Fagleg og yfirveguð viðbrögð við mjög ógnvekjandi atburði Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 11. janúar 2018 09:00 Rósa Guðbjartsdóttir hrósar flugliðum WOW Air í hástert fyrir viðbrögð þeirra við erfiðum aðstæðum. Vísir Farþegi í flugi WOW Air frá Los Angeles til Keflavíkur aðfaranótt sunnudags veiktist alvarlega þegar um klukkustund var eftir til Íslands. Farþegi um borð segir viðbrögð áhafnarinnar hafa verið til fyrirmyndar, svo góð raunar að hún hugsar stöðugt um þau. „Má til með að hrósa áhöfninni í flugi WW174 sem var á leið frá Los Angeles til Keflavíkur aðfaranótt sunnudags. Undir lok flugsins varð einn farþeginn, ung stúlka, alvarlega veik og nærstöddum mjög brugðið. Áhöfnin brást við á aðdáunarverðan hátt, yfirvegað og faglega rétt eins og hvert einasta þeirra væri þaulvant slíkum aðstæðum,“ segir Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarfulltrúi í Hafnarfirði á Facebook.Dáðist að flugliðunum Í samtali við Vísi segist Rósa hafa hugsað mikið um þetta síðan hún gekk frá borði. Um leið hafi hún hrósað flugliðunum en það hefði verið mjög góð tilfinning að upplifa hve vel flugfreyjurnar væru þjálfaðar og sinntu vinnu sinni faglega. „Það sem mestu máli skipti var að þau náðu að bæta ástand sjúklingsins fyrir lendingu áður en sjúkraliðar tóku við en létu á meðan á þessu stóð viðstadda fá traustvekjandi tilfinningu, jafnvel þótt liði yfir farþega sem horfði upp á ástand stúlkunnar. Ég hef sem betur fer aldrei áður orðið vitni að atburði sem þessum í flugi en dáðist svo innilega að flugliðunum í skelfilegum aðstæðunum.“ Eftir því sem Vísir kemst næst var um erlendan ferðamann að ræða, stúlku á menntaskólaaldri. Hún var á ferðalagi með systur sinni en þegar um klukkustund var eftir af fluginu til Íslands fékk hún heiftarlegt flogakast, í fyrsta skipti.Eigum að hrósa meira Rósa segir hafa verið erfitt að horfa upp á veikindi stúlkunnar á gólfi flugvélarinnar. Þökk sé viðbrögðum áhafnar hafi farþegar aldrei upplifað annað en að stúlkan væri í góðum höndum. Fyrir það sé rétt að hrósa segir Rósa sem hefur fengið jákvæð viðbrögð við frásögn sinni á Facebook. „Við gerum ekki nóg af því að hrósa, erum meira í því að kvarta. Það er eitthvað sem einkennir okkur í þessu þjóðfélagi,“ segir Rósa. Fréttir af flugi WOW Air Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Sjá meira
Farþegi í flugi WOW Air frá Los Angeles til Keflavíkur aðfaranótt sunnudags veiktist alvarlega þegar um klukkustund var eftir til Íslands. Farþegi um borð segir viðbrögð áhafnarinnar hafa verið til fyrirmyndar, svo góð raunar að hún hugsar stöðugt um þau. „Má til með að hrósa áhöfninni í flugi WW174 sem var á leið frá Los Angeles til Keflavíkur aðfaranótt sunnudags. Undir lok flugsins varð einn farþeginn, ung stúlka, alvarlega veik og nærstöddum mjög brugðið. Áhöfnin brást við á aðdáunarverðan hátt, yfirvegað og faglega rétt eins og hvert einasta þeirra væri þaulvant slíkum aðstæðum,“ segir Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarfulltrúi í Hafnarfirði á Facebook.Dáðist að flugliðunum Í samtali við Vísi segist Rósa hafa hugsað mikið um þetta síðan hún gekk frá borði. Um leið hafi hún hrósað flugliðunum en það hefði verið mjög góð tilfinning að upplifa hve vel flugfreyjurnar væru þjálfaðar og sinntu vinnu sinni faglega. „Það sem mestu máli skipti var að þau náðu að bæta ástand sjúklingsins fyrir lendingu áður en sjúkraliðar tóku við en létu á meðan á þessu stóð viðstadda fá traustvekjandi tilfinningu, jafnvel þótt liði yfir farþega sem horfði upp á ástand stúlkunnar. Ég hef sem betur fer aldrei áður orðið vitni að atburði sem þessum í flugi en dáðist svo innilega að flugliðunum í skelfilegum aðstæðunum.“ Eftir því sem Vísir kemst næst var um erlendan ferðamann að ræða, stúlku á menntaskólaaldri. Hún var á ferðalagi með systur sinni en þegar um klukkustund var eftir af fluginu til Íslands fékk hún heiftarlegt flogakast, í fyrsta skipti.Eigum að hrósa meira Rósa segir hafa verið erfitt að horfa upp á veikindi stúlkunnar á gólfi flugvélarinnar. Þökk sé viðbrögðum áhafnar hafi farþegar aldrei upplifað annað en að stúlkan væri í góðum höndum. Fyrir það sé rétt að hrósa segir Rósa sem hefur fengið jákvæð viðbrögð við frásögn sinni á Facebook. „Við gerum ekki nóg af því að hrósa, erum meira í því að kvarta. Það er eitthvað sem einkennir okkur í þessu þjóðfélagi,“ segir Rósa.
Fréttir af flugi WOW Air Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Sjá meira