Reimuð stígvél og buxur í vandræðalegri sídd Ritstjórn skrifar 10. janúar 2018 20:00 Glamour/Skjáskot Ný haustlína frá Chloé hefur litið dagsins ljós, en um er að ræða milli-línu sem kemur í búðir í byrjun sumars. Mörg tískuhús gera þessar svokölluðu millilínur, og eru þær oft mjög flottar vegna þess hve blandaðar þær eru. Fötin verða eiginlega að geta nýst bæði fyrir sumarið og síðan haustið, og öfugt. Natacha Ramsay-Levi, listrænn stjórnandi Chloé, segir mjög skemmtilegt að hanna þessar línur. Þessar millilínur voru það sem hún vann langmest við þegar hún var að byrja hjá Balenciaga. Í þessari línu tengir hún línuna vel við sumarlínu tískuhússins, sem var sýnd í september síðastliðnum. Reimuð stígvél, bæði sem ná upp á kálfann og síðan yfir hnéð eru gríðarlega áberandi, en einnig koma strigaskór til sögu. Útvíðar en stuttar buxur við stuttan jakka, bæði sem dragt og ekki. Einnig má sjá mjög stuttar buxur í vandræðalegri sídd, og við vitum ekki alveg um hversu langlífar þær verða, en þessar buxur enda sitthvoru megin við hnéð. Köflótt er einnig áberandi í línunni, í kápum, jökkum og jafnvel buxum. Við bíðum spenntar eftir haust- og vetrarlínunni frá Chloé sem sýnd verður á tískuvikunni í París í febrúar. Mest lesið Magabolir í uppáhaldi hjá ofurfyrirsætum Glamour MTV EMA: Best klæddu stjörnurnar Glamour Sjóðandi heitur dregill á frumsýningu 50 Shades Darker Glamour Hoppaðu út í heim með Glamour Glamour Systraþema hjá Balmain Glamour Olivia Palermo á forsíðu febrúarblaðs Glamour Glamour Airwaves 2017: Fjölbreytni á Listasafni Reykjavíkur Glamour Gekk tískupallinn með tveggja ára dóttur sinni Glamour Kourtney Kardashian í JÖR Glamour Hinn 13 ára Romeo Beckham auglýsir Burberry Glamour
Ný haustlína frá Chloé hefur litið dagsins ljós, en um er að ræða milli-línu sem kemur í búðir í byrjun sumars. Mörg tískuhús gera þessar svokölluðu millilínur, og eru þær oft mjög flottar vegna þess hve blandaðar þær eru. Fötin verða eiginlega að geta nýst bæði fyrir sumarið og síðan haustið, og öfugt. Natacha Ramsay-Levi, listrænn stjórnandi Chloé, segir mjög skemmtilegt að hanna þessar línur. Þessar millilínur voru það sem hún vann langmest við þegar hún var að byrja hjá Balenciaga. Í þessari línu tengir hún línuna vel við sumarlínu tískuhússins, sem var sýnd í september síðastliðnum. Reimuð stígvél, bæði sem ná upp á kálfann og síðan yfir hnéð eru gríðarlega áberandi, en einnig koma strigaskór til sögu. Útvíðar en stuttar buxur við stuttan jakka, bæði sem dragt og ekki. Einnig má sjá mjög stuttar buxur í vandræðalegri sídd, og við vitum ekki alveg um hversu langlífar þær verða, en þessar buxur enda sitthvoru megin við hnéð. Köflótt er einnig áberandi í línunni, í kápum, jökkum og jafnvel buxum. Við bíðum spenntar eftir haust- og vetrarlínunni frá Chloé sem sýnd verður á tískuvikunni í París í febrúar.
Mest lesið Magabolir í uppáhaldi hjá ofurfyrirsætum Glamour MTV EMA: Best klæddu stjörnurnar Glamour Sjóðandi heitur dregill á frumsýningu 50 Shades Darker Glamour Hoppaðu út í heim með Glamour Glamour Systraþema hjá Balmain Glamour Olivia Palermo á forsíðu febrúarblaðs Glamour Glamour Airwaves 2017: Fjölbreytni á Listasafni Reykjavíkur Glamour Gekk tískupallinn með tveggja ára dóttur sinni Glamour Kourtney Kardashian í JÖR Glamour Hinn 13 ára Romeo Beckham auglýsir Burberry Glamour