Saka Catherine Deneuve um fyrirlitningu í garð þolenda kynferðisofbeldis Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 10. janúar 2018 15:48 Björk og Deneuve saman á kvikmyndahátíðinni í Cannes þegar Dancer in the Dark var frumsýnd. Eftir að ásakanirnar á hendur Weinstein komu fram steig Björk fram og lýsti áreitni leikstjórans Lars von Trier en Deneuve varar við hreintrúarstefnu, eða púrítanisma, í kynferðismálum í bréfi sem hún skrifar ásamt öðrum konum vegna MeToo-byltingarinnar. vísir/getty Ein þekktasta leikkona Frakka, Catherine Deneuve, er ein af 100 frönskum konum sem skrifa undir opið bréf þar sem segir að menn eigi rétt á því að reyna við konur og að það sé ekki sama að nauðga og að reyna við konu, jafnvel þó karlinn sé ágengur í því. Bréfið hefur vakið nokkra athygli og umræðu í Frakklandi, að því er fram kemur á BBC. Þannig skrifuðu 30 femínistar undir nokkurs konar svarbréf og saka Deneuve og hinar 99 konurnar um fyrirlitningu í garð þolenda kynferðisofbeldis og að vilja „setja lok“ á alla skandalana sem komið hafa upp í tengslum við valdamikla menn, ekki hvað síst í skemmtanabransanum. Í bréfinu sem Deneuve skrifar undir vara konurnar við hreintrúarstefnu, eða púrítanisma, í kynferðismálum og segja að þær harmi allar þær fordæmingar sem komið hafa fram í garð karla eftir að greint var frá ásökunum á hendur Harvey Weinstein um kynferðislega áreitni og ofbeldi. Að mati kvennanna skerða slíkar „nornaveiðar“ kynfrelsi.Ekki glæpur að reyna að draga einhvern á tálar „Nauðgun er glæpur en að reyna að draga einhvern á tálar, jafnvel oft eða klaufalega er það ekki. Það að karlmenn sýni af sér herramennsku er ekki heldur árás af hálfu feðraveldisins,“ segir í bréfinu. Þá segir þar jafnframt að mönnum hafi verið refsað, og þeir jafnvel misst vinnuna „fyrir það eitt að snerta hnéð á einhverjum eða að reyna að stela kossi.“ Í bréfinu kemur fram að konurnar sem undir það skrifa telja það nauðsynlegt að tala um misnotkun af hálfu valdamikilla. Þær líta þó einnig svo á að fordæmingarnar séu orðnar „stjórnlausar“ og að þetta valdi því að konur séu álitnar vanmáttugar og eilífðar fórnarlömb. Þær segjast ekki finna sig í þessum femínisma. Catherine Deneuve er langþekktust þeirra kvenna sem skrifa undir bréfið. Á meðal annarra sem undir það rita eru leikkonan Christine Boisson og rithöfundurinn Catherine Millet. Deneuve lék meðal annars á móti Björk í kvikmynd danska leikstjórans Lars von Trier, Dancer in the Dark. Eftir að ásakanirnar á hendur Weinstein komu fram steig Björk fram og sagði frá kynferðislegri áreitni von Trier í sinn garð við gerð myndarinnar. MeToo Tengdar fréttir Finnst hún þurfa að bera ábyrgð Nýjasta plata Bjarkar Guðmundsdóttur sem kemur út í næstu viku fjallar um tímamót af ýmsu tagi. Á plötunni kemur Björk inn á þau mál sem eru henni hugleikin, svo sem umhverfismál, jafnrétti og femínisma. Hún segir að með nýju plötunnni hafi hún þá fundið tilefni til að opna sig um áreitni sem hún sjálf varð fyrir. 18. nóvember 2017 09:00 Segir Lars von Trier hafa borið upp kynferðisleg boð á meðan konan hans stóð við hliðina á þeim Björk segir kynferðislega áreitni Lars von Trier yfir allan vafa hafinn 17. október 2017 11:30 Myllumerkið Me Too tekur yfir samfélagsmiðla: „Sannast enn og aftur hversu stórt samfélagslegt vandamál kynferðisofbeldi er“ Fjölmargar konur, íslenskar og erlendar, hafa síðasta sólarhringinn stigið fram og sagt frá kynferðislegu áreiti sem þær hafa orðið fyrir í gegnum tíðina undir myllumerkinu #MeToo, eða „Ég líka.“ 16. október 2017 13:04 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Stöðugt gos og engir skjálftar Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Fleiri fréttir Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Sjá meira
Ein þekktasta leikkona Frakka, Catherine Deneuve, er ein af 100 frönskum konum sem skrifa undir opið bréf þar sem segir að menn eigi rétt á því að reyna við konur og að það sé ekki sama að nauðga og að reyna við konu, jafnvel þó karlinn sé ágengur í því. Bréfið hefur vakið nokkra athygli og umræðu í Frakklandi, að því er fram kemur á BBC. Þannig skrifuðu 30 femínistar undir nokkurs konar svarbréf og saka Deneuve og hinar 99 konurnar um fyrirlitningu í garð þolenda kynferðisofbeldis og að vilja „setja lok“ á alla skandalana sem komið hafa upp í tengslum við valdamikla menn, ekki hvað síst í skemmtanabransanum. Í bréfinu sem Deneuve skrifar undir vara konurnar við hreintrúarstefnu, eða púrítanisma, í kynferðismálum og segja að þær harmi allar þær fordæmingar sem komið hafa fram í garð karla eftir að greint var frá ásökunum á hendur Harvey Weinstein um kynferðislega áreitni og ofbeldi. Að mati kvennanna skerða slíkar „nornaveiðar“ kynfrelsi.Ekki glæpur að reyna að draga einhvern á tálar „Nauðgun er glæpur en að reyna að draga einhvern á tálar, jafnvel oft eða klaufalega er það ekki. Það að karlmenn sýni af sér herramennsku er ekki heldur árás af hálfu feðraveldisins,“ segir í bréfinu. Þá segir þar jafnframt að mönnum hafi verið refsað, og þeir jafnvel misst vinnuna „fyrir það eitt að snerta hnéð á einhverjum eða að reyna að stela kossi.“ Í bréfinu kemur fram að konurnar sem undir það skrifa telja það nauðsynlegt að tala um misnotkun af hálfu valdamikilla. Þær líta þó einnig svo á að fordæmingarnar séu orðnar „stjórnlausar“ og að þetta valdi því að konur séu álitnar vanmáttugar og eilífðar fórnarlömb. Þær segjast ekki finna sig í þessum femínisma. Catherine Deneuve er langþekktust þeirra kvenna sem skrifa undir bréfið. Á meðal annarra sem undir það rita eru leikkonan Christine Boisson og rithöfundurinn Catherine Millet. Deneuve lék meðal annars á móti Björk í kvikmynd danska leikstjórans Lars von Trier, Dancer in the Dark. Eftir að ásakanirnar á hendur Weinstein komu fram steig Björk fram og sagði frá kynferðislegri áreitni von Trier í sinn garð við gerð myndarinnar.
MeToo Tengdar fréttir Finnst hún þurfa að bera ábyrgð Nýjasta plata Bjarkar Guðmundsdóttur sem kemur út í næstu viku fjallar um tímamót af ýmsu tagi. Á plötunni kemur Björk inn á þau mál sem eru henni hugleikin, svo sem umhverfismál, jafnrétti og femínisma. Hún segir að með nýju plötunnni hafi hún þá fundið tilefni til að opna sig um áreitni sem hún sjálf varð fyrir. 18. nóvember 2017 09:00 Segir Lars von Trier hafa borið upp kynferðisleg boð á meðan konan hans stóð við hliðina á þeim Björk segir kynferðislega áreitni Lars von Trier yfir allan vafa hafinn 17. október 2017 11:30 Myllumerkið Me Too tekur yfir samfélagsmiðla: „Sannast enn og aftur hversu stórt samfélagslegt vandamál kynferðisofbeldi er“ Fjölmargar konur, íslenskar og erlendar, hafa síðasta sólarhringinn stigið fram og sagt frá kynferðislegu áreiti sem þær hafa orðið fyrir í gegnum tíðina undir myllumerkinu #MeToo, eða „Ég líka.“ 16. október 2017 13:04 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Stöðugt gos og engir skjálftar Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Fleiri fréttir Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Sjá meira
Finnst hún þurfa að bera ábyrgð Nýjasta plata Bjarkar Guðmundsdóttur sem kemur út í næstu viku fjallar um tímamót af ýmsu tagi. Á plötunni kemur Björk inn á þau mál sem eru henni hugleikin, svo sem umhverfismál, jafnrétti og femínisma. Hún segir að með nýju plötunnni hafi hún þá fundið tilefni til að opna sig um áreitni sem hún sjálf varð fyrir. 18. nóvember 2017 09:00
Segir Lars von Trier hafa borið upp kynferðisleg boð á meðan konan hans stóð við hliðina á þeim Björk segir kynferðislega áreitni Lars von Trier yfir allan vafa hafinn 17. október 2017 11:30
Myllumerkið Me Too tekur yfir samfélagsmiðla: „Sannast enn og aftur hversu stórt samfélagslegt vandamál kynferðisofbeldi er“ Fjölmargar konur, íslenskar og erlendar, hafa síðasta sólarhringinn stigið fram og sagt frá kynferðislegu áreiti sem þær hafa orðið fyrir í gegnum tíðina undir myllumerkinu #MeToo, eða „Ég líka.“ 16. október 2017 13:04