldinu. Hríð samfellt í tvær til þrjár klst og lítið skyggni. Suðvestanlands heldur áfram að ganga á með mjög dimmum éljum þar til í nótt. Á Vestfjörðum versnar snemma í nótt um leið og lægðarmiðjan kemur til baka. NV allt að 20-25 m/s og kafaldsbylur fylgir. Einnig á Ströndum og við Húnaflóa snemma í fyrramálið. Versnandi veður á Reykjanesbraut Það er hálka eða snjóþekja á velflestum vegum á Suður- og Suðvesturlandi, víðast hvar ofankoma og sums staðar strekkingsvindur. Versnandi veður er á Reykjanesbraut. Lokað er á Mosfellsheði og Lyngdalsheiði. Ófært er á Kjósarskarði og eins á Krýsuvíkurvegi. Snjóþekja er á flestum vegum á Vesturlandi og skafrenningur og mjög hvasst og oft á tíðum ansi blint. Á Vestfjörðum er búið að opna flesta vegi en sums staðar er þó þæfingsfærð þar sem aðeins er búið að opna einbreitt. Klettsháls er enn ófær en moksturstæki á næsta leiti. Hálka og snjóþekja er á Norðurlandi. Búið er að opna veginn um Öxnadalsheiði en þar er hvasst, skafrenningur og gengur á með dimmun éljum. Búast má við að vegurin loki aftur um kl.20:00 í kvöld. Fært er út fyrir Tröllaskaga en þar er þó ansi hvasst og byljótt. Það er hálka yfir Mývatns- og Möðrudalsöræfi og á Austurlandi er hálka meðal annars á Fjarðarheiði, Fagradal, Öxi og Breiðdalsheiði. Með suðausturströndinni er autt frá Djúpavogi suður í Öræfi en hálkublettir eða hálka þar fyrir vestan.
Samgöngur Veður Tengdar fréttir „Hörkuvetrarveður“ gengur yfir landið Vonskuveður hefur verið á Norðan- og vestanverðu landinu framan af degi. Björgunarsveitir hafa sinnt útköllum á Norðurlandi og lokað er fyrir alla umferð um Þröskulda og Öxnadalsheiði. 14. janúar 2018 12:27 Suðurlandsvegur opnaður á ný eftir bílveltu Suðurlandsvegi var lokað skammt austan við Hnappavelli við Stígá vegna umferðaróhapps. 14. janúar 2018 15:47 Víða ófært vegna veðurs Vonskuveður er víða um land í dag og hefur þjóðvegi 1 um Öxnadalsheiði verið lokað vegna veðurs. 14. janúar 2018 10:18 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Innlent FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Fleiri fréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Sjá meira
„Hörkuvetrarveður“ gengur yfir landið Vonskuveður hefur verið á Norðan- og vestanverðu landinu framan af degi. Björgunarsveitir hafa sinnt útköllum á Norðurlandi og lokað er fyrir alla umferð um Þröskulda og Öxnadalsheiði. 14. janúar 2018 12:27
Suðurlandsvegur opnaður á ný eftir bílveltu Suðurlandsvegi var lokað skammt austan við Hnappavelli við Stígá vegna umferðaróhapps. 14. janúar 2018 15:47
Víða ófært vegna veðurs Vonskuveður er víða um land í dag og hefur þjóðvegi 1 um Öxnadalsheiði verið lokað vegna veðurs. 14. janúar 2018 10:18