Málefnalegt svar við skýrslu um jarðstrengi á Vestfjörðum Eymundur Sigurðsson og Jón Skafti Gestsson og Ólöf Helgadóttir skrifa 12. janúar 2018 13:40 Nýverið lét Landvernd vinna fyrir sig skýrslu um raforkuflutningskerfið á Vestfjörðum og vildi með því hvetja til málefnalegrar umræðu um flutningsmál raforku. Undirrituð fagna þessari hvatningu Landverndar. Við viljum því gera athugasemdir við þau atriði skýrslunnar sem orka tvímælis, eru afvegaleiðandi eða beinlínis röng. Skýrsla Metsco sem fjallar um Vestfirði er mjög almenns eðlis og tekur lítið sem ekkert tillit til aðstæðna á Vestfjörðum, hvorki jarðfræði né aðstæðum í raforkukerfi. Slikt getur verið afvegaleiðandi þar sem aðstæður í umhverfi og raforkukerfi hafa mikil áhrif á lagningu jarðstrengja. Skýrsluhöfundar fara til dæmis rangt með mikilvæg atriði raforkukerfisins á Vestfjörðum. Því er haldið fram að einungis einn spennir sé í tengivirki Landsnets í við Mjólká. Það er rangt. Nýjum spenni var bætt við til að bæta afhendingaröryggi og hann tekinn í rekstur í janúar 2017. Þá er að skilja á umfjöllun um áreiðanleika að (N-1) afhendingaröryggi á Vestfjörðum sé náð fram í gegnum flutningskerfið. Svo er ekki. Á þeim hluta Vestfjarða sem það öryggi hefur náðst er það með díeslvaraaflstöðvum. Staðhæfing um að Hvalárvirkjun auki ekki afhendingaröryggi raforku á Vestfjörðum er órökstudd. Að minnska kosti hluti bilana sem leiða til skerðinga í núverandi kerfi myndu ekki gera það ef Hvalárvirkjunar nyti við. Samkvæmt upplýsingum á skýringarmynd í skýrslunni fækkar bilanatilvikum um að minnsta kosti 14%. Hlutfallið ræðst af tengipunkti við kerfið sem hefur ekki verið ákveðinn. Skýrsluhöfundar birta í samantektarkafla villandi framsetningu á áreiðanleika. Réttara er að nota tiltæki í stað bilanatíðni eins og gert er. Tiltæki línu er skilgreint sem bilanatíðni*viðgerðartími en skýrsluhöfundar taka viðgerðartíma ekki með í reikninginn. Á þessum grundvelli hefur Landvernd byggt staðhæfingar sínar að afhendingaröryggi tífaldist. Skýrsluhöfundar birta tölur um tiltæki í töflu 4 í meginmáli skýrslunnar en tölurnar stemma ekki. Skýrsluhöfundar nefna 5-9 daga sem dæmigerðan viðgerðartíma jarðstrengja. Það myndi hvarvetna þykja góður árangur. Til samanburðar má nefna að þegar bilun varð í streng frá Nesjavallavirkjun tók viðgerð á honum um þrjár vikur. Sá strengur er að öllu leyti betur í sveit settur en ef hann væri á Vestfjörðum hvað varðar aðgengi viðbragðsaðila, staðhætti og veðurfar. Skýrsluhöfundar blanda saman á villandi hátt dreifi- og flutningskerfum. Í umfjöllun sinni um útbreitt rafmagnsleysi vegna stórveðra á Vestfjörðum árin 1991, 1995 og 2012 eru teknir til fjöldi brotinna staura í dreifikerfi RARIK. Slík áföll eru auðvitað kostnaðarsöm, því er ekki að neita, en kerfi RARIK er annað en kerfi Landsnets og það er Landsnet sem sér um þær flutningslínur sem verið er að leggja til að verði lagðar í jarðstreng. Hér er því verið að bera saman ólíka hluti. Í skýrslunni er nefnt að tæknileg vandamál sem fylgja strenglögnum séu leysanleg. Það er rétt en afar kostnaðarsamt. Flest öll tæknileg vandamál í flutningskerfum má leysa ef fjármál eru ekki takmarkandi þáttur. Þetta er því afvegaleiðandi framsetning. Í því samhengi er það mat okkar að kostnaður við lagningu jarðstrengja sé klárlega vanmetinn. Sérstaklega þegar kemur að kostnaði við jarðvinnu. Vísað er til þess að kostnaður við lagningu strengs sé venjulega þrisvar sinnum hærri en kostnaður við strenginn sjálfan. Það eru alþjóðleg meðaltöl en að jafnaði eru jarðvegsaðstæður mikið heppilegri en á Vestfjörðum. Fyrir liggur að stóran hluta leiðarinnar yrði að sprengja niður í klöpp oft við erfiðar aðstæður á stórgrýttu hálendi. Slíkt er margfalt dýrara og tímafrekara en að plægja niður streng í jarðvegsríku landi. Umhverfisspjöllin sem fylgja slíkri strenglögn eru svo önnur saga. Samanburður á kostnaði við töp í kerfinu við stofnkostnað og töp í breyttu kerfi er óskýr, sérstaklega vantar þátt fjármagnskostnaðar. Ekkert er rætt um förgun í lok líftíma flutningslína. Hér hafa verið talin upp nokkur af þeim atriðiðum í skýrslu Metsco, sem undirrituð telja röng eða villandi. Mikilvægt er að fara nánar yfir þau atriði og önnur mikilvæg mál þessu tengd í framhaldinu. Það er hins vegar gleðiefni að hafin er málefnaleg umræða um raforkuflutning. Vonandi er þetta upphaf að slíkri umræðu.Eymundur Sigurðsson, rafmagnsverkfræðingur hjá LotuJón Skafti Gestsson, orku- og umhverfishagfræðingur hjá LotuÓlöf Helgadóttir, rafmagnsverkfræðingur hjá Lotu Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Skafti Gestsson Mest lesið Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fjölmenningarborgin Reykjavík - með stóru Effi Sabine Leskopf skrifar Skoðun Á öllum tímum í sögunni hafa verið til Pönkarar Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Hlutverk hverfa í borgarstefnu Óskar Dýrmundur Ólafsson skrifar Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson skrifar Skoðun Að hafa eða að vera Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland skrifar Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Formúlu fyrir sigri? Nei takk. Guðmundur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg skrifar Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Viðskiptafrelsi og hátækniiðnaður Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Sjá meira
Nýverið lét Landvernd vinna fyrir sig skýrslu um raforkuflutningskerfið á Vestfjörðum og vildi með því hvetja til málefnalegrar umræðu um flutningsmál raforku. Undirrituð fagna þessari hvatningu Landverndar. Við viljum því gera athugasemdir við þau atriði skýrslunnar sem orka tvímælis, eru afvegaleiðandi eða beinlínis röng. Skýrsla Metsco sem fjallar um Vestfirði er mjög almenns eðlis og tekur lítið sem ekkert tillit til aðstæðna á Vestfjörðum, hvorki jarðfræði né aðstæðum í raforkukerfi. Slikt getur verið afvegaleiðandi þar sem aðstæður í umhverfi og raforkukerfi hafa mikil áhrif á lagningu jarðstrengja. Skýrsluhöfundar fara til dæmis rangt með mikilvæg atriði raforkukerfisins á Vestfjörðum. Því er haldið fram að einungis einn spennir sé í tengivirki Landsnets í við Mjólká. Það er rangt. Nýjum spenni var bætt við til að bæta afhendingaröryggi og hann tekinn í rekstur í janúar 2017. Þá er að skilja á umfjöllun um áreiðanleika að (N-1) afhendingaröryggi á Vestfjörðum sé náð fram í gegnum flutningskerfið. Svo er ekki. Á þeim hluta Vestfjarða sem það öryggi hefur náðst er það með díeslvaraaflstöðvum. Staðhæfing um að Hvalárvirkjun auki ekki afhendingaröryggi raforku á Vestfjörðum er órökstudd. Að minnska kosti hluti bilana sem leiða til skerðinga í núverandi kerfi myndu ekki gera það ef Hvalárvirkjunar nyti við. Samkvæmt upplýsingum á skýringarmynd í skýrslunni fækkar bilanatilvikum um að minnsta kosti 14%. Hlutfallið ræðst af tengipunkti við kerfið sem hefur ekki verið ákveðinn. Skýrsluhöfundar birta í samantektarkafla villandi framsetningu á áreiðanleika. Réttara er að nota tiltæki í stað bilanatíðni eins og gert er. Tiltæki línu er skilgreint sem bilanatíðni*viðgerðartími en skýrsluhöfundar taka viðgerðartíma ekki með í reikninginn. Á þessum grundvelli hefur Landvernd byggt staðhæfingar sínar að afhendingaröryggi tífaldist. Skýrsluhöfundar birta tölur um tiltæki í töflu 4 í meginmáli skýrslunnar en tölurnar stemma ekki. Skýrsluhöfundar nefna 5-9 daga sem dæmigerðan viðgerðartíma jarðstrengja. Það myndi hvarvetna þykja góður árangur. Til samanburðar má nefna að þegar bilun varð í streng frá Nesjavallavirkjun tók viðgerð á honum um þrjár vikur. Sá strengur er að öllu leyti betur í sveit settur en ef hann væri á Vestfjörðum hvað varðar aðgengi viðbragðsaðila, staðhætti og veðurfar. Skýrsluhöfundar blanda saman á villandi hátt dreifi- og flutningskerfum. Í umfjöllun sinni um útbreitt rafmagnsleysi vegna stórveðra á Vestfjörðum árin 1991, 1995 og 2012 eru teknir til fjöldi brotinna staura í dreifikerfi RARIK. Slík áföll eru auðvitað kostnaðarsöm, því er ekki að neita, en kerfi RARIK er annað en kerfi Landsnets og það er Landsnet sem sér um þær flutningslínur sem verið er að leggja til að verði lagðar í jarðstreng. Hér er því verið að bera saman ólíka hluti. Í skýrslunni er nefnt að tæknileg vandamál sem fylgja strenglögnum séu leysanleg. Það er rétt en afar kostnaðarsamt. Flest öll tæknileg vandamál í flutningskerfum má leysa ef fjármál eru ekki takmarkandi þáttur. Þetta er því afvegaleiðandi framsetning. Í því samhengi er það mat okkar að kostnaður við lagningu jarðstrengja sé klárlega vanmetinn. Sérstaklega þegar kemur að kostnaði við jarðvinnu. Vísað er til þess að kostnaður við lagningu strengs sé venjulega þrisvar sinnum hærri en kostnaður við strenginn sjálfan. Það eru alþjóðleg meðaltöl en að jafnaði eru jarðvegsaðstæður mikið heppilegri en á Vestfjörðum. Fyrir liggur að stóran hluta leiðarinnar yrði að sprengja niður í klöpp oft við erfiðar aðstæður á stórgrýttu hálendi. Slíkt er margfalt dýrara og tímafrekara en að plægja niður streng í jarðvegsríku landi. Umhverfisspjöllin sem fylgja slíkri strenglögn eru svo önnur saga. Samanburður á kostnaði við töp í kerfinu við stofnkostnað og töp í breyttu kerfi er óskýr, sérstaklega vantar þátt fjármagnskostnaðar. Ekkert er rætt um förgun í lok líftíma flutningslína. Hér hafa verið talin upp nokkur af þeim atriðiðum í skýrslu Metsco, sem undirrituð telja röng eða villandi. Mikilvægt er að fara nánar yfir þau atriði og önnur mikilvæg mál þessu tengd í framhaldinu. Það er hins vegar gleðiefni að hafin er málefnaleg umræða um raforkuflutning. Vonandi er þetta upphaf að slíkri umræðu.Eymundur Sigurðsson, rafmagnsverkfræðingur hjá LotuJón Skafti Gestsson, orku- og umhverfishagfræðingur hjá LotuÓlöf Helgadóttir, rafmagnsverkfræðingur hjá Lotu
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar