Hundruð milljóna í ríkissjóð frá skipulagðri brotastarfsemi Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 11. janúar 2018 07:15 Betur má ef duga skal, segir lögregla, sem ætlar að spýta í lófana í þessum efnum og leggja meiri áherslu á að uppræta skipulagða brotastarfsemi. Fréttablaðið/Stefán Íslensk lögregluyfirvöld hafa á síðustu tveimur árum haldlagt tæplega 78 milljónir króna, oftast nær í málum er varða fíkniefnaviðskipti. Búast má við að upphæðin verði mun hærri í ár eftir umfangsmiklar aðgerðir hér á landi sem leiddu til upptöku á hátt í 200 milljónum króna. Haldlagðir fjármunir renna beint í ríkissjóð eftir að dómur þess efnis fellur. Lögreglan lagði hald á rúmlega 50,4 milljónir króna í níutíu málum árið 2016 og um 27 milljónir króna í 87 málum í fyrra. Oftast er um að ræða fíkniefnamál, en einnig fölsunarmál auk annarra fjársvikamála. Inni í þessum tölum eru ekki þeir fjármunir sem gerðir voru upptækir í Euro Market-málinu svokallaða, en þeir eru taldir nema um 200 milljónum íslenskra króna. Inni í þeim eru húseignir og hlutir í fyrirtækjum, svo fátt eitt sé nefnt.Grímur Grímsson, yfirmaður miðlægrar rannsóknardeildar lögreglu.Fréttablaðið/Anton BrinkGrímur Grímsson, yfirmaður miðlægrar rannsóknardeildar, segir að mikil áhersla sé lögð á að uppræta skipulagða brotastarfsemi. Hins vegar megi alltaf betur fara og að hafin sé vinna við að breyta verkferlum innan lögreglunnar. „Ég get ekki sagt að við séum ánægð með þennan árangur, því við teljum að það sé meiri afrakstur af skipulagðri brotastarfsemi en svo að við náum nema litlu broti af henni. Og það er það sem við viljum gera – að ná afrakstrinum. Við erum að breyta skipulagi okkar þannig að við getum náð betri árangri í þessum efnum,“ segir hann. Tveir pólskir karlmenn eru í gæsluvarðhaldi vegna gruns um aðild að alþjóðlegum glæpasamtökum sem talin eru hafa stundað peningaþvætti á Íslandi. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins eru mennirnir tveir eigandi og framkvæmdastjóri smávöruverslunarinnar Euro Market í Hamraborg og eru grunaðir um skipulagða glæpastarfsemi, fíkniefnainnflutning, peningaþvætti og fjársvik. Gæsluvarðhaldsúrskurðurinn rennur út í vikulok en ekki hefur verið tekin afstaða til þess hvort farið verði fram á áframhaldandi varðhald. Fjölmargir hafa verið yfirheyrðir í tengslum við málið á undanförnum vikum og rannsókn þess ólokið. Samkvæmt upplýsingum frá dómsmálaráðuneytinu eru fjármunir sem gerðir eru upptækir samkvæmt dómi ekki eyrnamerktir. Hins vegar séu tvær undantekningar; ef um er að ræða fiskveiðilagabrot rennur andvirði afla og veiðarfæra í landhelgissjóð, og ef maður hefur hlotið tjón af broti geti uppteknu fé verið ráðstafað til hans. Dómsmál Birtist í Fréttablaðinu Lögreglumál Tengdar fréttir Euro Market viðriðið glæpahringinn Grunur leikur á að verslunarfyrirtækið Market ehf. tengist umfangsmiklu sakamáli sem greint var frá á blaðamannafundi í gærdag og teygir anga sína til Íslands. Lögreglan fór í húsleitir í pólskum smávöruverslunum Euro Market. 19. desember 2017 04:00 Fara fram á þriggja vikna einangrun Mennirnir hafa verið í einangrun í tíu daga. Krafist er 21 dags einangrunar í viðbót. 22. desember 2017 16:08 Staðfesti gæsluvarðhald yfir tveimur Pólverjum Mennirnir eru grunaðir um aðild að skipulögðum glæpasamtökum og munu sitja í gæsluvarðhaldi til 12. janúar. 22. desember 2017 17:15 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Innlent Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Erlent Fleiri fréttir Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Sjá meira
Íslensk lögregluyfirvöld hafa á síðustu tveimur árum haldlagt tæplega 78 milljónir króna, oftast nær í málum er varða fíkniefnaviðskipti. Búast má við að upphæðin verði mun hærri í ár eftir umfangsmiklar aðgerðir hér á landi sem leiddu til upptöku á hátt í 200 milljónum króna. Haldlagðir fjármunir renna beint í ríkissjóð eftir að dómur þess efnis fellur. Lögreglan lagði hald á rúmlega 50,4 milljónir króna í níutíu málum árið 2016 og um 27 milljónir króna í 87 málum í fyrra. Oftast er um að ræða fíkniefnamál, en einnig fölsunarmál auk annarra fjársvikamála. Inni í þessum tölum eru ekki þeir fjármunir sem gerðir voru upptækir í Euro Market-málinu svokallaða, en þeir eru taldir nema um 200 milljónum íslenskra króna. Inni í þeim eru húseignir og hlutir í fyrirtækjum, svo fátt eitt sé nefnt.Grímur Grímsson, yfirmaður miðlægrar rannsóknardeildar lögreglu.Fréttablaðið/Anton BrinkGrímur Grímsson, yfirmaður miðlægrar rannsóknardeildar, segir að mikil áhersla sé lögð á að uppræta skipulagða brotastarfsemi. Hins vegar megi alltaf betur fara og að hafin sé vinna við að breyta verkferlum innan lögreglunnar. „Ég get ekki sagt að við séum ánægð með þennan árangur, því við teljum að það sé meiri afrakstur af skipulagðri brotastarfsemi en svo að við náum nema litlu broti af henni. Og það er það sem við viljum gera – að ná afrakstrinum. Við erum að breyta skipulagi okkar þannig að við getum náð betri árangri í þessum efnum,“ segir hann. Tveir pólskir karlmenn eru í gæsluvarðhaldi vegna gruns um aðild að alþjóðlegum glæpasamtökum sem talin eru hafa stundað peningaþvætti á Íslandi. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins eru mennirnir tveir eigandi og framkvæmdastjóri smávöruverslunarinnar Euro Market í Hamraborg og eru grunaðir um skipulagða glæpastarfsemi, fíkniefnainnflutning, peningaþvætti og fjársvik. Gæsluvarðhaldsúrskurðurinn rennur út í vikulok en ekki hefur verið tekin afstaða til þess hvort farið verði fram á áframhaldandi varðhald. Fjölmargir hafa verið yfirheyrðir í tengslum við málið á undanförnum vikum og rannsókn þess ólokið. Samkvæmt upplýsingum frá dómsmálaráðuneytinu eru fjármunir sem gerðir eru upptækir samkvæmt dómi ekki eyrnamerktir. Hins vegar séu tvær undantekningar; ef um er að ræða fiskveiðilagabrot rennur andvirði afla og veiðarfæra í landhelgissjóð, og ef maður hefur hlotið tjón af broti geti uppteknu fé verið ráðstafað til hans.
Dómsmál Birtist í Fréttablaðinu Lögreglumál Tengdar fréttir Euro Market viðriðið glæpahringinn Grunur leikur á að verslunarfyrirtækið Market ehf. tengist umfangsmiklu sakamáli sem greint var frá á blaðamannafundi í gærdag og teygir anga sína til Íslands. Lögreglan fór í húsleitir í pólskum smávöruverslunum Euro Market. 19. desember 2017 04:00 Fara fram á þriggja vikna einangrun Mennirnir hafa verið í einangrun í tíu daga. Krafist er 21 dags einangrunar í viðbót. 22. desember 2017 16:08 Staðfesti gæsluvarðhald yfir tveimur Pólverjum Mennirnir eru grunaðir um aðild að skipulögðum glæpasamtökum og munu sitja í gæsluvarðhaldi til 12. janúar. 22. desember 2017 17:15 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Innlent Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Erlent Fleiri fréttir Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Sjá meira
Euro Market viðriðið glæpahringinn Grunur leikur á að verslunarfyrirtækið Market ehf. tengist umfangsmiklu sakamáli sem greint var frá á blaðamannafundi í gærdag og teygir anga sína til Íslands. Lögreglan fór í húsleitir í pólskum smávöruverslunum Euro Market. 19. desember 2017 04:00
Fara fram á þriggja vikna einangrun Mennirnir hafa verið í einangrun í tíu daga. Krafist er 21 dags einangrunar í viðbót. 22. desember 2017 16:08
Staðfesti gæsluvarðhald yfir tveimur Pólverjum Mennirnir eru grunaðir um aðild að skipulögðum glæpasamtökum og munu sitja í gæsluvarðhaldi til 12. janúar. 22. desember 2017 17:15