Flatbotna skór og grófir saumar Ritstjórn skrifar 11. janúar 2018 19:30 Glamour/Getty Þó að vorið sé ekki komið þá eru haustlínurnar samt farnar að streyma inn, eða þessar millilínur sem koma í búðir í byrjun sumars. Franska tískuhúsið Carven birti myndir af sinni línu í dag, og verður að segjast að hún lofar nokkuð góðu. Myndirnar eru nokkuð skemmtilegar, þar sem þetta lítur út fyrir að vera stelpa í herberginu sínu, sem veit hreinlega ekkert í hverju hún á að fara. Litirnir eru brúnir, bleikir, ljósbláir og rauðir, sem tónar allt vel saman í dressinu sjálfu. Allir skórnir eru flatbotna, en tískuhúsin eru farin að færa sig frá háu pinnahælunum og farin að hugsa um þægindin, eins og kúnninn sjálfur. Grófa sauma og andstæður má finna í kápum og jökkum, og einnig íþróttalegar prjónapeysur. Mikið er um mynstur og skemmtilegar litasamsetningar. Línan er sjálf mjög klæðileg og margar flíkur sem maður gæti hugsað sér klæðast. Tískuvikan byrjar síðan af alvöru í febrúar þar sem gaman verður að sjá hvernig línurnar hafa þróast. Mest lesið Grár varalitur Gigi Hadid Glamour Bak við tjöldin með Ellingsen og Glamour Glamour Veittu ósöluhæfum fatnaði nýtt líf Glamour Kendall Jenner með langan slóða í Cannes Glamour Ashley Graham er andlit haustherferðar Lindex Glamour Bowie þema í afmæli Kate Moss Glamour Framleiðsla Chanel No.5 í hættu Glamour Harry Styles gefur út sína fyrstu smáskífu Glamour Kylie Jenner klæddi sig upp sem Christina Aguilera á hrekkjavökunni Glamour "Woody Allen myndi leika mig í bíómynd“ Glamour
Þó að vorið sé ekki komið þá eru haustlínurnar samt farnar að streyma inn, eða þessar millilínur sem koma í búðir í byrjun sumars. Franska tískuhúsið Carven birti myndir af sinni línu í dag, og verður að segjast að hún lofar nokkuð góðu. Myndirnar eru nokkuð skemmtilegar, þar sem þetta lítur út fyrir að vera stelpa í herberginu sínu, sem veit hreinlega ekkert í hverju hún á að fara. Litirnir eru brúnir, bleikir, ljósbláir og rauðir, sem tónar allt vel saman í dressinu sjálfu. Allir skórnir eru flatbotna, en tískuhúsin eru farin að færa sig frá háu pinnahælunum og farin að hugsa um þægindin, eins og kúnninn sjálfur. Grófa sauma og andstæður má finna í kápum og jökkum, og einnig íþróttalegar prjónapeysur. Mikið er um mynstur og skemmtilegar litasamsetningar. Línan er sjálf mjög klæðileg og margar flíkur sem maður gæti hugsað sér klæðast. Tískuvikan byrjar síðan af alvöru í febrúar þar sem gaman verður að sjá hvernig línurnar hafa þróast.
Mest lesið Grár varalitur Gigi Hadid Glamour Bak við tjöldin með Ellingsen og Glamour Glamour Veittu ósöluhæfum fatnaði nýtt líf Glamour Kendall Jenner með langan slóða í Cannes Glamour Ashley Graham er andlit haustherferðar Lindex Glamour Bowie þema í afmæli Kate Moss Glamour Framleiðsla Chanel No.5 í hættu Glamour Harry Styles gefur út sína fyrstu smáskífu Glamour Kylie Jenner klæddi sig upp sem Christina Aguilera á hrekkjavökunni Glamour "Woody Allen myndi leika mig í bíómynd“ Glamour