Öldruðum áfram haldið niðri við fátæktarmörk Björgvin Guðmundsson skrifar 11. janúar 2018 07:00 Samkvæmt fjárlagafrumvarpinu fyrir 2018 á lífeyrir hjá einhleypum öldruðum og öryrkjum að hækka um 4,7% frá áramótum. Auk þess kemur örlítil hækkun til viðbótar til þess að upphæð lífeyris einstaklinga fyrir skatt nái 300 þúsund á mánuði í samræmi við það, sem ákveðið var í tíð ríkisstjórnar Sigurðar Inga, þegar ný lög um almannatryggingar voru samþykkt á Alþingi. Þá var ákveðið að lífeyrir mundi hækka árið 2018 í sömu fjárhæð og lágmarkslaun en þau verða 300 þúsund á mánuði fyrir skatt. 5% verkafólks eru á lágmarkslaunum en hinir sem betur fer á hærri töxtum. Því er það furðulegt, að lífeyrir aldraðra skuli miðaður við slíkan pappírstaxta. En á þennan hátt er tryggt að aldraðir og öryrkjar séu áfram niðri við fátæktarmörk! Nýja ríkisstjórnin, sem er undir forsæti Katrínar Jakobsdóttur, hækkaði ekkert lífeyri aldraðra og öryrkja í jólamánuðinum. Aldraðir og öryrkjar, sem einungis hafa lífeyri frá almannatryggingum og engan lífeyrissjóð voru látnir halda jólin með 197 þúsund kr. í lífeyri eftir skatt í mánuðinum, þeir sem eru í sambúð eða hjónabandi. Og einhleypir fengu 230 þúsund kr. eftir skatt í mánuðinum. Þetta var jólagjöf ríkisstjórnar Vinstri grænna til aldraðra og öryrkja og allir geta litið í eigin barm og séð, að ekki er unnt að halda jól á þessari hungurlús. Það er ekki einu sinni unnt að greiða öll brýnustu útgjöld af þessu lítilræði. Lyf eða læknishjálp verða oft útundan en það er mannréttindabrot. Jólamaturinn verður fábrotinn, þegar stjórnvöld skammta öldruðum og öryrkjum svona naumt. Og erfitt er fyrir afa og ömmu, langafa og langömmu að gefa jólagjafir, þegar ríkisstjórnin þrýstir lífeyrinum svona niður. Það breytir engu þó lífeyrir hækki í byrjun árs 2018 um 4,7%. Bæði Öryrkjabandalag Íslands, ÖBÍ, og Landssamband eldri borgara hafa mótmælt því við stjórnvöld, að svo naumt eigi að skammta öldruðum og öryrkjum áfram. Aðeins 29% öryrkja fá örlitla viðbótarhækkun! Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður Öryrkjabandalags Íslands, var í viðtali á Hringbraut, sjónvarpsstöð. Hún sagðist ekki skilja hvernig kjararáð, ríkisstofnun, úrskurðaði á grundvelli laga og launaþróunar, að laun stjórnmálamanna og embættismanna ættu að hækka um marga tugi prósenta og langt til baka á sama tíma og ríkisvaldið úrskurðaði að á grundvelli 69. greinar laga um almannatryggingar, sem einnig ætti að byggja á launaþróun, að laun öryrkja (og aldraðra) ættu að hækka um 4,7%. (Launahækkun þingmanna 2016 44%, laun 1,1 milljón fyrir utan aukagreiðslur, launahækkun ráðherra 36%, laun 1,8 milljón fyrir utan aukagreiðslur, laun forsætisráðherra hækkuð í rúmar tvær millj. fyrir utan aukagreiðslur. Þetta gerðist haustið 2016 en fyrr á árinu, 1. júní, höfðu þessir aðilar einnig fengið mikla hækkun). Meðallaun í landinu eru tæpar 700 þúsund kr. fyrir skatt. Það er því ljóst, að það stenst ekki að halda lífeyri aldraðra og öryrkja svo langt niðri eins raun ber vitni. Það er furðulegt, að Vinstri grænir, sem kalla sig róttækan vinstri flokk, skuli standa að því að níðast á þennan hátt á kjörum aldraðra og öryrkja. Í umræddu viðtali við Þuríði Hörpu Sigurðardóttur, formann ÖBÍ, á Hringbraut sagði hún frá því, að svo virtist sem stjórnvöld vildu að kjarabætur, sem öryrkjar hugsanlega fengju, yrðu einhvers konar skiptimynt gegn því að þeir samþykktu starfsgetumat. En stjórnvöld hafa um tveggja ára skeið þrýst mjög á, að öryrkjar samþykktu starfsgetumat. Ríkisstjórn Sigurðar Inga og Bjarna Ben. lagði mikla áherslu á það 2016 við afgreiðslu á nýjum lögum um almannatryggingar. Ríkisstjórn Sigurðar Inga gekk svo langt gegn Öryrkjabandalaginu, að hún beitti það þvingunaraðgerðum. Þegar ÖBÍ var ekki tilbúið að samþykkja starfsgetumatið strax, vildi kynna sér það betur, sem eðlilegt er, þá beitti ríkisstjórn Sigurðar Inga öryrkja hefndaraðgerðum: Ríkisstjórnin ákvað að öryrkjar fengju ekki sömu kjarabætur og aldraðir! Þetta var fáheyrt og minnti helst á vinnubrögð í austantjaldslöndum. Krónu móti krónu skerðingin var afnumin hjá öldruðum en hún var látin haldast hjá öryrkjum og er þar enn í gildi. Þetta var gert í hefndarskyni gegn öryrkjum. Og ríkisstjórn Sigurðar Inga komst upp með þetta! Það eru viðhöfð sömu vinnubrögð nú gegn öryrkjum og ríkisstjórn Sigurðar Inga beitti. Nýja ríkisstjórnin reynir að þvinga öryrkja til hlýðni i starfsgetumatsmálinu. Það er lygilegt. Það er furðulegt. Þetta er eins og í bananalýðveldi. Og samkvæmt frásögn nýs formanns ÖBÍ virðist ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur vera að taka upp þessi sömu þvingunarvinnubrögð! Höfundur er viðskiptafræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Skoðun: Björgvin Guðmundsson Mest lesið Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir Skoðun Halldór 06.12.25 Halldór Baldursson Halldór Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni Skoðun Framtíðarsýn Anton Már Gylfason Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Valkvæð tilvitnun í Feneyjanefndina Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni skrifar Skoðun Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Fjárlögin 2026: Hvert stefnum við? Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Að deyja með reisn: hver ræður því hvað það þýðir? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tómstundamenntun sem meðferðarúrræði Brynja Dögg Árnadóttir skrifar Skoðun Partíið er búið – allir þurfa að fóta sig í breyttum heimi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Stuttflutt“ Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson skrifar Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson skrifar Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í blóma: Sókn og stöðugleiki Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið skrifar Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson skrifar Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Samkvæmt fjárlagafrumvarpinu fyrir 2018 á lífeyrir hjá einhleypum öldruðum og öryrkjum að hækka um 4,7% frá áramótum. Auk þess kemur örlítil hækkun til viðbótar til þess að upphæð lífeyris einstaklinga fyrir skatt nái 300 þúsund á mánuði í samræmi við það, sem ákveðið var í tíð ríkisstjórnar Sigurðar Inga, þegar ný lög um almannatryggingar voru samþykkt á Alþingi. Þá var ákveðið að lífeyrir mundi hækka árið 2018 í sömu fjárhæð og lágmarkslaun en þau verða 300 þúsund á mánuði fyrir skatt. 5% verkafólks eru á lágmarkslaunum en hinir sem betur fer á hærri töxtum. Því er það furðulegt, að lífeyrir aldraðra skuli miðaður við slíkan pappírstaxta. En á þennan hátt er tryggt að aldraðir og öryrkjar séu áfram niðri við fátæktarmörk! Nýja ríkisstjórnin, sem er undir forsæti Katrínar Jakobsdóttur, hækkaði ekkert lífeyri aldraðra og öryrkja í jólamánuðinum. Aldraðir og öryrkjar, sem einungis hafa lífeyri frá almannatryggingum og engan lífeyrissjóð voru látnir halda jólin með 197 þúsund kr. í lífeyri eftir skatt í mánuðinum, þeir sem eru í sambúð eða hjónabandi. Og einhleypir fengu 230 þúsund kr. eftir skatt í mánuðinum. Þetta var jólagjöf ríkisstjórnar Vinstri grænna til aldraðra og öryrkja og allir geta litið í eigin barm og séð, að ekki er unnt að halda jól á þessari hungurlús. Það er ekki einu sinni unnt að greiða öll brýnustu útgjöld af þessu lítilræði. Lyf eða læknishjálp verða oft útundan en það er mannréttindabrot. Jólamaturinn verður fábrotinn, þegar stjórnvöld skammta öldruðum og öryrkjum svona naumt. Og erfitt er fyrir afa og ömmu, langafa og langömmu að gefa jólagjafir, þegar ríkisstjórnin þrýstir lífeyrinum svona niður. Það breytir engu þó lífeyrir hækki í byrjun árs 2018 um 4,7%. Bæði Öryrkjabandalag Íslands, ÖBÍ, og Landssamband eldri borgara hafa mótmælt því við stjórnvöld, að svo naumt eigi að skammta öldruðum og öryrkjum áfram. Aðeins 29% öryrkja fá örlitla viðbótarhækkun! Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður Öryrkjabandalags Íslands, var í viðtali á Hringbraut, sjónvarpsstöð. Hún sagðist ekki skilja hvernig kjararáð, ríkisstofnun, úrskurðaði á grundvelli laga og launaþróunar, að laun stjórnmálamanna og embættismanna ættu að hækka um marga tugi prósenta og langt til baka á sama tíma og ríkisvaldið úrskurðaði að á grundvelli 69. greinar laga um almannatryggingar, sem einnig ætti að byggja á launaþróun, að laun öryrkja (og aldraðra) ættu að hækka um 4,7%. (Launahækkun þingmanna 2016 44%, laun 1,1 milljón fyrir utan aukagreiðslur, launahækkun ráðherra 36%, laun 1,8 milljón fyrir utan aukagreiðslur, laun forsætisráðherra hækkuð í rúmar tvær millj. fyrir utan aukagreiðslur. Þetta gerðist haustið 2016 en fyrr á árinu, 1. júní, höfðu þessir aðilar einnig fengið mikla hækkun). Meðallaun í landinu eru tæpar 700 þúsund kr. fyrir skatt. Það er því ljóst, að það stenst ekki að halda lífeyri aldraðra og öryrkja svo langt niðri eins raun ber vitni. Það er furðulegt, að Vinstri grænir, sem kalla sig róttækan vinstri flokk, skuli standa að því að níðast á þennan hátt á kjörum aldraðra og öryrkja. Í umræddu viðtali við Þuríði Hörpu Sigurðardóttur, formann ÖBÍ, á Hringbraut sagði hún frá því, að svo virtist sem stjórnvöld vildu að kjarabætur, sem öryrkjar hugsanlega fengju, yrðu einhvers konar skiptimynt gegn því að þeir samþykktu starfsgetumat. En stjórnvöld hafa um tveggja ára skeið þrýst mjög á, að öryrkjar samþykktu starfsgetumat. Ríkisstjórn Sigurðar Inga og Bjarna Ben. lagði mikla áherslu á það 2016 við afgreiðslu á nýjum lögum um almannatryggingar. Ríkisstjórn Sigurðar Inga gekk svo langt gegn Öryrkjabandalaginu, að hún beitti það þvingunaraðgerðum. Þegar ÖBÍ var ekki tilbúið að samþykkja starfsgetumatið strax, vildi kynna sér það betur, sem eðlilegt er, þá beitti ríkisstjórn Sigurðar Inga öryrkja hefndaraðgerðum: Ríkisstjórnin ákvað að öryrkjar fengju ekki sömu kjarabætur og aldraðir! Þetta var fáheyrt og minnti helst á vinnubrögð í austantjaldslöndum. Krónu móti krónu skerðingin var afnumin hjá öldruðum en hún var látin haldast hjá öryrkjum og er þar enn í gildi. Þetta var gert í hefndarskyni gegn öryrkjum. Og ríkisstjórn Sigurðar Inga komst upp með þetta! Það eru viðhöfð sömu vinnubrögð nú gegn öryrkjum og ríkisstjórn Sigurðar Inga beitti. Nýja ríkisstjórnin reynir að þvinga öryrkja til hlýðni i starfsgetumatsmálinu. Það er lygilegt. Það er furðulegt. Þetta er eins og í bananalýðveldi. Og samkvæmt frásögn nýs formanns ÖBÍ virðist ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur vera að taka upp þessi sömu þvingunarvinnubrögð! Höfundur er viðskiptafræðingur.
Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson Skoðun
Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar
Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar
Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar
Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar
Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar
Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson Skoðun