Curry-lausir Warriors unnu 11. útisigurinn í röð Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 13. janúar 2018 10:00 Kevin Durant setti 26 stig í nótt vísir/getty Meistararnir í Golden State Warriors unnu sinn ellefta útisigur í röð þegar liðið hafði betur gegn Milwaukee Bucks í nótt. Stephen Curry var fjarri góðu gamni í liði Warriors í nótt vegna meiðsla á ökkla, en það kom ekki að sök því Kevin Durant setti 26 stig og Draymond Green bætti við 21 sem tryggði Warriors 94-108 sigur á Bucks. Warriors voru með 63-49 forystu í hálfleiknum, en hleypti Bucks aftur inn í leikinn í þriðja leikhluta, en heimamenn unnu hann með 33 stigum gegn 17. Þjálfari Warriors, Steve Kerr, sagði Warriors hafa verið lata í varnarvinnunni í þriðja leikhluta, en náðu að vinna sig í gang. Stuðningsmanni Bucks var vikið út af vellinum snemma í fjórða leikhluta eftir að hafa hraunað yfir Klay Thompson með ljótu orðbragði. Það var brotið á Thompson svo hann féll til jarðar rétt hjá sæti stuðningsmannsins, sem var í fremstu röð, og hann ákvað að standa upp og hrauna yfir Thompson. Thompson lét öryggisverði vita og manninum var fylgt út úr keppnishöllinni. Indiana Pacers komu til baka eftir að hafa verið undir með 22 stigum gegn Cleveland Cavaliers og unnu tveggja stiga sigur, 97-95. LeBron James hefði getað tryggt Cavaliers sigurinn með þriggja stiga skoti á síðustu sekúndunni, en flautuþristurinn vildi ekki niður og þriðji sigur Pacers á Cleveland á tímabilinu staðreynd. Lance Stephenson var aðalmaðurinn í liði Pacers í nótt. Hann skoraði aðeins 16 stig en var með 11 fráköst og fiskaði tæknivillu á James seint í leiknum og náði að trufla James ítrekað. „Lance spilar bara svolítið óhreint, þannig er það. Ég hefði átt að vera tilbúinn í það, ég hef vitað það lengi að það er ekki sá sem segir brandarann sem er skammaður heldur sá sem hlær og þeir náðu mér. Hann spilað samt vel,“ sagði James sem var með 27 stig, 11 stoðsendingar og 8 fráköst.Úrslit næturinnar: Charlotte Hornets - Utah Jazz 99-88 Indiana Pacers - Cleveland Cavaliers 97-95 Washington Wizards - Orlando Magic 125-119 Atlanta Hawks - Brooklyn Nets 105-110 Milwaukee Bucks - Golden State Warriors 94-108 Minnesota Timberwolves - New York Knicks 118-108 New Orleans Pelicans - Portland Trail Blazers 119-113 Denver Nuggets - Memphis Grizzlies 87-78 Phoenix Suns - Houston Rockets 95-112 NBA Mest lesið Í beinni: Stjarnan - Tindastóll | Stólarnir geta tryggt sér titilinn Körfubolti Glódís fagnaði titlunum í þýskum þjóðbúningi á troðfullu torgi Fótbolti Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Íslenski boltinn „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Körfubolti Í beinni: Afturelding - KR | Skemmtikraftarnir mæta í Mosfellsbæinn Íslenski boltinn Átti Henderson að fá rautt spjald? Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Íslenski boltinn Glæsimark Rice gulltryggði Arsenal Meistaradeildarsæti Enski boltinn Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Handbolti Stól kastað í höfuð markmanns Aberdeen Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Stjarnan - Tindastóll | Stólarnir geta tryggt sér titilinn „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Tap í fyrsta leik Alba Berlin Daníel tekur við KR Stjörnurnar fögnuðu og hátíð á götum New York eftir sigur á meisturunum Friðrik Ingi hættur með Hauka Hörður kominn undan feldinum Harkaði af sér veikindi og Nuggets tryggðu oddaleik Úlfarnir í úrslit vestursins Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð „Menn vissu bara upp á sig sökina“ „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Lovísa samskiptastjóri, „mini-mes“ og ástæðan fyrir engum leikhléum Vonast til að Giannis standist freistinguna og klári ferilinn hjá Milwaukee Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Aftur í Síkið: „Held að menn séu búnir að grafa þetta“ Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik „Að lokum var það betra liðið sem vann“ „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Tatum með slitna hásin Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Sjáðu stemmningsmyndbandið fyrir oddaleikinn „Mætum óttalaus“ Settu nýtt met í heppni og fá velja fyrstir Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Sjá meira
Meistararnir í Golden State Warriors unnu sinn ellefta útisigur í röð þegar liðið hafði betur gegn Milwaukee Bucks í nótt. Stephen Curry var fjarri góðu gamni í liði Warriors í nótt vegna meiðsla á ökkla, en það kom ekki að sök því Kevin Durant setti 26 stig og Draymond Green bætti við 21 sem tryggði Warriors 94-108 sigur á Bucks. Warriors voru með 63-49 forystu í hálfleiknum, en hleypti Bucks aftur inn í leikinn í þriðja leikhluta, en heimamenn unnu hann með 33 stigum gegn 17. Þjálfari Warriors, Steve Kerr, sagði Warriors hafa verið lata í varnarvinnunni í þriðja leikhluta, en náðu að vinna sig í gang. Stuðningsmanni Bucks var vikið út af vellinum snemma í fjórða leikhluta eftir að hafa hraunað yfir Klay Thompson með ljótu orðbragði. Það var brotið á Thompson svo hann féll til jarðar rétt hjá sæti stuðningsmannsins, sem var í fremstu röð, og hann ákvað að standa upp og hrauna yfir Thompson. Thompson lét öryggisverði vita og manninum var fylgt út úr keppnishöllinni. Indiana Pacers komu til baka eftir að hafa verið undir með 22 stigum gegn Cleveland Cavaliers og unnu tveggja stiga sigur, 97-95. LeBron James hefði getað tryggt Cavaliers sigurinn með þriggja stiga skoti á síðustu sekúndunni, en flautuþristurinn vildi ekki niður og þriðji sigur Pacers á Cleveland á tímabilinu staðreynd. Lance Stephenson var aðalmaðurinn í liði Pacers í nótt. Hann skoraði aðeins 16 stig en var með 11 fráköst og fiskaði tæknivillu á James seint í leiknum og náði að trufla James ítrekað. „Lance spilar bara svolítið óhreint, þannig er það. Ég hefði átt að vera tilbúinn í það, ég hef vitað það lengi að það er ekki sá sem segir brandarann sem er skammaður heldur sá sem hlær og þeir náðu mér. Hann spilað samt vel,“ sagði James sem var með 27 stig, 11 stoðsendingar og 8 fráköst.Úrslit næturinnar: Charlotte Hornets - Utah Jazz 99-88 Indiana Pacers - Cleveland Cavaliers 97-95 Washington Wizards - Orlando Magic 125-119 Atlanta Hawks - Brooklyn Nets 105-110 Milwaukee Bucks - Golden State Warriors 94-108 Minnesota Timberwolves - New York Knicks 118-108 New Orleans Pelicans - Portland Trail Blazers 119-113 Denver Nuggets - Memphis Grizzlies 87-78 Phoenix Suns - Houston Rockets 95-112
NBA Mest lesið Í beinni: Stjarnan - Tindastóll | Stólarnir geta tryggt sér titilinn Körfubolti Glódís fagnaði titlunum í þýskum þjóðbúningi á troðfullu torgi Fótbolti Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Íslenski boltinn „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Körfubolti Í beinni: Afturelding - KR | Skemmtikraftarnir mæta í Mosfellsbæinn Íslenski boltinn Átti Henderson að fá rautt spjald? Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Íslenski boltinn Glæsimark Rice gulltryggði Arsenal Meistaradeildarsæti Enski boltinn Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Handbolti Stól kastað í höfuð markmanns Aberdeen Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Stjarnan - Tindastóll | Stólarnir geta tryggt sér titilinn „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Tap í fyrsta leik Alba Berlin Daníel tekur við KR Stjörnurnar fögnuðu og hátíð á götum New York eftir sigur á meisturunum Friðrik Ingi hættur með Hauka Hörður kominn undan feldinum Harkaði af sér veikindi og Nuggets tryggðu oddaleik Úlfarnir í úrslit vestursins Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð „Menn vissu bara upp á sig sökina“ „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Lovísa samskiptastjóri, „mini-mes“ og ástæðan fyrir engum leikhléum Vonast til að Giannis standist freistinguna og klári ferilinn hjá Milwaukee Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Aftur í Síkið: „Held að menn séu búnir að grafa þetta“ Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik „Að lokum var það betra liðið sem vann“ „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Tatum með slitna hásin Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Sjáðu stemmningsmyndbandið fyrir oddaleikinn „Mætum óttalaus“ Settu nýtt met í heppni og fá velja fyrstir Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Sjá meira