Málefnalegt svar við skýrslu um jarðstrengi á Vestfjörðum
Skýrsla Metsco sem fjallar um Vestfirði er mjög almenns eðlis og tekur lítið sem ekkert tillit til aðstæðna á Vestfjörðum, hvorki jarðfræði né aðstæðum í raforkukerfi. Slikt getur verið afvegaleiðandi þar sem aðstæður í umhverfi og raforkukerfi hafa mikil áhrif á lagningu jarðstrengja.
Skýrsluhöfundar fara til dæmis rangt með mikilvæg atriði raforkukerfisins á Vestfjörðum. Því er haldið fram að einungis einn spennir sé í tengivirki Landsnets í við Mjólká. Það er rangt. Nýjum spenni var bætt við til að bæta afhendingaröryggi og hann tekinn í rekstur í janúar 2017. Þá er að skilja á umfjöllun um áreiðanleika að (N-1) afhendingaröryggi á Vestfjörðum sé náð fram í gegnum flutningskerfið. Svo er ekki. Á þeim hluta Vestfjarða sem það öryggi hefur náðst er það með díeslvaraaflstöðvum.
Staðhæfing um að Hvalárvirkjun auki ekki afhendingaröryggi raforku á Vestfjörðum er órökstudd. Að minnska kosti hluti bilana sem leiða til skerðinga í núverandi kerfi myndu ekki gera það ef Hvalárvirkjunar nyti við. Samkvæmt upplýsingum á skýringarmynd í skýrslunni fækkar bilanatilvikum um að minnsta kosti 14%. Hlutfallið ræðst af tengipunkti við kerfið sem hefur ekki verið ákveðinn.
Skýrsluhöfundar birta í samantektarkafla villandi framsetningu á áreiðanleika. Réttara er að nota tiltæki í stað bilanatíðni eins og gert er. Tiltæki línu er skilgreint sem bilanatíðni*viðgerðartími en skýrsluhöfundar taka viðgerðartíma ekki með í reikninginn. Á þessum grundvelli hefur Landvernd byggt staðhæfingar sínar að afhendingaröryggi tífaldist.
Skýrsluhöfundar birta tölur um tiltæki í töflu 4 í meginmáli skýrslunnar en tölurnar stemma ekki.
Skýrsluhöfundar nefna 5-9 daga sem dæmigerðan viðgerðartíma jarðstrengja. Það myndi hvarvetna þykja góður árangur. Til samanburðar má nefna að þegar bilun varð í streng frá Nesjavallavirkjun tók viðgerð á honum um þrjár vikur. Sá strengur er að öllu leyti betur í sveit settur en ef hann væri á Vestfjörðum hvað varðar aðgengi viðbragðsaðila, staðhætti og veðurfar.
Skýrsluhöfundar blanda saman á villandi hátt dreifi- og flutningskerfum. Í umfjöllun sinni um útbreitt rafmagnsleysi vegna stórveðra á Vestfjörðum árin 1991, 1995 og 2012 eru teknir til fjöldi brotinna staura í dreifikerfi RARIK. Slík áföll eru auðvitað kostnaðarsöm, því er ekki að neita, en kerfi RARIK er annað en kerfi Landsnets og það er Landsnet sem sér um þær flutningslínur sem verið er að leggja til að verði lagðar í jarðstreng. Hér er því verið að bera saman ólíka hluti.
Í skýrslunni er nefnt að tæknileg vandamál sem fylgja strenglögnum séu leysanleg. Það er rétt en afar kostnaðarsamt. Flest öll tæknileg vandamál í flutningskerfum má leysa ef fjármál eru ekki takmarkandi þáttur. Þetta er því afvegaleiðandi framsetning.
Í því samhengi er það mat okkar að kostnaður við lagningu jarðstrengja sé klárlega vanmetinn. Sérstaklega þegar kemur að kostnaði við jarðvinnu. Vísað er til þess að kostnaður við lagningu strengs sé venjulega þrisvar sinnum hærri en kostnaður við strenginn sjálfan. Það eru alþjóðleg meðaltöl en að jafnaði eru jarðvegsaðstæður mikið heppilegri en á Vestfjörðum. Fyrir liggur að stóran hluta leiðarinnar yrði að sprengja niður í klöpp oft við erfiðar aðstæður á stórgrýttu hálendi. Slíkt er margfalt dýrara og tímafrekara en að plægja niður streng í jarðvegsríku landi. Umhverfisspjöllin sem fylgja slíkri strenglögn eru svo önnur saga.
Samanburður á kostnaði við töp í kerfinu við stofnkostnað og töp í breyttu kerfi er óskýr, sérstaklega vantar þátt fjármagnskostnaðar. Ekkert er rætt um förgun í lok líftíma flutningslína.
Hér hafa verið talin upp nokkur af þeim atriðiðum í skýrslu Metsco, sem undirrituð telja röng eða villandi. Mikilvægt er að fara nánar yfir þau atriði og önnur mikilvæg mál þessu tengd í framhaldinu.
Það er hins vegar gleðiefni að hafin er málefnaleg umræða um raforkuflutning. Vonandi er þetta upphaf að slíkri umræðu.
Eymundur Sigurðsson, rafmagnsverkfræðingur hjá Lotu
Jón Skafti Gestsson, orku- og umhverfishagfræðingur hjá Lotu
Ólöf Helgadóttir, rafmagnsverkfræðingur hjá Lotu
Skoðun
Annars konar skoðun á hinu ósýnilega í lífi fólks
Matthildur Björnsdóttir skrifar
Evrópa og Bandaríkin í skugga hægri öfga
Reynir Böðvarsson skrifar
Lýðræðið í hættu – stjórnmálaflokkar án lýðræðislegrar uppbyggingar
Svanur Guðmundsson skrifar
Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar
Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Þú mátt nauðga ef einhver karl á internetinu leyfir þér það
Guðný S. Bjarnadóttir skrifar
Pólitíkin þá og nú
Ingibjörg Kristín Ingólfsdóttir skrifar
Þar lágu Danir í því: Stórveldi eiga hagsmuni, ekki vini?
Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Gagnlegar símarettur
Davíð Már Sigurðsson skrifar
Réttindagæsla fatlaðs fólks á valdi þekkingarleysis
Jón Þorsteinn Sigurðsson skrifar
Gerviverkalýðsfélagið Efling
Aðalgeir Ásvaldsson skrifar
Áhugamönnum um hagræðingu fjölgar
Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf
Inga Minelgaite skrifar
Sorg barna - fyrstu viðbrögð barna við missi
Matthildur Bjarnadóttir skrifar
Með styrka hönd á stýri í eigin lífi
Árni Sigurðsson skrifar
Hjólað inní framtíðinna
Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar
Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn.
Stefán Jón Hafstein skrifar
Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð
Sara María Júlíudóttir skrifar
Komdu út að „Vetrar-leika“ í Austurheiðum Reykjavíkur
Sara Björg Sigurðardóttir skrifar
Upprætum óttann við óttann
Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar
Hér er kona, um konu…
Vilborg Gunnarsdóttir skrifar
Vegna greinar Snorra Mássonar
Guðmundur Andri Thorsson skrifar
Ertu á krossgötum?
Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins?
Sigurjón Þórðarson skrifar
Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg?
Gunnar Ármannsson skrifar
Máttur kaffibollans
Ásta Kristín Sigurjónsdóttir skrifar
Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin
Einar Jóhannes Guðnason skrifar
Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands?
Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Árið 1975 er að banka
Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar?
Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar