Lögreglan í höfuðborginni með 4.000 mál til meðferðar Jón Hákon Halldórsson skrifar 10. janúar 2018 08:00 Ákærusviði berast fleiri mál en áður. Að jafnaði eru málin 2-3 þúsund en núna um 4 þúsund. vísir/andri marinó „Það er gríðarlegt álag hérna. Það verður að segjast eins og er. En við reynum bara að afgreiða málin fljótt en líka vel,“ segir Hulda Elsa Björgvinsdóttir, yfirmaður ákærusviðs hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Fjögur þúsund mál eru til meðferðar hjá ákærusviðinu og eru umferðarmálin stærsti brotaflokkurinn. „Flest málin eru frá 2016 en við erum samt með einhver eldri mál líka,“ segir Hulda Elsa og tekur þá fram að einhverjar skýringar séu á að eldri mál hafi ekki verið afgreidd. „Ég hef verið með örfá mál sem eru frá 2014 og oft eru þá skýringarnar þær að verið sé að taka upp rannsókn að nýju. En annars eru þetta flest mál frá 2016.“Hulda Elsa Björgvinsdóttir, yfirmaður ákærusviðs lögreglunnar.Hulda Elsa segir að málin núna séu fleiri en þau eru að jafnaði. Þau séu yfirleitt á bilinu tvö til þrjú þúsund. Málunum hafi fjölgað verulega síðan í apríl. Hulda Elsa segir skýringarnar á fjölguninni ekki liggja fyrir. Þó sé víst að það hafa verið að koma fleiri mál frá hverfisstöðvunum en áður. Hulda segir að þegar ákærusviðið sé fullmannað eigi að vera þar átján lögfræðingar, en þeir eru núna fjórtán. „Við eigum að vera átján en það hafa verið miklar breytingar á sviðinu af því að það eru breytingar í kerfinu. Um leið og það eru breytingar í kerfinu, þá fer boltinn af stað. Við erum akkúrat í því ferli núna. Þannig losnaði staða hjá ríkissaksóknara og þá losnaði staða hjá héraðssaksóknara.“ Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, segir málum líka vera að fjölga. Nefnir hún þar heimilisofbeldismál sérstaklega, en lögreglan fær 58 slík mál á sitt borð í hverjum mánuði. „Það hefur líka fjölgað kynferðisbrotamálum og líkamsárásum,“ segir hún. Á ráðstefnu í Háskólanum í Reykjavík á föstudaginn sagði Sigríður Björk að verið væri að gera áherslubreytingar hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Kynferðisbrot eru nú yfirlýstur áherslumálaflokkur. Málategundum sem lögreglumenn í deildinni fást við hefur verið fækkað. Áhersla hefur verið lögð á aukna fræðslu til starfsmanna, aðstoðarsaksóknari ráðinn í deildina og lögreglumönnum verið fjölgað. Birtist í Fréttablaðinu Lögreglumál Mest lesið „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Erlent Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar Innlent Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Innlent „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Innlent „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Erlent Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Innlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent Í fyrsta sinn fleiri börn með offitu en í undirþyngd Erlent Byrjaðir að kenna hvor öðrum um stöðvun ríkisreksturs Erlent Fleiri fréttir Stefnir í prófkjör, borgarfulltrúar undir feldi og hugsanlega sótt að Heiðu Framlengja gistiheimildina fram á vor Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar „Nauðsynlegt að þetta verði gert af krafti“ Fólk hvatt til að taka strætó Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentíana Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sjá meira
„Það er gríðarlegt álag hérna. Það verður að segjast eins og er. En við reynum bara að afgreiða málin fljótt en líka vel,“ segir Hulda Elsa Björgvinsdóttir, yfirmaður ákærusviðs hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Fjögur þúsund mál eru til meðferðar hjá ákærusviðinu og eru umferðarmálin stærsti brotaflokkurinn. „Flest málin eru frá 2016 en við erum samt með einhver eldri mál líka,“ segir Hulda Elsa og tekur þá fram að einhverjar skýringar séu á að eldri mál hafi ekki verið afgreidd. „Ég hef verið með örfá mál sem eru frá 2014 og oft eru þá skýringarnar þær að verið sé að taka upp rannsókn að nýju. En annars eru þetta flest mál frá 2016.“Hulda Elsa Björgvinsdóttir, yfirmaður ákærusviðs lögreglunnar.Hulda Elsa segir að málin núna séu fleiri en þau eru að jafnaði. Þau séu yfirleitt á bilinu tvö til þrjú þúsund. Málunum hafi fjölgað verulega síðan í apríl. Hulda Elsa segir skýringarnar á fjölguninni ekki liggja fyrir. Þó sé víst að það hafa verið að koma fleiri mál frá hverfisstöðvunum en áður. Hulda segir að þegar ákærusviðið sé fullmannað eigi að vera þar átján lögfræðingar, en þeir eru núna fjórtán. „Við eigum að vera átján en það hafa verið miklar breytingar á sviðinu af því að það eru breytingar í kerfinu. Um leið og það eru breytingar í kerfinu, þá fer boltinn af stað. Við erum akkúrat í því ferli núna. Þannig losnaði staða hjá ríkissaksóknara og þá losnaði staða hjá héraðssaksóknara.“ Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, segir málum líka vera að fjölga. Nefnir hún þar heimilisofbeldismál sérstaklega, en lögreglan fær 58 slík mál á sitt borð í hverjum mánuði. „Það hefur líka fjölgað kynferðisbrotamálum og líkamsárásum,“ segir hún. Á ráðstefnu í Háskólanum í Reykjavík á föstudaginn sagði Sigríður Björk að verið væri að gera áherslubreytingar hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Kynferðisbrot eru nú yfirlýstur áherslumálaflokkur. Málategundum sem lögreglumenn í deildinni fást við hefur verið fækkað. Áhersla hefur verið lögð á aukna fræðslu til starfsmanna, aðstoðarsaksóknari ráðinn í deildina og lögreglumönnum verið fjölgað.
Birtist í Fréttablaðinu Lögreglumál Mest lesið „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Erlent Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar Innlent Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Innlent „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Innlent „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Erlent Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Innlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent Í fyrsta sinn fleiri börn með offitu en í undirþyngd Erlent Byrjaðir að kenna hvor öðrum um stöðvun ríkisreksturs Erlent Fleiri fréttir Stefnir í prófkjör, borgarfulltrúar undir feldi og hugsanlega sótt að Heiðu Framlengja gistiheimildina fram á vor Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar „Nauðsynlegt að þetta verði gert af krafti“ Fólk hvatt til að taka strætó Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentíana Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sjá meira