Um 90 prósent námsefnis í háskólum hérlendis er á ensku: "Menn heyra ensku látlaust á hverjum einasta degi” Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 12. janúar 2018 20:00 Niðurstöður rannsóknarinnar voru kynntar í Veröld - húsi Vigdísar, í dag. Vísir/GVA Um 90% námsefnis í háskólum hér á landi er á ensku en um þriðjungur háskólanema er illa undir það búinn þegar komið er upp á háskólastig. Opinber menntastefna hér á landi hefur ekki haldið í við þá þróun sem orðið hefur á málumhverfi almennings. Þetta kemur fram í nýrri bók sem byggir á sjö ára rannsókn íslenskra fræðimanna á áhrifum ensku sem alþjóðlegs tungumáls hér á landi. Ritstjórar bókarinnar kynntu efni hennar í Veröld - húsi Vigdísar í dag en rannsóknin náði til nemenda á grunn-, framhalds- og háskólastigi og til notkunar enskrar tungu í atvinnulífinu. Komast höfundar meðal annars að þeirri niðurstöðu að fólk skilur almennt meira heldur en það getur nýtt sér til gagns, einkum í atvinnulífinu og í háskólanámi. „Menn heyra ensku, látlaust á hverjum einasta degi, mjög stór hluti þjóðarinnar og þau lesa talsvert en þau tala mjög litla ensku og þau skrifa ennþá minni ensku,” segir Hafdís Ingvarsdóttir prófessor emeritus við HÍ og annar ritstjóri bókarinnar. Athygli vekur einnig sú ályktun höfunda að opinber menntastefna hér á landi hafi ekki haldið í við þróun málumhverfisins, sérstaklega hvað varðar það mikla stökk sem verður þegar komið er upp á háskólastig. „83% nemenda eiga í verulegum vandræðum með það að enskan kemur inn, það er að segja lesturinn er allur á ensku en prófið, matið, það er á íslensku,” segir Birna Arnbjörnsdóttir, professor við HÍ og annar ritstjóri bókarinnar. „Þarna er langt bil á milli og fólk áttar sig ekki á því að þarna er ekkert verið að nota sömu ensku og á Facebook.” Þær Hafdís og Birna vilja þó ekki meina að íslenskan sé á undanhaldi vegna mikillar notkunar ensku, þar kunni aftur á móti aðrir þættir að spila inn í. Þær binda vonir við að rannsóknin verði til þess að áherslur í námsskrá verði endurskoðaðar og enskan fái þann sess í menntakerfinu sem hún raunverulega hafi í íslensku samfélagi, bæði í leik og starfi. „Hún er bara mjög mikilvægt nytjatæki. Við höfum stundum grínast með að hún sé fyrir krökkunum bara eins og hvert annað app, það er nauðsynlegt að hafa þetta en það breytir því ekki að þau eru íslensk og vilja vera íslensk,” segir Hafdís. Íslenska á tækniöld Mest lesið Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Innlent Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Erlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Semja um vopnahlé Erlent Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Innlent Fleiri fréttir Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Sjá meira
Um 90% námsefnis í háskólum hér á landi er á ensku en um þriðjungur háskólanema er illa undir það búinn þegar komið er upp á háskólastig. Opinber menntastefna hér á landi hefur ekki haldið í við þá þróun sem orðið hefur á málumhverfi almennings. Þetta kemur fram í nýrri bók sem byggir á sjö ára rannsókn íslenskra fræðimanna á áhrifum ensku sem alþjóðlegs tungumáls hér á landi. Ritstjórar bókarinnar kynntu efni hennar í Veröld - húsi Vigdísar í dag en rannsóknin náði til nemenda á grunn-, framhalds- og háskólastigi og til notkunar enskrar tungu í atvinnulífinu. Komast höfundar meðal annars að þeirri niðurstöðu að fólk skilur almennt meira heldur en það getur nýtt sér til gagns, einkum í atvinnulífinu og í háskólanámi. „Menn heyra ensku, látlaust á hverjum einasta degi, mjög stór hluti þjóðarinnar og þau lesa talsvert en þau tala mjög litla ensku og þau skrifa ennþá minni ensku,” segir Hafdís Ingvarsdóttir prófessor emeritus við HÍ og annar ritstjóri bókarinnar. Athygli vekur einnig sú ályktun höfunda að opinber menntastefna hér á landi hafi ekki haldið í við þróun málumhverfisins, sérstaklega hvað varðar það mikla stökk sem verður þegar komið er upp á háskólastig. „83% nemenda eiga í verulegum vandræðum með það að enskan kemur inn, það er að segja lesturinn er allur á ensku en prófið, matið, það er á íslensku,” segir Birna Arnbjörnsdóttir, professor við HÍ og annar ritstjóri bókarinnar. „Þarna er langt bil á milli og fólk áttar sig ekki á því að þarna er ekkert verið að nota sömu ensku og á Facebook.” Þær Hafdís og Birna vilja þó ekki meina að íslenskan sé á undanhaldi vegna mikillar notkunar ensku, þar kunni aftur á móti aðrir þættir að spila inn í. Þær binda vonir við að rannsóknin verði til þess að áherslur í námsskrá verði endurskoðaðar og enskan fái þann sess í menntakerfinu sem hún raunverulega hafi í íslensku samfélagi, bæði í leik og starfi. „Hún er bara mjög mikilvægt nytjatæki. Við höfum stundum grínast með að hún sé fyrir krökkunum bara eins og hvert annað app, það er nauðsynlegt að hafa þetta en það breytir því ekki að þau eru íslensk og vilja vera íslensk,” segir Hafdís.
Íslenska á tækniöld Mest lesið Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Innlent Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Erlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Semja um vopnahlé Erlent Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Innlent Fleiri fréttir Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Sjá meira