James Franco hafnar ásökunum um kynferðislega áreitni Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 10. janúar 2018 18:18 Franco hefur áður verið sakaður um ósæmilega hegðun í garð 17 ára stúlku. Vísir/Getty Leikarinn og leikstjórinn James Franco segir ásakanir á hendur honum um kynferðislega áreitni ekki réttar. Mikil umræða skapaðist um Franco í kjölfar Golden Globe verðlaunanna þar sem hann vann til verðlauna fyrir hlutverk sitt sem Tommy Wiseau í myndinni The Disaster Artist. Mörgum þótti óviðeigandi að Franco væri með „Time‘s Up“ nælu til að styðja herferð kvenna um að kynferðisleg áreitni muni ekki lengur líðast á vinnustöðum, þá sérstaklega í skemmtanaiðnaðinum. Leikkonan Ally Sheedy tók til Twitter og sagði að Franco væri skýrt dæmi um hvers vegna hún hafi ákveðið að hætta í kvikmynda og sjónvarpsiðnaðinum. Sheedy hefur síðan eytt tístum sínum um Franco en nokkur önnur standa enn. Til dæmis frásögn Sarah Tither-Kaplan sem sagði að Franco hefði fyrir örfáum vikum sagt henni að nektaratriði sem hún hafi þurft að leika í í tveimur myndum Franco fyrir 100 dollara á dal hafi ekki verið misnotkun á aðstæðum vegna þess að hún hafi skrifað undir samning þess efnis. Hey James Franco, nice #timesup pin at the #GoldenGlobes , remember a few weeks ago when you told me the full nudity you had me do in two of your movies for $100/day wasn't exploitative because I signed a contract to do it? Times up on that!— Sarah Tither-Kaplan (@sarahtk) January 8, 2018 Önnur kona, Violet Paley, segir að Franco hafi þrýst höfði sínu að getnaðarlim hans. Þá hafi hann einnig beðið vinkonu hennar að hitta sig á hótelherbergi þegar hún var 17 ára gömul. Þá hafði Franco verið sakaður um að gera hosur sínar grænar fyrir annarri 17 ára stúlku. Það vakti athygli fjölmiðla árið 2014 þegar Franco var 35 ára. Cute #TIMESUP pin James Franco. Remember the time you pushed my head down in a car towards your exposed penis & that other time you told my friend to come to your hotel when she was 17? After you had already been caught doing that to a different 17 year old?— Violet Paley (@VioletPaley) January 8, 2018 Franco ræddi þessar ásakanir í viðtali við Stephen Colbert í spjallþætti hins síðarnefnda. Þar sagðist hann ekki sjálfur hafa séð tístin þar sem hann er sakaður um ósæmilega hegðun en að honum hafi verið bent á þau. Hann segir þau ekki rétt og segist ekki vita hvers vegna Ally Sheedy sé honum reið, en þau unnu saman þegar Franco leikstýrði Sheedy í leikriti árið 2014. „Ég hef ekki hugmynd um af hverju hún var reið,“ sagði Franco. „Hinar, sjáðu til, ég er stoltur af því að taka ábyrgð á því sem ég geri. Ég verð að gera það til að viðhalda eigin geðheilsu. Ég geri það þegar ég veit að eitthvað er að eða að ég þarf að breyta einhverju. Ég er mjög meðvitaður um það.“ „Hlutirnir sem ég frétti að væru á Twitter eru ekki réttir, en ég styð fólk fullkomlega við að stíga fram og láta rödd sína heyrast því þessi hópur hefur verið raddlaus í svo langan tíma. Ég vil ekki þagga niður í þeim á neinn hátt. Þetta er að mínu mati af hinu góða og ég styð þetta.“ Franco átti að koma fram ásamt bróður sínum Dave Franco á viðburði á vegum The New York Times til að ræða kvikmyndina The Disaster Artist í dag en hætt var við viðburðinn eftir að umræða um athæfi Franco kom upp í vikunni. MeToo Bandaríkin Hollywood Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Innlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Fleiri fréttir Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sjá meira
Leikarinn og leikstjórinn James Franco segir ásakanir á hendur honum um kynferðislega áreitni ekki réttar. Mikil umræða skapaðist um Franco í kjölfar Golden Globe verðlaunanna þar sem hann vann til verðlauna fyrir hlutverk sitt sem Tommy Wiseau í myndinni The Disaster Artist. Mörgum þótti óviðeigandi að Franco væri með „Time‘s Up“ nælu til að styðja herferð kvenna um að kynferðisleg áreitni muni ekki lengur líðast á vinnustöðum, þá sérstaklega í skemmtanaiðnaðinum. Leikkonan Ally Sheedy tók til Twitter og sagði að Franco væri skýrt dæmi um hvers vegna hún hafi ákveðið að hætta í kvikmynda og sjónvarpsiðnaðinum. Sheedy hefur síðan eytt tístum sínum um Franco en nokkur önnur standa enn. Til dæmis frásögn Sarah Tither-Kaplan sem sagði að Franco hefði fyrir örfáum vikum sagt henni að nektaratriði sem hún hafi þurft að leika í í tveimur myndum Franco fyrir 100 dollara á dal hafi ekki verið misnotkun á aðstæðum vegna þess að hún hafi skrifað undir samning þess efnis. Hey James Franco, nice #timesup pin at the #GoldenGlobes , remember a few weeks ago when you told me the full nudity you had me do in two of your movies for $100/day wasn't exploitative because I signed a contract to do it? Times up on that!— Sarah Tither-Kaplan (@sarahtk) January 8, 2018 Önnur kona, Violet Paley, segir að Franco hafi þrýst höfði sínu að getnaðarlim hans. Þá hafi hann einnig beðið vinkonu hennar að hitta sig á hótelherbergi þegar hún var 17 ára gömul. Þá hafði Franco verið sakaður um að gera hosur sínar grænar fyrir annarri 17 ára stúlku. Það vakti athygli fjölmiðla árið 2014 þegar Franco var 35 ára. Cute #TIMESUP pin James Franco. Remember the time you pushed my head down in a car towards your exposed penis & that other time you told my friend to come to your hotel when she was 17? After you had already been caught doing that to a different 17 year old?— Violet Paley (@VioletPaley) January 8, 2018 Franco ræddi þessar ásakanir í viðtali við Stephen Colbert í spjallþætti hins síðarnefnda. Þar sagðist hann ekki sjálfur hafa séð tístin þar sem hann er sakaður um ósæmilega hegðun en að honum hafi verið bent á þau. Hann segir þau ekki rétt og segist ekki vita hvers vegna Ally Sheedy sé honum reið, en þau unnu saman þegar Franco leikstýrði Sheedy í leikriti árið 2014. „Ég hef ekki hugmynd um af hverju hún var reið,“ sagði Franco. „Hinar, sjáðu til, ég er stoltur af því að taka ábyrgð á því sem ég geri. Ég verð að gera það til að viðhalda eigin geðheilsu. Ég geri það þegar ég veit að eitthvað er að eða að ég þarf að breyta einhverju. Ég er mjög meðvitaður um það.“ „Hlutirnir sem ég frétti að væru á Twitter eru ekki réttir, en ég styð fólk fullkomlega við að stíga fram og láta rödd sína heyrast því þessi hópur hefur verið raddlaus í svo langan tíma. Ég vil ekki þagga niður í þeim á neinn hátt. Þetta er að mínu mati af hinu góða og ég styð þetta.“ Franco átti að koma fram ásamt bróður sínum Dave Franco á viðburði á vegum The New York Times til að ræða kvikmyndina The Disaster Artist í dag en hætt var við viðburðinn eftir að umræða um athæfi Franco kom upp í vikunni.
MeToo Bandaríkin Hollywood Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Innlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Fleiri fréttir Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sjá meira
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna
„Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“