Greta Gerwig tjáir sig um Woody Allen: „Ég mun aldrei vinna fyrir hann aftur“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 10. janúar 2018 14:30 Greta Gerwig, hér önnur frá hægri, vann á sunnudag Golden Globe-verðlaunin fyrir mynd sína Lady Bird sem valin var besta gamanmyndin á hátíðinni. vísir/getty Leikstjórinn og leikkonan Greta Gerwig hefur tjáð sig um þá staðreynd að hún lék í mynd Woody Allen To Rome with Love árið 2012. Kveðst hún sjá mjög eftir því og ætlar aldrei að vinna fyrir Allen aftur. Yfirlýsing hennar kemur í kjölfar þess að dóttir Allen, Dylan Farrow, kvaðst hafa fengið nóg af hræsni þeirra sem kjósa að starfa með föður hennar. Farrow, sem var ættleidd af Allen og leikkonunni Miu Farrow, segir Allen hafa brotið gegn henni kynferðislega þegar hún var sjö ára. Hún greindi fyrst frá málinu í opnu bréfi sem tímaritið New York Times birti árið 2014 en Allen hefur alltaf neitað ásökunum dóttur sinnar. Engu að síður komst dómari í forræðisdeilu þeirra Allen og Miu Farrow á tíunda áratug síðustu aldar að þeirri niðurstöðu að hegðun Woody Allen í garð dótturinnar hefði verið algerlega óviðunandi. Dylan Farrow hefur látið í sér heyra þar sem henni finnst þær Hollywood-stjörnur sem kjósa að vinna með föður hennar sýna hræsni þegar þær styðja við byltingar á borð við MeToo og herferðina Time‘s Up sem hefur það markmið að að leiðrétta það valdaójafnvægi sem hefur ríkt í Hollywood sem og á almennum vinnumarkaði í Bandaríkjunum. I asked Greta Gerwig how she feels about her decision to work with Woody Allen. She said this: pic.twitter.com/W9bngQqY5V— Susan Cheng (@scheng_) January 8, 2018 Á meðal þeirra stjarna sem Farrow hefur sakað um hræsni eru Justin Timberlake og Blake Lively en Greta Gerwig var spurð að því á Golden Globe-hátíðinni hvernig henni liði með það að hafa unnið með Allen. Gerwig, sem fékk Golden Globe-verðlaunin fyrir mynd sína Lady Bird, svaraði spurningunni ekki en í viðtali við New York Times í vikunni sagðist hún sjá eftir því að hafa leikið í To Rome with Love. „Mig langar að tala sérstaklega um það sem snýr að Woody Allen sem ég hef verið spurð nokkrum sinnum að undanfarið. [...] Þetta er eitthvað sem ég tek mjög alvarlega og hef hugsað mikið um. Það hefur tekið mig tíma að ná utan um hugsanir mínir og segja það sem ég vil segja. Ég get aðeins talað fyrir sjálfa mig og niðurstaða mín er þessi: ef ég hefði vitað það sem ég veit núna þá hefði ég ekki leikið í myndinni. Ég hef ekki unnið fyrir hann aftur og ég mun aldrei vinna fyrir hann aftur,“ segir Gerwig. Golden Globes MeToo Mál Woody Allen Tengdar fréttir Dóttir Woody Allen hefur fengið nóg af hræsni þeirra sem kjósa að starfa með föður hennar "Ég á erfitt með að skilja hvernig kona, sem trúir því að Woody Allen sé valdeflandi fyrir konur, geti tekið sér hlutverk baráttukonu fyrir konur sem hafa orðið fyrir kynferðisofbeldi.“ 9. janúar 2018 14:25 Golden Globe 2018: Sigurvegarar næturinnar Golden Globe verðlaunahátíðin fór fram í 75. skipti með pompi og prakt í Beverly Hills í Los Angeles í nótt. 8. janúar 2018 06:18 Mest lesið Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Innlent Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Innlent Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Innlent Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Innlent Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Innlent Fleiri fréttir Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Sjá meira
Leikstjórinn og leikkonan Greta Gerwig hefur tjáð sig um þá staðreynd að hún lék í mynd Woody Allen To Rome with Love árið 2012. Kveðst hún sjá mjög eftir því og ætlar aldrei að vinna fyrir Allen aftur. Yfirlýsing hennar kemur í kjölfar þess að dóttir Allen, Dylan Farrow, kvaðst hafa fengið nóg af hræsni þeirra sem kjósa að starfa með föður hennar. Farrow, sem var ættleidd af Allen og leikkonunni Miu Farrow, segir Allen hafa brotið gegn henni kynferðislega þegar hún var sjö ára. Hún greindi fyrst frá málinu í opnu bréfi sem tímaritið New York Times birti árið 2014 en Allen hefur alltaf neitað ásökunum dóttur sinnar. Engu að síður komst dómari í forræðisdeilu þeirra Allen og Miu Farrow á tíunda áratug síðustu aldar að þeirri niðurstöðu að hegðun Woody Allen í garð dótturinnar hefði verið algerlega óviðunandi. Dylan Farrow hefur látið í sér heyra þar sem henni finnst þær Hollywood-stjörnur sem kjósa að vinna með föður hennar sýna hræsni þegar þær styðja við byltingar á borð við MeToo og herferðina Time‘s Up sem hefur það markmið að að leiðrétta það valdaójafnvægi sem hefur ríkt í Hollywood sem og á almennum vinnumarkaði í Bandaríkjunum. I asked Greta Gerwig how she feels about her decision to work with Woody Allen. She said this: pic.twitter.com/W9bngQqY5V— Susan Cheng (@scheng_) January 8, 2018 Á meðal þeirra stjarna sem Farrow hefur sakað um hræsni eru Justin Timberlake og Blake Lively en Greta Gerwig var spurð að því á Golden Globe-hátíðinni hvernig henni liði með það að hafa unnið með Allen. Gerwig, sem fékk Golden Globe-verðlaunin fyrir mynd sína Lady Bird, svaraði spurningunni ekki en í viðtali við New York Times í vikunni sagðist hún sjá eftir því að hafa leikið í To Rome with Love. „Mig langar að tala sérstaklega um það sem snýr að Woody Allen sem ég hef verið spurð nokkrum sinnum að undanfarið. [...] Þetta er eitthvað sem ég tek mjög alvarlega og hef hugsað mikið um. Það hefur tekið mig tíma að ná utan um hugsanir mínir og segja það sem ég vil segja. Ég get aðeins talað fyrir sjálfa mig og niðurstaða mín er þessi: ef ég hefði vitað það sem ég veit núna þá hefði ég ekki leikið í myndinni. Ég hef ekki unnið fyrir hann aftur og ég mun aldrei vinna fyrir hann aftur,“ segir Gerwig.
Golden Globes MeToo Mál Woody Allen Tengdar fréttir Dóttir Woody Allen hefur fengið nóg af hræsni þeirra sem kjósa að starfa með föður hennar "Ég á erfitt með að skilja hvernig kona, sem trúir því að Woody Allen sé valdeflandi fyrir konur, geti tekið sér hlutverk baráttukonu fyrir konur sem hafa orðið fyrir kynferðisofbeldi.“ 9. janúar 2018 14:25 Golden Globe 2018: Sigurvegarar næturinnar Golden Globe verðlaunahátíðin fór fram í 75. skipti með pompi og prakt í Beverly Hills í Los Angeles í nótt. 8. janúar 2018 06:18 Mest lesið Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Innlent Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Innlent Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Innlent Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Innlent Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Innlent Fleiri fréttir Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Sjá meira
Dóttir Woody Allen hefur fengið nóg af hræsni þeirra sem kjósa að starfa með föður hennar "Ég á erfitt með að skilja hvernig kona, sem trúir því að Woody Allen sé valdeflandi fyrir konur, geti tekið sér hlutverk baráttukonu fyrir konur sem hafa orðið fyrir kynferðisofbeldi.“ 9. janúar 2018 14:25
Golden Globe 2018: Sigurvegarar næturinnar Golden Globe verðlaunahátíðin fór fram í 75. skipti með pompi og prakt í Beverly Hills í Los Angeles í nótt. 8. janúar 2018 06:18
Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent
Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent